Morgunblaðið - 15.07.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 11
ORKUVEITA Reykjavíkur tók fyr-
ir helgi í notkun sex nýja metanbíla
og fljótlega munu níu til viðbótar
koma á götuna. Í þessum bílaflota
eru fimm Ford Focus C-Max og tíu
Ford Transit-metanbílar og eru
þeir fluttir inn frá Þýskalandi. OR
hefur um nokkra hríð notað met-
anbíla.
Í tilkynningu frá Orkuveitunni
kemur fram að við kaupin aukist
hlutfall vistvænna ökutækja hjá
fyrirtækinu úr 10% í 20% og stefnt
sé að því að hlutfallið verði orðið
55% árið 2013. Þá segir að met-
anbílar séu hagkvæmari en hefð-
bundnir bensín- og díselbílar og
bent á að verð á metani samsvari 85
kr./ltr. fyrir 95 oktana bensín.
Metanbílarnir geta áfram gengið
fyrir bensíni og eru með varatank
sem nota má ef langt er í næstu
gasáfyllingarstöð, en bílarnir kom-
ast um 300 kílómetra á einni met-
angasáfyllingu. Í dag er einungis
ein metanstöð á Íslandi og er við N1
stöðina á Bíldshöfða.
andresth@mbl.is
Ljósmynd/Orkuveita Reykjavíkur
Hagkvæmur Sjálfsagt vildu margir bíleigendur vera í sporum Orkuveitu
Reykjavíkur, en verð á metani er sem svarar 85 kr./ltr. fyrir 95 okt. bensín.
Fleiri metanbílar Orkuveitu
Reykjavíkur á göturnar
MARGIR hafa orðið varir við bág-
borið ástand furu á suður- og vest-
anverðu landinu nú í vor og óttast
að á ferðinni sé einhvers konar
hættulegur trjásjúkdómur. Dr. Að-
alsteinn Sigurgeirsson, for-
stöðumaður Skógræktar ríkisins á
Mógilsá segir svo ekki vera í
Fréttabréfi Skógræktarinnar.
Hann segir að veðurfarið eftir
áramót, einkum í marsmánuði
skýri líklega að mestu ljótleika
furanna.
Skemmdirnar lýsa sér einkum í
rauðu og skemmdu barri þeim
megin sem snýr mót suðri, eða hjá
ungum trjám sem standa á skjól-
lausum berangri. „Furur hafa
langar nálar sem gufar út um leið
og umhverfishitinn fer upp fyrir
frostmark. þegar jörð er frosin og
sólfar mikið taka fururnar að gufa
út öllu vatni sem tiltækt er og
þorna upp vegna þess að rætur
trjánna ná ekki að draga vatn upp
úr frosnum jarðvegi. Afleiðing-
arnar koma síðan fram þegar vor-
ar og nálarnar fara að roðna,“
segir Aðalsteinn. jonhelgi@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Vont ástand
hjá furunni
Í NÝJUM tillögum Evrópusam-
bandsins er lagt til að styrkir til
sjávarútvegs verði auknir í allt að
2 milljarða evra. Vakin er athygli
á þessu á heimasíðu LÍÚ. Árlegir
styrkir ESB til sjávarútvegsins í
aðildarlöndunum eru nú um 84
milljarðar króna á ári. Mest af
styrkjunum fara til Frakklands,
Spánar og Ítalíu, en í löndunum
eru stærstu fiskiskipaflotarnir. Í
tillögunum er lagt til að lágmarks-
olíustyrkur verði 30 þúsund evrur
á fiskiskip.
ESB vill auka
styrki til sjómanna
FRÉTTIR
STANGVEIÐI
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„LEIÐSÖGUMENNIRNIR segja
þetta stærsta fluguveidda laxinn sem
veiðst hefur í ánni, þeir vissu ekki um
stærri. Hann vó 44 lbs eða 20 kíló,“
segir Þórarinn Sigþórsson tann-
læknir sem var að koma frá Kola-
skaga í Rússlandi þar sem hann
veiddi sannkallað tröll í Yokanga-
ánni.
„Laxinn tók fluguna Cascade,
númer sex. Þetta var hængur, ný-
genginn, rosaleg skepna. Viðureignin
var ógurleg, enda þeir báðir vanir
sem voru hvor á sínum endanum!
Laxinn var ekki að láta fara neitt með
sig, leitaði út í strauminn og bakvið
steina. Þegar maður hefur svona
stórlax á verður að gæta þess að setja
bremsuna ekki fasta heldur verður að
gefa allt laust. Þú stoppar ekki svona
fisk. Þegar menn eru að missa þessa
stóru fiska, þá er það oft vegna þess
að menn herða bremsuna of mikið.
Fiskurinn heldur áfram þegar hann
finnur viðnámið. Hann fer ekkert úr
hylnum. Hann snýr við og kemur til
baka. Það þarf að fá línuna til að
liggja sem beinasta,“ segir Þórarinn.
Hann segir viðstadda greina á um
tímann sem viðureignin tók, en hann
telur það hafa verið tæp klukkustund.
„Ég setti í hann frá landi og landaði
honum á svipuðum stað. Síðan var ég
stumrandi yfir laxinum í á annan
klukkutíma, til að vera viss um að
hann væri örugglega búinn að ná
styrk. Þegar ég sleppti af honum tak-
inu tók hann roku út í ána. Hann var
reiðubúinn í nýjan slag!“ Laxinn var
um 125 cm langur.
