Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 17 MENNING ISNORD-tónlistarhátíðin verður haldin fjórða sinni í Borgarfirði um helgina, hefst 13. júní og lýkur hinn 15. Á föstudaginn leikur hljóm- sveitin Hjaltalín í gamla mjólk- ursamlaginu. Á laugardeginum verða haldnir tónleikar í Borg- arneskirkju, flutt tónlist eftir Carl Nielsen og fleiri Dani. Tenórinn David Danholt syngur en Jónína Erna Arn- ardóttir leikur á píanó. Norsk tangóhljómsveit mun leika á Hótel Borgarnesi, Tango for tre, og tangóparið Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya leiðir menn í tangó. Nánar á isnord.is. Tónlist Hjaltalín, danskur tenór og tangó Tangóparið Bryndís og Hany. ANNAÐ kvöld kl. 20 verður haldið í kvöldgöngu úr Kvos- inni og að þessu sinni mun Haf- þór Yngvason, safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur, leiða gönguna. Hafþór mun á göng- unni ræða gildi myndlistar í borgarlandslaginu. Þetta er í fjórða sinn sem menningarstofnanir Reykja- víkurborgar skipuleggja þenn- an ánægjulega viðburð og verður boðið upp á göngu öll fimmtudagskvöld yf- ir sumartímann. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Hún hefst við Hafnarhús kl. 20 og lýk- ur á sama stað rúmri klukkustundu síðar. Kvöldganga Gildi myndlistar í borgarlandslaginu Hafþór Yngvason Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „RITUN nýrra leikrita er einn af hornsteinum leikhúslífsins á Íslandi og í raun og veru sá þáttur í starf- semi Þjóðleikhússins sem að mínu viti þarf að leggja hvað mesta áherslu á,“ sagði Tinna Gunnlaugs- dóttir þjóðleikhússtjóri í gær þegar stofnun leikritunuarsjóðsins Prolog- us var kynnt, en að honum standa hjónin Bjarni Ármannsson og Helga Sverrisdóttir. Stofnframlag er 16 milljónir króna og sjóðurinn mun starfa frá 2008 til 2010. Vonast er til að fyrstu verkin sem verða til fyrir tilstilli sjóðsins komi á fjalir leik- hússins á næsta ári. Eftir því sem Tinna segir eru frumsýnd 4 til 5 frumsamin íslensk leikrit á ári og í höfundarstarf eru nú lagðar á bilinu 15 til 16 milljónir ár hvert. Sjóðurinn bætir sex millj- ónum við þá upphæð á ári ef reiknað er með ávöxtun. „Meiningin er ekki að þessi sjóður verði til þess að Þjóð- leikhúsið sem slíkt setji minna í höf- undarstarf, heldur verði hann til þess að efla það,“ segir Tinna. Fagráð sjóðsins fjallar um um- sóknir, en úthlutun er í höndum sjóðstjórnar. Allt að fimm höfundar á ári fá 300.000 króna styrki til skila á drögum að leikverki. Að minnsta kosti tveir fá svo styrk sömu upp- hæðar til þess að fullklára verk sem síðan er greitt fyrir eins og önnur verk ef Þjóðleikhúsið ákveður að setja þau upp. Það hefur forgang að leikritunum fyrstu sex mánuði eftir skil á handriti, en að öðru leyti eru höfundur og leikhús óbundin hvort öðru. „Vonir okkar standa til þess að það verði skrifuð fleiri góð leikrit á Íslandi á hverju ári. Mér finnst það vera ein af frumskyldum Þjóðleik- hússins að vera nýsköpunarmiðstöð á þessu sviði,“ segir Tinna. Að auki verður allt að einni millj- ón króna á ári varið í smærri verk- efni, s.s. höfundasmiðjur, leikrit- unarsamkeppnir og útgáfu. Leikritunarsjóðurinn Prologus