Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 13 Morgunblaðið/Kristinn !* -! !*  !-!  !*  !-!   * 6!7 !* -!      ) '* +& # "    $  &$'( )% "  * +% $ , $  - *! $ ,   . ./   . ./  . ./  . ./    . ./  "      &$'( )% "  * 0 $ , )%$ $  -    . ./  . ./   . ./    . ./  $ %" ) '* +& +" !& . . . .  "      1   $1   $ . . . . . G  < ' < G G H $ E I J G  < ' < G G  < ' < G G H $ E I J G  < ' < G :0 :/ : :: : 9 2 1 **!(!) -!K* :9 : : :2 :1 :0 :/ : ::                       , !-  ("./' &0! '& " 123 +   &'4            ! (*))  * !391! -5 ! (*))  * SKIPAFÉLÖGIN leggja sérstakt olíu- gjald, BAF-álag, á hvern fluttan gám, og samkvæmt upplýsingum frá Eim- skip hefur það gjald hækkað þar um 17,5% frá áramótum. Er gjaldið end- urskoðað mánaðarlega og hefur hækkað eitthvað í hverjum mánuði langt aftur í tímann. Hjá Eimskip er þetta gjald um 10-15% af heildar- tekjum af sjóflutningum. Hjá Sam- skipum fengust ekki nákvæmar tölur í gær, að öðru leyti en því að olíu- verðshækkanir hefðu haft gríðarleg áhrif á reksturinn. Olíuálag upp um 17,5% ÖKUMENN fólksbifreiða eru fjöl- mennasti hópur landsmanna sem verður fyrir barðinu á eldsneytis- hækkunum. Samkvæmt nýjustu töl- um Hagstofunnar eru skráðir fólks- bílar vel ríflega 200 þúsund talsins. Borið hefur á minnkandi umferð á vegum landsins og þá eru fleiri bíl- eigendur en áður að skila inn bílnúm- erum. Enda hefur bensínlítrinn hækk- að um 37% miðað við júní 2007 og díselolían hækkað um rúm 50%. Áfylling á 60 l bensíntank kostar nú 10.200 kr. en var 7.500 kr. fyrir ári. Minnkandi umferð „ENGIN spurning. Ekki aðeins finn ég fyrir því, ég hreinlega þjáist út af því,“ segir Halli Hansen ferðaþjónustuaðili, þegar hann er inntur eftir hvort hann finni fyrir gríðarlegum hækk- unum á olíuverði að undanförnu. „Mér finnst í raun að ríkið ætti að sjá sóma sinn í því að lækka virðisaukaskatt á elds- neyti til að koma til móts við neytendur.“ Lækka þarf virðisaukaskatt Morgunblaðið/Kristinn ÞORVALDUR Örn Kristmundsson segist reyna að keyra mun minna nú en áður, nú þegar eldsneytisverð er í sögulegu há- marki. „Ég er að fara í Þjórsárdalinn og svo á Snæfellsnes á morgun og þetta mun væntanlega kosta mig mikið fé.“ Þor- valdur segist búast fastlega við því að draga úr ferðalögum sínum í sumar miðað við fyrri ár. Dregur úr ferðalögum Morgunblaðið/Kristinn ERFITT reynist fyrir rútufélögin að færa aukinn eldsneytiskostnað inn í verðlag. Þau eru jafnan bundin við fasta samninga sem örðugt er að víkja frá. „Það bjóst enginn við svona skellum og samningarnir gera ekki ráð fyrir þessu,“ segir Jónas Teitsson hjá Teiti hópferðabílum. „Það er líka erfitt að hækka verðið mikið, því þá hættir fólk einfaldlega við ferðirnar.“ Rútufélögin reyna meðal annars að sporna við þessari þróun með því að brýna sparneytinn akstur fyrir ökumönnum sínum. Erfitt að hækka verðið Áhrif eldsneytishækkana VERÐ á flugvélaeldsneyti hefur sex- faldast á undanförnum sex árum og hækkað um 50-60% frá byrjun árs. Eldsneytiskostnaður er rétt rúmlega þrjár milljónir króna sé flogið fram og til baka frá Keflavík til Boston á Boeing 757-þotu. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir hluta heild- arfargjalds hvers farþega vera svo- kallað eldsneytisálag sem hækkað hafi að undanförnu. Hann segir enn- fremur sífellt verið að leita leiða til að lækka eldsneytiskostnað. Verð hefur sexfaldast SKIPAOLÍAN hefur eins og annað eldsneyti hækkað verulega. Verð á heimsmarkaði er nú kringum 1.200 dollara tonnið en til samanburðar var það rúmir 800 dollarar í ársbyrjun. Að sögn Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings LÍU, er áætlað að heild- arolíukostnaður útgerðarinnar verði í ár rúmir 18 milljarðar króna. Það er þreföldun frá árinu 2004 er kostn- aður var um sex milljarðar. Olían veg- ur einnig þyngra í bókhaldi útgerð- armanna, var um 10% af tekjum árið 2004 en er núna um 22%. Þreföldun í útgerðinni „ÉG ER alveg rasandi yfir þessu ástandi,“ segir Guðmundur Kristjánsson, húsasmíðameistari á Akureyri. Hann segist finna gríðarlega fyrir verðhækkunum á eldsneyti. Guð- mundur segir erfitt að draga úr ferðalögum í sumar enda séu þau skipulögð fyrir nokkru síðan. „En í framtíðinni býst ég við að sú verði raunin.“ „Alveg rasandi yfir þessu“ Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.