Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 37 heimshornaflakkari. Á bak við mynd hans af borgunum er svo heimssýn hans, al- þjóðahyggja, samsemd með þjáðum og kúguðum, nor- ræn jafnréttis- og frelsis- hugsjón og vísindahyggja. Ekki það að Ari Trausti sé að flytja slíkan boðskap úr ræðustól bókmenntanna. Verk hans eru – eins og Pétur Gunnarsson orðar það – og standa fyrir sínu, hlutlægar myndir af borgum og fólki. Mörg ljóðin eru eftirminni- legur skáldskapur. Hann yrkir m. a. um Gyð- ingafjölskyldu í máðu hornhúsi fyrirheitna landsins sem segist hvorki kunna að hefna né refsa en vill „aðeins leika á hljóðfæri / brjóta ÞAU eru forvitnileg svörin sem hin ýmsu skáld gáfu í Lesbókinni 26. apríl við spurning- unni hvort bókmenntir væru hluti af hug- myndafræði. Pétur Gunnarsson gaf stutt og módernískt svar: „Bókmenntirnar eru“. En flestir aðrir nálguðust hana út frá því að aug- ljós tengsl væru milli bókmennta og hug- myndafræði þótt bókmenntir mættu aldrei verða bara hugmyndafræði. Í mínum huga er sérhver bók svar við þessari spurningu. Hvar- vetna sem við komum og segjum frá hugs- unum okkar birtist hugmyndafræði því að hún er auðvitað ekkert annað en heimssýn okkar, mismunandi kerfisbundin. Þetta sést glögglega í ágætri ljóðabók Ara Trausta Guðmundssonar, Borgarlínur. Í bók- inni eru borgarmyndir þar sem Ari Trausti reynir að endurskapa stemningu og tilfinn- ingalegar upplifanir sem hann hefur orðið fyr- ir í hinum margvíslegustu borgum. Hann er víðförulli en Þorvaldur víðförli og sannkallaður brauð / biðjast fyrir / bjóða gesti velkomna / nýja leigjendur // og geta sagt villtum til veg- ar“. Áhrifamest er samt kvæði úr hans eigin reynsluheimi sem hann nefnir Stari Most 1971. Þar segir frá saklausri skemmtan ungmenna það ár á brú einni. Þar skemmtu sér saman Serbar, Slóvenar, Króatar, Svartfellingar, Kosovoalbanar, Makedóníumenn og Íslend- ingar. Tuttugu og tveimur árum síðar er brúin rústir einar. Mörg okkar fallin. Í slíkum heimi er öll listsköpun meira og minna hugmyndafræði vegna þess að maður- inn er með orðum Aristótelesar zoon politikon, félagsvera. Borgir og hugmyndir Eftir Ara Trausta Guðmundsson. Uppheimar. 2008 – 69 bls. Ljóð Borgarlínur Ari Trausti Guðmundsson Skafti Þ. Halldórsson HARLAN Coben er vinsæll vel víða um heim og ekki síst hér á landi eins og sannast hvað best á því að bók hans Hold Tight hefur setið í efsta sæti á sölulista Eymundssonar í margar vikur og situr þar kannski enn. Kúnst Cobens er að hann skrifar gjarnan um hversdagslegan ótta og gerir úr honum æsilega atburðarás og fléttu sem illt er úr að leysa. Hold Tight er einmitt gott dæmi um það, enda fjallar hún öðrum þræði um ungmenni á glapstigum, það hve fullorðnir vita í raun lítið um heim barna sinna, ekki síst eftir að þau komast á unglingsár. Hold Tight segir frá hjónunum Tia og Mike Baye sem eiga tvö börn, sextán ára unglingspilt og ellefu ára telpu. Hjónin eru í góðri vinnu og vel launuð og allt virðist við það allra besta þegar sonurinn, Adam, verður einrænn og lætur lítið á sér bera heima fyrir. Um líkt leyti sviptir einn vina hans sig lífi og foreldrarnir taka að óttast að hann sé flæktur í eitthvað sem hann ekki ræður við, fíkniefnaviðskipti og -neyslu eða þaðan af verra. Hversu langt gengur maður til að fylgjast með börnunum sínum, er spurning sem Coben veltir upp í bókinni; er réttlætanlegt að hlera tölvusamskipti, lesa tölvupóst og skoða vefsíður, til að tryggja öryggi barnanna eða er það of langt gengið? Áður en yfir lýkur þurfa þau Tia og Mike að svara þeirri spurningu og mörgum enn erfiðari. Hvers- dagsótti Hold Tight eftir Harlan Coben. Orion gef- ur út. 369 bls. ób. