Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BÓNUS hefur brugðið á það ráð að afhenda dýr- ustu pakkningarnar af rakvélablöðum aðeins við afgreiðslukassa og eldri og ódýrari gerðum rak- vélablaða er einungis stillt upp frammi við kass- ana. Tilgangurinn með þessum ráðstöfunum er að koma í veg fyrir þjófnað á þessum dýra en fyrir- ferðarlitla varningi. Dýrasta varan, miðað við umfang Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að eftir að gengi hafi farið milli búð- anna og „rænt og tæmt“ rakvélastanda í versl- unum hafi verið ákveðið að færa rakvélablöðin að afgreiðslukössunum og að dýrustu pakkningarn- ar, 8 stykki af Gillette Fusion – nýjustu rakvéla- blöðunum frá Gillette, yrðu aðeins afhentar af af- greiðslufólki. „Þetta er algjört neyðarúrræði,“ segir Guðmundur. Tjón vegna þjófnaðar á rak- vélablöðum hafi verið mjög mikið og verslunin beri það allt. Rýrnunin nú sé mun minni en hún var áður en rakvélablöðin voru færð fram að kassa. Það er ekki að undra þótt verslunarmönnum svíði þjófnaður á rakvélablöðum því þau kosta sitt. Pakki með átta blöðum af Gillette Fusion Power, nýjustu og dýrustu rakvélablöðunum frá þessum rakvélarisa, kostar 2.498 krónur í Bónus. Þetta er langdýrasta varan í búðinni, sé miðað við umfang. Þjófum hefur enda reynst tiltölulega auðvelt að hnupla þeim og þau henta einnig sérlega vel til sendinga landa á milli þar sem vörumerkið er selt um allan heim. Rakvélablaðasjálfsalar Það er ekki einungis á Íslandi sem verslunar- menn þurfa að passa upp á rakvélablöð og bendir Guðmundur á að í sumum bandarískum verslun- um séu blöðin geymd í læstum kössum. Viðskipta- vinir þurfa að taka miða sem gefur til kynna að þeir vilji kaupa rakvélablöð, fara með hann að kassanum, borga og framvísa síðan kvittuninni á öðrum stað í búðinni áður en þeir fá rakvélablöðin dýrmætu í hendurnar. Fyrir nokkrum árum brugðu nokkrar verslanir í Ástralíu á það ráð, í þjófavarnarskyni, að selja rakvélablöð einungis í sjálfsölum. Sá siður er ekki enn runninn upp í ís- lenskum verslunum. Rakvélablöðin bara við kassann Dýrustu rakvélablöðin eru aðeins afhent af starfsfólki á kassa í Bónus til að afstýra þjófnaði Rakstur Ekki ætti að gleymast að kaupa blöðin. Í HNOTSKURN » Gillette Fusion Power-rakvélablöð, 8 stykki í pakka, kosta 2.498 krónur í Bónus í Holtagörðum. Hvert blað kostar þar með 312 krón- ur. » Samkvæmt upplýsingumfrá Íslensk-ameríska, sem er með umboðið fyrir Gillette, á svoleiðis pakki að duga meðalmanninum í 4,8 mánuði, þ.e. hvert blað dugar í um 18 daga. Kostnaður við rakvéla- blöð er því um 520 krónur á mánuði. » Sumir skipta mun oftarum rakvélablöð, til dæmis þeir sem eru með grófa skegg- rót, en eftir því sem rótin er grófari slitna blöðin fyrr. Morgunblaðið/Valdís Thor EKKERT þok- aðist á fundi hjúkrunarfræð- inga og samn- inganefndar rík- isins í gær. Fundurinn var stuttur og ítrek- uðu báðir aðilar fyrri kröfur sín- ar. Elsa B. Frið- finnsdóttir, for- maður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir atkvæða- greiðslu um yfirvinnubann hefjast í dag, miðvikudag. „Kosningin er að fara af stað, félagsmenn fá vef- lykil og annað sem til þarf í pósti [í dag]. Kosningunni lýkur svo að kvöldi 22. júní og yfirvinnubannið tekur gildi 10. júlí ef það hlýtur samþykki,“ segir Elsa. „Ég yrði hissa ef eitthvað gerðist fyrr en eftir að niðurstaða fæst í okkar kosningu. Ef bannið verður sam- þykkt mun það hafa gríðarleg áhrif á heilbrigðisþjónustuna frá fyrsta degi,“ bætir hún við, en næsti fundur aðila í deilunni er ráðgerður eftir tvær vikur. Margir að funda Fjögur önnur stéttarfélög funduðu með vinnuveitendum hjá Ríkis- sáttasemjara í gær. Fulltrúar Efl- ingar og Starfsmannafélags Reykjavíkur áttu fund með Orku- veitu Reykjavíkur, félag frétta- manna hjá Ríkisútvarpinu fundaði með samninganefnd ríkisins og Samtökum atvinnulífsins, en Ríkis- útvarpið ohf. er nýlega orðið aðili að SA. Þá áttu flugfreyjur í við- ræðum við SA. | onundur@mbl.is Elsa Björk Friðfinnsdóttir Árangurs- lausir sáttafundir Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is HÓPUR þekktra, pólskra fjallgöngumanna, sem hefur að undanförnu vakið mikla athygli í heimalandi sínu, er staddur á Íslandi eftir för sína til Grænlands. Myndir af tindi á undan leiðangursmönnum Pólverjarnir flugu