Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FYRIR liggja drög að veglegri fjög- urra daga goslokahátíð í Vest- mannaeyjum í byrjun næsta mán- aðar. Hátíðin hefst 3. júlí með ávarpi af svölum Ráðhússins. Margt verður á dagskrá, m.a. verður hald- ið upp á 40 ára afmæli vatnsleiðsl- unnar. Opnuð verður sýning á myndum og gripum sem tengjast þessum viðburði í sögu Eyjanna. Morgunblaðið/Eggert Gleði Goslokum fagnað í fyrra. Goslokahátíð SUMARIÐ er komið og Sjó- ferðir Hafsteins og Kiddýjar hófu áætlunarferðir til Vigurs í gær. Hafsteinn Ing- ólfssonar segist þokkalega bjart- sýnn á sumarið í samtali við BB. Stöðugt hækkandi olíuverð geti þó haft áhrif á reksturinn og einnig segir hann ótrúlegt hve miklu muni á farþegafjölda þegar fótbolta- keppni standi yfir. Eyjaskeggjar í Vigur eru bjartsýnir og segja mikið af fugli. Siglingar að hefjast í Vigur Vetur í Vigur. HAFNARFJARÐARBÆR hefur auglýst samkeppni um hönnun á viðbyggingu við bókasafn Hafn- arfjarðar og nánasta umhverfis þess. Keppnin er haldin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Húsið nr. 1 við Strandgötu verður stækk- að um 1.500 m². Auk hefðbundins bókasafns verður þar einnig hér- aðsskjalasafn Hafnarfjarðar. Hægt er að nálgast keppnislýsinguna á heimasíðu Arkitektafélagsins, www.ai.is, og á heimasíðu bæjarins. Samkeppni um bókasafn STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ERU íslenskir lögreglumenn of harðhentir við fólk? Þessi spurning hefur vaknað í þeim myndbands- upptökum sem birst hafa af sam- skiptum lögreglumanna við borgara á undanförnum vikum. Nefna má upptökur af aðgerðum lögreglu vegna mótmæla vörubílstjóra á Vesturlandsvegi, handtöku unglings í 10-11-málinu svokallaða og loks handtökuna á Patreksfirði á sjó- mannadaginn. Almenningsálitið er ekki lengi að koma í ljós á blogg- síðum þegar upptökur sem þessar birtast – og sitt sýnist hverjum. Eft- ir atvikum eru lögreglumenn kærðir fyrir framgöngu sína og þá kemur til kasta ríkissaksóknara að meta kær- urnar samkvæmt lögum og draga lögreglumenn fyrir dóm ef ástæða er til. Nefna skal að samkvæmt 35. grein lögreglulaga fer ríkissaksókn- ari með rannsókn kærumála vegna ætlaðra refsiverðra brot starfs- manna lögreglu. Í stuttu máli sagt geta málin endað á fjóra vegu: kæru er vísað frá, rannsókn er hætt, málið fellt niður eftir rannsókn ríkissak- sóknara og loks er heimilt að falla frá saksókn. En sum mál þykja þannig vaxin að gefin er út ákæra og endað með dómi. Ekki lögreglu að kenna Eitt alvarlegasta mál sem varðar kæru á grundvelli 35. gr. lög- reglulaga kom upp árið 2006 þegar karlmaður lenti í hjarta- og önd- unarstoppi eftir handtöku og lést viku síðar. En þetta var ekki lög- reglunni að kenna samkvæmt rann- sókn réttarmeinafræðings sem komst að því að ytri áverkar manns- ins væru minniháttar og hefðu ekki átt neinn þátt í dauða mannsins. Þvagleggsmálið svonefnda á Selfossi er líka mál sem olli miklu umtali og líklega munu margir hafa skoðun á niðurstöðu ríkissaksóknara í 10-11- málinu fyrrnefnda, hver sem hún verður. Tiltölulega fá meint „harðræðis- mál“ komast í hámæli í fjölmiðlum. Upp á síðkastið hafa krassandi You- Tube-myndbönd átt mikinn þátt í að varpa einstökum málum út í um- ræðuna og spyrja má hvort fólk eigi eftir að sjá fleiri slík myndbönd. Jafnframt má spyrja hvort mynd- bandagerðin sé á sinn hátt svar al- mennings við eftirlitsmyndavéla- væðingu lögreglunnar sjálfrar. Og hvernig tekur lögreglan því? Önund- ur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, hafði a.m.k. engar at- hugasemdir við að handtöku- myndbönd væru birt á netinu eftir Patreksfjarðarmálið og þá virðist sem 10-11-myndbandið hafi skipt máli þegar lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu ákvað að senda málið til