stofnaður í Þjóðleikhúsinu í gær Mest áhersla á leikritun Prologus Þau Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Bjarni Ár- mannsson kynntu nýstofnaðan leikritunarsjóð í Þjóðleikhúsinu í gær. Með honum bætast sex milljónir á ári í þrjú ár við fjármagn til höfundastarfs. UMSVIF Wal-Mart á hljómplötu- markaði vestanhafs eru orðin mikil og fara vaxandi. Vekur sérstaka athygli að versl- anakeðjan stóra er farin að gera samninga beint við stór nöfn í tón- listarbransanum. Þannig byrjaði fyrirtækið fyrir skemmstu að selja þriggja diska safnútgáfu af tónlist hljómsveit- arinnar Journey. Ekki er nóg með að um sé að ræða einkasölu fyrir verslanir Wal-Mart heldur fer út- gáfan fram án milligöngu útgáfu- fyrirtækis. Í fyrra gerði fyrirtækið sams konar samning við Eagles. Tónlistarmennirnir sem fara á sérsamning hjá Wal-Mart eiga von á góðu því salan gengur vel. Tvö- föld safnplata Eagles seldist í 711 þús. eintökum fyrstu vikuna og hef- ur selst í þremur milljónum eintaka frá því hún var sett í sölu. Er þess vænst að Journey selji yfir 80.000 eintök fyrstu söluvikuna. Góð sala á þessum útgáfum er meðal annars talin komin til vegna þess að þær eru mikið auglýstar af Wal-Mart, hafðar til sölu víða í verslununum og eru boðnar til sölu á mjög hagstæðu verði. Hins vegar geta tónlistarmennirnir verið að græða meira af hverjum seldum diski en áður þar sem þeir fá í sinn hlut þann skerf af ágóðanum sem annars hefði farið til útgáfufyr- irtækisins. Í sumar er von á að Wal-Mart endurtaki leikinn með Fleetwood Mac og kántrísöngvaranum Taylor Swift. Wal-Mart gef- ur út tónlist milliliðalaust Kona með kerru Við eina af fjölmörgum Wal-Mart-verslunum Bandaríkjanna. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is DÁNARGJÖF sem Listasafn Ís- lands fær eftir Amy Engilberts tryggir Listasafni Íslands 1,4 millj- ónir á ári hverju næsta áratuginn til listaverkakaupa. Að auki fær safnið fimm myndverk, þar af þrjú eftir föður hennar, listmálarann Jón Eng- ilberts. Hundrað ár voru liðin frá fæðingu hans hinn 23. maí síðastlið- inn. Halldór Björn Runólfsson, safn- stjóri Listasafns Íslands, segir að safnið hljóti 14 milljónir króna sem ráðstafa á að tíunda hluta ár hvert til kaupa á nýrri íslenskri myndlist. Að tíu árum liðnum verður síðan sett upp sýning á þeim verkum sem safn- inu áskotnuðust með gjöfinni. Í sýn- ingarskrá verður efni erfðaskrár- innar prentað og gerð ýtarleg grein fyrir því hvernig féð úr gjöfinni var nýtt. „Innkaupanefndin hjá okkur velur verkin,“ segir hann. „Við erum að ráða ráðum okkar, því þetta er svo nýskeð að við erum ekki búin að funda oft. Við munum reyna eftir föngum að hugsa fram í tímann og fara út í þetta með það í huga að verkin endi saman á einni stórri sýn- ingu.