Morgunblaðið - 11.06.2008, Page 26

Morgunblaðið - 11.06.2008, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Einn þeirra fyrstu sem ég kynntist þegar ég flutti með fjöl- skyldu mína að Flúð- um í Hrunamannahreppi, á haust- dögum 1972, var Halldór Gestsson. Fljótlega tókst með okkur góð vin- átta sem haldist hefur alla tíð. Mann setur hljóðan þegar vinir eru kallaðir burt skyndilega án nokk- urs fyrirvara. Halldór var húsvörður í hlutastarfi við Flúðaskóla þegar ég kom en fljótlega óx starf hans í fullt starf og sinnti hann því til dánardags. Heimavist var við skólann og kom þá fljótt í ljós hversu gott lag Halldór hafði á börnum enda hændust þau að honum. Oft dáðist ég að því hvað Halldór Gestsson ✝ Halldór Gests-son fæddist á Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi 16. nóvember 1942. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 28. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hrunakirkju 7. júní. hann gaf sér oft tíma til að spila ýmist á spil eða borðtennis við yngri dóttur mína og aðra unga vini sína. Störfin við heima- vist eru æði-mörg. Halldór reyndist þar góður starfsmaður, ró- leg og yfirveguð fram- koma hjálpuðu þar mikið til. Oft var Hall- dór fenginn til að hafa eftirlit með krökkun- um á vistinni og tókst það vel. Hann spilaði á spil eða fór í borðtennis með þeim, einnig fór hann í körfubolta ef veður leyfði. Ég minnist skapmikilla jafn- aldra sem flugust oft á og endaði stundum á því að þeir urðu reiðir og þurfti þá oft að skilja þá. Eitt sinn sem oftar flugust þeir á uppi á setu- stofu og voru báðir farnir að gráta. Halldór sat og horfði hinn rólegasti á þá og brá nú vana sínum og skipti sér ekkert af. Að lokum stundi annar upp „ætlar þú ekki að skilja okkur?“ Hall- dór svaraði rólega: „Þið getið bara hætt þessu,“ og það gerðu þeir. Þegar fyrstu tölvurnar komu í skólann má segja að Halldór hafi fengið nýtt hlutverk. Hann fékk mjög fljótt mikinn áhuga á að fást við tölvur. Ekki bara að vinna við þær, heldur hafði hann áhuga á að kynna sér stýrikerfi þeirra. Þetta kom sér mjög vel fyrir skólann og einnig fyrir aðra sem fengu sér tölvur og leituðu til Halldórs sér til hjálpar. Halldór var greiðvikinn maður og naut þess að gera mönnum þennan greiða. Nú síðast fyrir nokkrum dögum var hann hjá okkur hjónum að leysa vandamál sem upp hafði komið. Halldór var góður bridgespilari og spilaði í deildinni á Flúðum í mörg ár. Hann var einnig áhugasamur veiði- maður eins og hann átti kyn til og jafnframt góður ljósmyndari. Halldóri var margt til lista lagt og er enn ónefnt aðaláhugamál Halldórs en það var fræðimennskan. Ætt- fræðiþekking hans var mikil. Margir urðu til að notfæra sér þá þekkingu svo sem við útgáfu ýmissa verka, sem dæmi má nefna ábúendatal jarða í Hrunamannahreppi í Sunnlenskum byggðum I. Og einnig lagði hann lið við gerð ritsins Árnesingar I, Hruna- menn. Skólaganga Halldórs var ekki löng og saknaði hann þess oft að hafa ekki lært meira í tungumálum. Stutta skólagöngu bætti hann sér upp með miklu sjálfsnámi. Margar góðar stundir áttum við saman þessi árin, hátt á fjórða ára- tug. Á sameiginlegum starfsvett- vangi, á ferðalögum eða sitjandi inni í stofu yfir kaffibolla og jafnvel reykj- andi pípu. Halldórs er sárt saknað, blessuð sé minning hans. Við fjölskylda mín sendum syst- kinum Halldórs og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Bjarni H. Ansnes. Ættfræðingurinn og húsvörðurinn Halldór Gestsson var traustur þáttur í snyrtimennsku þeirri sem brosti við gestunum sem komu að Flúðum, byggðinni