ríkissaksóknara. Eftir sem áður tel- ur lögregla að nauðsynlegt geti verið að beita ákveðinni hörku við hand- tökur og nefna má að sést hefur í dómsniðurstöðu af umdeildu hand- tökumáli fyrir nokkrum árum að handtökur flokkist ekki sem „kurt- eisisheimsóknir“. En lögreglan hef- ur líka þurft að þola dóma fyrir framgöngu sína og ljóst að hvert mál þarf að meta sérstaklega. Kannski kemur það á óvart að undanfarin ár hefur ríkissaksóknari tekið á móti kærum á hendur lög- reglunni í tugatali. Hér er um að ræða kærur samkvæmt fyrrnefndri 35. grein lögreglulaga. Lögreglan sætir líka hörku En það er ekki bara almenningur sem kvartar undan meintri hörku lögreglunnar því hún sjálf hefur ein- mitt kvartað undan ofbeldi borgara í sinn garð. Kemur þá enn til kasta ríkissaksóknara að meta hvert mál fyrir sig, að þessu sinni á grundvelli 106 gr. hegningarlaga sem fjallar um brot gegn valdstjórninni. Og enn kemur myndband við sögu þar sem flutningabílstjóri sést kýla lögreglu- mann niður þegar bílstjóramótmæl- in voru í algleymingi. Einnig var fest á mynd þegar lögreglumaður fékk stein í andlit við Vesturlandsveg í stóru mótmælastöðunni við Rauða- vatn. Athyglisvert er að kærur í þessum flokki eru tvöfalt fleiri en kærur borgara gegn lögreglunni, miðað við ársmeðaltal frá 2002-2006, eða 50 á móti 23. Lögreglan þarf líka að sæta því að mál falli niður hjá ríkissak- sóknara af ýmsum ástæðum, þótt hlutfallið sé ekki nálægt því eins hátt og í hinum málaflokknum. Segja má að ríkissaksóknari hafi á undan- förnum árum metið annað hvert mál líklegt til sakfellis og ákært borgara fyrir meint ofbeldi gegn lögreglu- þjónum. Á meðan kærum fyrir meint harðræði lögreglu hefur verið að fækka má lesa út úr upplýsingum í ársskýrslum ríkissaksóknara að málum sem varða ofbeldi gegn lög- regluþjónum hefur verið að fjölga og eru tvöfalt fleiri árið 2006 (61) en ár- ið 2002 (32). Lögregla langoftast í rétti  Kærum til ríkissaksóknara fyrir meint harðræði lögreglu fer fækkandi  Meint brot gegn lögregluþjónum voru tvöfalt fleiri árið 2006 en árið 2002 Friður Fyrir kom að rólegheitin ein ríktu í bílstjóramótmælunum í vor. Morgunblaðið/Júlíus Upp á síðkastið hafa krassandi YouTube-myndbönd átt mikinn þátt í að varpa einstökum málum út í umræðuna. FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is AÐGERÐARÁÆTLUN íslenskra stjórnvalda gegn mansali mun að öll- um líkindum líta dagsins ljós fyrir haustið. Að sögn Hildar Jónsdóttur, starfsmanns starfshóps sem vinnur að áætluninni, verður í henni m.a. kveðið á um hvernig styrkja megi starfsemi lögreglunnar þannig að gerendur í mansalsmálum verði sótt- ir til saka, hvernig greina megi mögu- legt mansal, hvernig megi vernda og aðstoða fórnarlömb mansals með sem bestum hætti, t.d. með því að veita fórnarlömbum umþóttunartíma til að dvelja í landinu, og fá jafnframt vernd, húsaskjól, framfærsla auk annarrar nauðsynlegrar aðstoðar, hvaða lagabreytingar svona breytt umhverfi kalli á auk þess sem gerðar verði tillögur að því hvernig best verði staðið að fræðslu til handa t.d. lögreglu- og heilbrigðisstarfsfólki um málaflokkinn. Samvinna lögreglunnar, heilbrigð- isyfirvalda, félagslega kerfisins og frjálsra félagasamtaka er einmitt for- senda þess að hægt sé að ráðast með sem árangursríkustum hætti gegn mansali og afleiðingum þess. Þetta er a.m.k. mat þeirra norsku sérfræðinga sem fengnir voru til landsins til þess að fjalla um reynslu Norðmanna í þessum málaflokki á ráðstefnu sem lögreglan stóð fyrir í gær. Eftir því sem blaðamaður kemst næst standa Norðmenn mjög framarlega í þessum málaflokki í dag þrátt fyrir að hafa ekki samið sína fyrstu aðgerð- aráætlun fyrr en árið 2003, en hún hefur verið í stöðugri endurskoðun síðan. 