Morgunblaðið - 11.06.2008, Side 38

Morgunblaðið - 11.06.2008, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Ekki missa af stærstu ævintýramynd síðari ára! ,,Biðin var þess virði” - J.I.S., film.is ,,Ljúfir endurfundir” - Þ.Þ., DV ,,Hasar, brellur og gott grín” - S.V., MBL eeeee K.H. - DV eeee 24 stundir STELPURNAR ERU MÆTTAR Á HVÍTA TJALDIÐ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Indiana Jones kl. 5:20 -8- 10:40 B.i. 12 ára Horton m/ísl. tali kl. 4 Bubbi Byggir m/ísl. tali kl. 4 The Happening kl. 6 - 8:30 - 10:30 B.i. 16 ára Zohan kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 10 ára Sex and the City kl. 6 - 9 B.i. 14 ára Indiana Jones 4 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Zohan kl. 8 - 10:15 B.i. 10 ára Sex & the City kl. 5:20 - 8 B.i. 14 ára Indiana Jones 4 kl. 5:40 - 10:40 B.i. 12 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! The Happening kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára The Happening kl. 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Zohan kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Sex and the City kl. 5 - 8 - 11 B.i. 14 ára HEIMSFRUMSÝNING á mögnuðum spennutrylli frá M. Night Shyamalan leikstjóra The Sixth Sense og Signs sem heldur bíógestum í heljargreipum frá byrjun til enda! eeeeee Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „VIÐ notum umhverfi miðborg- arinnar og hvernig dansinn fellur inn í umhverfið,“ segir Hugrún Jónsdóttir, einn meðlima HVIK. HVIK er einn af skapandi sum- arhópum Hins hússins þetta árið og samanstendur af fjórum efnilegum þriðjaársnemum við Listdansskóla Íslands. Auk Hugrúnar eru það Anna Margrét Ásbjarnardóttir, Frank Fannar Pedersen og Inga Huld Hákonardóttir sem mynda hópinn. Dansinn gerður sýnilegri Þeir sem leggja leið sína niður í miðbæ í sumar geta, þegar þeir síst vænta, átt von á að lenda í miðjum dansi. „Aðalatriðið í starfi hópsins er að lífga upp á miðborgina og gera danslistina sýnilegri,“ segir Hugrún. „Þrisvar í viku förum við niður í miðbæ og verðum með dansgjörninga, ýmist æfða eða spuna.“ Og hópurinn gefur listrænni sköpun lausan tauminn. „Við erum í rauninni að kanna mörk líkamans, fara nýjar leiðir í hreyfingum. Ég held það verði mjög spennandi fyrir fólk að fylgjast með þessu,“ segir Hugrún. Auk þess að bresta í dans í mið- borginni kemur hópurinn fram á svokölluðum Föstudagsfiðrildum sem haldin verða þrisvar sinnum yfir sumarið í Hinu húsinu. Þar koma sumarhóparnir fram og leyfa gestum að njóta þess sem orðið hefur til í starfinu. Mun HVIK að sjálfsögðu ekki heldur láta sitt eftir liggja 17. júní og á menningarnótt í Reykjavík. Starfið nær svo há- punkti með dagskrá sumarhópanna í ráðhúsinu í sumarlok. Einstakt tækifæri „Þetta er gífurleg reynsla fyrir okkur og mjög gott tækifæri til að undirbúa okkur betur, bæði lík- amlega og andlega, fyrir frekara dans- og listnám,“ segir Hugrún. Hópurinn stundar stífar æfingar alla daga og þarf að auki að skipu- leggja starfið og brydda stöðugt upp á nýjungum: „Ástandið er auð- vitað misjafnt eftir dögum. Suma daga koma hugmyndirnar eins og ekkert sé og aðra daga þurfum við að hafa meira fyrir þessu.“ Hugrún er alsæl með að hóp- urinn skyldi komast að hjá Hinu húsinu í sumar. „Annars hefðum við aldrei getað gert þetta, að vera að vinna allann daginn í dansi,“ segir hún. Um leið og dansararnir ungu færa dansinn niður í miðbæ opna þau dansstúdíóið upp á gátt: „Við byrjum alla daga með opnum upp- hitunartímum sem allir mega taka þátt í sem áhuga hafa á dansi,“ seg- ir Hugrún en upphitunin fer m.a. fram með dansæfingum, ballett- upphitun, pílates og jóga. Fer æf- ingin fram í Listdansskólanum við Engjateig kl. 9 virka morgna. Miðborgin verður eitt stórt svið  Danshópurinn HVIK verður á ferð um miðbæ Reykjavíkur í sumar  Bjóða áhuga- sömum að taka þátt í æfingum á morgnana Morgunblaðið/G. Rúnar Ung og upprennandi Hóp- urinn HVIK bregður á leik. Inga Huld og Anna Mar- grét og á bakvið þær þau Frank Fannar og Hugrún. HVIK er með heimasíðu á slóðinni www.myspace.com/hvik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.