Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 27
prenta út og koma upp í Litlu-Sand- vík. Halldór Gestsson var nefnilega ötull fræðimaður og safnaði saman margvíslegum upplýsingum um sam- félag sitt. Hann var, ólíkt föður mín- um, mikill tölvumaður og er ekki að efa að í tölvu Halldórs Gestssonar og á heimili hans má finna margvíslegar uppskriftir ættfræðibóka og hand- rita. Af hógværð sinni flíkaði hann ekki gögnum sínum né fræðiskrifum en í fórum Halldórs má finna merkar upplýsingar um sögu sunnlenskra sveita. Samskipti Halldórs og Páls föður míns voru náin og farsæl eins og ábúendatalið ber með sér. Það er leitt að þeir skuli báðir vera farnir úr þessari jarðvist – svona allt of snöggt á þessum vormánuðum 2008. Ég á einungis góðar minningar um Halldór Gestsson. Blessuð sé hans minning. Ég votta systkinunum sam- úð. Lýður Pálsson. Elsku Halldór! Við mæðgur kveiktum á kerti við útidyrnar þínar þegar við vissum að þú væri farinn. Hálft í hvoru eigum við von á að sjá þig í dyragættinni. Fyrstu kynni af Halldóri voru þeg- ar við fluttumst í hreppinn fyrir 11 árum. Hann aðstoðaði við búslóða- flutningana. Honum fannst við eiga mikið dót eða drasl eins og hann orð- aði það og gaf fyllilega í skyn að við ættum að komast af með minna. Stuttu síðar fór ég að velta fyrir mér sumarvinnu og bar undir hann hvort það væri ekki góð vinna að bjóða gluggaþvott. Halldór taldi það alger- an óþarfa, þegar hann væri inni væri hann þar og ef hann vildi sjá út færi hann einfaldlega út. Í hans augum var lífið einfalt. Efnishyggjan eða nú- tímaþarfir náðu ekki tökum á Hall- dóri. Hann þurfti t.d. ekki pall, því hann kunni ekki að grilla! Það var gaman að bjóða Halldóri heim. Best þótti honum súkkulaðikakan. Þá minntist hann mömmu sinnar. Sagði að kakan væri alveg eins og sú sem hann fékk þegar hann var barn. Við sátum iðulega úti á bekk í morgun- sólinni eða á pallinum í kvöldkyrrð- inni, fengum okkur gott kaffi og spjölluðum. Aldrei hallmælti hann neinum, hann sleppti því að taka þátt í neikvæðum samræðum. Heiðarleg samskipti skiptu hann miklu og því ekki skrítið að börn jafnt sem fræði- menn löðuðust að honum. Halldór las bækur sem sögðu frá lífinu sjálfu. Fréttir, ættfræði, heimildaöflun, tölvan og veiði voru hans áhugamál. Í starfi þurfti ég oft að hringja í hann. Hvar sem hann var staddur, í næsta herbergi eða niðri í kjallara að nóttu sem degi fóru samskiptin alltaf fram á sama máta. Hann svaraði með löngu jái og eftir útskýringu á þess- ari truflun minni svaraði hann jamm, humm, ég kem bráðum! Ekkert óþarfa tal í símann. Dýr vöktu áhuga Halldórs. Fyrir stuttu var hann viss um að Loppa vinkona hans væri alls ekki köttur þó svo að hún liti þannig út. Hún hefur eitthvað annað en kattarvit fullyrti hann, horfði á Kol minn og glotti. Hann átti ekki orð yfir hversu vitlaus hundur hann væri, étandi fífla. Hann hafði prófað að gefa Loppu fífla en hún brást illa við, gretti sig og geifl- aði. Halldór var einlægur og forvit- inn. Hann varð að fá að koma við og prófa. Það er ógleymanleg stund þegar Halldór sveif upp í loftið á trampólíninu og veifaði yfir limgerð- ið til vinkvenna sinna á Heimalandi. Þau Guðný áttu góðar stundir sam- an. Bröltu upp á húsþak til að sækja eitthvað og nokkrum sinnum fékk hann hana lánaða til að skríða inn um glugga þegar sveitungar okkar læstu sig úti. Við vinkonurnar gátum alltaf treyst á Halldór. Við leituðum til hans með okkar hversdagslegu vandamál. Ef bora þurfti í vegg, gerði hann það. Ef tölvan fraus, leysti hann vandann. Halldór hafði ekki áhyggjur af að- gerðaleysi við komandi starfslok enda margt sem beið hans að ári liðnu. Hann skilur eftir stóran vina- hóp og hans er saknað. Við áttum saman kynni sem byggðust á vinskap og gagnkvæmri virðingu. Halldór var góður vinur, nágranni og sam- starfsmaður. Megi minning hans lifa. Ragnhildur og Guðný. