Morgunblaðið - 03.06.2008, Page 44

Morgunblaðið - 03.06.2008, Page 44
Ljósmynd/Sævar Logi Opnuðust Djúpar sprungur opnuðust í Reykja- fjalli fyrir ofan Hveragerði. Svæðið er varasamt. NÝ sprunga myndaðist í Reykjafjalli ofan Hvera- gerðis í jarðskjálftunum fyrir síðustu helgi. Hið nýja sprungusvæði er um 800 metra langt. Tveggja metra jarðsig hefur víða orðið og allt að þriggja metra breið- ar sprungur opnast. Svæðið er rétt ofan nýja leir- hversins sem varð til í skjálftunum og tilheyrir sömu jarðhræringum. Að sögn Zophaníasar Friðriks Gunnarssonar, for- manns Hjálparsveitar skáta í Hveragerði, hafa hjálp- arsveitarmenn metið sprungurnar og er mælst til þess að fólk fari ekki mikið um svæðið að svo stöddu. Sprungurnar eru frá einum upp í fjóra metra á dýpt og á tveimur stöðum hafa opnast svonefnd augu, síval- ar holur í jörðinni sem eru um metri í þvermál og allt að fimm metra djúpar. Almannavarnir vara fólk enn við því að vera við hlíðar Ingólfsfjalls og nálægra fjalla. | onundur@mbl.is Nýtt 800 metra sprungubelti Sprungur ofan Hveragerðis allt að þriggja metra breiðar ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 155. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Ritstjóraskipti á Morgunblaðinu  Ólafur Þ. Stephensen tók í gær við ritstjórn Morgunblaðsins af Styrmi Gunnarssyni sem hafði gegnt starfi ritstjóra í 36 ár. Styrmir segir að í ritstjórnartíð sinni og Matthíasar Jóhannessen hafi Morgunblaðinu verið breytt úr málgagni hinna ráð- andi afla á Íslandi í málsvara al- mannahagsmuna. »14-15 Biðlistar í bæjarvinnu  Umsóknum 17-18 ára unglinga um sumarvinnu hjá sveitarfélögum hef- ur fjölgað mjög í ár og biðlistar eru lengri en áður. Um 400 eru á biðlista í Reykjavík, um 100 í Kópavogi og í Hafnarfirði voru um 150 á biðlista fyrir tveimur vikum. »2 Una sér við latínunám  Latína er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann sem skemmti- legt tómstundagaman en hún er það sannarlega hjá þremur forn- vinkonum sem hafa undanfarna tvo vetur hist einu sinni í mánuði til að hressa upp á latínukunnáttuna. »19 Hætta á atgervisflótta  Heyra má á starfsmönnum Orku- veitu Reykjavíkur að þeir hafi fengið nóg af afskiptum stjórnmálamanna af fyrirtækinu og hætta skapast á at- gervisflótta frá því ef stefnan í mál- efnum þess skýrist ekki. »Forsíða SKOÐANIR» Staksteinar: Hvalveiðar og Öryggisráðið Forystugreinar: Starf Styrmis Ljósvakinn: Sögupersóna lifnar UMRÆÐAN» Ingólfstorg í uppnámi Hvenær vorar í skógrækt á Íslandi? B. Fischer sterkasti skákmaður … Nýtt ævintýri um augastein  3  3   3 3  3  3  4$&5 '.  + & 6      3  3  3 3 3   3  -7#1 '  3  3  3 3 3  3 3 89::;<= '>?<:=@6'AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@'7 7<D@; @9<'7 7<D@; 'E@'7 7<D@; '2=''@ F<;@7= G;A;@'7> G?@ '8< ?2<; 6?@6='2+'=>;:; Heitast 18 °C | Kaldast 10 °C  NA 5-10 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil súld f. norðan og aust- an. Annars bjart, rign- ir í kvöld f. sunnan. » 10 Rúmlega sex þúsund manns sáu Beðmál í borginni um helgina en fleiri sáu þó Indi- ana Jones í nýja ævintýrinu. » 38 KVIKMYNDIR» Stúlkurnar sterkar TÓNLIST» McCartney kynnir nýju kærustuna. » 38 Samkvæmt tímarit- inu Q höfnuðu pilt- arnir í Sigur Rós til- lögum Ólafs Elías- sonar að verki utan á nýju plötuna. » 36 TÓNLIST» Verki Ólafs hafnað KVIKMYNDIR» Vinsælustu verðlaun stjarnanna. » 40 TÓNLIST» Hljómar frá Keflavík hafa þagnað. » 41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Drengur