Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 23 Svarthöfði slæst í hópinn Engu var líkara er þátttakendur í prestastefnu gengu til kirkj́u í gær en að fulltrúi myrkraaflanna í Stjörnustríði, sjálfur Svart- höfði, hefði slegist í hópinn. Þarna var þ́ó líklega bara spaugari í góðum grímubúningi á ferð, enda létu kirkjunnar menn eins og hið illa væri ekki til. Golli Blog.is Ragnhildur Sverrisdóttir | 9. júní Góð leti ...Ýmislegt afrekaði ég annað en að byrja í nýrri vinnu. ... Á miðvikudeg- inum var þetta strax klúð- ur, Kata þurfti að fara í ráðuneytið og ég upp að Rauðavatni. Við ræddum þetta yfir morgunkaffinu. Ég hefði getað skutlað henni, ef hún hefði svo komið í hádeginu og látið mig fá bílinn af því að þá gat ég skutlað stelpunum í fótboltann seinni partinn en svo þurfti ég að fara strax í vinnuna aftur og þá þurfti hún bíl- inn svo hún gæti sótt stelpurnar, en svo varð ég líka að koma tímanlega heim af því að hún varð að fara á fund. Nið- urstaðan? Kata skutlaði mér á bílaleigu. Ég tók ódýrustu tíkina á leigu og notaði hádegið þann dag til að kaupa mér bíl … Það voru ákaflega yfirveguð kaup. Ég gekk inn í Brimborg og sagði við elskuleg- an sölumanninn hann Valmund: „Ég ætla að fá að skoða hjá þér minnsta Citroen sem þú átt.“ „Alveg guðvelkomið,“ sagði hann, „en Citroen-verslunin okkar er hérna hinum megin við götuna.“ Ég (hugs-hugs: Á ég að ganga héðan út, yfir götuna og inn í annað hús þar? Eru engin takmörk fyrir stressi í þessari fyrstu vinnuviku? Hver vissi að Brimborg væri á tveimur stöðum við sömu götu??) Svo komst ég að niðurstöðu: „Jahá, hinum megin við götuna segirðu! En ert þú ekki með neinn smábíl í þessu húsi?“ Eftir að hann hafði tilnefnt mig til heið- ursverðlauna hinna ofur-lötu benti hann mér á lítið, hnöttótt kríli uppi á palli og sagði að þennan Ford Ka gæti ég fengið á fínu verði. Ég ætlaði auðvitað ekki að æða út í neina vitleysu, svo ég ákvað að spyrja nokkurra vel valinna spurninga um gír- kassann, blöndunginn og allt það allra nauðsynlegasta af tæknibúnaði. Eina sem kom út úr mér var: „Í hvaða lit áttu hann?“... Meira: ragnhildur.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 10. júní Níðingsleg framkoma við dýr Held að fátt sé dap- urlegra en þegar fólk kemur illa fram við dýr, sem geta ekki varið sig og hafa gaman af því að níð- ast á þeim. Við sem höf- um átt dýr hugsum eðli- lega um það hverskonar grimmd og lágkúra sé í þeim sem þannig koma fram. Sem betur fer heyrum við ekki oft af því að fullorðið fólk ráðist á dýr og hafi gaman af því hérna heima, en þess þá frekar heyrist af því að dýr séu van- nærð og illa um þau hugsað, sem er ekki mikið skárra. Ætla að vona að þessir ungu menn sem köstuðu grjóti í lömbin hugleiði á hvaða braut þeir eru … Meira: stebbifr.blog.is Sigurður Þórðarson | 10. júní Þórshöfn, Nuuk og Reykjavík Ég hef alltaf fundið til samkenndar með vinum okkar á Grænlandi og Fjáreyjum, kannski vegna þess að ég var fiskimaður og uppalinn við að borða siginn fisk og selspik en án alls gríns þá eigum við gríðarlega mikla sameiginlega hagsmuni, ekki síst í hafinu sem umlykur lönd okkar … Meira: siggith.blog.is Í tilefni þess að tekin er til starfa fyrsta íslenska stofnunin sem fjallar um hernaðarleg málefni skrif- ar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra grein hér í blaðinu 3. júní síðastliðinn. Greinin er umtalsvert sjálfshól, mikil lofræða um hinar nýju áherslur í öryggismálum sem tilurð Varn- armálastofnunar og stór- felld útgjöld til hernaðarlegra við- fangsefna boða. Um leið er greinin einhvers konar vörn eða réttlæting fyrir þessar áherslur, einkum Varn- armálastofnunina og milljarðaút- gjöld og má kalla seint í rassinn grip- ið að reyna að setja fram rök eftir að stofnunin er orðin til, búið að keyra málið í gegnum Alþingi og ráða í stöður. Herlaust eða ekki? Í grein utanríkisráðherra – og reyndar í markmiðum nýsam- þykktra laga – er tekið fram að Ís- land verði áfram „herlaust land“. Gott er nú það, en hvað er svo raun- verulega á ferðinni? Utanríkis- ráðherra segir sjálfur í sömu grein að eitt af stærstu verkefnum Varn- armálastofnunar sé að sjá um verk- efni tengd NATO, þ.