Morgunblaðið - 15.07.2008, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
Nú tala náttúruverndarsinnarmest lítið um annað en álver og
virkjanir. Og Árni Finnsson er and-
vaka yfir því að hvalveiðar Íslend-
inga hafi aukið skrifræðið í Brussel.
Ámeðan streyma ferðamenn tillandsins í hundruðum þúsunda.
Hvað skyldi hafa mest áhrif á við-
horf þeirra til Íslands sem ferða-
mannastaðar?
Þess erskemmst að
minnast að á
þriðja hundrað
ferðamanna
þurfti að ganga
örna sinna út um
grjótið og melana við Dettifoss.
Ástæðan var sú að fimm kamrar
höfðu verið lokaðir í viku.
Það gerði daginn eftirminnilegan!
Kannski er þó betri tími í vændum.Loksins er búið að bjóða út veg-
inn að Dettifossi vestan Jökulsár. Þá
skapast rekstrargrundvöllur fyrir
þjónustumiðstöð þar, sambærilegri
þeirri sem er við Gullfoss.
Menn sjá í góðu árferði eins ognúna hversu víða lúpínan hefur
fest rætur og sumstaðar er hún orð-
in að þéttum breiðum. Yfir þær
kemst enginn nema fuglinn fljúg-
andi.
Malar- og grjótnám meiðir augaðá viðkvæmum og fallegum
stöðum, eins og í friðlandinu á Mal-
arrifi. Svo hafa sum fjöll sterkari
ímynd en önnur í huga fólks, eru
nokkurs konar þjóðarfjöll, eins og
Ingólfsfjall. Þar blasa skemmdirnar
við.
Fyrir orðspor Íslands sem ferða-mannalands skiptir mestu hvern-
ig ásýnd þess og almenn umgengni
er í augum ferðamannsins. Nefni-
lega þjóðarfjöll, lúpínur og kamrar!!
Þjóðarfjöll, lúpína, kamrar
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
"
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
*$BC
*!
$$B *!
#$ % &
$ &
'
(&
")(
<2
<! <2
<! <2
#'&%
*
!
+, (-
D2E
*
! "
#$
<7
! "
%&' %(
'
)
#$
*
8
+
!
,
%$
#$
./(00
(&"1 (
"(*
!
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
HVERFAGÆSLA í Kópavogi verð-
ur boðin út á næstu dögum en gerð
útboðsgagna hófst í gær, að sögn
Þórs Jónssonar, upplýsingafulltrúa
Kópavogsbæjar.
Bæjarráð Kópavogs samþykkti í
síðustu viku tillögu Gunnars I. Birg-
issonar bæjarstjóra um að hverfa-
gæsla í bænum verði boðin út til
reynslu til eins árs. Það er gert til að
sporna gegn innbrotum og skemmd-
arverkum. Tillagan var samþykkt
með þremur atkvæðum gegn einu og
einn sat hjá. Þór sagði að Kópavogs-
bær hafi fyrirmyndina frá Seltjarn-
arnesi. Þar var stofnað til til-
raunaverkefnis í samvinnu við
lögreglu og dómsmálaráðuneyti
2005. Þór sagði að bæjaryfirvöld í
Kópavogi hafi ekki rætt beint við
dómsmálaráðuneyti eða lögreglu við
undirbúning gæslunnar. Hins vegar
hafi þau verið í sambandi við lög-
reglustjóra höfuðborgarsvæðisins
því þau telji að dregið hafi úr nær-
þjónustu og eins hafi þau gagnrýnt
að lögreglustöðin í Kópavogi sé nú
lokuð á nóttinni og um helgar.
Hverfagæslunni er ætlað að hafa
fælingarmátt en ekki að koma í stað
löggæslu. „Það er enn lögð áhersla á
nærþjónustu lögreglunnar og að lög-
reglustöðin verði opin allan sólar-
hringinn alla daga, þótt gripið sé til
þessa ráðs til reynslu,“ sagði Þór.
Ánægja með hverfagæslu
Hverfagæsla á Seltjarnarnesi
hófst eftir bylgju innbrota og
skemmdarverka. Hún skilaði þegar
góðum árangri, að sögn Jónmundar
Guðmarssonar, bæjarstjóra á Sel-
tjarnarnesi. Hann sagði 96% bæj-
arbúa hafa lýst ánægju með hverfa-
gæsluna í tveimur
þjónustukönnunum og viljað halda
henni áfram. „Við lítum á þetta sem
stuðning við almenna löggæslu.
Þessu er ekki beint gegn lögreglunni
heldur litið á þetta sem samstarfs-
verkefni.“
Jónmundur sagði að innbrotum
hafi fækkað, án þess að hægt sé að
fullyrða að það sé vegna hverfagæsl-
unnar einnar. Farnar eru eftirlits-
ferðir um bæinn nokkrum sinnum á
sólarhring og hefur gæslufólkið oft
komið íbúum til hjálpar, að sögn
Jónmundar. Hann nefndi t.d. að gert
hafi verið viðvart um opnar dyr,
lykla sem gleymst hafa í skrám o.fl.
Vildu styrkja eftirlit úti við
Geir Jón Þórisson, yfirlög-
regluþjónn almennrar löggæslu hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,
sagði að hverfagæslumenn á Sel-
tjarnarnesi geri lögreglu viðvart sjái
þeir eitthvað grunsamlegt, líkt og al-
mennir borgarar geri. Hann sagði að
lögreglan hefði ekkert út á það að
setja þótt bæjarfélög eða fyrirtæki
kaupi eftirlitsþjónustu.
