Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BANDARÍKJAMENN leita nú allra leiða til að spara bensín vegna mikilla verðhækkana síðustu miss- eri. Til að mynda hafa sumir vinnu- veitendur gripið til þess ráðs að gera starfsfólki sínu kleift að vinna heima eða vinna í tíu klukkustundir á dag í fjóra daga í stað þess að vinna í fimm daga á viku. Meðalverðið á bensíni hefur hækkað um nær 80% í Bandaríkj- unum frá því í janúar í fyrra og er nú yfir fjórum dollurum á gallonið (3,8 lítra). „Þetta hefur áhrif á ráðstöf- unartekjur fólksins. Og allt í einu sér fólk að það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði Chuck Wilsker, tals- maður bandarískra samtaka sem beita sér fyrir því að fyrirtæki geri starfsfólkinu kleift að nota nýjustu fjarskiptatækni til að stunda fjar- vinnu. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa á síðustu árum tileinkað sér slíka tækni í sparnaðarskyni, meðal annars til að draga úr fasteigna- og rekstrarkostnaði, og fjarvinnan hef- ur mælst vel fyrir hjá starfsfólki. Hækkanirnar á eldsneytisverði hafa orðið til þess að fjarvinnan nýtur enn meiri vinsælda meðal starfsfólksins. Samtökin telja að rúmlega 26 milljónir Bandaríkjamanna, eða um 18% vinnuaflsins, vinni heima að minnsta kosti í nokkra daga. Ekki er þó vitað hversu margir þeirra ákváðu að gera það vegna hærra eldsneytisverðs. Fyrirtæki nokkurt í Kaliforníu áætlar að 18.000 starfsmenn þess, sem vinna heima eða sem næst heimili sínu, spari um 510 lítra af bensíni hver á ári, eða sem svarar rúmum 40.000 krónum hver miðað við verðið eins og það er núna. Margir launþegar, til að mynda í byggingarvinnu eða veitingahúsum, geta ekki unnið heima og vinnuveit- endur þeirra hafa gripið til ýmissa ráða til að minnka bensínnotkunina. Sum fyrirtækjanna hafa gefið starfs- mönnunum kost á að vinna í tíu klukkustundir á dag í fjóra daga í stað fimm daga vinnuviku. Bílaumferðin minnkar Ýmislegt bendir til þess að verð- hækkanirnar hafi orðið til þess að margir Bandaríkjamenn hafi breytt lífsvenjum sínum í sparnaðarskyni. Bandaríska vegamálastofnunin áætlar til að mynda að bílaumferðin á vegum landsins í mars síðast- liðnum hafi verið um 4,3% minni en í sama mánuði árið áður. Er þetta í fyrsta skipti frá árinu 1979 sem bíla- umferðin í Bandaríkjunum minnkar í mars og hún hefur aldrei áður minnkað jafnmikið á einu ári. Fleiri vinna heima  Fjarvinna nýtur vaxandi vinsælda í Bandaríkjunum  Orsökin dýrara bensín  Vinnuvikan í fjóra daga KÖNNUN, sem gerð var um öll Bandaríkin, bendir til þess að um 8% Bandaríkjamanna hafi hætt eða dregið úr notkun einkabíla til að ferðast til og frá vinnu og notfæri sér þess í stað almenningssamgöngur. Sama hlut- fall þátttakenda í könnuninni kvaðst hafa breytt áformum sínum um ferða- lög í sumarfríinu vegna hærra eldsneytisverðs og ákveðið að ferðast til staða nær heimahögunum. Samkvæmt upplýsingum frá kortafyrirtækinu MasterCard hafa bensín- kaup Bandaríkjamanna minnkað um 4-5% á síðustu vikum. Þá hefur hærra bensínverð m.a. orðið til þess að sala á bensínhákum hef- ur snarminnkað og verð á fasteignum fjarri atvinnusvæðum lækkað. Höfuðvígi einkabílsins að falla? Reuters Nú er mælirinn fullur Indverskar konur slá í pönnur á mótmælafundi gegn hækkunum á eldsneytisverði í ind- versku borginni Chandigarh. Bensínverð var hækkað um 10% á Indlandi fyrir viku. Reuters Metverð Meðalverðið á bensíni er nú í fyrsta skipti yfir fjórum doll- urum á gallonið í Bandaríkjunum. ALÞJÓÐABANKINN ýtti átaki sínu til verndar tígrisdýrum úr vör síðast- liðinn mánudag, miklar vonir eru bundnar við verkefnið. Byrjað verður á viðræðum við yfirvöld þeirra landa þar sem tígrarnir halda sig. Með við- ræðunum verður fjármagnsþörf til verndunarinnar áætluð og jafnframt leitað leiða til fjármögnunar. „Sú ógn sem steðjar að tígrisdýra- stofnunum er rétt eins og hver önnur vá sem þarfnast stöðugs eftirlits, líkt og hlýnun jarðar, farsóttir