Morgunblaðið - 11.06.2008, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.06.2008, Qupperneq 36
Lítum t.d. á Cristiano Ronaldo. Þegar Ronaldo hamrar boltann af löngu færi hárnákvæmt í netið, skeytin-inn, óverjandi skot, er það líkt og hlusta á söngvara ná háa C- inu, tóni sem virkar allt að því ómennskur og jafnvel forboðinn. Gæsahúðin umlykur skrokk þess sem fylgist með. Í fótboltanum kemur þögnin í stað háa C-sins, öll hljóð dofna og hverfa þegar boltinn siglir í netið í fallegum boga. Fegurð boltans á leið í net- möskvana, römmuð inn af mark- ramma, skreytt fagurgrænu und- irlagi og gylltum blossum tuga ljósmyndaflassa, þetta jafnast á við að standa í Sistínsku kapellunni og virða fyrir sér meistaraverk Michel- angelos. Þegar Ronaldo grætur yfir glöt- uðu tækifæri, líkt og á HM 2006, er það sannur harmleikur að suðræn- um sið. Áhorfendur gráta með, Portúgalar sem og aðdáendur kapp- ans. Þeir gráta yfir því hversu ein- lægur knattspyrnumaðurinn/ listamaðurinn er og samtvinnaður list sinni. Hann er í raun listin sjálf, nær jafnvel út fyrir listina og sjálfan sig. Þegar hetjan gleðst þá gleðst all- ur heimurinn með í algleymi. Sigur fótboltamannsins jafnast á við full- nægingu eða fimm stjörnu tónleika. Sælan sem fylgir því að sjá uppá- haldsliðið vinna er á við að komast á tónleika með uppáhaldshljómsveit sinni eftir margra ára bið. Marmari að holdi orðinn Þegar Ronaldo fer úr að ofan taka allar konur heimsins andköf, verða rjóðar í framan, heitar á eyrunum. Sæluhrollur hríslast um þær. Þarna er grískur guð lifandi kominn (eða portúgalskur), engu líkara en kapp- inn sé sköpunarverk Michelangelos, marmari orðinn að holdi. Davíð verð- ur öfundsjúkur á stalli sínum í Flór- ens, hættir við að skjóta á Golíat. Eiginmenn og kærastar horfa stingandi augnaráði á kærustur og eiginkonur rúlla tungunni aftur upp í munninn þegar Ronaldo hverfur af sjónvarpsskjánum. Hetjan er ekki aðeins listamaður heldur listaverk í sjálfu sér. Ronaldo vekur öfund, allir vildu hann verið hafa. Öfundin og listin Öfundin er hluti af listinni, er það ekki? Hver vildi ekki vera farsæll listamaður? Hver vill ekki búa yfir viðlíka hæfileikum, geta búið til stór- kostlegt listaverk? Hver vildi ekki líkama dansara eða fótboltamanns, gjörsamlega lausan við fitu, fullan af orku og beittri nákvæmni, líkama sem er nær því að vera vel smurð vél en hold, blóð og bein? Hvaða karl- maður vildi ekki búa yfir fótafimi Ronaldos og hæfileikum? Að ónefnd- um launagreiðslunum sem hann fær fyrir fimina. Líkt og í listum er aðdáunin allt- umlykjandi í knattspyrnunni. Skylmingaþrælar nútímans eru knattspyrnumenn. Þeir eru ekki að- eins stríðsmenn heldur listamenn. Hið harða og mjúka mætist í knatt- spyrnumanninum líkt og jing og jang. Líkt og málari sem fundið hef- ur hinn gullna meðalveg tækni og myndefnis. Hinn fullkomni sam- hljómur þýtur um á fagurgrænu grasi, leður og bómull, blóð, sviti og tár. Og þegar fótboltamenn fagna marki er það hrein og klár gjörn- ingalist. Fegurðin alltumlykjandi Knattspyrna snýst að svo mörgu leyti um fegurð. Líkamlega fegurð, fegurðina í samstillingu leikmanna, fegurðina í leikfléttunni, fagran limaburð og brýnda skrokka. Hún snýst um vilja og einbeitingu, að þróa sig og bæta. Við eina álmu ritstjórnar Morg- unblaðsins, þar sem nær eingöngu konur sitja, er veggspjald af Crist- iano Ronaldo berum að ofan. Þar hljóta að sitja listhneigðar blaðakon- ur. En listin snýst ekki aðeins um manninn heldur það sem hann trúir að sé honum æðra. Eitthvað sem jaðrar við að vera guðdómlegt. Þannig er knattspyrnan í margra augum. Guðdómleg, eitthvað sem orð fá vart lýst. Líkt og einstakt listaverk. EM er eiginlega ekki íþróttamót. EM er listahátíð. Listin og fótboltinn – EM 2008 Reuters Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞESSI miðjumaður er bara lista- maður! Einhvern veginn þannig var knattspyrnumanni lýst í leik Hollendinga og Ítala á EM í fyrradag. Knatt- spyrnuaðdáendur eiga það oft til að grípa til list- arinnar þegar lýsa á stór- kostlegum afrekum, lima- burði eða frumlegum leik hetjanna á vellinum. Þannig virðist sem tengingin við listina, knattspyrnumenn sem lista- menn, færi íþróttina í æðra veldi. Listin hlýtur því að vera eitthvað stórkostlegt í augum þeirra sem nota hana til að