Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ameríski draumurinn? Markmið olíugjaldskerfisins, semkomið var á fyrir fjórum árum, eru í fullkomnu uppnámi vegna gífurlegra hækkana á olíuverði. Ætlunin var að hvetja fólk til að kaupa sparneytna og umhverf- isvæna dísilbíla.     Þannig lýsti Geir H. Haarde, þá-verandi fjármálaráðherra, markmiðunum á sínum tíma: „Nýja kerfið er þannig hugsað að það hvetji fólk til að nota sparneytnari bíla og dísilbíla sem þar að auki eyða minna og ódýrara elds- neyti. Það er auð- vitað þjóðhags- lega hagkvæmt.“     Geir sagði líka,þegar í ljós kom að minni munur yrði á verðinu á dísilolíu og benzíni en upphaflega var stefnt að: „Það var meiningin að það væri einhver ávinningur í verðinu, en það má heldur ekki gleyma því að almennt eyða dísilbílar minna eldsneyti þann- ig að menn spara sér alla vega þann mismun. Mengunarsjónarmiðin eru einnig mjög þýðingarmikil í þessu. Málið í heild sinni er áfram mjög gott.“     Nú er svo komið að enginn ávinn-ingur er í verðinu lengur, hafi menn látið ríkið plata sig til að kaupa umhverfisvænan dísilbíl. Lítr- inn af dísil er allt að sextán krónum dýrari en benzínlítrinn. Ávinning- urinn af því að eiga sparneytnari bíl er hjá flestum líka fokinn út í veður og vind.     Hlutur ríkisins í verði lítra af elds-neyti er hins vegar svo stór að ríkinu er áfram í lófa lagið að jafna muninn. Er einhver vilji til þess?     Og ætli núverandi forsætisráð-herra sé enn þeirrar skoðunar að málið í heild sinni sé „áfram mjög gott?“ STAKSTEINAR Geir H. Haarde Áfram mjög gott mál?                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (          ! "##$ %! &   ! "##$  :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?               '  '                                        *$BC                     !  " #$ %    ! *! $$ B *! ( ) *    )    &    + <2 <! <2 <! <2 ( & * #" , #$-.!"#/  2D                B  & ' (      %       (    ! /       )     %*+", %           !)       " #" %   ! <    87           (      ! " #"        ! 01"" 22 #" 3  !, #$  ELÍSABET Hjörleifsdóttir, dósent við heil- brigðisdeild Há- skólans á Ak- ureyri, varði doktorsritgerð sína í hjúkrun: „Íslenskir krabbameins- sjúklingar í með- ferð á göngu- deild: Andlegt álag, bjargráð og ánægja með þjónustu við læknadeild Háskólans í Lundi í Svíþjóð. Aðal- leiðbeinandi var dr. Ingalill Rahm Hallberg prófessor við heilbrigðis- vísindaskor læknadeildar Háskólans í Lundi. Elísabet Hjörleifsdóttir lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunar- skóla Ísland 1973, B.Sc. gráðu í hjúkrun frá Háskólanum á Akureyri 1996 og meistaragráðu í hjúkrun krabbameinssjúklinga frá Háskól- anum í Glasgow, Skotlandi 1998. Foreldrar hennar eru Júlíana Hin- riksdóttir og Hjörleifur Hafliðason. Eiginmaður Elísabetar er Guð- mundur Heiðar Frímannsson pró- fessor, þau eiga samtals fjögur börn og tvö barnabörn. Doktor í hjúkrun Meðferð íslenskra krabbameinssjúklinga Elísabet Hjörleifsdóttir FERJAN Norræna kom til Seyðis- fjarðar í gærmorgun um þremur klukkustundum á undan áætlun. Farþegarnir fengu þó ekki að lengja sumarfríið á Íslandi sem þessu nem- ur því tollafgreiðsla hófst ekki fyrr en á hádegi. Á meðan biðu ótoll- afgreiddu farþegarnir um borð. Að sögn Jóhanns Freys Aðal- steinssonar, deildarstjóra tollgæsl- unnar á Seyðisfirði, fær tollgæslan á staðnum ávallt töluverðan liðsauka frá öðrum embættum til að hægt sé að tollafgreiða skipið svo vel sé, m.a. frá höfuðborgarsvæðinu. Þegar toll- gæslan hafi fregnað af því í fyrra- kvöld að ferjan yrði verulega á undan áætlun hafi verið of seint að flýta för tollvarða og fíkniefnaleitarhunds á staðinn og því var ekki unnt að toll- afgreiða skipið fyrr. Sumaráætlun tekur gildi Ástæðan fyrir því að ferjan var á undan áætlun er sú að skipstjórinn ákvað að sigla ferjunni hraðar til að forðast að hreppa slæmt veður á milli Færeyja og Íslands, að sögn Jónasar Hallgrímssonar hjá Austfari. Norræna fer frá Seyðisfirði klukk- an 16 í dag. Næsta fimmtudag siglir hún samkvæmt sumaráætlun. Þá kemur ferjan vikulega, á fimmtu- dögum, en staldrar ekki við yfir nótt. | runarp@mbl.is Sigldi skipinu hraðar til að forðast veður Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Skýring Björt Sigurfinnsdóttir sagði farþegum frá málavöxtum. LAGT er til að stjórnvöld efli starf- semi stofnana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi, færi opinber verkefni frá höfuðborg- arsvæðinu til þessara landshluta og staðsetji ný verkefni þar. Þetta er meðal þess sem segir í skýrslu tveggja nefnda sem for- sætisráðherra skipaði í janúar til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag í þessum landshlutum. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að eyða um 400 millj. í ár og næsta ár í að koma tillögunum í framkvæmd. Meðal þess sem lagt er til að verði gert á Norðurlandi vestra er að skotið verði styrkari stoðum undir starfsemi Veiðimálastofnunar og Matís ehf. á Sauðárkróki og að unnið verði að því að auka menntunarstig með því að gefa fleiri einstaklingum tækifæri til að ljúka framhaldsskóla- og háskóla- menntun. Á Norðurlandi eystra og Austur- landi er m.a. lagt til að stofnuð verði starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Ís- lands í Þingeyjarsýslum og að stutt verði við uppbyggingu miðstöðvar mennta, menningar og nýsköpunar á Vopnafirði. | andresth@mbl.is Fleiri verkefni út á land Ríkisstjórnin veitir 400 milljónir til að koma tillögum nefnda um styrkingu atvinnulífs á landsbyggðinni í framkvæmd „VIÐ urðum ekki vör við nein leið- indi hér, þetta fór allt mjög vel fram,“ sagði Björt Sigurfinnsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Seyðisfjarð- arbæ. „Það var einn og einn sem var eitthvað pirraður en við náðum alveg að tala þá til. Fólk var að- allega hissa og vantaði upplýs- ingar. Það var ekki nógu gott upp- lýsingaflæði frá bátnum,“ bætti hún við. Mikið var um húsbíla í ferjunni að þessu sinni og fleiri farþegar en hafa áður verið á þessu ári, að sögn Bjartar. Engin leiðindi en sumir hissa VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FÓLK  Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra stýrði pallborðs- umræðum í New York í gær á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Rætt var um leiðir til að fjármagna baráttuna gegn alnæmi á heimsvísu og hvernig nýta megi fjármunina best. Á meðal þeirra sem tóku til máls á ráðstefn- unni voru ráðherrar og stjórnendur alþjóðlegra samtaka sem helga sig baráttunni gegn alnæmi. Ræddu alnæmis- vandann Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.