Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Nokkrar um-ræðurhafa farið fram um meint harðræði lögreglu, í kjölfar þess að myndir af lög- reglumönnum á vettvangi hafa komið fyrir almennings sjónir. Myndbirtingarnar eru af- leiðing af breyttri fjölmiðlun. Annars vegar beinum útsend- ingum sjónvarpsstöðvanna, eins og frá ólátunum við Rauðavatn. Hins vegar af því að nú getur nánast hver ein- asti maður tekið upp mynd- skeið á símann sinn og sett á netið umsvifalaust. Slíkar upptökur, annars vegar frá uppákomu milli unglings og lögreglumanns í 10-11-verzlun og hins vegar frá handtöku of- beldismanns á Patreksfirði, hafa fengið mikla skoðun og umræðu á netinu. Það er rétt, sem Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að við slíkar myndbirtingar er ekk- ert að athuga. Það er aðhald í því fólgið fyrir lögregluna að vita að aðferðir hennar kunna að verða myndaðar hvar og hvenær sem er. Stundum, til dæmis í 10-11- málinu, orkar framganga lög- reglunnar tvímælis. Dæmi eru um það frá undanförnum ár- um að lögreglumenn hafi hlot- ið dóm fyrir að ganga of langt og ekki hafa þó legið fyrir myndbandsupptökur í öllum þeim málum. En oftast leiðir skoðun á þeim myndum, sem um ræðir, í ljós að lögreglan hafi ver- ið í fullum rétti. Menn geta hins vegar verið brattir og ekki kunnað að skammast sín, eins og sá sem nú kvartar sáran yfir að hafa verið harð- ræði beittur, nýbúinn að berja menn og nefbrjóta! Kærum á hendur lögregl- unni vegna meints harðræðis fækkar, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Hins vegar fjölgar árásum á lög- regluna og það er áhyggju- efni. Lögreglumenn eru oft í hættu staddir við störf sín. Það er staðreynd að hinn al- menni borgari, sem t.d. kvart- ar undan ólátum og ofbeldi í miðborginni um helgar, fær stundum þau svör að lög- reglan leggi ekki til atlögu við ofbeldismenn í þvögunni, vegna þess hve líklegt sé að skríll ráðist á lögreglumenn. Það er ekki hægt að una við að fólk ráðist að lögreglu- mönnum við skyldustörf. Og skilningur verður að ríkja á því að lögreglan þarf að beita menn, sem eru ógnandi og taka ekki tiltali, ákveðinni hörku þannig að þeir séu hvorki ógn við lögreglu né al- menning. Spurningin er hins vegar hvort lögreglan er nægilega vel tækjum búin til að taka á ofbeldismönnum. Til að tryggja öryggi lögreglu- manna og almennra borgara getur þurft að gera betur í þeim efnum. Skilningur þarf að ríkja á að lögreglan þarf að beita ákveð- inni hörku.} Aðferðir lögreglu Allir vita að þærmiðborgir eru mest aðlaðandi þar sem lítið fer fyrir bílaumferð, gang- stéttar eru breið- ar, götulíf líflegt og auðvelt að kom- ast á milli kaffihúsa, menning- arsetra og útivistarreita. Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um þá hugmynd að setja Geirsgötu í stokk fyrir framan tónlistar- og ráð- stefnuhúsið við höfnina. Vinstri grænir lýstu sig and- víga því á þeim forsendum að rampar og stokkar væru ekki hluti af mannvænlegri mið- borg. Í því sambandi er vert að benda á að það eru umferðar- þungar, margra akreina brautir ekki heldur. Stokkar lágmarka ónæði af umferð með því að beina henni undir yfirborðið og auðvelda um leið aðgengi gangandi vegfarenda ofanjarðar. Stokkur er því eina viðunandi lausnin ef tón- listar- og ráðstefnuhúsið á ekki að verða eins og eyland á hafnarsvæðinu. Tónlistar- og ráðstefnuhús hef- ur alla burði til að vera gríðarleg lyftistöng fyrir miðborgina. Framkvæmdin, sem helst í hendur við umfangsmiklar breytingar á Lækjartorgi, eflir kjarna miðborgarinnar svo um mun- ar. Ef ekki tekst að skapa eðli- legt flæði fyrir gangandi gang- andi vegfarendur yfir á þenn- an vaxtarreit í borgarlífinu verður þessi áberandi bygging aldrei í góðum tengslum við umhverfi sitt. Athugasemd Faxaflóahafna vegna stokksins er málefna- legri, en þar á bæ hafa menn áhyggjur af því að aðgengi að Miðbakka verði ekki nægilega gott. Full ástæða er til að kanna hvort ekki borgi sig að sameina Geirsgötustokk og Mýrargötustokk, sem þegar er kominn inn í skipulag, svo hafnarsvæðið sem heild njóti góðs af því að lunginn af þess- ari miklu umferðaræð verði neðanjarðar. Stokkar lágmarka ónæði af umferð og auðvelda aðgengi gangandi vegfar- enda.