eða fátækt. Baráttan er umsvifamikil, hún er yf- irvöldum í viðkomandi löndum ofviða og þarf að færast út til alþjóðasam- félagsins,“ sagði Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans, þegar átak- inu var hrint af stað. Dýraverndunarsinnar á Indlandi hafa gagnrýnt Alþjóðabankann fyrir að fara af stað með slíkt verkefni á sama tíma og hann fjármagnar lagn- ingu þjóðvega og skógræktarverk- efni á Indlandi, sem hafi valdið dýra- lífi skaða. Bankastjórinn hefur svarað því til að öll slík verkefni verði tekin til end- urskoðunar með tilliti til náttúru- verndarsjónarmiða. | jmv@mbl.is Alþjóðabankinn bjargar tígrum Dýraverndunarsinnar gagnrýnir                               !  " #$%&'() *   + ,  -   .   %   *    ( /    0  0  1+   !"# 2*)')(#)3.(45%)67                  $%&' ()*+,&-&.'&./ %"( 01.23.& %45"/2637 73. /&71".& .!%%83(4 / 9,".5&: 04/".2&71.. ;5 < "0=(2 .;''3& 4'*& %"( &, />;.& 0", 01",37 ;5 +(=5(15" 01/(3. 71, %45"/26& /'"..: '*=% ;5 (4'&7/?(3%& /17 .;%&," 13 4 (9'.".5&/'<." 04,& 4 /43   !" #$%& '() (   * '   + !"#$%# &  " ' ($)"* 8294%. :%;0 +%.*<$2% %2:%4$ (4$<4902% .%:%02% *#%4 49=%: + 2 4 % )#00:%4$ 73%453     0 >  6  >   > ?  ! 1 @ > ?  A/     *%45:%$900 *#).%     >  B   A  A/  / A !     (4$:%4$ * &   ,  BANDARÍSKIR vísindamenn á vegum IBM og National Laboratory í Los Alamos sviptu á mánudag hul- unni af hraðvirkustu ofurtölvu sem gerð hefur verið. Tölvan er afrakst- ur sex ára vinnu undir stjórn orku- málaráðuneytis Bandaríkjanna og kostaði 100 milljónir dala. Ofurtölvan gengur undir nafninu Roadrunner, í höfuðið á hlaupa- gauknum, ríkisfugli Nýju Mexíkó, en hún var meðal annars þróuð í Los Alamos í Nýju Mexíkó. Hún getur framkvæmt þúsund billjón aðgerðir á sekúndu, þ.e.a.s. milljón milljarða á sekúndu. Það þýðir að ef allir íbúar jarðar tækju sér vasareikni í hönd og reiknuðu dag og nótt, myndi taka þá 46 ár að afkasta það sem Road- runner getur gert á einum degi. Tölvuna á fyrst og fremst að nota við þróun og viðhald kjarnavopna, og til að gera líkön af kjarnorkuspreng- ingum. Vopnin ganga fyrir Roadrunner er einnig sögð geta komið að góðum notum í lækn- isfræði, geimvísindum, verkfræði og fjármálageiranum, svo fátt eitt sé nefnt, m.a. við að rannsaka tilurð heimsins og við að þróa vistvænt eldsneyti og lyf við alnæmi. Orkumálaráðuneytið hefur þó gef- ið vísindamönnum takmarkaðan tíma til að fást við þessi háleitu verk- efni, því eftir hálft ár verður kröftum tölvunnar að þremur fjórðu beint að vopna- og hernaðarmálum. Roadrunner tekur álíka mikið pláss og 288 ísskápar, þekur 560 fer- metra og vegur samtals 230 tonn. Hún þykir sparneytin miðað við aðr- ar ofurtölvur, og getur framkvæmt 376 milljón aðgerðir á hvert vatt. Tölvan er nú í Poughkeepsie í New York-ríki en verður í næsta mánuði flutt til rannsóknarstofunnar í Los Alamos. | sigrunhlin@mbl.is Öflugasta ofurtölva í heimi AP Engin fartölva Don Grice, yfirverk- fræðingur IBM, skoðar tölvuna sína. ÓTTAST er að allt að hundrað hafi týnt lífi þegar farþegaflugvél brotn- aði í sundur og varð alelda á örskots- stundu eftir lendingu á alþjóðaflug- vellinum í Khartoum, höfuðborg Súdans, um áttaleytið í gærkvöldi að staðartíma. Sjónarvottar og farþegar segja eldhafið hafa breiðst hratt út eftir sprengingu í einum hreyflinum, þeg- ar flugmennirnir biðu eftir upplýs- ingum um hvaða hliði þeir ættu að aka vélinni að. Veður var slæmt þeg- ar slysið varð, skýfall og eldingar, en vélin, sem var af gerðinni Airbus A300, var að koma frá Amman í Jórdaníu með 203 farþega og 14 manna áhöfn. Flugöryggi þykir ábótavant í landinu en stjórnvöld hafa áður kennt viðskiptaþvingunum um að m.a. hafi gengið illa að fá varahluti í bandarískar flugvélar. Hundrað taldir af í Khartoum  Þotuhreyfill sprakk eftir lendingu  Eitt versta flugslysið í sögu Súdans AP Eldhaf Úr upptöku Sudan TV, sem áætlar að allt að 100 hafi látist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.