Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 16
Hlutabréf ekki lægri í tæp þrjú ár Eftir Björgvin Guðmundsson og Grétar Júníus Guðmundsson ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöll- inni á Íslandi lækkaði um 2,0% í gær og er lokagildi hennar 4.512 stig. Vísitalan hefur lækkað um tæp 30% frá áramótum en hún hefur ekki ver- ið lægri í tæp þrjú ár, eða frá því í október 2005. Velta með hlutabréf í kauphöllinni hefur minnkað undanfarna mánuði og ef fram heldur sem horfir mun veltan í þessum mánuði verða með allra minnsta móti, miðað við það sem verið hefur undanfarin misseri. Það sem af er þessum mánuði hefur veltan verið um 20 milljarðar. Verði hún svipuð út mánuðinn má reikna með að veltan verði að hámarki 60-70 milljarðar. Hún var tæpir 127 millj- arðar í maí, 140 milljarðar í apríl, 169 milljarðar í mars en um 136 millj- arðar í febrúar. Í júní í fyrra var velt- an um 209 milljarðar. Því má jafnvel gera ráð fyrir að veltan í þessum mánuði verði ekki mikið yfir þriðj- ungur af veltu sama mánaðar í fyrra, þ.e. ef framhald verður á því að velt- an verði eins lítil og verið hefur. Bankarnir vega þungt Hlutabréfavísitölur hafa víða lækkað mikið að undanförnu og er ís- lenska kauphöllin engin undantekn- ing. Sveiflur eru þó líklega meiri hér en víða annars staðar. Fjármálafyr- irtæki eiga stóran þátt í þeim lækk- unum sem orðið hafa, væntanlega vegna þeirra hremminga sem verið hafa á fjármálamörkuðum. Gengi hlutabréfa íslensku við- skiptabankanna hefur lækkað mikið frá því það varð hæst á síðasta ári, en það var í júlí 2007 hvað varðar Kaup- þing og Glitni en í október í tilviki Landsbankans. Frá því það var hafa hlutabréf Kaupþings lækkað um 41%, hlutabréf Glitnis hafa lækkað um 46% og bréf Landsbankans um 47%, miðað við lokaverð þeirra í gær. Markaðsvirði bankanna hefur því lækkað um það sem þessu nemur á þeim tíma sem liðinn er.  Velta í kauphöllinni hefur minnkað verulega 5 ."." 3& # 6         9 2 1 0 / : / 0 1 2    Lægsta gildi vísitöl- unnar frá október 2005  Bréf bankanna hafa lækkað um rúm 40% 16 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● OLÍUVERÐ lækkaði á heimsmark- aði í gær. Þannig lækkaði verðið í New York til að mynda um 3 dollara fyrir tunnuna og fór í um 131 dollar. Hlutabréfavísitölur í flestum helstu kauphöllum heimsins héldu þó áfram að lækka í gær. Enn sem fyrr voru það einna helst bankar og önn- ur fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanirnar víða. Hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu víða um 2-4% en í Evrópu lækkuðu þær almennt nokkuð minna, reyndar fimmta daginn í röð. Flestar vísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu en þó hækkaði Dow Jones lítillega. Hlutabréf lækkuðu áfram í kauphöllum ● TÓLF mánaða verð- bólga mun aukast úr 12,3% í maí í 12,4% í júní, ef spá Greining- ar Glitnis gengur eftir. Þetta kom fram í Morgunkorni deildar- innar í gær. Greiningardeild Landsbankans spáir því hins vegar að verðbólgan muni fara yfir 13%, samkvæmt spá deildarinnar sem verður birt í dag. Greining Glitnis spáir því að vísi- tala neysluverðs muni hækka um 0,6% á milli maí og júní. Þetta