Morgunblaðið - 15.07.2008, Side 2
2 TUESDAY 15. JULY 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf
Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud-
laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
BÆJARRÁÐ Kópavogs lagði til á
fundi síðastliðinn fimmtudag að
framtíðarskipulag Kársness, sem
kynnt var íbúum þann 8. júlí, yrði
auglýst og sett í skipulagsferli. Þetta
eru íbúar í Kársnesi ákaflega ósáttir
við. Tillagan verður tekin fyrir á
fundi bæjarstjórnar í dag.
Íbúasamtökin Betri byggð telja
bæjaryfirvöld hafa svikið loforð við
íbúana um samráð við þá um skipu-
lagið. Miklar deilur hafa staðið um
framtíðarskipulagið, frá fyrstu til-
lögum árið 2006, enda telja íbúar það
vega mjög að lífsgæðum sínum. Arna
Harðardóttir, formaður Betri
byggðar, segir nýja skipulagið um-
fangsmeira en hið fyrra.
„Okkur finnst mjög alvarlegt að
bærinn haldi því nú fram að dregið
hafi verið úr fyrri skipulagstillögum.
Þetta skipulag er umsvifameira en
það sem birt var í mars 2007 og við
mótmæltum síðasta sumar. Bærinn
miðar tölurnar nú við fyrstu tillög-
una frá 2006 til að hljóma betur.“
Hún segir íbúa jafnframt mjög
ósátta við að ekki hafi verið haft
samráð við samtökin um skipulagið
líkt og lofað hafi verið. „Það er
greinilegt að það á að kýla þetta í
gegn sama hvað tautar og raular og
íbúar eru slegnir yfir þessum vinnu-
brögðum. Fyrirspurnir voru ekki
leyfðar á kynningarfundinum og svo
samþykkti bæjarráð tveimur dögum
seinna að auglýsa skipulagið.“
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri,
segir að komið hafi verið til móts við
öll sjónarmið íbúanna. „Ég veit ekki
til þess að skipulag hafi áður verið
jafn vel kynnt og framtíðarskipulag-
ið í Kópavogi. Og það er nógur tími
eftir til að þróa þessa hugmynd með
fólkinu.“
„Á að kýla þetta í gegn“
Íbúasamtökin Betri byggð segja nýtt skipulag mjög umfangsmikið
Bæjarstjórinn segir nægan tíma til að þróa hugmyndirnar áfram
Í HNOTSKURN
»Á bæjarstjórnarfundi íKópavogi í dag verður tek-
ið fyrir hvort auglýsa eigi til-
lögu að nýju skipulagi í Kárs-
nesi.
» Íbúasamtökin Betri byggð,sem mótmæltu fyrri til-
lögu harðlega í fyrrasumar,
segja að nýja tillagan sé um-
fangsmeiri en sú fyrri.
»Þau harma einnig að ekkihafi verið haft samráð við
þau um þróun skipulagsins
líkt og bæjaryfirvöld höfðu
lofað.
Gunnar I.
Birgisson
Arna
Harðardóttir
VARLA geta íbúar Eskifjarðar kvartað mikið
undan rigningunni, án hennar færum við á mis
við það sjónarspil sem regnboginn er. Og allt
bendir til að rigningin verði ekki þrálát að þessu
sinni. Líkur eru á einhverri úrkomu á aust-
anverðu landinu í dag en síðan á að létta til.
Blessuð rigningin!
Ljósmynd/Helgi Garðarsson
Regnboginn tekur ekkert fyrir að ramma inn Eskifjörð
FYRSTI fundur nýs meirihluta Framsóknarflokks og
Samfylkingarinnar í Grindavík fór fram í gær. Á honum
var starfslokasamningur Ólafs Arnar Ólafssonar, fyrr-
verandi bæjarstjóra, samþykktur líkt og ráðningarsamn-
ingur nýs bæjarstjóra, Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur.
Jóna Kristín mun þiggja 20% lægri laun en forveri
hennar í starfi – 985 þúsund krónur á mánuði. Einnig
kom fram að kostnaður við bæjarstjóraskiptin sé um 19,5
milljónir króna, fyrir utan launatengd gjöld.
