Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
VEL hefur aflast af makríl og
norsk-íslenskri síld austur af land-
inu síðustu daga. Í gær voru skipin
að veiðum í Seyðisfjarðardýpi, en
um helgina var góðan afla að hafa í
færeyskri lögsögu. Makríllinn er
mikil búbót fyrir útgerðirnar, en
hann er utan kvóta. Reikna má
með að veiðireynsla á makríl verði
metin útgerðum til tekna við kvóta-
úthlutun verði gerðir samningar við
aðrar þjóðir um makrílveiðar.
Skipunum beint í makrílinn
Um 20 skip eru nú á veiðum á
makríl og síld. Til skamms tíma var
makríllinn meðafli með síldinni, oft
20-30% af farmi, en í fyrra og á
þessu ári hefur dæmið snúist við,
makríllinn er oft nánast hreinn í
trollinu, um 80-90%. Skipunum hef-
ur verið beint í makrílinn, en hans
hefur orðið vart á stóru svæði.
Ísfélagið í Vestmannaeyjum,
Vinnslustöðin, HB Grandi, Sam-
herji, Síldarvinnslan, Eskja og
Huginn eru meðal þeirra útgerða
sem stunda veiðar á makríl og
norsk-íslensku síldinni. Yfir 20 skip
eru með kvóta í síldinni og hafa
þau flest stundað veiðar með tví-
buratroll í sumar. Þá er hægt að
hafa betri stjórn á trollinu nálægt
yfirborðinu.
Mest af aflanum fer í bræðslu,
en makríllinn fer einnig í beitu og
til manneldis. Um borð í vinnslu-
skipinu Guðmundi VE er makríll-
inn hausskorinn og slógdreginn,
þannig losna menn við átu, sem
mikið er af í bæði makrílnum og
síldinni. Síldin er aftur á móti flök-
uð og fryst.
Veiðireynsla væntanlega metin
Allt að fimmfalt hærra verð fæst
fyrir aflann sem fer til manneldis.
Gott verð fæst einnig fyrir mjöl og
lýsi um þessar mundir og segir á
heimasíðu Eskju á Eskifirði að
verð fyrir þessar afurðir sé í sögu-
legu hámarki. Makríllinn sem hefur
veiðst undanfarið er mjög feitur.
Ægir Páll Friðbertsson, fram-
kvæmdastjóri Ísfélags Vestmanna-
eyja, segir að útgerðin reyni að
sækja í makrílinn eins og mögulegt
er. „Við erum með fjóra báta á síld
og makríl: Álsey, Þorstein, Júpiter
og Guðmund. Ísfélagið er með rúm-
lega 20% af kvótanum í norsk-
íslensku síldinni og við veiddum um
þriðjung af um 30 þúsund tonna
makrílafla Íslendinga í fyrra,“ segir
Ægir Páll.
Hann segir að væntanlega verði
veiðireynsla á makríl metin ef og
þegar makrílveiðar verði kvótasett-
ar. Makríllinn sé mikil lyftistöng
fyrir fyrirtækið, en það sem ekki er
unnið til manneldis um borð í Guð-
mundi hefur til þessa farið í
bræðslu í verksmiðjunni á Þórs-
höfn.
Makríllinn fyrr á ferðinni
Til skamms tíma var makríll
flækingsfiskur á Íslandsmiðum, en
telst nú til nytjastofna. Aflinn hefur
tífaldast á tveimur árum og má
fastlega reikna með að metið frá í
fyrra, þegar yfir þrjátíu þúsund
tonn veiddust í íslenskri lögsögu,
verði slegið í ár, þar sem makríll-
inn er nokkru fyrr á ferðinni en í
fyrra.
Makríllinn mikil búbót
Veiðireynsla á makríl væntanlega metin við kvótasetningu Makríllinn var
áður flækingur og fékkst sem meðafli með síld Verð fyrir mjöl og lýsi í hámarki
Morgunblaðið/Líney
Á Þórshöfn Þeir báru sig vel löndunarkarlarnir Þorsteinn Ægir Egilsson, Einar Valur Einarsson og Elías Siggeirsson í makríl- og síldarkösinni um borð í
Júpiter í hádeginu í gær. Í baksýn má sjá kúfiskskipið Fossá, en vinnsla á kúfiski er nú í fullum gangi á Þórshöfn.
NEAFC, Norðaustur-Atlantshafs-
fiskveiðinefndin, fer með stjórn
veiða á NA-Atlantshafi á tegund-
um eins og úthafskarfa, síld, kol-
munna og makríl. Í nokkur ár hefur
á þessum vettvangi verið í gildi
samkomulag um stjórn makríl-
veiða. Hin meintu strandríki, Dan-
mörk f.h. Færeyja og Grænlands,
Noregur og Evrópusambandið,
hafa ekki viðurkennt strandríkja-
rétt Íslands hvað makríl áhrærir. Á
grundvelli þess hefur Ísland mót-
mælt veiðistjórnun á makríl sem
við erum þá ekki bundin af. Krafa
Íslendinga verður væntanlega
næst til umræðu á aðalfundi
NEAFC í nóvember og á fundi
hinna meintu strandríkja sem
veiða makríl í aðdraganda aðal-
fundarins. Staða Íslands styrkist
með hverju árinu með auknum
makrílgöngum norður á bóginn og
auknum veiðum.