“ Auk peningagjafarinnar ánafnaði Amy safninu fimm myndverk sem voru í hennar eigu og forláta kistil. „Þetta eru þrjú verk eftir pabba hennar, ein dönsk-frönsk mynd frá nítjándu öld og eitt verk til við- bótar,“ segir Halldór Björn. Myndlist eftir unga listamenn Halldóri Birni er annt um að fylgja fyrirmælum erfðaskrárinnar sem nákvæmlegast og þar er sér- staklega talað um að kaupa eigi nýja myndlist. „Við höfum litið á það sem svo að við yrðum að kaupa eftir frek- ar ungt fólk, frekar en eldri lista- menn. Það væri þá ekki nema þeir væru að skapa eitthvað glænýtt. Við sjáum það fyrir okkur að þetta verði mjög samtímalegt,“ segir Halldór Björn. Safnið hefur á hverju ári 20 milljónir til umráða til kaupa á myndverkum úr allri listasögunni, svo gjöfin eykur svigrúm til kaupa á nýrri verkum umtalsvert. Amy Engilberts ánafnaði Listasafni Íslands 14 milljónum króna og fimm myndverkum Dánargjöf til kaupa á nýrri íslenskri myndlist Ljósmynd/Ólafur Ingi Jónsson Landslag frá 1927 Eitt verka Jóns Engilberts sem Amy ánafnaði safninu. Í KVÖLD kl. 20 munu söng- konurnar Ragnhildur Gísla- dóttir og Eivör Pálsdóttir halda tónleika með þeim Pétri Grétarssyni slagverksleikara og Kjartani Valdemarssyni píanóleikara í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Annað kvöld halda þau svo aðra tónleika, einnig kl. 20, í Salnum í Kópa- vogi. Á efnisskrá er að finna þjóð- lega tónlist, frumsamda, gamla og nýja. Að mestu er efnisskráin byggð á tónsmíðum Eivarar og Röggu. Auk þeirra verða íslensk og færeysk þjóð- lög flutt. Miðasala fer fram á midi.is og salurinn.is. Tónleikar Eivör, Ragga, Pétur og Kjartan Eivör Pálsdóttir „ÉG lék í tveimur leikritum þegar ég var í fram- haldsskóla uppi á Akranesi,“ segir Bjarni Ármanns- son og viðurkennir að í öðru þeirra hafi hann verið í hlutverki kanínu. „En það verður sjálfsagt aldrei tal- ið sem framlag til menningarmála,“ bætir hann við. Öðru máli gildir um leikritunarsjóðinn Prologus sem Bjarni og kona hans Helga Sverrisdóttir standa að í samvinnu við Þjóðleikhúsið. „Ég er alin upp við að fara mikið í leikhús og það standa upp úr í minningunni íslensk leikrit sem ná að spegla samtíma sinn,“ segir Helga þegar blaða- maður spyr hvers vegna þau hjónin hafi ákveðið að styrkja leikritun umfram aðrar listgreinar. „Maður gerir sér grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að stunda ritstörf. Ég veit það náttúrulega því ég var alin upp við það, hvað þetta er mikil vinna,“ segir hún, en hún er dóttir rithöfundarins Guðrúnar Helgadóttur. Bjarni segir að árangurinn verði metinn að starfs- tíma sjóðsins loknum og þá tekin ákvörðun um það hvert framhaldið verður og Helga bætir við: „Maður rennir svolítið blint í sjóinn með það hvað það eru margir þarna úti sem ganga með þennan draum í maganum og bíða eftir að láta hann rætast.“ Lék kanínu í skólanum Í HNOTSKURN »Sjóðstjórn skipa Tinna Gunn-laugsdóttir, Vigdís Finn- bogadóttir og Bjarni Ármanns- son. » Í fagráði sitja auk Tinnu þauMelkorka Tekla Ólafsdóttir og Sveinn Einarsson. AMELIE Engilberts fæddist 4. nóvember 1934. Foreldrar hennar voru Jón Engilberts listmálari og Tove Engilberts. Tvíburasystir Amelie er Birgitta Engilberts. Amelie, sem ávallt var kölluð Amy, dvaldist um árabil í Frakk- landi og lagði þar m.a. stund á dulspeki. Hún starfaði um ára- tugaskeið sem dulspekingur, síð- ast hjá Sálarrannsóknarfélagi Ís- lands. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 17. desember síðastlið- inn. Amy Engilberts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.