Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku vinkona, í dag hefðirðu átt afmæli, þú varst mikil afmælis- stelpa og gerðir yfir- leitt eitthvað af því til- efni þótt það væri ekki mikið í hvert sinn. Í fyrra hittumst við allar heima hjá þér og aðalumræðuefnið var giftingar, enda er æskuvinkona þín og vinkona mín að fara að gifta sig nú í sumar. Hún notaði afmælisdaginn þinn til þess að segja okkur frá því. Þú varst mitt yndi og ert enn. Ég sakna þín svo mikið að ég veit ekki hvernig ég á að fylla tómarúmið sem er komið í líf mitt nú þegar þú ert horfin úr því. Minningargreinin mín birtist ekki þegar ég vildi að hún yrði birt svo ég ákvað að nota afmælisdag- inn þinn til að birta hana. Þegar ég fékk örlagaríka símtalið trúði ég ekki mínum eigin eyrum. Þú varst loksins orðin glöð og hamingju- söm og loksins varstu búin að finna þér mann sem þér og prinsessunni þinni sæmdi. Að þú skyldir yfirgefa þennan heim aðeins 26 ára er óút- Elísabet Arnórsdóttir ✝ Elísabet Arnórs-dóttir fæddist 11. júní 1981. Hún lést 15. maí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Hjallakirkju 23. maí. skýranlegt. Við vinkon- urnar hittumst allar þennan dag og grétum mikið því að stórt skarð varð í trausta og góða vinahópnum okkar. Það var eins og við værum bara að bíða eftir því að þú labbaðir inn um dyrnar og kæmir líka til okkar. Einhver sagði líka að við vinkonurnar vær- um eins og ein stór fjöl- skylda, allar mjög ólík- ar en allar samt með svo ótrúlega sterk og traust bönd hver til annarrar að þau verða aldrei rofin. Þín er sárt saknað. Minningarn- ar sem hellast yfir mig eru endalaus- ar. Ég kynntist Eló, eins og hún var yf- irleitt kölluð, á unglingsárum þar sem við vorum ekki í sama grunnskólan- um. Hún var skemmtilegur karakter og við hlógum mikið saman. Eitt sem hún var mjög góð í var að finna þessa litlu hluti sem fáir taka eftir og draga upp á yfirborðið. Húmorinn vantaði aldrei í Eló. Henni var eðlislægt að finna alltaf það góða og fyndna í ótrú- legustu kringumstæðum. Tala ekki um bílaskilninginn, enda alin upp í kringum bíla. Hún var líka fyrsta manneskjan sem maður hringdi í þeg- ar eitthvað bilaði hjá manni. Elsku Betsý Ásta, Valtýr, Betsy, Arnór, Palli, Gústi og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og ég vona innilega að Betsý Ásta eigi áfram eftir að vera eins stór hluti í lífi okkar og hún hefur nú þegar verið. Elsku besta vinkona ég sakna þín og mun aldrei gleyma þér. Þín vinkona Stella. Eru þessi orð hripuð saman með sárum tilfinningum nokkurra vina þessarar fjölskyldu, sem er þegar bú- in að missa svo mikið. Upplifum við fréttir síðustu viku sem þrumu úr heiðskíru lofti. Finnst okkur þó sem til þekkjum huggun í því að við sjáum hve samheldin þessi fjölskylda er á raunastundu sem þessari. Munum við allir eftir henni Eló litlu þar sem við vorum heimagangar hver hjá öðrum og gengum um hver hjá öðrum eins og við ættum allt. Var hún Eló litla tátan sem við munum svo vel eftir, fal- leg og skemmtileg stelpa. Skilur hún eftir sig litla þriggja ára hnátu sem er yndislegur ljósgeisli og kannski viss huggun í þessu skammdegi sem að- standendur standa frammi fyrir um þessar mundir. Langaði okkur kæra og nána vini þessarar góðu fjölskyldu aðeins að koma nokkrum orðum að en við biðjum þann sem allt veit og getur að styrkja ykkur á þessari rauna- stund. Kæru Arnór, Betsý, Palli, Sigga og Gústi, Mæja, Jóhanna, Katr- ín og Eva, Valtýr, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Orri, Davíð, Sigurbjörn og Rúnar ásamt fjölskyldum. Kveðja frá Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyjum Vinur okkar og samstarfsmaður til 20 ára, Höskuldur Kárason kvaddi skyndilega, sem ekki var hans stíll í lífinu. Hann var maður sem gaf sér tíma til að setjast niður og ræða málin, gjarnan á gaman- sömum nótum, en vildi þó hafa hlut- ina vel skipulagða og vel undirbúna. Höskuldur kom fyrst til starfa sem stundakennari haustið 1988 og síðan Höskuldur Rafn Kárason ✝ Höskuldur RafnKárason fæddist á Siglufirði 12. maí 1950. Hann lést á Hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 31. