Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 29 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar Timbur skjólveggir til sölu 28 stk. 1,80 m breidd, 1,60 m hátt. 13 stk. 90 m br. 1,60 m, selst allt saman á 180.000 kr. Kaupandi sér um flutn- ing. Sími 898-0281. Ódýr garðsláttur Tek að mér garðslátt í sumar fyrir ein- staklinga og húsfélög. Vönduð vinnu- brögð. Óbreytt verð frá síðasta sumri. Fáðu tilboð. Upplýsingar í síma: 857-3506. Sumarhús Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Glæsilegar sumarhúsalóðir! Til sölu afar fallegar lóðir í kjarri- vöxnu landi við Ytri-Rangá. Stórkostlegt útsýni. Mikil veðursæld. Allt eignarlóðir. 100 km frá Reykjavík. Útivistarmöguleikar og náttúrufegurð í sérflokki. Uppl. í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Lagersala Seljum bútasaumsefni, bækur, snið, saumasmávöru, peysur, boli o.fl. á mjög lækkuðu verði í versluninni. Diza Laugavegi 44 s: 561-4000 www.diza.is Íslenskur útifáni Stór 100x150 cm. 3.950 kr. Krambúðin, Skólavörðustíg 42, Reykjavík, sími 551 0449. Frábærar peysur í útivistina, alull sem má vélþvo á 40°. Litir, svart, off-white, vínrautt, navy og camel. TILBOÐSVERÐ 6900 kr. Diza Laugavegi 44 s: 561-4000 www.diza.is Ýmislegt Kanadískir gæðapottar Þola -50 gráður frost Eigum gríðarlegt úrval af tröppum og öllum fylgihlutum fyrir potta. Sendum hreinsiefni og síur um allt land. www.heitirpottar.is Kleppsvegur 152, sími 554 7755 (Ath. áður barkarí Jóa fel) ROSA sætt í sólina BH í stærðum D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 5.750,- BH í stærðum D,DD,E skálum á kr. 5.275,- og pils á kr. 4.985,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is ____..á ótrúlega rauðum skóm! Mikið úrval af flottum rauðum dömuskóm úr leðri með skinnfóðri. Margir aðrir litir. Verð 7.885.- og 8.990.- Úrvals skór á frábæru verði Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán.-föst. 10-18 og laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Bílar Tilboð- Toyota árg. '97 Ódýrt tilboð! Til sölu Toyota Corolla ekinn 151.000 km á aðeins 230.000 kr. Í mjög góðu lagi! Fyrir frekari upplýsingar hringið í 659 0119 eða 616 2954. Mercedes Benz árg. '00 Ek. 320 þ. km. Mercedes Benz Atego 1228, árg. 2000. Gott eintak. Verð 2.5 + vsk. Uppl. sími 892 3060. Mótorhjól Til sölu ný framrúða (national cycle) á mótorhjól, passa á Honda VT 750 og 1100, hugsanlega fleiri hjól, festingar fylgja, verð 45 þúsund.Upplýsingar veitir Kristján í síma 617 6450. Tilboð á nýjum Yamaha fjórhjólum og mótorhjólum Getum boðið upp á nokkur ný og ónotuð Yamaha fjórhjól og mótorhjól á frábæru tilboðsverði. Mótormax, Kletthálsi 13, s. 563 4400, www.motormax.is HAUSTIÐ 1974 bárust þau tíðindi að Viktor Kortsnoj hefði unnið Ana- tolí Karpov í 21. skák einvígis þeirra í Moskvu í aðeins 19 leikjum. Þetta hlaut að vera einhver vitleysa. Ein- vígi þeirra hafði staðið í tæpa tvo mánuði og Karpov teflt af miklu öruggi. Eftir 18 skákir hafði hann unnið þrjá skákir og gert 15 jafn- tefli. Þar sem einvígið snerist um það í fyrsta lagi hvor ynni fyrr fimm skákir og jafnframt að það gæti ekki orðið meira en 24 skákir blasti sig- urinn við honum. En Kortsnoj vann 19. skákina og síðan þessa skák sem hér fylgir: Moskva 1974; 19. einvígisskák Kortsnoj – Karpov Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Be7 6. Rc3 0-0 7. Dc2 c5 8. d5 exd5 9. Rg5 Rc6 10. Rxd5 g6 11. Dd2 Rxd5 12. Bxd5 Hb8 13. Rxh7 He8 14. Dh6 Re5 15. Rg5 Bxg5 16. Bxg5 Dxg5 17. dxg5 Bxd5 18. 