fögru í Hrunamanna- hreppi. Vinnusemi og nákvæmni Halldórs var líka trausti þátturinn í ábúenda- tali Hrunamanna sem gefið var út á dögunum og ber ættvísi hans fagurt vitni. Hann var ómissandi maður í sam- félagi sínu, hógvær og hægur og greiddi götu annarra af staðfastri ljúfmennsku. Hugur einn það veit er býr hjarta nær einn er hann sér um sefa. Öng er sótt verri hveim snotrum manni en sér engu að una. (Úr Hávamálum.) Halldór elskaði land sitt eins og hann unni sinni sveit, var frekar orð- fár eins og nafni hans Snorrason en gott var til hans að leita, hvort sem þurfti aðstoð við að losa bíl úr fönn, afla fróðleiks um búskaparhætti á Suðurlandi eða ættfærslu á Hreppa- mönnum. Alúð Halldórs og umhyggjusemi var stór þáttur í þeirri hlýju sem beið nýju organistahjónanna í Hruna- mannahreppi árið 1988. Gott var að setjast inn hjá honum eftir langa fjarveru eða hóa í hann ef ilmaði kaka úr ofni. Á sumrin hvarf hann stundum dögum saman, hafði þá brugðið sér inn í Veiðivötn eða til veiðiskapar norður á Skaga. Það andar hlýju af minningum um Halldór. Góð voru kynni okkar og samskipti. Harpa og Ingi Heiðmar. Ég kveð í dag góðan vin með sorg í hjarta. Þær eru ófáar minningarnar sem streyma um hugann þegar ég hugsa um hann Halldór, þegar ég byrjaði að vinna með honum 11 ára gömul að sjá um sláttinn og að halda hverfinu hreinu og fínu yfir sumartímann og þá stendur sérstaklega upp úr þegar hann ætlaði að leyfa mér að keyra í fyrsta skipti því það gekk ekki þrautalaust að fá Lödu Sport til að hreyfast úr stað og stóð Halldór og hló að litla stelpukjánanum sem komst ekki hænufet áfram. Alla mína barnaskólagöngu í Flúðaskóla var hann húsvörður og fylgdist vel með öllu og hlúði vel að öllum börnunum í skólanum. Það er ómetanlegt að hafa húsvörð sem læt- ur sér eins annt um börnin og hann gerði. Svo þegar ég eignaðist mínar dætur var hann ómissandi þáttur í lífi okkar allra. Það var ósköp vinalegt að sjá hann koma gangandi framhjá eldhúsglugganum með pípuna í munnvikinu á leið í heimsókn og var Halldór einstaklega bóngóður og mætti oft með skrúfvélina til að setja eitthvað saman fyrir mig og var þá ætíð nóg að baka, eins og eina brún- tertu og hafa mikinn rjóma með og þá vorum við kvitt. Ég minnist þess einnig hvað hann var duglegur að hringja og bjóða mér og dætrunum í bíltúr. Fórum við undir Eyjafjöllin, í Vík í Mýrdal og stundum í ísbíltúr sem var mjög vin- sæll og svo síðasta bíltúrinn okkar þegar hann vildi endilega fara á Sel- foss í vor og kaupa sér ný jakkaföt bara af því að hann langaði svo að eiga ný. Síðustu 2 ár höfum við svo unnið saman í Flúðaskóla og hefur það ver- ið ósköp vinalegt að hitta hann þar á hverjum degi og ef einhverra hluta vegna ég mætti ekki til vinnu þá hringdi hann ætíð til að athuga hvernig gengi og kom í húsvitjun eins og hann kallaði það ef stelpurnar voru lasnar. Í ágúst síðastliðnum fórum við ásamt starfsfólki Flúðaskóla til Finn- lands í vinnuferð og áttum við þar öll saman góðar stundir og á ég þaðan góðar minningar með Halldóri og að- eins nokkrum dögum fyrir andlát hans fórum við öll saman í starfs- mannaferð og var farið í langa ferð á fjórhjólum um Þjórsárdalinn og mundaði Halldór þar myndavélina óspart eins og honum var einum lag- ið. Það er ómetanlegt að eiga svo góð- an vin sem Halldór var mér og fjöl- skyldu minni og er stórt skarð komið sem enginn getur fyllt í. Ég vil þakka þér, Halldór, fyrir all- ar þær stundir sem ég hef átt með þér og munt þú ætíð eiga sess í hjarta mínu og treysti ég því að þú munir fylgja mér og fjölskyldu