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. Blood Noir – Laurell K. Hamil- ton 2. The Host – Stephenie Meyer 3. Odd Hours – Dean R. Koontz 4. Love The One You’re With – Emily Giffin 5. Sundays at Tiffany’s – James Patterson & Gabrielle Charbon- net 6. Chasing Harry Winston – Laur- en Weisberger 7. The Front – Patricia Cornwell 8. Devil May Care – Sebastian Faulks. 9. Phantom Prey – John Sandford 10. Snuff – Chuck Palahniuk New York Times 1. Devil May Care – Sebastian Faulks 2. Chasing Harry Winston – Laur- en Weisberger 3. The Forgotten Garden – Kate Morton 4. The Reluctant Fundamentalist – Mohsin Hamid 5. Engleby – Sebastian Faulks 6. Sepulchre – Kate Mosse 7. On Chesil Beach – Ian McEwan 8. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 9. The Kite Runner – Khaled Hosseini 10. Slam – Nick Hornby Waterstone’s 1. Step on a Crack – James Patter- son 2. Chameleon’s Shadow – Minette Walters 3. Robert Ludlum’s the Arctic Event – James Cobb 4. Sleeping Doll – Jeffrey Deaver 5. Judas Strain – James Rollins 6. Quest – Wilbur Smith 7. Third Degree – Greg Iles 8. Hide – Lisa Gardner 9. Until It’s Over – Nicci French 10. Blaze – Stephen King Eymundsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ENSKA glæpasagan varð til undir lok nítjándu aldar með þeim minnum sem voru að segja allsráðandi í slíkum ritum vel fram á tuttugustu öldina; morð er framið á sveitasetri og lögreglufulltrúi er sendur á staðinn til að upplýsa glæpinn. Fljótlega kemur í ljós að undir sléttu og felldu yfirbragði íbúanna ólga tilfinningar sem flækja málin enn frekar og þegar við bætist að lögreglan í hér- aðinu flækist fyrir í heimsku sinni verður spæjarinn að hafa sig allan við. Ekki bara skáldskapur Það sem hér er lýst er þó ekki bara skáldskapur því að ungur piltur var myrtur í setrinu Road í Wiltskíri aðfara- nótt 15. júlí 1860. Á þeim tíma var rannsóknarlögreglan enska að taka á sig mynd spjátrungslegra sérfræðinga sem upplýst gátu allt, en þessi morðgáta varð heldur en ekki erfið viðureignar enda kom í ljós að það gátu ýmsir á heimilinu viljað drenginn feigan, aukinheldur sem ekki var loku fyrir það skotið að hann hefði verið myrtur af einhverjum utanaðkomandi. Lögregluforinginn sem sendur var frá Lundúnum, Jonathan Whicher, til að upplýsa málið fann á því lausn, að hann hélt í það minnsta, en þegar hann lét handtaka þann sem hann taldi sekan varð uppi fótur og fit, íbúar í nágrenninu beittu sér gegn honum og dagblöð í sýslunni hömuðust gegn honum sem mest þau máttu, aukinheldur sem þingmenn tjáðu sig um þetta hneyksli á þingpöllum. Heimili Englendings er kastali hans Þegar málið kom fyrir rétt kom svo á daginn að lög- reglan í Wiltskíri hafði klúðrað svo málum að ógerningur var að sakfella á