á m. „umsjón og framkvæmd æfinga“ – hér er átt við heræfingar – „samskipti við erlend herlið“ og „að vinna upplýsingar úr kerfum NATO“ – sem þýðir á mannamáli einhvers konar grein- ingar- eða miðlunarstarfsemi með leynilegar hernaðarlegar upplýs- ingar. Nú er það vissulega skilgrein- ingaratriði hvenær ríki getur talist herlaust. Ríki sem eyðir 1500 millj- ónum árlega í hernaðarlega starf- semi, sem fjármagnar og stendur fyrir heræfingum á landi sínu, sem borgar hundruð milljóna til hern- aðarbandalags (NATO) og situr þar í hermálaráðum, sem hefur vopnaða „friðargæsluliða“ með hertitla á sín- um snærum – slíkt ríki er ekki „her- laust“ nema innan gæsalappa. Í stað þess að nýta tækifærið sem gafst með brottför herliðs Banda- ríkjamanna til að leggja grunn að nýjum áherslum í utanríkis- og ör- yggismálum þar sem friðar- og af- vopnunarviðleitni hefði verið í önd- vegi, áherslum sem hefðu verið til þess fallnar að sætta and- stæð sjónarmið, hafa nú ör- yggismálin verið „NATO- vædd“. Aukin áhersla hef- ur verið lögð á starf hernaðarbandalagsins NATO og skrifað var gagn- rýnislaust upp á útþenslu- og vígvæðingarstefnuna á fundi NATO í Rúmeníu, þ. á m. hið gífurlega um- deilda eldflaugavarn- arkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu og aukin fjárútlát til hernaðar í ríkj- um bandalagsins. Áhersla núverandi ríkisstjórnar á að auka þátttöku í öllu starfi NATO var m.a. staðfest þegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti sérstakri ánægju með framlag Íslands í Afganistan og gaf sterklega til kynna að henni hefði verið lofað aukinni þátttöku Íslands þar fremur en hitt. Fyrir hverja og að hverra frumkvæði? Fyrir kosningar var Samfylkingin dugleg að krefjast þess að áður en teknar yrðu ákvarðanir um varnir Ís- lands færi fram ýtarlegt hættumat. Eftir að núverandi utanríkisráðherra tók við hafa hlutirnir gerst í akkúrat öfugri röð: Fyrst voru milli einn og tveir milljarðar settir í „varnarmál“ á fjárlögum, síðan var Varnarmála- stofnun komið á fót til að eyða þess- um peningum og enn er þó engin nið- urstaða komin frá þeirri nefnd sem fyrst tók til starfa sl. vetur og á að meta hættuna, greina þarfir okkar, finna hugsanlegan óvin. Utanrík- isráðherra telur raunar núna, þvert á fyrri stefnu, að það sé „hugsunarvilla að segja að öryggi krefjist óvinar“. Þessi ummæli eru í stíl við aðrar yf- irlýsingar utanríkisráðherra, sem virðist telja að útgjöld í hern- aðarbröltið séu hafin yfir alla gagn- rýni og þarfnist engrar réttlætingar eða vísunar í raunveruleika í alþjóða- málum. Hver er þá tilgangurinn með þeirri hernaðarstarfsemi sem fram fer hér á landi á vegum Varnar- málastofnunar, þ. á m. loftrýmiseft- irlitinu? Utanríkisráðherra heldur því fram að „tómarúm“ í hervörnum NATO gefi mönnum færi á að ráðast hér inn, landið yrði þá „nánast einsk- ismannsland“. Það er athyglisvert sjónarmið sem utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir færir nú unni. Þetta er sami utanríkisráð- herra og hefur sent aðstoðarmann sinn út á ritvöllinn, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, um leið og einhver andmælir og er þá viðkom- andi sakaður um skilningsleysi, þekkingarleysi og jafnvel lygar. Er það ekki umhugsunarefni fyrir flokk sem hafði uppi stór orð um „sam- ræðustjórnmál“ að um leið og Sam- fylkingin er komin í ríkisstjórn og önnur sjónarmið en henni þóknast eru færð fram í utanríkis- og örygg- ismálum, um leið og talað er máli friðar og afvopnunar og hernaðar- hyggjunni er andæft, þá er því mætt svona af leiðtoga flokksins? NATO-væðing utanríkisríkisráðherra Undirritaður hefur áður rakið það í ýtarlegu máli hvernig þessi hervæð- ing eða NATO-væðing er síður en svo