Sjónarmið Íslendinga ekki viðurkennd
GUÐMUNDUR
Þóroddsson,
fyrrverandi for-
stjóri Orkuveitu
Reykjavíkur,
skilaði á sunnu-
dag Hjörleifi
Kvaran forstjóra
umdeildum
gögnum sem
hann hafði tekið
með sér þegar
hann lét af störfum í lok maí.
Guðmundur hefur áður gefið til
kynna að hann hafi litið á gögnin
sem sín persónulegu skjöl, en þau
fékk hann sem forstjóri á stjórn-
arfundum.
Hann hyggst aftur á móti ekki
skila nýrri Toyota Land Cruiser-
bifreið, sem hann hafði til afnota
sem forstjóri og lögfræðingar
Orkuveitunnar hafa gert kröfu um
að hann skili. Guðmundur telur
jeppann falla undir starfslokasamn-
ing sinn og hyggst ráða sér lög-
mann til að verja það mál fyrir sig.
andresth@mbl.is
Skilar gögn-
um en ekki bíl
Guðmundur
Þóroddsson
ÓVENJULEG rannsókn fer nú fram
í Húsavík á Ströndum. Staðsetning-
arbúnaði og gsm-sendi hefur verið
komið fyrir á þrettán ám og sendir
hann nú sms daglega með upplýs-
ingum um staðsetningu. Tilgang-
urinn er að rannsaka tengsl kinda á
frjálsri sumarbeit.
Um er að ræða framhald á rann-
sókn, sem gerð var árin 2005-6 á
ættartengslum sauðfjár. Sú rann-
sókn var meistaraprófsverkefni
Hafdísar Sturlaugsdóttur í Húsavík.
Að sögn Matthíasar Lýðssonar
hjá Náttúrustofu Vestfjarða er til-
gangurinn að kanna hvort skyldar
ær haldi saman í frjálsri beit. Þetta
hafi nokkuð verið skoðað erlendis
en þar þekkist hins vegar frjáls beit
sauðfjár lítið enda sé fénu að mestu
haldið í lokuðum beitarhólfum.
Nákvæmt eftirlit
Ærnar þrettán eru í þremur ætt-
arhópum. Þær bera hálskraga með
GPS-staðsetningarbúnaði og sendi.
Hver kragi sendir frá sér eitt sms á
dag með staðsetningu á þriggja
tíma fresti eða 8 staðsetningar í
hverju skeyti. Ef ærin er kyrr í þrjá
tíma sendir kraginn frá sér aðvörun
um að dýrið sé hugsanlega veikt eða
dautt.
Hægt er að fylgjast með hve mik-
ið ærnar færa sig á sólarhring,
hvort þær eru mikið á ferðinni á
beitilandinu, hvort veður skipti máli
og einnig hvort ær úr sömu fjöl-
skyldu séu á sama svæði. Fram
kemur á vefsíðunni strandir.is, að
kragarnir nái að senda frá sér
skeyti flesta daga en annars bíður
búnaðurinn þar til ærin kemst næst
í gsm-samband. Slíkt samband hef-
ur batnað til muna á Ströndum.
„Komdu heim, Doppa mín!“
Gárungarnir hafa látið hafa eftir
sér að hugsanlega verði einn daginn
hægt að senda ánum sms-skeyti og
skipa þeim aftur heim. Þessar
vangaveltur eru kannski ekki svo
galnar enda ætti, að sögn kunn-
ugra, að vera mögulegt að venja
ærnar við ákveðið hljóðmerki.
Hægt væri að senda skeyti í gsm-
sendi ánna sem þá myndi gefa frá
sér hljóð. Ærnar væru þá skilyrtar
til að hlaupa aftur heim er þær
næmu hljóðmerkið. Hvort slíkt væri
hagkvæmt er hins vegar önnur
saga. haa@mbl.is
Ærnar með gsm-sendi um háls-
inn og senda sms af heiðunum
Gemsi Sms-skeytin frá ánum þykja iðulega hnitmiðuð og upplýsandi. Þrett-
án ær hafa nú gsm-sendi meðferðis á heiðunum.
BETUR fór en á horfðist þegar sjö
ára drengur hjólaði í veg fyrir bif-
reið við gatnamót Þórunnarstrætis
og Þingvallastrætis á Akureyri í
gær. Drengurinn hlaut skrámur í
andliti og marðist lítillega en slapp
að öðru leyti vel.
Að sögn lögreglunnar á Akureyri
var drengurinn á talsverðri ferð
þegar hann kom út á götuna, en
mildi þykir að ökumaðurinn ók
hægt og var með athyglisgáfuna í
lagi. Ökumaðurinn snarhemlaði en
kom þó ekki í veg fyrir árekstur.
Lögregla segir æskilegt að grípa
til aðgerða á staðnum en þéttur
gróður er við stíginn og ökumenn
sjá því ekki inn á hann, eins geta
vegfarendur ekki séð út á götuna.
Þetta var ekki í fyrsta skipti sem
óhapp verður á þessum stað.
Ungur dreng-
ur hjólaði á bíl
en slapp vel
ÖKUMAÐUR og farþegi lítillar
vespu voru fluttir á slysadeild
Landspítala eftir að ekið var aft-
an á vespuna þar sem henni var
ekið austur Miklubraut á ellefta
tímanum í gærmorgun.
Við höggið kastaðist fólkið,
tvær ungar stúlkur, í götuna en
að sögn lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu sluppu þær
með minniháttar meiðsli. Öku-
maður bifreiðarinnar slapp
ómeiddur.
Stúlkurnar voru ágætlega bún-
ar og bjargaði búnaðurinn miklu.
Ekið aftan á
litla vespu