Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.“ (Mk. 4, 24.) Alexandre Dumas er enn mestlesni rithöfundur Frakka. Það vekur því furðu að skáldsaga eftir höfund Greifans af Monte Cristo og Skyttanna þriggja skuli ekki hafa komið út á bók fyrr en á 21. öldinni. Skáldsagan Riddarinn af Sainte- Hermine (Le chevalier de Sainte- Hermine) gerist í upphafi 19. aldar og birtist í köflum í blaði rétt fyrir 1870, árið sem Dumas lést. Síðan brast á stríð við Prússa, sem Frakk- ar töpuðu sneypulega, en varð Bis- mark aflvaki til sameiningar Þýska- lands. Bókmenntasmekkurinn breyttist og sennilega höfðu Frakk- ar á þessum tíma ekki áhuga á að rifja upp sögu sem spannaði ris Napóleons og fall. Skáldsaga Du- masar gleymdist þótt hún væri engin smásmíði, rúmar 700 síður, og fannst ekki fyrr en öld síðar og nokkrum áratugum betur á rykfallinni örfilmu á safni í Frakklandi. Hún kom út á frönsku 2005 og á ensku í fyrra. x x x Dumas er flestum öðrum lagnarivið að flétta saman æsilegan söguþráð og þessi skáldsaga mun ekki vera nein undantekning. Þar er að finna ástir og öfund, svik og und- irferli. Bókin þykir þó ekki meðal hans bestu. Stundum er eins og söguhetj- an skipti ekki öllu máli, en þeim mun meiri áhersla lögð á að lýsa and- rúmsloftinu í Frakklandi á tímum Napóleons Bonapartes, sem í fyrri hluta bókar er ekki enn orðinn keis- ari, en er þó farinn að leggja línurnar og segir meðal annars þegar þyrmir yfir hann vegna eyðslusemi Jósefínu, eiginkonu hans: „Ég mun tryggja að skilnaður verði áfram löglegur í Frakklandi, þótt ekki væri nema til þess að ég geti skilið við þessa konu.“ x x x Riddarinn af Sainte-Hermine eráreiðanlega ekki besta bókin eftir Dumas. Aftur á móti er Dumas í lélegu formi mörgum klössum ofar en flestir aðrir höfundar þegar þeir eru upp á sitt besta. Víkverjiskrifar Reykjavík Björgvin Hafliði fæddist 3. mars kl. 10.38. Hann vó 4.760 g og var 54,5 cm langur. Foreldrar hans eru Atli Már Sigurjónsson og Valdís Vera Einarsdóttir. Reykjavík Birkir Máni fædd- ist 4. mars kl. 2.39. Hann vó 4.000 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Gunnar Darri Ólafsson og Agnes Ámundadóttir. Kaupmannahöfn Saga Björg fæddist 1. apríl. Hún vó 4.010 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Ingi Jarl Sigurvaldason og Sig- rún Birna Sigurðardóttir. Krossgáta Lárétt | 1 ræna, 4 dýpis, 7 greppatrýni, 8 sund- fugl, 9 viðkvæm, 11 for- ar, 13 beitu, 14 dáin, 15 aðstoð, 17 smágerð, 20 bókstafur, 22 áleiðis, 23 sköpulag, 24 bik, 25 skjóða. Lóðrétt | 1 rorra, 2 skrifar, 3 lengdareining, 4 myrk, 5 útgerð, 6 harma, 10 hrópaðir, 12 axlaskjól, 13 elska, 15 ófullkomið, 16 grafa, 18 ávöxturinn, 19 skjálfa, 20 veina, 21 kaldakol. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bandingja, 8 endur, 9 illur, 10 iðn, 11 ræðan, 13 nenna, 15 svans,18 safna, 21 vot, 22 rotta, 23 óbeit, 24 greiðlega. Lóðrétt: 2 andúð, 3 dýrin, 4 náinn, 5 jólin, 6 geir, 7 þráa, 12 ann, 14 eta, 15 sorg, 16 aftur, 17 svali, 18 stóll, 19 fleyg, 20 atti. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c6 5. g3 Rbd7 6. Bg2 dxc4 7. O–O Be7 8. e4 O–O 9. Bf4 He8 10. a4 a5 11. De2 b6 12. Hfd1 Ba6 13. Dc2 Bb4 14. Bf1 Hc8 15. Rd2 b5 16. Bg2 Rb6 17. axb5 cxb5 18. Rf3 Bb7 19. Re5 Bxc3 20. bxc3 b4 21. Hxa5 b3 22. De2 Staðan kom upp í Pivdennybanka at- skákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Odessa í Úkraínu. Boris Gelfand (2723) frá Ísrael hafði svart gegn Pa- vel Tregubov (2629). 