grunni rannsóknar hennar og þegar við bættist að lögfræðingur hins ákærða var bæði ósvífinn og útsjónarsamur hlaut að fara svo að hann slyppi. Inn í allt saman blandast svo félagslegar breytingar seinni hluta Viktoríutímans í Englandi, afstaða til frið- helgi heimilisins (heimili Englendings er kastali hans, sögðu menn ábúðarfullir á þeim tíma), staða kvenna og líf þjónustufólks meðal annars. Fyrir vikið fær maður líka ágæta innsýn í hvernig bresk miðstéttafjölskylda hafði það á þessum tíma. Ótrúleg ævi Þetta ævintýri allt, sem rakið er í gagnmerkri bók Kate Summerscale, The Suspicions of Mr Whicher: Or the Murder at Road Hill House, varð fjölmörgum rithöf- unum innblástur, til að mynda Wilkie Collins, sem iðu- lega hefur verið kallaður „faðir“ ensku glæpasögunnar, en fleiri nýttu sér atburðina í Road sem einskonar grind að skáldverkum. Þeir sáu þó ekki fyrir endi þessa merki- lega máls því þó morðinginn hafi játað að lokum og leitt í ljós að Whicher hafði rétt fyrir sér eftir allt saman, átti hann, þ.e. morðinginn, eftir að eiga næsta ótrúlega ævi að lokinni langri fangelsisvist eins og Summerscale rek- ur skilmerkilega í bókinni – hver hefði trúað því að dæmdur morðingi ætti eftir að fá heillaóskir frá ensku konungshjónunum og blóm frá erkibiskup? Summerscale lætur þó ekki þar við sitja heldur segir hún einnig af örlögum fleiri sem komu við sögu og veltir síðan upp spurningum um hvort réttlætið hafi í raun náð fram að ganga – komu öll kurl til grafar? Forvitnilegar bækur: Söguleg morðgáta á nítjándu öld Morðið á sveitasetrinu Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fös. 20. júní kl. 19.30 20 horn - og einn sólisti Stjórnandi: Stefan Solyom Einleikari: Radovan Vlatkovic Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, hin sívinsælu ævintýri Ugluspegils og hornkonsert nr. 2 eftir sama höfund. Horn eru í aðalhlutverki á tónleikunum, konsertinn er eitt snúnasta virtúósastykki tónbókmentanna og í Alpasinfóníunni duga ekki færri en tuttugu horn til að magna upp þá náttúrustemmingu sem Strauss vildi. Sinfóníuhljómsveitin þakkar samfylgdina á starfsárinu. Endurnýjun áskriftarkorta hefst að vanda í ágúst og sala nýrra áskrifta skömmu síðar. Fylgist með á www.sinfonia.is. NÚ ÆTLAR Leonardo DiCaprio að bæta við sig enn einni kvikmyndinni sem byggist á ævi og störfum raun- verulegrar persónu. Leikarinn fjölhæfi hefur áður gert það gott með því að leika menn á borð við franska ljóðskáldið og vopnasalann Arthur Rimbaud, fals- arann stórtæka Frank Abagnale og auðjöfurinn léttruglaða Howard Hughes. Næst á listanum er kvikmyndin Atari sem segir frá guðföður tölvu- leikjaiðnaðarins, Nolan Bushnell. Bushnell þessi bjó til tölvuleikinn Pong í byrjun 8. áratugarins og stofnaði tölvuleikjaveldið sem mynd- in sækir nafn sitt til. Fyrirtækið seldi hann til Warner-samsteypunnar fyr- ir fúlgur fjár og gerðist umsvifamik- ill á ýmsum sviðum viðskipta. Einnig er DiCaprio orðaður við kvikmyndir um fjármálaskúrkinn Jordan Belfort og rithöfundinn Ian Fleming sem skapaði James Bond. DiCaprio leikur stofn- anda Atari Reuters Iðinn DiCaprio virðist hrifinn af að taka að sér ævisöguleg hlutverk. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.