er hækkun frá því sem Greining Glitnis hafði áður gert ráð fyrir. Í Morgunkorninu segir að ástæðan fyrir því að deildin spái nú meiri verð- bólgu en áður orsakist fyrst og fremst af því að gengi krónunnar hafi gefið eftir á ný. Einnig séu verð- hækkanir vegna gengislækkunar fyrr á árinu enn að koma fram. Verð- hækkun á eldsneyti hafi haldið áfram erlendis og áhrif þess verða að mati deildarinnar nokkur í júní. Þá sé innlendur kostnaðarþrýstingur einnig enn til staðar en reiknað sé með að það muni draga úr honum þegar líður á árið. „Frá og með haustinu teljum við að hratt muni draga úr árshraða verðbólgunnar, að hún verði nálægt 8,5% í árslok og að 2,5% verðbólgu- markmið Seðlabankans náist um mitt næsta sumar,“ segir deildin. Greiningardeildir spá aukinni verðbólgu ÚTLÁN Íbúðalánasjóðs í maí jukust frá fyrri mánuði en þau hafa ekki verið meiri frá því í desember á síð- asta ári. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í maí námu um 4,8 milljörðum króna. Þar af voru almenn útlán sjóðsins um 3,8 milljarðar og lán vegna leiguíbúða rúmur milljarður. Almenn lán sjóðsins hafa ekki verið meiri frá því í nóvember á síð- asta ári og lán vegna leiguíbúða hafa ekki verið meiri frá því í des- ember, eins og heildarútlánin. Fyrir ári síðan, þ.e. í maí 2007, voru útlán Íbúðalánasjóðs nokkuð meiri en í maí á þessu ári, en þau voru hins vegar minni bæði í janúar og febrúar í fyrra en nú. Bankarnir hafa að mestu dregið sig út af íbúðalánamarkaðinum og segir í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans að markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs á íbúðalánamarkaði sé um 80%. | gretar@mbl.is Útlán Íbúðalánasjóðs aukast milli mánaða 2% 34"$   %4     * 6!7,*(    5  7# ' " 1'" !    ** ! G  < ' <G  < ' < G G H $ E I J  2 1 0 /  :  '? '? '? '? 8 3(  "  +  ,  -   , . /0  1 234 .5 6337 6$  ."." $ ' !# &!>)- A!# &!>)- LM  !>)- #* !  !>)- )-!L  &)%* !7*  @N*  !# &!>)- O &+ ! !>)-    !7* !>)- <*!>)- $P EI $   " (! ()--!>)- ?  !>)- F !>)- 9 & # 68' "  /21!>)- '*)N!>)- ' * N!' Q ' * N!P * !PK L !  * !# &!>)- R !  @N* N!# &!>)- I;> !>)- ?   A !>)-  *  A !>)- " 0! 37" + S  !'*  !S- !# !>)- &   !>)- ) '"% : . '                                                                                            &    ? *!!*!  6 !!!!O &!!!!!!!!$* 2-:-/:2 20-911-/2 /90-12:-/ /01-::/-: :-22-/ :-0- :-011-:-: 2/-10-/: :-0-22 2-///-92 :-1-1 :-/0-:2 /-2/- 0-1:- /9-021-:0 :0-//1 1/-: :-99 " 1-/00-: " " " " -9- " " 2=12 /:= =9 :2=2  :=0 /=2 9=0 0=:: : =29 9 :=: 2=9 :1 / " :19= " " " " 10 " 1= 2=2 /=:1 =99 :2=21  :=21 11= /= 9 0=:2 :=/1 9/=1 := :9= :11= /:0= :2:= := : " =09 1001= : 1=1  A*   &  :2 :1 0/ 9 / 1 : / :0  2 2 : : : " :9 " " " " 1 " " J   - :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- :-2- -1- :-2- :-/- 0-2- 2-: /-2- :-2- 0-2- -/- E<T!; E<T!     . . E<T!, <!     . . JQ!G I U        . . ?$L J'T      . . E<T!