} Stokkur bætir aðgengið Það er kreppa í landinu en samt líður þjóðinni ágætlega. Staðreyndin er einfaldlega sú að heimilin í landinu þola kreppuna. Það fylgir því vissulega engin sérstök gleði að sjá hús- næðislánin og matarreikningana hækka en langflestir geta staðið í skilum. Fjölmiðlar flytja stöðugar fréttir af því hversu illa kreppan sé að leika þjóðina. Það er sérkennilegur tónn í sumum þessara frétta. Nýlega sagði fjölmiðill frá því með tilheyrandi upphrópunum að hjón hefðu neyðst til að selja orkufreka jeppann sinn og orðið að kaupa sér tvo sparneytnari bíla vegna þess að bens- ínverð er orðið svo hátt. Fréttir með svipuðum áherslum sjást iðulega í fjölmiðlum og eru reyndar helst til þess fallnar að vekja spurn- ingar um gildismat. Líklegt er að hver sú manneskja sem hefur sæmilega sterkt jarðsamband láti sér fátt um þessar fréttir finnast. Fólk sem hefur efni á því að eiga tvo bíla á ekki að kvarta og kveina undan þjáningum kreppunnar. Tveir bílar á sama heimili eru lúxus sem fólk ætti dag hvern að þakka fyrir, jafnvel þótt farartækin séu lítil og sparneytin. Ef helstu fylgifiskar kreppunnar eru þeir að fólk hefur ekki efni á að borða jafn margar rjómakökur og áður og þarf þar að auki að leggja einkabílnum oftar en það kær- ir sig um þá er það vel. Hinn dæmigerði miðaldra Íslend- ingur er að springa úr offitu og æska landsins rekur upp ramakvein ef hún þarf að ganga einhvern spotta. Ef kreppan fær fólk til að hreyfa sig þá hefur hún gert sitt gagn. Hún hefur mjög líklega lengt líf þessa fólks. Nú skal sannarlega ekki gera lítið úr þrengingum sem kreppan mun kalla, eða hef- ur þegar kallað, yfir fámennan hóp. Það munu ætíð verða til hópar sem fara á mis við velmegun og efnahagskreppa mun gera þeim enn erfiðara fyrir í lífsbaráttunni. Það hlýtur að vera skylda stjórnvalda að huga sér- staklega að þessum þjóðfélagshópi og það á ekki að vera erfitt því hópurinn er ekki stór. Flestum Íslendingum líður hins vegar ágætlega. Þeir geta ekki eytt jafn kæruleys- islega og þeir hafa gert undanfarin ár. Slíkt kann að framkalla fýluköst hjá fjölda ein- staklinga og eru eðlilegar afleiðingar þess dekurlífs sem þeir hafa lifað síðustu árin. Fyrirtæki og einstaklingar hafa verið að bruðla. Nú er komið að aðhaldi. Efnahagslegur stöðugleiki er alltaf eftirsóknarverður, hvort sem er í venjulegu heimilishaldi eða þjóðarbúi. Þegar stöðugleikinn bregst verða menn að haga lífi sínu í samræmi við það. Það á ekki að vera sérlega erfitt í þjóð- félagi þar sem almenn velmegun ríkir. Efnahagssérfræðingar hafa undanfarið komið fram í fjölmiðlum og tilkynnt að kreppan muni vara fram til 2011 eða jafnvel 2012. Það er enginn óratími þangað til. Íslenska þjóðin mun þola kreppuna og það bara nokkuð vel. | kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Þjóðin þolir kreppuna FRÉTTASKÝRING Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is NÚ HAFA öll sextán liðin í Evrópu- meistarakeppninni átt kost á því að sýna listir sínar. Á óvart kom að að- eins helmingi liðanna tókst að skora mark. Það kom einnig á óvart að Austurríkismenn skyldu yfirspila Króata heilan hálfleik, þótt upp- skeran væri rýr. Líka kom á óvart að Hollendingar skyldu blómstra og vinna öruggan sigur 3-0 sigur á ítölsku liði, sem reyndar lék mun bet- ur en úrslitin gefa til kynna. Það kom hins vegar ekki á óvart að þýska landsliðið skyldi spila af miklu öryggi á móti Pólverjum. Pólverjar hafa ekki skorað mark á móti Þjóðverjum frá 1980. Þeir eru sennilega eftirlætis- andstæðingar Þjóðverja. Múr Ottos brast Það kom heldur ekki á óvart að