„Ekkert nýtt í málefnasamningi“
Nokkrar umræður fóru fram um nýjan málefnasamn-
ing meirihlutans. Fulltrúar sjálfstæðismanna létu m.a.
bóka að það vekti undrun að ekkert væri minnst á at-
vinnumál í samningnum, og ljóst að ef atvinnumál yrðu
ekki sett í forgang yrði einungis stöðnun og samdráttur í
bæjarfélaginu. Annars þótti þeim samningurinn kunn-
uglegur. „Ekkert nýtt er í málefnasamningi B- og S-lista,
einungis mál og framkvæmdir sem þegar eru í farvegi,“
segir í bókuninni. andri@mbl.is
Þiggur 20% lægri laun
en fyrri bæjarstjóri
Ljósmynd/Víkurfréttir
Fyrsti fundur Þrátt fyrir átök í bæjarstjórn Grindavík-
ur gáfu fulltrúar allra flokka sér tíma til myndatöku.
ÁTJÁN aðildarfélög af tuttugu
greiddu atkvæði um nýgerða samn-
inga Bandalags háskólamanna og
samninganefndar ríkisins fyrir
liðna helgi. Félagsmenn sautján fé-
laga hafa samþykkt samninginn.
Stéttarfélag lögfræðinga felldi
hann hins vegar. Enn stendur yfir
atkvæðagreiðsla hjá Félagi há-
skólakennara og kennarafélagi
Kennaraháskóla Íslands. Atkvæða-
greiðsla þeirra stendur til mið-
vikudagsins 16. júlí, á miðnætti.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formað-
ur BHM, segir í tilkynningu að lík-
lega hafi stuttur samningstími haft
úrslitaáhrif á afstöðu meirihlutans.
Bandalagið geri þá vissulega ráð
fyrir því að ríkisstjórnin standi við
orð sín þegar aftur verður sest að
samningaborði næsta vor, og fram-
koma samninganefndar ríkisins
verði í samræmi við það sem fram
komi í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar, þ.e. um að menntun sé for-
senda þróunar í landinu. Laun há-
skólamanna verði að endurspegla
það.
Þátttaka í atkvæðagreiðslunni
var mest hjá Stéttarfélagi háskóla-
manna á matvæla- og næring-
arsviði, eða um 47%. Minnst var
hún hjá Félagi háskólamenntaðra
starfsmanna stjórnarráðsins, eða
23,1%. andri@mbl.is
Sautján aðildarfélög
BHM samþykktu
Í HNOTSKURN
»Stéttarfélag lögfræðingafelldi samninginn; 46,7%
sögðu já, 50% nei og 3,3% skil-
uðu auðu.
FYRSTA uppskeran í ár af íslensk-
um kartöflum er nú komin í mat-
vöruverslanir.
Nóatúni barst í gær fyrsta send-
ingin af kartöflum frá Eyrarbakka
og samkvæmt upplýsingum frá
Halldóri Björnssyni, gæðastjóra
Kaupáss, lítur uppskeran vel út í ár.
„Þetta eru gullfallegar kartöflur.
Þær eru mjög jafnar og líta mjög
vel út.“
Markús Ársælsson, kartöflubóndi
á Hákoti í Þykkvabæ, segir erfitt að
segja til um hvernig kartöflurnar
verði í sumar. „Tímabilið er rétt að
byrja og maður veit svo sem aldrei
hvað gerist. En núna er ástandið
ágætt – svipað og í fyrra.“
haa@mbl.is
Fyrsta upp-
skeran komin
Morgunblaðið/Golli
22 starfsmenn íslenska flugfélagsins
JetX, sem flýgur fyrir Primera Tra-
vel Group í Skandinavíu, fengu nýlega
uppsagnarbréf. Jón Karl Ólafsson,
forstjóri JetX, segir ástæðuna ein-
ungis vera að fyrirtækið sé að skipta
út MD-83 farþegaþotum fyrir Boeing
737-þotu.
„Við sendum þeim uppsagnarbréf
sem voru á MD-83 vélunum og erum
að færa þá yfir á Boeing-þotuna. Á
endanum verða vonandi allir komnir
aftur með vinnu og ef til vill fleiri, þar
sem við ætlum að bæta við tveimur,
jafnvel þremur, nýjum vélum næsta
sumar. Vonandi endum við með fleiri
störf þá en við erum með á þessu ári.“
Hann segir jafnframt að það séu
mögulega 10-12 manns sem þurfi að
vera frá starfi í tvo til þrjá mánuði.
„Það er þó ekki verra en svo, sem bet-
ur fer. Við gerum þetta núna enda er
alltaf meira að gera á sumrin og hag-
kvæmara að losa okkur við vélina
núna svo við þurfum ekki að sitja uppi
með hana í vetur.“ haa@mbl.is
Uppsagnir
hjá JetX
„Einungis verið
að flytja starfsfólk
í nýjar vélar“