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 7. júní. hefur hann verið með okkur, með stuttum hléum, ýmist sem stundakennari eða af- leysingakennari. Höskuldur starfaði hjá Vinnueftirlitinu, en var menntaður rennismiður og sjúkraliði, auk þess sem hann var manna duglegastur að taka hin ýmsu námskeið. Í starfi sínu hjá Framhaldsskólanum voru öryggismál og vinnuvernd hans aðalviðfangsefni, en auk þess leysti hann margoft vanda okkar þegar vantaði kennara í málmsmíði og tengdar greinar. Höskuldur var góður kennari að upplagi, alltaf mjög vel undirbúinn, sannfærandi og skemmtilegur. Lengi gegndi hann stöðu iðnfulltrúa og sá þá meðal annars um gerð námssamninga fyrir iðnnema og hafði sterk og góð tengsl við skólann í gegnum þá vinnu. Höskuldur var á margan hátt brautryðjandi og full- yrða má að hann lyfti grettistaki í vinnuverndarmálum í Eyjum og svo síðar á Suðurlandi og víðar. Stór hluti af hans aðalstarfi var fræðsla og þar var hann svo sannarlega á heimavelli. Við sem störfuðum með Höskuldi sjáum á bak góðum félaga, litríkum samstarfsmanni og góðum dreng. Hann var ekki á förum að okkar mati en æðri máttarvöld hafa líklega þurft aðstoð við öryggismál- in. Við sendum Leifu og afkomendum þeirra hjóna innilegar samúðar- kveðjur, um leið og Framhaldsskól- inn þakkar farsælt samstarf í 20 ár. Ólafur Hreinn Sigurjónsson skólameistari FÍV. Ekki áttum við von á því fyrir viku síðan að við myndum sitja hér saman og minnast Höskuldar Kárasonar, en svona er lífið óútreiknanlegt. Höskuldur var einstakur maður sem var boðinn og búinn að gera allt fyrir alla. Hann var mikill hagleiksmaður, gat smíðað allt frá litlum penna að stórum sólpalli fyrir hana Leifu sína og söng með sinni djúpu og miklu bassarödd í kirkjukór Landakirkju. Hann var mikill kunnáttumaður og hafði gaman af því að segja frá því sem á daga hans hafði drifið, enda átti hann til að lenda í ótrúlegustu aðstæðum. Hann var stríðnispúki með eindæmum og notaði hvert tækifæri sem hann gat til að stríða og atast í fólki. Hvert sem hann fór var alltaf stutt í grínið og það fór ekki fram hjá neinum þegar Hösk- uldur var mættur á svæðið því hlátur hans yfirgnæfði alla hina og fékk mann til að hlæja með þó maður vissi ekki af hverju var verið að hlæja, svo smitandi var hlátur hans. Þannig var hann síðast þegar við sáum hann og heyrðum í honum og þannig munum við muna eftir honum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Leifa frænka. Þú hefur ver- ið ótrúlega sterk þessa vikuna, en missir þinn er mikill og viljum við biðja Guð að styrkja þig og alla fjöl- skylduna á þessum erfiðu tímum sem framundan eru. Sigríður Inga og Sigurleif Kristmannsdætur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HÖSKULDAR RAFNS KÁRASONAR, Vallargötu 14, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Sigurleif Guðfinnsdóttir, Kári Höskuldsson, Guðný Bjarnadóttir, Ármann Höskuldsson, Bjarnheiður Hauksdóttir, Jónas Höskuldsson, Guðrún Sonja Kristinsdóttir, Baldur Benónýsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, STEFANÍA ÓLÖF STEFÁNSDÓTTIR, Laufbrekku 4, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 5. júní. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 13. júní kl. 13.00. Guðbrandur Ingólfsson, Björn Ingólfsson, Steinunn Erla Friðþjófsdóttir, Þuríður Ingólfsdóttir, Jóhannes Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, SIGÞRÚÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Efstaleiti 14, Reykjavík, verður jarðsungin mánudaginn 16. júní frá Fossvogskirkju. Athöfnin hefst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Barnaspítala Hringsins í síma: 543 3724. Marta Bergman, Bergsteinn Gizurarson, Friðrik Jónsson, Andri Geir Arinbjarnarson, Sturla Orri Arinbjarnarson, Anna Margrét Ólafsdóttir, Kolbeinn Arinbjarnarson, Björk Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, INGVARS GUÐJÓNSSONAR, Skaftahlíð 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar á Skjóli og bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut. Fjóla H. Halldórsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir, Hilmar Bjarnason, Ingvar Örn Hilmarsson, Svana Fjóla Hilmarsdóttir, Birna Svanhvít Hilmarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUNNFRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Ánahlíð 12, Borgarnesi. Særún Helgadóttir, Jóhann B. Hjörleifsson, Ólafur Helgason, Sigríður I. Karlsdóttir, Hrönn Helgadóttir, Indriði Jósafatsson, Friðborg Helgadóttir, Árni Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐNI STEFÁNSSON, Skógarlundi 19, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. júní kl. 15.00. Sigrún Vilbergsdóttir, Guðný Guðnadóttir, Jóhann Örn Ásgeirsson, Gréta Guðnadóttir, Róbert Ólafsson, Aron, Birna, Vilberg og Guðni. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, RAGNHEIÐUR EINARSDÓTTIR, Ransý, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, 16. júní kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Ragnar Tómasson, Dagný Gísladóttir, Gunnar Tómasson, Guðrún Ólafía Jónsdóttir, Ragnheiður Tómasdóttir, Jón Pétursson, Guðríður Tómasdóttir, Guðni Pálsson, Einar Sverrisson, Guðrún Bjarnadóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.