minni áfram í gegnum lífið. Þín vinkona Dúna Rut. Á stofnunum eins og Flúðaskóla er það svo að starfsfólk hefur komið og farið gegnum árin en fasti punktur- inn í starfseminni hefur til margra ára verið Halldór Gestsson húsvörð- ur og þúsundþjalasmiður. Hann er nú fallinn frá, langt um aldur fram. Halldór, eins og aðrir starfsmenn skólans, var önnum kafinn við að ljúka skólastarfinu þegar kallið kom. Starf Halldórs var ekki aðeins hús- varsla, hann var þúsundþjalasmiður- inn í skólanum og flestir hlutir léku í höndum hans. Hann ræsti, málaði, dyttaði að, lagfærði og skreytti fyrir jólin og allar aðrar uppákomur. Jóla- skreytingar og svoleiðis stand var að vísu ekki uppáhaldsiðja hans en hann lét sig hafa það. Halldór var einstaklega bóngóður og gott var að leita til hans þegar tæki og alls konar verkfæri stóðu á sér en hann átti það nú til að hnýta einhverri skondinni athugasemd við, t.d. um hæfileika kvenna eða van- hæfni þegar að tækjum væri komið. Samband Halldórs við nemendur skólans var alltaf gott. Hann hafði gott lag á börnum og bar virðingu fyrir þeim og litu nemendur á hann bæði sem félaga og hjálparhellu. Marga spjallstundina hefur hann átt við nemendur á öllum aldri og þá oft- ar en ekki komst hann að því að við- komandi var frændi hans eða frænka eða ættaður að norðan eða austan og gat jafnvel sagt nemendum frá ætt- mennum sem viðkomandi ætti í sveit- inni eða sem væri frægur, án þess að viðkomandi hefði hugmynd um. Eitt af áhugamálum Halldórs var einmitt ættfræði en hann var einnig ákaflega vel lesinn og var fróðleiksbrunnur um sögu heimabyggðarinnar og landsins alls. Þessi þekking og áhugi hans kom sér oft vel þegar verið var að uppfræða nemendur um allt milli himins og jarðar. Við finnum sterkt fyrir því að Halldór er ekki hér. Nær- vera hans var ljúf. Hans verður sárt saknað bæði af nemendum og starfs- fólki skólans. Hans verður minnst sem trausts vinar og góðs vinnu- félaga. Megi minning Halldórs lifa. Aðstandendum öllum, sendum við samúðarkveðjur. F.h. starfsfólks og nemenda Flúðaskóla, Guðrún Pétursdóttir. Látinn er góður vinur og fyrrum samstarfsmaður, Halldór Gestsson, húsvörður við Flúðaskóla. Kallið kom snöggt og fyrirvaralaust og mörgum var illa brugðið. Hann kom til starfa við skólann haustið 1971 og hefur starfað þar síðan við góðan orðstír og miklar vinsældir, bæði meðal nemenda og annars starfs- fólks. Halldór var maður hæglátur og ró- lyndur og gekk ekki fram með nein- um bægslagangi en leysti jafnan úr hvers manns vanda eftir bestu getu og samviskusemi. Hans er nú sárt saknað og sáust nemendur fella tár er hans var minnst við skólaslit nú í vikunni. Halldór var hæfileikamaður á ýmsum sviðum. Hæst ber fræða- iðkun hans og ættfræðirannsóknir og fullyrða má að fáir eða engir hafi ver- ið honum þar fremri hér um slóðir og þótt víðar væri leitað. Árið 1999 kom út ritið Hrunamenn í tveimur bind- um, ábúendur og saga Hrunamanna- hrepps frá 1890 en getið er ábúenda á býlum frá 1703. Hlutur Halldórs í því ritverki er mikill og ómetanlegur og verkið óframkvæmanlegt án hans að- komu. Halldór var snjall skákmaður og bridsspilari en sinnti því lítt hin síð- ari ár, en þá stundaði hann fræða- störf af vaxandi áhuga. Þá var hann liðtækur í frjálsum íþróttum og fleiri greinum á yngri árum. Oft tókum við Halldór saman leik í borðtennis er færi gafst á þeim árum er ég var kennari við Flúðaskóla og minnist ég margra ánægjulegra samverustunda í leik og starfi frá þessum árum. Fyrir öll okkar samskipti fyrr og síðar vil ég þakka einlæglega. Að- standendum