sjálfsögð eða óhjákvæmileg þótt hún sé að ýmsu leyti beint framhald á og skilgetið afkvæmi þess sem þröngvað var upp á þjóðina fyrir meira en hálfri öld síðan með inn- göngu í hernaðarbandalag og komu erlends hers. Með stofnun Varnar- málastofnunar er NATO-væðing endanlega tekin við, með tilheyrandi vígvæðingu og tilgangslausum fjár- austri. Sá augljósi kostur, að nota tækifærið sem gafst með brottför hersins til að móta friðsamlega og sjálfstæða utanríkisstefnu og leita aukinnar samstöðu í utanríkis- og ör- yggismálum þjóðarinnar eftir meira en hálfrar aldar harðvítugar deilur, hefur ekki verið valinn. Í stað þess er nú orðin til sérstök stofnun utan um hugmyndafræði vígbúnaðarhyggj- unnar, fyrir tilstuðlan Samfylking- arinnar. En friðarbaráttan mun halda áfram. Hvorki íslenskir friðarsinnar né skoðanasystkin þeirra um allan heim munu láta deigan síga við að tala máli skynseminnar gegn vitfirr- ingu vígbúnaðar- og hernaðarhyggj- unnar. Undirrituðum segir svo hug- ur að þjóðinni muni líða vel í sumar og hún ekki finna til hins minnsta ör- yggisleysis þegar Frakkarnir fara heim. Þá verður bara reikningurinn eftir upp á nokkuð á annað hundrað milljónir króna og enginn til að passa okkur nema við sjálf fram undir vet- urnætur. Eftir Steingrím J. Sigfússon »Hvorki íslenskir frið- arsinnar né skoð- anasystkin þeirra um allan heim munu láta deigan síga við að tala máli skynseminnar gegn vitfirringu vígbún- aðar- og hernaðarhyggj- unnar. Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er alþingismaður, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Varnarmálastofnun í þágu NATO fram, að hið eina sem dugi sé vöktun og eftirlit á forsendum hern- aðarbandalags. Er þá ekkert hald í alþjóðasamningum? Eru samtök sem nefnast Sameinuðu þjóðirnar og eiga að vernda herlaus ríki gegn yfirgangi annarra þjóða gagnslaus? Er það eina sem blífur hugsun hern- aðarhyggjunnar? Ekki er þessi nið- urstaða ráðherrans í miklu samræmi við mat Bandaríkjahers, sem ætlaði að slökkva á ratsjárkerfinu og hætta loftrýmiseftirlitinu í ágúst 2007. Eins og blaðamaður Morgunblaðsins hef- ur skýrt frá var það í meginatriðum frumkvæði íslenskra stjórnvalda sem réði því að loftvarnarkerfið, þ.e. hinn hernaðarlegi hluti ratsjárkerfisins, er rekið hér áfram. Það virðist því í besta falli hálfsannleikur að það hafi verið „sameiginleg ákvörðun NATO að hér væri virkt loftrýmiseftirlit og regluleg gæsla“. Sennilega er nær lagi að íslensk stjórnvöld hafi „pant- að“ þá niðurstöðu frá NATO. Umræða eða þöggun? Utanríkisráðherra segir það „mik- ilvægt að áfram fari fram þróttmikil umræða um grundvallaratriði ís- lenskra utanríkismála.“ Óljóst er í hverju slík umræða á að felast því í sömu efnisgrein segist hún „viss um að mikil sátt skapist um starfsemi Varnarmálastofnunar“. Ráðherrann reynir heldur ekki beinlínis að örva umræðuna annars staðar í grein sinni því helst má á henni skilja að þeir sem ekki fylgja henni að málum ástundi „pólitíska tækifæris- mennsku,“ séu röngum megin við „átakalínur kalda stríðsins,“ nema þá að þeir sé mótfallnir því að „verja grundvallarþjóðarhagsmuni“. Þetta eru nokkuð sverar aðdrótt- anir, þó óbeinar séu, í garð þess sem hér heldur á penna, félaga og stuðn- ingsmanna Vinstri grænna og fjöl- margra annarra friðar- og afvopn- unarsinna, til dæmis í Samfylking- Anna K. Kristjánsdóttir | 10. júní 2008 Seinkum klukkunni! Hér með skora ég á rík- isstjórnina að seinka klukkunni til hins eina raunverulega tíma, að miða tímabeltið á milli 15° og 30° gráður vestur við sólarstöðu, þ.e. einni klukkustund seinna en GMT og bæta þannig lífsgæði íslensku þjóðarinnar. Seyðfirðingar geta svo bara hunskast fyrr í rúmið á kvöldið og byrjað að vinna fyrir hádegi svo þeir geti notið sólar eftir vinnu í stað þess að gera sig að fíflum með kröfunni um að vera á sama tíma og Bratislava í Slóvakíu. Meira: velstyran.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.