Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 34
EM er eiginlega ekki íþróttamót. EM er listahátíð … 36 » reykjavíkreykjavík „UMBOÐSMAÐUR Íslands“ á að mörgu leyti betur við Kára Sturlu- son en Einar Bárðar sem nú er fjarri Íslandsströndum með eina skjól- stæðingi sínum Garðari Thór Cort- es. Kári hefur á undanförnum miss- erum farið með umboð fjölmargra íslenskra listamanna auk þess sem hann hefur staðið að baki innflutn- ingi á erlendum stórstjörnum hingað til lands á undanförnum áratug eða svo. En nú hefur Kári ákveðið að helga sig færri og stærri verkefnum og hefur dregið sig m.a. út úr flest- um þeim verkefnum sem hann hefur sinnt að undanförnu. En hvað er Kári að fara að gera nákvæmlega? „Ég ætla annars vegar að setja meiri fókus á Lay Low sem sendir frá sér sína aðra plötu um miðjan október og hins vegar hef ég tekið að mér markaðsstjórastöðu fyrir vefinn gogoyoko sem er alþjóðlegur sam- félagsvefur ætlaður tónlistarfólki, útgáfum og tónlistarunnendum. Vef- urinn tekur mið af því besta sem vef- ir eins og MySpace, FaceBook, Bebo og fleiri hafa upp á að bjóða ásamt því að vera kynningar- og söluvett- vangur fyrir tónlistarfólk og útgáfur með góðgerðarmál í forgrunni.“ Að sögn Kára mun vefurinn bjóða tónlistarfólki og útgáfum betri kjör í sölu á tónlist á netinu og nýjum tekjustraumum ásamt því að 10% af allri veltu vefjarins renna til góð- gerðarmála. Áætlað er að setja gogoyoko.com í loftið í lok janúar 2009 og er heildarkostnaður við framleiðslu, markaðssetningu og rekstur fyrstu tvö árin áætlaður tvær milljónir dala. Nú þegar hafa fjárfestar komið inn með 650 þúsund dali og vinna við að afla meira fjár er í fullum gangi. | hoskuldur@mbl.is Er Gogoyoko framtíðin? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Umboðsmaður Íslands? Kári Sturluson hefur ákveðið að taka að sér færri en stærri verkefni á næstunni, þ.á m. vefinn Gogoyoko. Kári Sturluson vinnur að uppbyggingu nýs samfélagsvefjar  Eins og sjá má í fréttinni hér neðst á síðunni hefur Kári Sturluson umboðsmaður ákveðið að beina allri sinni athygli að einungis tveimur verkefnum; Lay Low sem ætlar sér stóra hluti með næstu plötu sinni og sam- félagsvefnum gogoyoko.com sem settur verður til höfuðs öðrum sam- félagsvefjum á borð við Facebook og MySpace. Þetta þýðir hins vegar að heill hellingur af hljómsveitum stendur eftir umboðsmannslaus því Kári fór áður með umboð flytjenda á borð við Hjálma, Benny Crespo’s Gang, Ampop, Megas og Senuþjóf- ana auk rokksveitarinnar Mínus. Ljóst má vera að margir þessara listamanna sjái á eftir Kára sem hefur getið sér gott orðspor fyrir að vera bæði harðduglegur og stál- heiðarlegur; mannkostir sem alla jafna eru ekki hafðir um fólk sem starfar í tónlistar- og skemmt- anabransanum. Hver fyllir skarð Kára Sturlusonar?  Nýverið bárust fréttir af því að nýj- asta plata Bubba Morth- ens, Fjórir naglar, muni koma út á hinu gamla og góða vínyl-formi. Nú hefur verið greint frá því á heima- síðu Bjarkar Guðmundsdóttur, bjork.com, að allar plötur söng- konunnar muni koma út á sama formi í lok þessa mánaðar. Um ákaflega takmarkað upplag verð- ur að ræða, en nýrri og jafnframt betri tækni en áður hefur þekkst hefur verið beitt til að framleiða plöturnar. Vínyl-áhugamenn geta því pantað sér allt frá Gling Gló og Debut til Drawing Restraint 9 og Volta á bjork.com, og notið þess svo að hlusta á þær eins og sumir segja að eigi að hlusta á tónlist. Nú er bara spurning hvort liðsmenn Sigur Rósar geti verið minni menn en Björk, og verði því ekki að gefa Með suð í eyrum … út á vínyl líka. Plötur Bjarkar á vínyl Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is FYRIR fimm árum kom út lítið blað, við fyrstu sýn ósköp meinleysislegt, Reykjavik Grapevine. „Blaðinu var einkum ætlað að vera upplýsinga- miðill fyrir ferðamenn, kynna borg og bæ og áhugaverða viðburði og vera meira lifandi en ferðamannahandbækur,“ segir Sveinn Birkir Björnsson sem ritstýrt hefur blaðinu undanfarin tvö ár. „Svo hefur blaðið þróast út í það að verða um leið upplýsingamiðill fyrir innflytjendur á Ís- landi sem ekki geta nýtt sér fjölmiðla á íslensku. Og blaðið er vettvangur dægurmenningar og listalífs, kryddað einstaka harðorðum pistlum um það sem betur má fara í samfélaginu.“ Fimm gestaritstjórar Í tilefni af fimm ára afmælinu kemur út sér- stök aukaútgáfa af Grapevine. En þegar að er gáð er nær lagi að kalla afmælisútgáfuna gjörn- ing frekar en útgáfu. Fimm ritstjórar úr ólíkum áttum fá þar fimm síður hver til að gera skil, eft- ir eigin höfði. Það eru Pétur Blöndal, blaðamaður á Morg- unblaðinu, Barði Jóhannsson tónlistarmaður, Bergur Ebbi Benediktsson, tónlistarmaður og starfsmaður Útflutningsráðs, Sara Riel mynd- listarmaður og Silja Magg ljósmyndari sem fá lausan tauminn. Á hverju mega lesendur eiga von? „Pétur skrifar greinar tengdar tölunni fimm. Hann ferðast t.d. með strætisvagni fimm og sér hvert vagninn ber hann. Sara Riel gerir blaðið að sýn- ingarsal og heldur samsýningu á síðum blaðsins með fjórum öðrum listamönnum (samtals fimm),“ segir Birkir. „Silja gefur lesendum svip- myndir af fimm Íslendingum sem eru að gera það gott í New York, Bergur er með hugleið- ingar um útgáfuna þessi síðustu fimm ár og Barði … konsept Barða er óræðara og treysti ég mér varla til að útskýra það.“ Gerir sig klárt fyrir skólann Grapevine ætlar að nota þessi tímamót til að skerpa á hinu og þessu í blaðinu. Vefútgáfa Grapevine verður endurhönnuð og uppfærð í samræmi við nýjustu vefstrauma og prent- útgáfan fær m.a. nýtt útlit og merki. „Ég reikna með að við höldum áfram á þessari braut sem við höfum verið að feta,“ segir Birkir. „En eins og fimm ára barn er blaðið að gera sig klárt fyrir skólann, og enduruppgötva sjálft sig svolítið.“ Tíu frjálsar hendur  Blaðið Grapevine fagnar fimm ára afmæli sínu á föstudaginn  Fimm gestaritstjórar leika lausum hala í sérstakri afmælisútgáfu Morgunblaðið/G. Rúnar Ritstjórn Grapevine Mannabreytingar hafa verið tíðar innan blaðsins og áherslur breyst í takt við þær. Blaðið hefur hins vegar markað sér sérstöðu á íslenskum blaðamarkaði og má vel við una.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.