Í fyrrasumar veiddi Þórarinn ná-
kvæmlega jafn þungan lax í Altaánni í
Noregi og sögðum við einnig frá
þeirri viðureign.
Þórarinn var hæstánægður með
ferðina, enda „moldveiddi“ hann, alls
64 laxa, þar af 42 í seinni vikunni.
„Þarna hrúguðust inn tuttugu pund-
ararnir. Það dugði til að halda á
manni hita í ferðinni,“ segir hann.
Stór Þórarinn Sigþórsson með stórlaxinn, 20 kílóa skepnu sem hann sleppti aftur, við Yokanga-ána í Rússlandi.
„Þetta var hængur, ný-
genginn, rosaleg skepna“
kt. 540291-2259, hefur birt lýsingar vegna töku víxla til viðskipta á OMX Nordic Exchange
Iceland hf. (OMX ICE) og gert aðgengilegar almenningi frá og með 15. júlí 2008.
Eftirfarandi víxlaflokkar hafa verið teknir til viðskipta:
• Flokkur að heildarfjárhæð ISK 20.000.000.000. Víxlar að fjárhæð ISK 100.000.000 voru
gefnir út þann 20. júní sl. og verða teknir til viðskipta á OMX ICE þann 15. júlí 2008.
Auðkenni flokksins á OMX ICE er LAIS 08 0903. Víxlarnir eru í ISK 10.000.000
nafnverðseiningum með lokagjalddaga þann 3. september 2008.
Víxlarnir bera ekki vexti.
• Flokkur að heildarfjárhæð ISK 20.000.000.000. Víxlar að fjárhæð ISK 100.000.000
voru gefnir út þann 20. júní sl. og verða teknir til viðskipta á OMX ICE þann 15. júlí
2008. Auðkenni flokksins á OMX ICE er LAIS 08 1001. Víxlarnir eru í ISK 10.000.000
nafnverðseiningum með lokagjalddaga þann 1. október 2008. Víxlarnir bera ekki vexti.
• Flokkur að heildarfjárhæð ISK 20.000.000.000. Víxlar að fjárhæð ISK 100.000.000 voru
gefnir út þann 20. júní sl og verða teknir til viðskipta á OMX ICE þann 15. júlí 2008.
Auðkenni flokksins á OMX ICE er LAIS 08 1105. Víxlarnir eru í ISK 10.000.000
nafnverðseiningum með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2008.
Víxlarnir bera ekki vexti.
Lýsingarnar er hægt að nálgast hjá útgefanda Landsbanka Íslands hf., Austurstræti 11,
155 Reykjavík eða á vefsetri útgefanda, www.landsbanki.is, fram til lokadags
víxlaflokkanna.
Reykjavík, 15. júlí 2008
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
B
I
43
00
4
07
/0
8
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
B
I
43
00
4
07
/0
8
Landsbanki Íslands hf.
Rangt nafn í myndatexta
Mistök voru gerð í myndatexta
á bls. 11 í Morgunblaðinu í
gær í frétt um gróðrarstöðina
Heiðarblóm í Flóanum. Konan
á myndinni heitir Margrét
Magnúsdóttir garðyrkjufræð-
ingur. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
272 þúsund í byrjunarlaun
Í frétt um kjarasamning lækna
var röng tala nefnd um byrj-
unarlaun ungra lækna. Byrj-
unarlaunin eru 272 þúsund á
mánuði, en ekki 217 þúsund
eins og sagði í fréttinni.
Virðulegt kaffihús
Þau mistök voru gerð í Morg-
unblaðinu á föstudag að sagt
var að Gunnar Gunnarsson,
íbúi við Laugaveg, vildi kristi-
legt kaffihús. Hið rétta er að
hann vill virðulegt kaffihús
sem lokar á kristilegum tíma
en vill síður fá krá við hliðina á
sér.
LEIÐRÉTT
VIÐSKIPTAVINUR í byggingavöruverslun getur gert ráð fyrir því að í
tæplega 30% tilvika vanti alfarið íslenskar varnaðarmerkingar á efnavöru.
þetta sýnir könnun sem framkvæmd var á flestöllum heilbrigðiseftirlits-
svæðum á landinu.
Alls voru kannaðar 2.272 vörutegundir í 16 verslunum. Helstu nið-
urstöður könnunarinnar voru að 55% vara voru rétt merktar á íslensku, í
28 % tilvika vantaði alfarið íslenskar merkingar, en í 17% tilvika voru vör-
urnar merktar á íslensku en á ófullnægjandi hátt. Vanmerktar vörur voru í
öllum verslunum sem kannaðar voru. Ólögleg eiturefni og bannvörur fund-
ust í nokkrum verslunum.
Byggingavöruverslanir hafa á boðstólum mikið úrval efnavöru en hátt
hlutfall inniheldur efni sem flokkast hættulegt og þurfa því íslenskar varn-
aðarmerkingar í samræmi við reglugerð. Röng meðhöndlun getur valdið
slysi, örorku eða jafnvel dauða. jonhelgi@mbl.is
Verslanir selja ólöglegt eitur