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 27 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason ✝ Elskulegur faðir minn, bróðir, mágur og frændi, HILMAR HALLDÓRSSON, Faxabraut 36a, Keflavík, sem lést 1. júní, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 11. júní kl. 13.00. Sigmar Bjarki Hilmarsson, Guðrún Björg Halldórsdóttir, Elsa Hildur Halldórsdóttir, Jóhannes Daði Halldórsson, Aðalbjörg Grétarsdóttir og systkinabörn.                          ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, OLGEIR KRISTINN AXELSSON kennari og prentari, Fannborg 8, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítala, Landakoti, mánudaginn 9. júní. Útförin auglýst síðar. Ester Vilhjálmsdóttir, Valgerður K. Olgeirsdóttir, Unnar Már Sumarliðason, Kolbrún Olgeirsdóttir, Ingvar Ólafsson, Edda Olgeirsdóttir, Sigríður Olgeirsdóttir, Sigurjón Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞORBJÖRG SVAVARSDÓTTIR, Didda, Arahólum 2, Reykjavík, lést sunnudaginn 8. júní á líknardeild Landspítala, Landakoti. Útför tilkynnt síðar. Svavar Þorvaldsson, Elzbieta Lul, Selma Þorvaldsdóttir, Ásgeir Jóhannes Þorvaldsson, Kristín H. Alexandersdóttir, Elísabet Þorvaldsdóttir, Guðmundur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður til heimilis á Grýtubakka 4, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 7. júní. Ágúst Arason, Haukur Ágústsson, Kristín Auðunsdóttir, Guðrún Edda Ágústsdóttir, Hróbjartur Ágústsson, Sigríður Oddsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN GUÐMUNDSSON, Andrésbrunni 8, Reykjavík, sem varð bráðkvaddur sunnudaginn 8. júní, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 13. júní kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Guðmundsdóttir, Anna Björg Björnsdóttir, Jón Haukur Björnsson, Berglind Björnsdóttir, Ólafur Einarsson, Bryndís Björnsdóttir, Charles DuBeck, Guðmundur Björnsson, Inga Birna Barkardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Verðlistinn við Laugalæk verður lokaður á morgun, fimmtudaginn 12. júní, vegna útfarar KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR. Verðlistinn við Laugalæk. ✝ Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, Laugarnesvegi 74a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 12. júní kl. 13.00. Erla Wigelund, dætur, tengdabörn og afabörn. ✝ Útför ástkærs frænda míns, RAGNARS SIGURÐSSONAR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis í Hólmgarði 32, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Guðjónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI INGIMUNDARSON fv. slökkviliðsmaður, Asparási 10, Garðabæ, sem lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi þriðjudaginn 3. júní, verður jarðsunginn í Garðakirkju á Garðaholti á morgun, fimmtudaginn 12. júní kl. 11.00. Elín Gústafsdóttir, Rósa Bjarnadóttir, Pétur E. Jónsson, Inga Lóa Bjarnadóttir, Bergur Konráðsson, Haukur Bjarnason, Katrín Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.