Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 15 ERLENT JAPÖNSKUM slökkviliðsmanni hefur verið sagt upp eftir að upp komst að hann hafði ekið sjúkrabíl- um og slökkvibílum án ökuleyfis í yfir 20 ár. Maðurinn vinnur í borginni Takaoka og komst upp um hann við reglulega skoðun ökuskírteina í vikunni sem leið. Yfirmenn hans segja hann hafa verið tregan til að framvísa ökuskírteininu, sem svo reyndist vera skírteini föður hans. Maðurinn hafði reynt að fela mynd- ina með fingrinum. Hann hafði ekið sjúkrabílum í yf- ir 300 tilfellum og slökkvibílum nærri hundrað sinnum. Hann varð ekki valdur að slysum. | jmv@mbl.is Án leyfis í 20 ár KYNSKIPTINGUM á Kúbu verður nú gert kleift að leiðrétta kyn sitt og mun ríkið jafnframt greiða fyrir aðgerðirnar. Það er Mariela Castro, dóttir Raúls Castro, forseta landsins, sem hefur beitt sér fyrir málefn- inu. 28 Kúbu- menn hafa þegar sótt um slíka að- gerð. Mariela er í forsvari fyrir Kyn- fræðslumiðstöð ríkisins og auk mál- efna kynskiptinga hefur hún beitt sér fyrir réttindum samkyn- hneigðra, en Kúba er þekkt fyrir íhaldssemi í kynferðismálum. Mariela hefur m.a. beitt sér fyrir því að ríkið samþykki samvistir samkynhneigðra og rétt þeirra í erfðamálum. Ef tillögur Marielu verða að veruleika verða réttindi samkynhneigðra á Kúbu þau mestu í rómönsku Ameríku samkvæmt upplýsingum BBC.| jmv@mbl.is Mega skipta um kyn á Kúbu Mariela Castro STÓRT ríkis- rekið fyrirtæki í Íran hefur skip- að einhleypum starfsmönnum sínum að ganga í hjónaband ekki síðar en 21. september, ella missi þeir vinn- una, að sögn íranskra dagblaða í gær. Eitt blaðanna sagði að um- rætt fyrirtæki annaðist olíu- og gasvinnslu í sunnanverðu landinu. Sumarhitinn á þessum slóðum er um 50°C og olíuvinnslusvæðið þykir því ekki mjög fjölskyldu- vænt. Flestir starfsmennirnir eru ungir karlmenn, sem vilja þéna sem mest og koma undir sig fót- unum, og markmiðið með tilskip- uninni virðist að tryggja að þeir forðist holdlegar syndir á meðan þeir eru fjarri heimilum sínum. Kynmök utan hjónabands eru bönnuð í Íran. Yfirvöld hafa kvartað yfir því að of fáir Íranar hafi gengið í hjónaband á síðustu árum. Er það m.a. rakið til efna- hagsþrenginga því unga fólkið á varla fyrir brúðkaupi, hvað þá húsnæði. | bogi@mbl.is Gifti sig eða missi vinnuna STUTT Aðgerðir gegn sjúkdómum af völdum lungnabólgbakteríunar pneumókokkus, - frá Íslandi til heimsins Nærri 1.000 manns, þar með talið margir af færustu sérfræðinga heims í smitsjúkdómum og bólusetningum, koma saman í Reykjavík í vikunni til að takast á við helsta dánarmein barna og fullorðinna á heimsvísu - sjúkdóma af völdum lungnabólgubakteríunnar pneumókokkus. Þeir koma úr framlínu heilsugæslu, sjúkrahúsa og rannsóknarstofnana í yfir 80 löndum, en þeir hittast á Íslandi til að deila besta verklagi og vinna að sameiginlegu markmiði - björgun mannslífa með víðtækum bólusetningum gegn þessum banvænu sjúkdómum, sem hægt er að koma í veg fyrir. Fæstir hafa heyrt um sjúkdóma af völdum lungnabólgubakteríunnar. Þeir verða oft fyrir áfalli við að heyra að hún drepur 1,6 milljónir manna á hverju ári - þar sem meira en helmingur eru börn yngri en fimm ára - og það setur hann í sama flokk og vel þekkta dánarvalda á borð við berkla og malaríu. Lungnabólgubakterían, sem er helsta orsök lungnabólgu, heilahimnubólgu, blóðeitrunar og annara banvænna sýkinga, leggst allt of oft á þá sem eru ungir, fátækir og