sem Hollywoodmynd … 2. T. O’Neal staðin að kókaínkaupum 3. Ísland getur ekki mætt Spáni … 4. Snarpur kippur á Hellisheiði  Íslenska krónan veiktist um 1,5% Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „ÞAÐ ER vilji til að byggja grá- sleppusafn heima á Drangsnesi og við ákváðum einfaldlega að halda áfram með þá hugmynd, hanna og teikna húsið og skipuleggja allt,“ sögðu Inga Hermannsdóttir og Sandra Dögg Guðmundsdóttir, nemendur í Grunn- skóla Drangsness, glaðar í bragði um hugmynd sína að grásleppusafni á Drangsnesi. Tillaga þeirra deildi fyrsta og öðru sætinu með Grunnskól- anum í Hofgarði í verðlaunasam- keppninni Heimabyggðin mín sem haldin er í grunnskólum af samtökum Landsbyggðarvina Reykjavíkur og nágrennis. Með samkeppninni er krökkunum gert kleift að koma hugmyndum sín- um um bætta heimabyggð á framfæri og var hún nú haldin í fimmta skipti. Hin sigurtillagan kom frá Lydíu Angelíku Guðmundsdóttur og Svan- hvíti Helgu Jóhannsdóttur, nem- endum 8. bekkjar Grunnskólans í Hof- garði. Þeirra tillaga var um kaffihús og „lifandi“ safn í Sandfelli á Öræfum þar sem eitt sinn var prestssetur og kirkja. „Við vorum með þá hugmynd að þar myndi fólk vinna við ýmis forn störf klætt í þjóðbúninga og þannig væri hægt að kynnast gömlum siðum. Safn- ið yrði byggt í gömlum stíl og þar væri einnig starfrækt kaffihús sem nefnt yrði Þorgerðarkaffi eftir Þorgerði landnámskonu,“ útskýrðu þær og aug- ljóst er að tillagan er þaulhugsuð. Víði- staðaskóli í Hafnarfirði hlaut þriðju verðlaun fyrir tillögu að skautasvelli á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar. Hanna grásleppusafn Grunnskólanemar skipuleggja heimabyggð sína HUGMYND nemenda 8. og 9. bekkjar Grunnskóla Drangsness að grásleppusafni deildi fyrsta og öðru sætinu með tillögu nemenda 8. bekkjar Grunnskól- ans í Hofgarði á Hornafirði um „lifandi“ safn í verð- launasamkeppninni Heimabyggðin mín. Í þriðja sæti lentu nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þeir lögðu til að útbúið yrði skautasvell á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar. Sigurvegarar samkeppninnar fá vonandi að sjá ávöxt erfiðis síns en stefnt er að því að opna áður- nefnt grásleppusafn á Drangsnesi á sjómannadaginn árið 2010. Við verðlaunaafhendinguna í Ásmundar- safni í gær sagði Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, að hugmynd nemenda Víðistaðaskóla yrði nú tekin til athugunar hjá bæjarstjórn og kannað hvort hún væri tæknilega framkvæmanleg. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveld- isins, ávarpaði einnig samkomuna en hún gegnir hlutverki sérstaks verndara heildarsamtaka Lands- byggðarvina. Fá að sjá ávöxt erfiðis síns Morgunblaðið/Valdís Thor Hugmyndasmiðir Lydía Angelíka, Inga, Svanhvít og Sandra voru ánægðar að verðlaunaafhendingu lokinni. „EKKI er hægt að segja að þessir tónleikar hafi verið einn af hápunktum listahá- tíðarinnar. Ónei, ónei,“ skrif- ar Jónas Sen tónlistar- gagnrýnandi í umsögn sinni um söngtónleika Denyce Graves. Fer hann hörðum orðum um frammistöðu Graves, sem kynnt hefur ver- ið sem „ein skærasta stjarna söngheimsins“. Segir Jónas að söngstíll hennar hafi verið grófur og tilgerðarlegur og „túlk- unin almennt yfirborðsleg og ósannfærandi“. Ekki fær meðleikarinn betri umsögn, en hann sat „við píanóið eins og loðfíll og bauð áheyr- endum upp á endalausa flatneskju“. | 37 Frammistaðan sögð hneyksli Denyce Graves

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.