Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 19
menntun MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 19 Jón Gissurarson gerir lítið úrmeintum boltaáhuga Péturs í Vísnahorninu í gær og finnst lík- legra að svona sé í pottinn búið: Þó að berist breitt um svið boltaleikir dagsins. Fremur mun þér falla við fegurð sólarlagsins. Elvis hefur komið nokkuð við sögu upp á síðkastið og er það ekk- ert einsdæmi að hundar komi fyrir í kveðskap, svo sem í rómaðri vísu eftir Harald Hjálmarsson á Kambi: Brennivín er besti matur, bragðið góða svíkur eigi. Eins og hundur fell ég flatur fyrir því á hverjum degi. Sigurhjörtur Pétursson orti raunar um Harald er hann rakst á hann í hópi Skagfirðinga við drykkju á Hótel Borg, að því er fram kemur á Vísnavef Skagfirð- inga: Ekki er þessi fylking frýn, full af viskíþambi: hani, krummi, hundur, svín og Haraldur frá Kambi. Baldvin Halldórsson í Þverárdal orti eftir lýsingu Stefaníu dóttur sinnar: Heitir Kolur hundur minn. Hefur bol úr skinni. Er að vola auminginn inn í holu sinni. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af hundi og boltaleik Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ég á góðum kennurum mikið að þakka,“ segir Kara ÁstaMagnúsdóttir, sem útskrifaðist í síðustu viku með grunn-skólapróf frá Tjarnarskóla upp úr 9. bekk í stað 10. bekkj-ar, eins og algengast er. Það var ekki nóg með að Kara tæki síðustu tvö grunnskólaárin á einum vetri heldur tók hún einnig fjóra framhaldsskólaáfanga í fjarnámi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hún valdi sér íslensku og dönsku fyrir áramót en stærðfræði og lífsleikni urðu svo fyrir valinu á vorönn. „Þetta var satt best að segja ekkert svo erfitt því ég var búin að klára allt grunnskólanámsefnið í íslensku og stærðfræði í byrjun vetrar. Mér hefði því líklega bara leiðst í skólanum ef ég hefði ekki varið tímanum í þessa framhalds- skólaáfanga,“ segir Kara Ásta, sem byrjaði í Ísaksskóla fimm ára, fór síðan í Landakotsskóla og svo tók Tjarnarskóli við á unglingastiginu. Rokktónlist í uppáhaldi Kara Ásta, sem verður fimmtán ára í nóvember, stefnir í haust á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík, en segist ekki vera með ákveðnar skoðanir á hvað síðan taki við. „Ég er ekki með fyrirfram ákveðna námsstefnu, en finn vonandi út úr því á mennta- skólaárunum. Ég hef alla tíð átt frekar auðvelt með að læra og ætli megi ekki segja að íslenska og stærðfræði séu mínar eftirlæt- isgreinar. Aðalgaldurinn við afköstin er góð skipulagning.“ Þegar Kara er spurð út í önnur áhugamál en skólabækurnar svar- ar hún því til að tónlist sé ofarlega á vinsældalistanum. „Ég hlusta mikið á tónlist og eru rokkhljómsveitir í mestu uppáhaldi. Síðan reyni ég að finna fróðleik á netinu um þá tónlist sem ég er að hlusta á hverju sinni. Mér finnst mjög gott að hlusta á tónlist þegar ég er að læra,“ segir Kara, sem sjálf hefur lært á píanó, fiðlu og smávegis á trommur. Fjarnámið vel nýtt Kara Ásta er ekki eini 9. bekkingurinn sem útskrifaðist úr Tjarn- arskóla í vor því auk hennar luku bekkjarfélagar hennar, Magnús Guðrúnarson og Sóley Rut Jóhannsdóttir, grunnskóla nú. Að sögn Margrétar Theodórsdóttur, skólastjóra Tjarnarskóla, hafa nemendur skólans átt þess kost frá síðasta hausti að taka framhaldsskólaáfanga í fjarnámi og nýttu allir útskriftarnemar Tjarnarskóla sér það í vetur. „Galdurinn er góð skipulagning“ Morgunblaðið/Frikki Útskrifuð Kara Ásta Magnúsdóttir útskrifaðist með grunnskólapróf frá Tjarnarskóla úr 9. bekk og tók auk þess í vetur fjóra framhaldsskólaáfanga í fjarnámi við FÁ. Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355 Opið 10-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugard. Tvær verslanir - Frábært úrval m bl 1 01 32 93 Lepel undirföt - sundföt - náttföt Lejaby, Charnos, Elixir undirföt N&N, Miraclesuit aðhaldsundirföt Panache undirföt - sundföt Peter Murray kvenfatnaður Tankini - 8.700 Sundbolur - 7.200 Bikini 8.420 Bh - 5.500 Boxer - 3.100 Tankini - 8.460 Náttföt 8.750 Bikini 8.420 Bh - 4.800 Buxur - 2.100 Bh - 5.500 Boxer - 3.100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.