0-0 Bxc4 19. f4 – og Karpov gafst upp. Einvígi sem virtist lokið var skyndilega orðið æsispennandi. En tími Kortsnojs var of lítill. Hann fékk aðeins eitt tækifæri með hvítu mönnunum í viðbót og nýtti það illa. Boris Spasskí, sem var meðal áhorf- enda í þeirri skák, kvað helsta galla Kortsnojs hafa þar komið fram; hann væri alltaf að leika mönnunum fram og til baka. Með þremur jafnt- eflum á lokasprettinum ávann Kar- pov sér réttinn til að skora á heims- meistarann Fischer. Einvígið dró dilk á eftir sér; Kortsnoj flúði land stuttu síðar og þá upphófst kafli í skáksögunni sem einkenndist af miklum ýfingum með Kortsnoj og sovéskum skákmönnum – og tveimur heimsmeistaraeinvígj- um við Karpov í Baguio 1978 og Merano 1981. Nú er öldin önnur og Kortsnoj teflir á hverju mótinu á fætur öðru í Rússlandi eða öðrum fyrrverandi sovéskum lýðveldum. Hann er orð- inn 77 ára gamall og tekur hvert tap alveg sérstaklega óstinnt upp. Alveg eins og í gamla daga. Á dögunum mættust þessir tveir á öflugu at- skákmóti í Odessa í Úkraínu. Kar- pov byrjaði illa en náði góðum enda- spretti og varð aðeins ½ vinningi á eftir efstu mönnum. Skáklistin hefur undanfarin ár þokað fyrir viðskipt- um og pólitík og þar hefur honum orðið vel ágengt og hann er hins vegar nánast hættur að tefla á venjulegum kappskákmótum. En fastlega má reikna með að hefndin hafi verið sæt undir lok þessa móts þegar hann lagði Kortnsoj að velli – í 19 leikjum! Odessa 2008: Karpov – Kortsnoj Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d6 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 c5 7. Rf3 0-0 8. dxc5 dxc5 9. b4 Rc6 10. Bb2 Db6 11. b5 Rd4 12. Rxd4 Re4 13. De3 Da5+ 14. Kd1 Da4+ 15. Db3 Da5 16. De3 Da4+ 17. Rb3 Rxf2+ 18. Ke1 Rxh1 19. Dc3! – Kortsnoj gafst upp. Eftir 19. … f6 20. Rxc5 fellur svarta drottningin. Henrik sigraði í Póllandi Henrik Danielsen sigraði á minn- ingarmótinu um Emanuel Lasker sem lauk í Barlinek í Póllandi í dag. Henrik hlaut 6½ vinning af níu mögulegum og var hálfum vinningi fyrir ofan næstu menn. Í 2.-3. sæti með sex vinninga urðu Hvít-Rússinn Nikolai Aliavdin og pólski stór- meistarinn Luakasz Cuborowski. Alls tók 21 skákmaður þátt í mótinu, og þar af fjórir stórmeistarar. Karpov vann Kortsnoj í 19 leikjum SKÁK Odessa, Úkraínu 30. maí til 2. júní 2008 Kortsnoj og Karpov við taflið í Odessa Helgi Ólafsson helol@simnet.is Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Stangarhyl 4 fimmtud. 5. júní. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S. Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánss. 270 Oddur Jónsson – Óli Gíslason 257 Eysteinn Einarss. – Magnús Halldórss. 234 Árangur A-V. Jón Lárusson – Ragnar Björnsson 245 María Huld – Þorbjörg Bjarnadóttir 241 Halla Ólafsdóttir – Lilja Kristjánsd. 238 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 6. júní var spilað á 13 borðum. Úrslitin urðu þessi í N/S: Bragi V. Björnsson - Oddur Jónsson 446, Bjarni Þórarinsson - Jón Hallgrímsson 375 Sæmundur Björnss. -Sævar Magnúss. 345 Austur/Vestur Jón Lárusson - Halla Ólafsdóttir 399 Óli Gíslason - Eyjólfur Ólafsson 352 Sigurður Jóhannss. - Jón Gunnarsson 336 Föstudagur 30.05 - N-S: Skarphéðinn Lýðsson - Sverrir Jónsson 256 Albert Þorsteinsson - Björn Árnason 252 Ármann Lárusson - Guðni Ólafsson 219 A-V Guðm. Bjarnason - Jón Ó. Bjarnason 266 Magnús Oddson - Ragnar Björnsson 241 Jórunn Kristinnsd. - Sigrún Andrewsd. 236 Þriðjudagur 03.06 - N-S: Jón Hallgrímsson, Bjarni Þórarinsson 392 Óskar Karlsson, Júlíus Guðmss. 385 Björn Karlsson - Jens Karlsson 369 A-V Björn Árnason - Albert Þorsteinsson 407 Bragi V. Björnsson - Oddur Jónsson 363 Kristján Þorlákss. - Oddur Halldórss. 340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.