verst undir það búnir að berjast gegn honum. Börn og fullorðnir sem lifa af sjúkdóminn eru þó ekki laus við frekari þrautir, þar sem þau standa oft eftir með alvarlega fötlun, þar með talið heilaskaða, heyrnarleysi, aflimanir og tafir í þroska. En það þarf ekki að vera svona. Árangursríkt bóluefni er til fyrir börn . Það er öruggt og verndar gegn sýkingum lungnabólgubakteríunnar og von er á breiðvirkara bóluefni á næstu 2 árum. Þessi bóluefni eru afrakstur sameiginlegs átaks þúsunda rannsakenda um allan heim, þar með talið á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Nýstárleg fjármögnunarverkefni, svo sem GAVI-bandalagið (Global Alliance for Vaccine Initiative) og Advance Market Commitment, tryggja að þessi bóluefni séu á viðráðanlegu verði og tiltæk öllum þeim börnum sem þurfa á þeim að halda - ekki bara þeim sem búa í löndum sem hafa efni á þeim. Og hópar eins og Pneumococcal Awareness Council of Experts (PACE) vinna að því að fræða ráðamenn og stefnumótandi aðila um ávinninginn af forvörnum og tækifærin til að beita þeim. Nú þegar 6. Alþjóðlega ráðstefnan um lungnabólgubakteríuna og sjúkdóma af hennar völdum (The International Symposium on Pneumococci and Pneumococcal Diseases, ISPPD-6) er haldin í þessari viku eru lausnirnar innan seilingar. Í vikunni munu sérfræðingarnir sem safnast saman á ISPPD-6 senda frá sér alþjóðlegt ákall um aðgerðir og hvetja ríkisstjórnir, einstaklinga og fyrirtæki til að stíga skref til að tryggja áfram aðgang að bóluefnum gegn lungnabólgubakteríunni og gera varnir gegn sjúkdómunum að forgangsmáli. Þetta ákall um aðgerðir lýsir einnig yfir stuðningi við átak heilbrigðiskerfa hvað varðar dreifingu bóluefnanna, eftirlitskerfi til að vakta áhrif bólusetningar og áframhaldandi rannsóknir til að vera skrefi á undan viðleitni bakteríunnar til að sleppa undan forvarnaraðgerðum okkar. Nálægt 40 fagsamtök lækna um allan heim hafa skráð sig til stuðnings átakinu. Með því að vinna saman getum við bjargað milljónum mannslífa. Við höfum bóluefnin, tæknina, leiðir til fjármögnunar og kröfuna um að koma í veg fyrir pneumókokkasjúkdóma. Það er kominn tími fyrir ríkisstjórnir til að nýta sér þessar nýjungar og færa þær til fólksins sem þarfnast þeirra mest. Kostnaður við aðgerðirnar verður mældur í dölum og evrum. Kostnaður við aðgerðaleysi verður mældur í fjölda þeirra barna sem létu lífið af völdum sjúkdóma, sem hægt er að koma í veg fyrir. Dr. Ingileif Jónsdóttir Formaður undirbúningnefndar ISPPD-6 Prófessor, Háskóla Íslands, Landspitala háskólasjúkrahúsi og Íslenskri erfðagreiningu Dr. Orin Levine Varaforseti Pneumococcal Awareness Council of Experts (PACE) Framkvæmdastjóri GAVI’s PneumoADIP á Johns Hopkins háskólanum í Baltimore ÞESSIR hljóðfæraleikarar við út- jaðar borgarinnar Ahmadabad í Guj- arat-héraði á Indlandi eru að vonum alvarlegir, þar sem úrkomuskýin hrannast upp fyrir ofan þá. Þeir sýna þó ekki á sér neitt fararsnið, enda eru þeir ekki mennskir, heldur úr leir. Monsúnrigningar eru nú á næsta leiti í Gujarat-héraði, en það er nyrst á vesturströnd Indlands. Þar búa um fimmtíu milljónir manna. Rigningarnar byrja venjulega í kringum 15. júní en veðurfræðingar spá því að þær verði óvenjusnemma á ferðinni í ár. Þungbúið þjóðlagatríó Þöglir Þremenningarnir leika á hefðbundin indversk hljóðfæri og láta skýin greinilega ekki slá sig út af laginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.