Varðandi þjónustu lögreglu í
Kópavogi sagði Geir Jón að ekki hafi
verið talin þörf á að hafa lögreglu-
stöðina þar opna á nóttunni. Menn
hafi fremur viljað styrkja eftirlitið
úti við en inni á stöðvunum. Bætt
hafi verið við hverfislögreglumanni í
Kópavogi og sama fyrirkomulag sé á
eftirliti í hverfum bæjarins nú og var
áður.
Hverfagæsla boðin út
Hverfagæsla á Seltjarnarnesi hefur skilað góðum árangri frá því hún hófst 2005 og
mælst vel fyrir meðal bæjarbúa, að sögn Jónmundar Guðmarssonar bæjarstjóra
Morgunblaðið/Þorkell
Eftirlit Með hverfagæslu í Kópavogi er ætlunin að sporna gegn innbrotum
og spellvirkjum, líkt og gert hefur verið á Seltjarnarnesi frá árinu 2005.
Í HNOTSKURN
»Kópavogsbær mun bjóðaút hverfagæslu á næst-
unni. Það er gert til að sporna
gegn innbrotum og spell-
virkjum. Gera á tilraun með
hverfaeftirlit í eitt ár.
»Seltjarnarnesbær hóf til-raunaverkefni um hverfa-
gæslu árið 2005. Hverfa-
gæslan þar hefur mælst mjög
vel fyrir meðal íbúa, að sögn
bæjarstjórans.
»Sérmerktir bílar Securitasaka um á Seltjarnarnesi
eftir ákveðnu kerfi og líta
starfsmenn eftir eignum bæj-
arbúa.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra kveðst ekki hafa á móti því
að sveitarfélög geri sérstakar ráð-
stafanir til að auka öryggi íbúa
sinna og segir að reynslan frá Sel-
tjarnarnesi sé mjög góð. Mörg
þeirra verkefna, sem þarna er um
að ræða, falla ekki undir verksvið
lögreglu að mati Björns, þótt þau
stuðli að auknu öryggi hins al-
menna borgara.
„Að mínu frumkvæði er nú hafin
endurskoðun á lögreglulögum. Eitt
af því, sem þar er skoðað er inntak
lögreglumannsstarfsins. Ég tel, að
skýra þurfi inntak þess betur en
áður í lögum, meðal annars með
vísan til aukins einkaframtaks á
sviði öryggisgæslu í þágu borg-
aranna. Jafnframt þarf að huga að
löggjöf um einkafyrirtæki á þessu
sviði, hvort henni skuli breytt. Loks
skipta menntun og þjálfun einnig
máli í þessu
samhengi.
Ég lít hvorki
á það sem van-
traust á lög-
reglu né til
marks um, að
lögregla leggi
ekki nægilega
mikla alúð við
störf sín, að
einkafyrirtæki láti hér meira að sér
kveða á þessu sviði. Það er rétt, að
starfsmenn þeirra hafa ekki sömu
heimildir og lögreglumenn, enda
eru þeir ekki að sinna sömu verk-
efnum. Hvers kyns forvarnarstarf
hefur mikið gildi, þótt aðrir sinni
því en lögreglan. Ég tek ekki
ákvarðanir fyrir hönd lögreglu um
samstarf hennar við sveitarfélögin.
Á hinn bóginn er það stefna mín, að
þetta samstarf sé náið og gott.“
Ekki vantraust á lögregluna
Björn Bjarnason
STAKSTEINAR
Eftir Guðlaug Albertsson
Dýrafjörður | Nýtt vík-
ingaskip var sjósett á
Dýrafjarðardögum
sem nú voru haldnir í
sjöunda sinn. Skipinu
var gefið nafnið Vé-
steinn. Það var sjósett
við mikinn fögnuð við-
staddra.
Á Dýrafjarð-
ardögum var opnuð
myndlistarsýning
Dagrúnar Matthías-
dóttur og útgáfu-
tónleikar sálma-
disksins „Lofgjörð til
þín“.
Fyrir yngra fólkið
var boðið upp á sund-
laugardiskó í íþrótta-
miðstöðinni. Margt var
í boði á hátíðinni, t.d.
morgunganga í
Haukadal, þar sem farið var um söguslóðir Gísla Súrssonar, og keppt var í
strandblaki. Sú nýjung var í ár, að gestum og gangandi gafst kostur á að
sækja íbúa heim í sérmerkt hús þar sem boðið var upp á súpu. Gestir völdu
svo í leiðinni fallegasta garðinn.
Sölutjöld voru á víkingasvæðinu, þar sem andi víkinganna sveif yfir
vötnum og grillað var að víkingasið. Sýnd var búlgarska leiksýningin
Chick with a trick, keppt var í kassabílaralli á heimatilbúnum kassabílum
og boðið var upp á kaffihlaðborð að Hótel Núpi. Myndlistarsýningarnar
Vestfirskir einfarar og Gísla saga Súrssonar í myndum var í Haukadal auk
leiksýningarinnar Aðrir sálmar.
Víkingar Valdimar Elíasson sá um smíði víkinga-
skipsins Vésteins sem sjósett var í Dýrafirði.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Nýtt víkingaskip
sjósett á Dýrafirði