204 fórnarlömb greind 2007-8 Samkvæmt upplýsingum frá Har- aldi Bøhler lögreglufulltrúa hefur reynst sérlega árangursríkt að koma upp sérstöku teymi innan norsku lög- reglunnar sem sinnir aðeins rann- sókn mansalsmála. „Þegar fyrsta að- gerðaráætlunin var gerð árið 2003 renndum við nokkuð blint í sjóinn því það var ekki vitað hvort og hversu umfangsmikið vandamál þetta væri í Noregi,“ segir Birgitte Ellefsen verk- efnisstjóri. Bendir hún á að árið 2007 og það sem af sé þessu ári hafi 204 möguleg fórnarlömb mansals verið greind í Noregi, þar af séu 54 ein- staklingar undir lögaldri. Frá árinu 2003 hefur verið dæmt í níu mansals- málum, tvö mál bíða dóms í augna- blikinu auk þess sem rúmlega tutt- ugu mansalsmál eru til rannsóknar. „Fyrsta og kannski ekki síst mik- ilvægasta skrefið er að viðurkenna vanda mansals,“ segir Ellefsen og tekur fram að miðað við þá eftirspurn sem augljóslega sé hérlendis eftir bæði vændi og fylgdarþjónustu séu jafnmiklar líkur á því að mansal eigi sér stað hér á landi eins og annars staðar á Norðurlöndunum. Viðmælendur Morgunblaðsins voru á einu máli um að aðgerðar- áætlun sem ekki fylgdi fjármunir væri ekki mikils virði. Má í því sam- hengi benda á að norsk stjórnvöld eyrnamerktu nýjustu aðgerðar- áætlun sinni, sem nær frá 2006 til 2009, tæplega 1.500 milljónum ís- lenskra króna. Spurð hvers konar fjármunir verði eyrnamerktir ís- lensku aðgerðaráætluninni segir Hildur eftir að taka ákvörðun um það. Ráðist gegn mansali hérlendis  Ekki búið að ákveða hvaða fjármunir muni fylgja nýrri aðgerðaráætlun Í HNOTSKURN »Núgildandi íslensk lög hafaekki að geyma ákvæði er kveður á um að heimilt sé að veita umsækjanda dvalar- og atvinnuleyfi hérlendis á grund- velli mansals. »Í Noregi geta þolendurmansals dvalið í landinu í 6 mánuði og þegið faglega að- stoð. Síðan geta þeir sótt um dvalarleyfi til lengri tíma. Morgunblaðið/Þorkell Eymd Í myndinni Lilja 4-ever fjallaði Moodysson um mansal. Kærum fyrir meint harðræði lög- reglu eða ólögmætar handtökur hefur fækkað nokkuð milli ára en árlegur meðalfjöldi mála er 23 á árunum 2002 til 2007. Voru kærur alls 31 árið 2002 og 17 árið 2006. Spyrja má hvað þessi þróun end- urspegli? Sífellt minna af meintu harðræði? Hvað sem því líður, fer lítið brot þessara mála fyrir dóm- stóla með ákæru en langflest enda með því að þau eru felld niður, vís- að frá eða rannsókn er hætt. Mið- að við afdrif þessara mála á fyrr- nefndu tímabili má segja að í mesta lagi eitt af hverjum tíu mál- um fari fyrir dómstól og því er nið- urstaðan sú að mati ríkissaksókn- ara að lögreglan sé langoftast í rétti í umdeildum árekstrum við borgara. 10-11-málið svonefnda er til meðferðar hjá ríkissaksóknara og er rannsókn ekki lokið. Í því máli sést lögreglumaður taka ungling kverkataki og vakti myndbandið mjög sterk viðbrögð meðal al- mennings. Sífellt minna af meintu harðræði? „ÉG er búin að kalla eftir þessari aðgerðaráætlun árum saman,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri- grænna. „Það sem skiptir mestu máli er að mennta þær stétt- ir sem eiga mögu- leika á að finna fórnarlömb mansals,“ segir Kolbrún og vísar þar til heilbrigðis-, félags- mála- og lögregluyfirvalda. „Í öðru lagi þarf að útbúa úrræði sem geta tekið á móti þessum konum í kerfinu og hafa menntaða einstaklinga sem kunna að vinna með þeim, því þetta er virkilega flókið svið,“ segir Kol- brún og tekur fram að síðast en ekki síst þurfi að hjálpa fórnarlömbunum að hefja nýtt líf. Sem lið í því nefnir Kolbrún möguleika þess að fórn- arlömb mansals geti fengið dvalar- og atvinnuleyfi hérlendis en Kol- brún hefur síðan 2004 árlega flutt frumvarp til laga þessa efnis á Al- þingi án þess að það hafi hlotið hljómgrunn. Lengi beðið aðgerðar- áætlunar Kolbrún Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.