22… Rbd5! svartur vinnur nú skiptamun. 23. exd5 Dxa5 24. dxe6 Bd5 25. Bxd5 Dxd5 26. exf7+ Dxf7 27. Ha1 Dd5 28. Ha4 Ha8 29. Hxa8 Hxa8 30. Bc1 Ha1 31. Db2 Ha2 32. Db1 De4 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Heilræði Zia. Norður ♠Á106 ♥ÁG62 ♦D3 ♣Á964 Vestur Austur ♠8743 ♠KD ♥– ♥K93 ♦Á9765 ♦G842 ♣KDG3 ♣10875 Suður ♠G952 ♥D108754 ♦K10 ♣2 Suður spilar 4♥. Spil dagsins kom upp í æfingaleik Hollendinga og Pólverja, sem fram fór á Bridgebase nýlega, en báðir sagnhafar fóru niður á 4♥ eftir misheppnaða tvís- víningu í spaða. Tvísvíning er auðvitað tæknilega rétta íferðin í spaðann, en frá mannlegu sjónarhorni er alls ekki útilokað að fara upp með ásinn. Rifjum upp heilræði Zia: Sá sem ekki leggur á – ekki á. Með öðr- um orðum, þá telur Zia að spilurum sé svo tamt að leggja háspil á óvaldað há- spil að það megi treysta því eins og nátt- úrulögmáli. Hér nýtist heilræðið þann- ig: Útspilið er ♣K, sem sagnhafi tekur, trompar lauf og svínar í trompi. Austur drepur og spilar til dæmis laufi, sem suður trompar, aftrompar austur og spilar svo spaðagosa. Sú staðreynd að vestur leggur ekki háspil á spaðagosann segir alla söguna. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú gerir þér grein fyrir að ýmislegt sem þú taldir þig ekki geta lifað án var al- gjör óþarfi. Samt er hluti af þér sem vill meira af því. Hunsaðu það. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú getur gengið að samningum með bros á vör eða í bardagahug. Ef þú kýst að berjast skaltu líka gera það með bros á vör. Þinn sérstaki stíll gefur þér forskot. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þér finnst þú kannski ekki hafa staðið þig frábærlega, en þú lærðir mikið af þessu verkefni – það sem er ekki kennt í skóla. Þú kemst langt á því. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú getur treyst því að einhver er að hugsa um þig, jafnvel þegar þú lest þetta. Og þér líkar tilhugsunin. Þú átt von á óformlegu boði og notalegu kvöldi. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það eru vissar hliðar á lífi þínu sem þú færð ekkert út úr. En þú lætur það ekkert á þig fá og heldur ótrauður áfram og nýtir þér góðu hliðarnar. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Manneskjan sem vill endilega nálg- ast þig sýnir það á skrítinn hátt. En þér er sama. Krúttleg sérviska vekur áhuga hjá þér og opnar þig. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er auðvelt að koma með lausnir sem þér þykja góðar – oftast fela þær í sér að kaupa eitthvað. En lausnin sem er hafin yfir allt er að elska það sem þarfnast ástar. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það hljómar eigingjarnt að spyrja: „Hvað græði ég á þessu?“ En það er spurningin sem allir spyrja sig ómeð- vitað. Það felst ábyrgð í því að vilja vita hvernig skiptin verða. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú umgengst valdamikið fólk sem gæti haft áhrif á stöðu þína og kaup. Þótt það sé satt skaltu ekki gefa fólki of mikið vald yfir lífi þínu. Þar ert þú við völd. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það mun koma þér á óvart hversu rosalega mikið þig langar til að af- reka eitthvað. Það er ekki á hverjum degi sem þráin rekur á eftir þér. Hlustaðu. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú leggur á ráðin um sam- komulag sem hentar þér og andstæð- ingnum. Þorirðu að biðja um það sem þú vilt? Ef svo er munu allir græða. Láttu slag standa. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Að hanga í einni hugmynd um hvernig þú eigir að upplifa ást og hamingju mun einungis færa þér vanlíðan og hræðslu. Opnaðu hjarta þitt fyrir mögu- leikunum. Stjörnuspá Holiday Mathis 11. júní 1532 Diðrik fógeti af Minden, fulltrúi höfuðsmanns á Bessa- stöðum, tók Grindavík her- skildi og drap fimmtán Eng- lendinga. 11. júní 1911 Melavöllurinn í Reykjavík var vígður. Hann var þá suðvestur af kirkjugarðinum við Suð- urgötu en var síðar fluttur austar og sunnar og vígður þar í júní 1926. 11. júní 1928 Flugfélag Íslands fór í fyrsta áætlunarflug sitt milli Reykja- víkur og Akureyrar á Súlunni, sem var sjóflugvél sem tók fimm farþega. 11. júní 1935 Auður Auðuns lauk lögfræði- prófi frá Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Hún varð síðar fyrst kvenna borgarstjóri í Reykjavík og ráðherra. 11. júní 1957 Handknattleikssamband Ís- lands var stofnað. Félagsmenn aðildarfélaga HSÍ eru á sjö- unda þúsund. Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá … Tvær stelpur komu í þjónustu- miðstöðina í Hveragerði og færðu Rauða krossinum peningagjöf. Þær höfðu teiknað ýmiskonar kort og selt í heimahús og var afraksturinn kr. 2.891. Með þessu vildu þær sýna Rauða krossinum þakklæti fyrir framlag hans vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi. Stúlkurnar eru: Ásdís Birta Auðunsdóttir, 10 ára frá Sel- fossi, og Nína Þöll Birkisdóttir, 9 ára frá Hveragerði. Hlutavelta Yrsa Hörn Helgadóttir kennari er fertug í dag. Yrsa er búsett á Akureyri en er Dalvíkingur í húð og hár. Hún fluttist snemma suður til að stunda nám í Fósturskólanum. Að loknu námi sneri hún aftur heim til Dalvíkur en kennir núna við Þela- merkurskóla í Hörgárbyggð samhliða námi í sér- kennslufræðum við Háskólann á Akureyri. Afmælisbarnið hefur alla tíð haft mikinn áhuga á börnum og kennslu og segist hafa vitað snemma hvert ævistarfið yrði. Yrsa er sjálfboðaliði fyrir Rauða krosinn á Akureyri og segir það afar gef- andi og hvetur fleiri til þess að vinna að mann- úðarmálum á þeim vettvangi. Garðrækt er annað áhugamál en hún á fallegan garð sem henni finnst ákaflega gaman að sinna. Yrsa er einn- ig áhugasöm um stjórnmál en hún var í 7. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Dalvíkurbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2002. Hún segist njóta þess að búa á Akureyri. „Þetta er mjög fjölskyldu- vænt bæjarfélag og gott að vera hérna í námi.“ Yrsa er gift Gunnari Gíslasyni, fræðslustjóra Akureyrarbæjar, og á her barna. Fjögur eig- in, þrjár stjúpdætur og eitt ömmubarn. „Ég ætla nú bara að njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar. Kannski býður maðurinn minn mér út að borða. Hann verður fimmtugur á þessu ári svo við höldum líklega veislu síðar á árinu,“ segir Yrsa aðspurð hvernig hún hyggist verja deginum. | thorbjorn@mbl.is Yrsa Hörn Helgadóttir fertug Börnin áhugamál númer eitt ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is dagbók Í dag er miðvikudagur 11. júní, 163. dagur ársins 2008 Nýirborgarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.