lýsa fótbolta. Æðst allra lista? Þeir sem líkja hinni göfugu íþrótt við list gera það alla jafna til að upphefja hana enn frekar, t.d. með því að lýsa því yfir að knattspyrna sé æðst allra lista. Knattspyrnu- áhugamenn hljóta, í ljósi þessa, að 36 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Ástin er diskó - lífið er pönk Ath. pönkað málfar Gríman - íslensku leiklistarverðlaunin Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Fim 12/6 kl. 20:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Ö Sun 15/6 kl. 20:00 U Miðasala opnar kl. 14.00 8. júní Sumarnámskeið Sönglistar Mán 16/6 kl. 10:00 Mán 23/6 kl. 10:00 U Mán 30/6 kl. 10:00 U Mán 7/7 kl. 10:00 Mán 14/7 kl. 10:00 Mán 21/7 kl. 10:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 15/6 kl. 20:00 gamansögur Sun 22/6 kl. 20:00 úrslitakvöld Landskeppni sagnamann BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 14/6 kl. 20:00 Ö Sun 15/6 kl. 16:00 U Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 Ö Þrjár tilnefningar til Grímunnar Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 14/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 20:00 U Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Aðventa ((Möguleikhúsið/ferðasýning)) Lau 5/7 kl. 22:00 F edinborgarhúsið ísafirði Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Tónleikar Inga Backman, Hjörleifur Valsson og ArnhildurValgarðsdóttir Mið 11/6 kl. 20:00 Sigurður Guðmundssonog Memfismafían / Oft spurði ég mömmu Sun 15/6 kl. 13:00 Hvanndalsbræður Tónleikar Fös 13/6 kl. 21:00 Benni Hemm Hemm og Ungfónía. Sitjandi tónleikar. Fim 19/6 kl. 19:00 Benni Hemm Hemm og Ungfónía. Fim 19/6 kl. 22:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Sláturhús - Menningarsetur ) Lau 14/6 frums. kl. 16:00 F Sun 15/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 18:00 F Fim 19/6 kl. 18:00 F Verkið er sýnt í Sláturhúsinu - Menningarsetur, við Kaupvang, Egilsstöðum Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Mið 2/7 kl. 20:00 steinn steinarr/búlúlala - öldin hans steins Fim 3/7 kl. 12:00 örvænting, það kostar ekkert að tala í gsm hjá guði, álfar, tröll og ósköpin öll, kínki skemmtikraftur að sunnan, lífið hans leifs, englar í snjónum Fös 4/7 kl. 12:00 munir og minjar, súsan baðar sig, ég bið að heilsa, sinfóníuhljómsveit sex strengja, fragile, aðventa Lau 5/7 kl. 13:00 eldfærin, jói, langbrók, pétur og einar, blúskonan einleikinn blúsverkur, völuspá, superhero Sun 6/7 kl. 14:00 chick with a trick, vestfirskir einfarar, aðrir sálmar Leiklistarhátíð Búlúlala - Öldin hans Steins (Hamrar Ísafirði/Ferðasýning) Lau 21/6 kl. 17:00 snjáfjallasetur Mið 2/7 kl. 21:30 Ég bið að heilsa - Jónasardagskrá (Edinborgarhúsið) Fös 4/7 kl. 16:30 Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 27/6 kl. 20:30 baldurshagi bíldudal Mið 9/7 kl. 16:00 U 170 sýn. Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 19/6 kl. 20:00 Lau 5/7 kl. 17:00 Hinn fullkomni samhljómur Upp með hendur Ruud van Nistelrooy, annar f.v., hleypur frá marki Ítalíu, nýbúinn að skora. Menn bregðast við með því að lyfta upp höndum, líkt og í æfðu dansatriði. Nistelrooy virtist hafa verið rangstæður en var það þó ekki. vera listhneigðir mjög. Sjaldan hef ég þó heyrt knattspyrnuáhugamenn útskýra að hvaða leyti fótbolti sé list, enda tel ég næsta víst (eins og rauða ljónið myndi orða það) að áhuga- mennirnir telji sig ekki þurfa að út- skýra það. Í þeirra augum er þetta staðreynd: Fótbolti er list. Alla vega þegar hann er almennilega spilaður, t.d. á EM. Um þetta má fabúlera og það ætlar undirritaður að gera. Tek- ið skal fram að fabúleringarnar eru blaðamanns og endurspegla ekki viðhorf Morgunblaðsins til knatt- spyrnu. Líkt og ballettdansarar Fótboltamenn eru listamenn af því þeir hreyfa sig tignarlega líkt og dansarar, hafa þrautþjálfað skot, tæklingar, skalla og spretthlaup frá blautu barnsbeini. Líkt og ball- ettdansarar fljóta þeir af þokka um grasið í fallegum bún- ingum, senda boltann sín á milli af nákvæmni sem þegar best lætur jafnast á við píanista að flytja píanó- konsert eftir Rachmaninoff. Davíð Meistaraverk Michaelangelos. Lifandi Davíð Cristiano Ronaldo fór úr að ofan um árið, mörgum kven- manninum til yndisauka og kinnroða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.