=:1 E<T!00      . . ● GENGI hlutabréfa deCode, móður- félags Íslenskrar erfðagreiningar fór niður fyrir einn dollar í viðskiptum á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum í gær, er það lækkaði um 11,5% frá deginum áður. Lokaverðið var 0,9 dollarar og hefur aldrei verið lægra. Á síðustu áramótum var gengi hlutabréfa deCODE um 3,5 dollarar á hlut, og hefur það því lækkað um rúm 70% það sem af er þessu ári. Fyrir ári síðan, eða í júní 2007, var gengið einnig um 3,5 dollarar. Hlutabréf deCode fóru undir einn dollar „ÞAÐ er mikil óvissa um þróun mála í heiminum og svo virðist sem ný bylgja af svartsýni sé að ganga yfir. Það hefur almennt meiri áhrif hér á landi,“ segir Edda Rós Karls- dóttir forstöðumaður greiningar- deildar Landsbankans. Hún bendir á að erfiðleikar við fjármögnun á alþjóðamörkuðum valdi fjármálafyrirtækjum um allan heim vanda og að bankar vegi þungt í íslensku úrvarlsvísitölunni. Því lækki vísitalan meira en víða erlendis við þessar aðstæður. „Lækkun úrvalsvísitölunnar frá ársbyrjun 2007 er svipuð og lækkun erlendra fjármálavísitalna,“ segir Edda Rós og telur að lækkun fjár- málafyrirtækja sé farin að endur- spegla svartsýni sem almennt sé ekki innistæða fyrir. Skuldatrygg- ingarálag hafi líka hækkað og það endurspeglist í verði hlutabréfa. „Þessar lækkanir eru í takt við það sem er að gerast erlendis. Við sjáum neikvæðar fréttir frá Banda- ríkjunum og bankavísitölur snar- lækka. Eitthvað af þessum áhrifum smitast hingað til Íslands,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í Greiningu Glitnis. Hann segir litla veltu á bak við lækkanir úrvalsvísitölunnar undan- farna daga. Lítið sé um að vera á hlutabréfamörkuðum og engar fréttir berist. Við slíkar aðstæður er ekki skrítið að hlutabréf lækki eilítið í verði. Ný svartsýnisbylgja ● VELTA í dagvöruverslun í maí var heldur minni en í sama mánuði í fyrra, þegar tekið hefur verið tillit til þess að í ár voru fleiri föstu- og laug- ardagar í mánuðinum en í fyrra. Velt- an var jafnframt minni en í mánuð- inum á undan, þ.e. í apríl síðast- liðnum, á föstu verðlagi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Rannsókn- arsetri verslunarinnar. Maímánuður er annar mánuðurinn í röð sem veltan minnkar þegar vísi- talan fyrir veltuna hefur verið árstíða- og dagaleiðrétt. Sala áfengis jókst þó í mánuðinum um 13%. Dagvöruverslun dregst saman P IP A R • S ÍA • 8 1 1 8 8 Fimmtudagurinn 12. júní kl. 08:15 - 09:30 á Grand Hótel. Danskur Örn í morgunmat www.utflutningsrad.is Útflutningsráð heldur morgunverðarfund með danska leikaranum, Jens Albinus og viðskipta- fulltrúa Íslands í Danmörku, Rósu Viðarsdóttur. Skráning fer fram í gegnum netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson, verkefnisstjóri, andri@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is Á fundinum mun Jens Albinus, sem Íslendingar þekkja best sem hálfíslenska lögreglumanninn Hallgrím Örn Hallgrímsson úr dönsku spennuþáttunum Örninn, fara á léttu nótunum yfir samskipti Dana og Íslendinga, og fjalla um hvað er líkt og ólíkt með þjóðunum. Einnig mun Rósa Viðarsdóttir kynna viðskiptatækifæri á Eyrarsundssvæðinu og hitta fulltrúa fyrirtækja, sem hafa áhuga á að styrkja stöðu sína í viðskiptum við Dani, frá kl. 10:00 í Borgartúni 35. Borgartún 35 105 Reykjavík sími 511 4000 fax 511 4040 utflutningsrad@utflutningsrad.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.