votta ég samúð við frá- fall þessa mæta manns. Jóhannes Sigmundsson. Þegar ég var ungur héldu faðir minn, Páll Lýðsson, og afi, Lýður Guðmundsson, sem ráku félagsbú í Litlu-Sandvík, vetrarmann til að þeir gætu betur sinnt hreppsstjórn, fé- lagsmálum, kennslu og fræðistörf- um. Einn slíkur var Halldór Gests- son frá Syðra-Seli í Hreppum sem kvaddur er í dag. Halldór starfaði í Litlu-Sandvík öðru hvoru á 7. ára- tugnum og allt til 1971. Ég man eftir honum fjögurra eða fimm ára gamall og ég minnist enn ilmsins úr pípu Halldórs sem barst úr vetrarmannsherberginu sem löngu síðar varð bóka- og vinnuher- bergi föður míns. Á þessum tíma hafði Halldór krafta í kögglum og segir sagan að hann hafi haft betur í sjómanni við þá Geira í Stóru-Sand- vík og Dodda í Stekkum. Ekki veit ég hvort það var satt en sterkur var Halldór því lítið mál var fyrir hann að jafnhatta mig hátt á loft og er til ágæt ljósmynd af því. Líklegt er að dvöl Halldórs Gests- sonar í Litlu-Sandvík hafi átt þátt í að beina honum að ættfræði og byggðasögugrúski. Í Litlu-Sandvík hafði hann góðan aðgang að bóka- safni heimilisins sem þá fór stækk- andi og eflaust hafa frístundir Hall- dórs farið í spjall við sagnfræðinginn unga eða aðal ættfræðing heimilis- ins, húsfreyjuna Aldísi Pálsdóttir frá Hlíð í Gnúpverjahreppi. Aldís amma var ótæmandi ættfræðibrunnur og gat með léttu móti rakið saman ættir einstaklinga langt aftur í aldir. Halldór bjó á Flúðum eftir að hann hætti að starfa sem farandverkamað- ur í þjónustu bænda. Ég hitti hann öðru hvoru að störfum í þágu Hruna- mannahrepps. Meiri samskipti hafði ég við Halldór vegna sameiginlegs verkefnis hans og föður míns sem var ábúendatal Árnessýslu, langt og viðamikið skjal sem segir frá ábúend- um á öllum jörðum Árnessýslu eins lengi og heimildir greina. Tölvubréf með nýjum „uppfærslum“ og leið- réttingum bárust með reglulegu millibili til mín sem ég sá svo um að ✝ Móðursystir mín, ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR frá Skiphyl, Ánahlíð 16, Borgarnesi, sem lést sunnudaginn 8. júní á Sjúkrahúsi Akraness, verður jarðsungin frá Akrakirkju mánudaginn 16. júní kl. 14.00 Guðmundur Þorgilsson. ✝ Ástkær stjúpmóðir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, KRISTVEIG JÓNSDÓTTIR, Hólmgarði 15, áður Bakka á Kópaskeri, lést á líknardeild Landakotsspítala að morgni sunnudagsins 8. júní. Jarðarför auglýst síðar. Árni Hrafn Árnason, Hlín P. Wíum, Gunnar Árnason, Sólveig Jóhannesdóttir, Ástfríður Árnadóttir, Þorsteinn Helgason, Einar Árnason, Ragnheiður Friðgeirsdóttir, Jón Árnason, Metta Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, OLGA MARTA HJARTARDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést á öldrunardeild L-1 á Landakoti miðvikudaginn 4. júní, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 16. júní kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Heiðar V. Viggósson, Margreta Björke, Júlía Katrín Björke, Helgi Arnar Alfreðsson, Olga Ingrid Heiðarsdóttir, Halldóra Björk Heiðarsdóttir, Halldór Björke Helgason. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA ÞORVALDSDÓTTIR frá Skúmsstöðum, til heimilis á Faxabraut 13, Keflavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 8. júní Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju, föstudaginn 13.júní kl: 14:00 Særún Jónsdóttir, Ragnar Karl Þorgrímsson, Helga Ragnarsdóttir, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Guðrún Kristín Ragnarsdóttir, langömmubörn og aðrir ættingjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.