frá Akureyri áleiðis til hæsta fjalls Grænlands, Gunnbjörnsfjalls, sem er í um 3.700 metra hæð. Eftir nokkurra daga bið við rætur fjallsins komst hópurinn loks á tindinn 7. júní sl. og tók gangan upp ell- efu klukkustundir. Svo vildi til að þegar leiðangursmenn stóðu á tindi fjallsins flaug yfir flugvél sem tók myndir af hópnum, og á blaðamannafundi göntuðust þeir með að myndir af þeim á tindinum hefðu verið komnar til Pól- lands áður en þeir voru komnir niður í tjaldbúðir sínar. Hvannadalshnjúkur í sumar Leiðangurinn hefur vakið athygli í Póllandi, en þar nýtur fjallamennska mikilla vinsælda. „Pólverjar elska frelsi,“ segir Leszek Cichy, og bætir við að á tímum ein- angrunar hafi þetta verið möguleiki á að komast úr landi. Í leiðangrinum voru auk Cichys þeir Marek Kaminski, Ryszard Rusinek, Miroslaw Polowiec og Tomasz Walkie- wicz, en sá síðastnefndi er yngsti meðlimur hópsins og starfaði hann fyrir nokkru á Íslandi. Skipulagning ferðarinnar tók fjögur ár og ljóst er að ekki er um neina aukvisa að ræða; Cichy var sá fyrsti til að klífa Everest að vetri til og Kaminski var sá fyrsti til að fara á norður- og suðurpólinn á einu ári án aðstoðar. Þeir félagar létu vel af veru sinni á Íslandi og hyggst Cichy klífa Hvannadalshnjúk í sumar. Kaminski sagðist hafa hug á að fara yfir Vatnajökul að vetri til, en sá áhugi dofnaði reyndar strax á blaðamannafundinum þegar hann heyrði að það hefði þegar verið gert. Ljósmynd/Ryszard Rusinek Toppurinn Þekktir fjallgöngumenn komust upp á tind hæsta fjalls Grænlands eftir nokkra bið eftir góðu veðri. Flogið yfir göngumenn á tindi Gunnbjörnsfjalls Þekktir fjallgöngumenn á Íslandi eftir ferð til Grænlands Tilviljun Svo ótrúlega vildi til að flugvél flaug yfir Gunn- björnsfjall þegar hópur fjallgöngumanna stóð á tindinum. KARLMAÐUR á fertugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu 40.000 króna sektar ell- egar fjögurra daga fangavistar fyrir brot á vopna- og lyfja- lögum. Maðurinn flutti inn 36 handjárn, svokölluð „love cuffs“, og 24 túpur af Anal- ease kremi ásamt öðrum bólfim- leikaútbúnaði, meðal annars frygð- arlyfið Spanish Fly. Í dómi héraðsdóms segir að orðalag 30. gr. vopnalaga sé for- takslaust um að innflutningur á handjárnum hvers konar sé engum heimill nema lögreglu. Mótbárur um tilgang járnanna og að þau væru auðlosanleg þóttu mega sín lítils gagnvart skýru orðalagi lag- anna og því yrði ákærða gerð refs- ing samkvæmt þeim. Anal-ease inniheldur deyfilyfið benzocaine og þarf því samkvæmt lyfjalögum sérstakt leyfi til inn- flutnings á því. Ákærði bar fyrir sig að hann hefði ekki vitað að lyf- ið væri meðal innihaldsefna krems- ins en þar sem það kemur fram á umbúðum þess var það ekki talið leysa ákærða undan refsiábyrgð. Ákærði á að baki fjóra dóma fyrir hegningar- og umferð- arlagabrot. Sakaferill hans varð honum ekki til refsiþyngingar. Í dómnum er kveðið á um að hand- járnin skuli gera upptæk. Ákærði bað tollstjóra bréflega árið 2006 þess að kreminu yrði fargað. Ekk- ert kemur fram um afdrif þess í dómnum. Ásgeir Magnússon héraðsdómari dæmdi málið. | skulias@mbl.is Ólögleg hjálpartæki ástarlífsins Innflutningur að- eins á færi lögreglu. SAMKVÆMT upplýsingum frá Landhelgisgæslunni seint í gær- kvöldi voru fimm skip stödd við síldveiðar á miðunum við Jan Mayen og þykir veiðin vera í meðal- lagi góð. Þá voru tvö fiskiskip á leið á miðin í gær en einungis eitt á leið í land. | andresth@mbl.is Fleiri á miðin SAMSTÖÐULISTINN er á móti Gleðilistanum í sveitarstjórnarkosn- ingum í sameinuðu sveitarfélagi Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveit- ar 28. júní næstkomandi. Fyrir Gleðilistanum fer Sigurður H. Snæbjörnsson, stálsmiður, en Ól- ína Arnkelsdóttir, bóndi og oddviti, er í efsta sæti á lista Samstöðu. Hef- ur sá fyrrnefndi fengið listabókstaf- inn G en sá síðarnefndi A. Sameining sveitarfélaganna var samþykkt 26. apríl síðastliðinn. | andresth@mbl.is Gleði og samstaða LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði 11 ökumenn fyrir of hraðan akstur við umferðareftirlit á Suðurlands- veginum í gær. Ók sá hraðasti á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Þá var einn ökumaður tek- inn fyrir ölvunarakstur innan- bæjar. | unas@mbl.is Margir teknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.