Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 41 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SPEED RACER kl. 8 LEYFÐ THE FORBIDDEN KINGDOM kl. 8 B.i. 12 ára THE HAPPENING kl. 8 - 10 B.i. 16 ára ZOHAN kl. 8 - 10:20 B.i. 10 ára SEX AND THE CITY kl. 8 - 10:50 B.i. 14 ára SPEED RACER kl. 8 LEYFÐ NEVER BACK DOWN kl. 10:20 B.i. 16 ára Jackie Chan og Jet Li eru loksins mættir í sömu mynd þar sem snilli þeirra í bardagaatriðum sést glöggt. Nú er spurning hvor er betri!? STELPURNAR ERU MÆTTAR Á HVÍTA TJALDIÐ SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSI eeeee K.H. - DV eeee 24 stundir eee H.J. - MBL ,,Biðin var þess virði” - J.I.S., film.is ,,Ljúfir endurfundir” - Þ.Þ., DV ,,Hasar, brellur og gott grín” - S.V., MBL ,,Trú forverum sínum og er kærkomin viðbót í þessa mögnuðu seríu. Meira er ekki hægt að biðja um.” - V.J.V., Topp5.is/FBL VIPSALURINNER BARA LÚXUS SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL eee ROLLING STONE SÝND Í KEFLAVÍK Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is HILMAR Pétursson hjá CCP, sem rekur netleikinn EVE Online, er sagður fjórði áhrifamesti maðurinn í heimi netleikja í úttekt Beckett Massive Online Gamer, sérhæfðs tímarits um netleiki, en blaðið birti lista yfir tuttugu áhrifamestu menn í geiranum í júníhefti sínu. Efsti maður listans, Rob Pardo, er þekktastur fyrir Lord of Warcraft- leikina og var á lista bandaríska vikuritsins Time Magazine yfir 100 mikilvægustu menn í heimi árið 2006, þannig að það er ljóst að Hilmar er í góðum og mikilvægum félagsskap en hann hefur unnið hjá CCP síðan um aldamótin og þar áð- ur var hann hjá Oz og skyldum fyrirtækjum og hefur unnið við að búa til sýndarveruleikaheima síðan 1996. Hilmar segir þetta til marks um hve EVE Online hafi gengið vel. „Við sjáum meira og meira af þessu í ýmsum formum og það er gott að sjá heiminn bera kennsl á það sem við höfum verið að streða við í ell- efu ár.“ Listinn var valinn af hópi sérfræðinga hjá tímaritinu en sér- staklega var tekið fram að til að komast á listann þyrftu menn að hafa haft áhrif á iðnaðinn í heild sinni en ekki bara leik- inn sem þeir framleiða, þannig að EVE Online er sannarlega ekki lok- aður heimur – en í út- tekt blaðsins segir að EVE Online sé vinsæl- asti vísindaskáldskap- urinn í heimum net- leikja í dag. Evuþing í landi Þingvalla En það er fleira að gerast hjá veldi Evu. Fyrsta EVE-þingið fer fram hér- lendis hinn 19. júní, en þá mæta hinir nýkosnu EVE-þingmenn til landsins „og verða að skrafa við okkur um hvað er rétt að gera í leiknum í framtíðinni og við skipt- umst á hugmyndum. Þetta er eitt af því nýja sem við komum með inn í flóruna og höfum verið að þróa með þeim síðan í maí þegar kosn- ingarnar hófust“. Leikurinn virðist standa föstum fótum í Hollandi og Bretlandi, þaðan sem þrír þing- menn koma, en auk þess eru tveir frá Bandaríkjunum og einn Dani – og nú geta Íslendingar bráðum líka grobbað sig af því að vera vett- vangur fyrsta net- leikjaþingsins auk hins forna alþingis. Sem dæmi um kosninga- slagorð í þessum vef- heimakosningum má nefna „Carebears, empire people, ind- ustry, secondary market“ og „Trinity, Transparency, Trust, Serenity“. Þá er von á fyrstu EVE-bókinni, Eve: The Empyrean Age eftir Tony Gonzal- es, sem kemur út undir lok mán- aðarins. „Hún kemur út í lok júní, hún tengist sögu leiksins, sem er að breytast næstu dagana [ný útgáfa var sett í loftið í gær]. Þar erum við búnir að gera breytingar á leiknum sem samræmist því sem gerist í sögunni – og sagan fer betur í bak- grunn þessa máls alls saman.“ Empyrean er notað yfir geim- flugmenn í geimheiminum en orðið þýðir hins vegar himnafesting og því óvíst hvernig best er að þýða titilinn. En það eru fleiri auka- afurðir á leiðinni. Áhrifamikill í sýndarheimum Morgunblaðið/Valdís Thor Í raunheimum Hilmar Pétursson er áhrifamaður í leikjum sýndarverunnar. Evubók Fyrsta skáld- sagan um Evuheiminn er rétt óútkomin. Hilmar Pétursson er fjórði áhrifamesti maðurinn í netleikjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.