Evrópumeistararnir skyldu leggjast í vörn. Titill Grikkja fyrir fjórum árum byggðist á þéttu varnarskipulagi hins þýska þjálfara, Ottos Rehagels. Í gærkvöldi sást að það skipulag hefur ekkert breyst, en múrinn hans Ottos er brostinn og leikur Grikkja hug- myndasnauður. Þeirra markmið virð- ist einfalt, að halda titlinum þar til úr- slitaleikurinn fer fram í Vín 29. júní. Hraður sóknarbolti hefur verið að ryðja sér til rúms í knattspyrnunni undanfarið. Sigursæl félagslið byggja á því að sækja stíft og láta boltann ganga hratt. Það virðist vera að kom- ast í tísku að láta þjálfara, sem reyna að tryggja sér velgengni með leið- indum, einfaldlega taka pokann sinn. En skyldi þetta hugarfar hafa smitast yfir í landsliðin? Aðeins 16 mörk hafa verið skoruð í átta leikjum. En töl- urnar blekkja því að flestir hafa leik- irnir verið líflegir, ef frá er skilin einkar langdregin viðureign Frakka og Rúmena og leikur Grikkja og Svía. Liðin, sem hafa spilað sannfærandi í keppninni, hafa hins vegar sótt af krafti. Þar ber hæst Spánverja, Hol- lendinga og Þjóðverja. Boltinn geng- ur hratt og leikmenn reyna að koma honum jafnharðan frá sér. Joachim Löw, þjálfari Þjóðverja, hefur mark- visst reynt að auka hraðann hjá lið- inu. Fyrirmyndirnar eru lið á borð við Manchester United, þar sem þeir leikmenn, sem eiga að koma böndum á sókn andstæðinganna, eru að með- altali með boltann í eina sekúndu. Þjálfara Hollendinga, Marco van Basten, hefur verið legið á hálsi fyrir að snúa baki við hollenskum dyggð- um. Alspyrni – totaalvoetbal á hol- lensku – var bylting í fótbolta og hún átti uppruna sinn í Hollandi. Leik- menn voru ekki lengur fastir hver í sinni stöðu, áherslan var á linnulausa sókn, hraða og sköpunarkraft. Fót- bolti varð að listgrein. Þrífast af vonbrigðum Hollendingar voru alltaf bestir, en þeir unnu aldrei neitt. Mestu von- brigðin voru þegar þeir töpuðu í úr- slitum á móti Þjóðverjum 1974. Það eina sem eyðileggur þá mynd er Evr- ópumeistaratitillinn 1988. Þá var van Basten einmitt í fremstu víglínu. Leikurinn í gær benti til þess að Hol- lendingar hefðu ekki alveg gleymt al- spyrninu. Gæti átt fyrir van Basten að liggja að verða öðru sinni Evr- ópumeistari? Spánverjar sýndu klærnar í gær, en þeir eru sérfræðingar í að valda vonbrigðum. Geta þeir bætt úr því nú? 4-1 sigur á Rússum í gær bendir til þess, en aðeins hörðustu stuðnings- mennirnir þora að veðja á þá. Ekki má gleyma að á EM 2004 sigruðu Spánverjar Rússa í fyrsta leik og komust þó ekki upp úr riðlinum. Og svo má ekki gleyma sígildri skil- greiningu enska framherjans Garys Linekers á knattspyrnu: „Fótbolti er leikur fyrir tuttugu og tvo menn, sem hlaupa um, sparka boltanum, og einn dómara, sem gerir ógrynni mistaka, og að lokum sigrar alltaf Þýskaland.“ „… og að lokum sigrar alltaf Þýskaland“ Reuters Innlifun Hollenskur aðdáandi með appelsínugult enni og fánalitina á andlit- inu fylgist í ofvæni með viðureign sinna manna og Ítala í Evrópukeppninni. „Góður fótbolti er árangurs- ríkur fótbolti.“ Markverðasta setning Marcos van Bastens, þjálfara Hollendinga, í 45 mínútna viðtali við Der Spiegel. „Sumt fólk heldur að fótbolti sé upp á líf og dauða, ég get full- vissað ykkur um að málið er mun alvarlegara en það.“ Bill Shankly, þjálfari Liverpool um árabil. „Boltinn er kringlóttur.“ Sepp Maier, fyrrverandi markmaður þýska landsliðsins. „Stundum í fótbolta þarftu að skora mörk.“ Thierry Henry, sóknarmaður franska landsliðsins. „Þegar mávar elta togarann er það vegna þess að þeir eiga von á því að sardínum verði hent í sjóinn.“ Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður franska landsliðsins, Leeds United og Manchester United. „Af hverju er bara einn bolti fyr- ir 22 leikmenn? Ef hver þeirra fengi sinn bolta myndu þeir hætta að berjast um hann.“ Höfundur óþekktur. Hvað er fótbolti?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.