Morgunblaðið - 15.07.2008, Síða 7

Morgunblaðið - 15.07.2008, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 7 Sumarfríið hefst í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Í verslunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar færðu allt sem þú þarft fyrir ferðalagið: Sólarvörn, myndavél, strandtösku, sólgleraugu, stuttbuxur, i-Pod, tímarit og ekki má gleyma gjald- eyrinum. Njóttu þess að gera góð kaup í upphafi ferðarinnar og vertu klár á ströndina um leið og þú lendir á áfangastað. www.airport.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L E 40 91 7 06 .2 00 8 ÍSLENSKIR fjárfestar, Ólafur Örn Karlsson og Gunnar Björn Hinz, hafa fest kaup á Toraco Finmek- anik, dönsku fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á málmhlutum fyrir ýmiskonar iðnað. Fyrirtækið, sem er í Lundby í Danmörku, á rætur að rekja til ársins 1956 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjöskyld- unnar. Helstu viðskiptavinir Toraco eru vélaframleiðendur í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Framleiðslan er að mestu leyti mið- uð við sérhæfða þjónustu og fram- leiðslu á fíngerðum og flóknum málmhlutum fyrir viðskiptavini sem framleiða til að mynda tann- læknastóla, öndunarvélar, gasloka og ýmiss konar vökvakerfi. Hjá fyr- irtækinu starfa 14 manns og er unn- ið á vöktum allan sólarhringinn. Kaupverð er trúnaðarmál, en VBS fjárfestingarbanki hf. hafði milligöngu um kaupin á fyrirtækinu og sá um samninga við Danske Bank sem fjármagnaði kaupin. Íslendingar kaupa danskt fyrirtæki Framleiða fíngerða og flókna smáhluti ELDSNEYTISVERÐ snarhækkaði í gær og hafði aldrei orðið svo hátt. Lítrinn af bensíni hækkaði um sex krónur á einu bretti hjá Olís í gærdag og var algengt verð í sjálfsafgreiðslu um 180,90 krónur á lítra. Þá hækkaði lítrinn af díselolíu um 7,50 krónur og kostaði um 199,80 krónur í sjálfsafgreiðslu. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, sagði skýringar hækkan- ana vera þær að verð á heimsmarkaði hefði hækk- að talsvert á fimmtudag og enn meira á föstudag. Eldsneytisverðið lækkaði svo aftur um 4 krónur seinna í gær hjá Olís og sagði Samúel að það hefði komið til vegna þess að keppinautarnir hefðu ekki fylgt heimsmarkaðsverðinu. „Keppinautar töldu ekki þörf á svona mikilli hækkun og því lækkuðum við verðið aftur enda stefna okkar að bjóða kúnn- um upp á samkeppnishæft verð og góða þjónustu. Það breytir því samt ekki að það var þörf á að hækka um sex krónur.“ haa@mbl.is Eldsneytisverð hækkar  Lítrinn varð 6 krónum dýrari hjá Olís í gær í samræmi við hækkun á heims- markaðsverði  Verðið lækkað aftur um 4 krónur til að fylgja keppinautum Í HNOTSKURN »Eldsneytisverð helduráfram að hækka og hækk- aði um sex krónur hjá Olís í gær. »Dísilolía hækkaði um 7,5krónur á lítrann. »Skýringin er hækkun áheimsmarkaðsverði enda krafan sú að verð hér end- urspegli það. »Keppinautar Olís hækkuðuþó ekki jafnmikið og því var verðið þar lækkað aftur um 4 krónur. Bensín Eldsneytisverð snarhækkaði í gær. SÍMINN hefur komið upp sjö nýj- um farsímasendum á hálendinu að undanförnu. Í tilkynningu frá fyr- irtækinu kemur fram að nú sé komið farsíma- samband á sunn- anverðum Kjal- vegi langt norður að Hveravöllum, á helstu ferða- mannastöðum norðan Vatna- jökuls, Möðrudalsöræfum, í Bárð- ardal frá Goðafossi inn á Sprengi- sand og á Arnarvatnsheiði. Í kjölfar þess að tilkynning barst frá Símanum, sendi Voda- fone frá sér tilkynningu um miðj- an dag í gær. Þar kemur fram að Vodafone hafi orðið fyrst fjar- skiptafyrirtækja til að bjóða upp á GSM þjónustu á hálendinu. Sendar Vodafone eru í rekstri á tólf stöð- um á hálendinu; á Bláfelli við Kjal- veg, í Kerlingarfjöllum, á Hvera- völlum, fjallinu Strúti í Borgarfirði, Áfangafelli norðan Langjökuls, Þrándarhlíðarfjalli í Skagafirði, Skrokköldu og Fjórð- ungsöldu á Sprengisandi, Vaðöldu norðan Vatnajökuls, Slórfelli á Möðrudalsöræfum, Vatnsfelli og Búrfelli. Bæði fyrirtækin keppast við að bæta GSM þjónustu sína um land allt – og raunar fjarskiptafyr- irtækið Nova einnig – og verða fleiri sendar settir upp í ár. andri@mbl.is Samkeppni um senda á hálendinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.