Morgunblaðið - 15.07.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.07.2008, Qupperneq 16
|þriðjudagur|15. 7. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is E yjan heillaði mig strax þegar ég kom hingað fyrst fyrir tveimur árum,“ segir Andrés Bertelsen, sem opnaði hinn 20. maí í sam- vinnu við nokkra vini sína fyrsta íslenska veitingastaðinn á spænsku eyjunni Tenerife. „Ég ákvað eiginlega í þessu fríi mínu hérna fyrir tveimur árum að opna veitingastað hér. Síðan hef ég komið hingað nokkrum sinn- um á ári til að skoða hvað væri í boði, bæði hús- næði og líka að leggja grunninn að matseðl- inum,“ segir Andrés þegar við settumst niður á barnum hans upp úr miðjum júní. Andrés hefur lengstum verið til sjós og hvernig dettur bátsmanni frá Ólafsfirði í hug að opna matsölustað á Tenerife? Þorramaturinn meira mál „Margrét Eiríksdóttir, barnsmóðir mín, fór hingað í masters-nám og ég elti og kom hingað með fjölskyldunni um jólin fyrir tveimur árum. Á aðfangadag fórum við á einhvern ítalskan stað sem átti að vera voða góður en okkur fannst það ekki. Þarna datt mér í hug að það gæti verið skemmtilegt að hafa stað fyrir Ís- lendinga þar sem þeir gætu hist á aðfangadag og borðað íslenskan mat,“ segir Andrés og segir það ekkert mál að hafa íslenskan jóla- mat. „Það eina sem maður þyrfti að fá að heim- an er hangikjötið – allt annað fær maður hérna,“ segir hann. „Það yrði hins vegar erf- iðara að vera með þorraveislu og fá allan þann góða mat að heiman,“ bætir hann við hlæjandi. Staðurinn heitir Mío og er bar og grill- staður. Hann er niðri við strönd miðja vegu á milli Americas-strandarinnar og Adeja- strandarinnar, um 200 metra frá Parque de las Americas-hótelinu þar sem fjölmargir Íslend- ingar hafa gist. Af veröndinni á matsölustaðn- um er glæsilegt útsýni yfir nærliggjandi strendur. Íslendingar eru gjarnir á að hittast þegar þeir eru erlendis og Mío er kjörinn staður fyrir slíkt. Fjölmargir Íslendingar héldu t.d. þjóðhátíðardaginn hátíðlegan þar. Andrés á Mío ásamt bestu vinum sínum heima á Íslandi, Stefáni Álfssyni og Pálínu Sigurðardóttur og síðan eru tveir Spánverjar sem eiga einnig hlut í staðnum, þeir Sergio Al- menara de Luz og Javier Almenara de Luz. Margrét vinnur sem rekstrarstjóri og síðan eru tvær íslenskar stúlkur sem bera fram mat og drykk, þær Kolbrún Ómarsdóttir og Ing- unn Valdís Baldursdóttir. „Þetta er bara eins og ein fjölskylda,“ segir Andrés um starfs- fólkið en honum til aðstoðar í eldhúsinu er kokkur frá Grimsby. Andrés er ekki matreiðslumaður að mennt. „Ég hef kokkað aðeins á sjónum og hef alltaf haft áhuga á mat og vitað að ég gæti eldað. En ég ber virðingu fyrir stéttinni og kalla staðinn því ekki veitingahús, heldur bar&grill. Ég er með full réttindi hérna því ég fór á fjögurra klukkustunda námskeið, sem haldið var á spænsku og ég kann lítið í málinu enn þá, og svo krossapróf í kjölfarið. Ég náði því,“ segir hann og glottir. Maturinn á Mío er góður og bragðaði blaða- maður þar meðal annars bestu hamborgarana í bænum. Akureyringurinn og bearnaise- borgarinn voru vinsælir. „Þetta snýst allt um hráefni og ég er með besta fáanlega hráefni. Það er allt ferskt og ekkert frosið. Vínin sem ég er með eru úr lífrænt ræktuðum þrúgum og ég reyni að hafa sem flest lífrænt ræktað,“ segir Andrés og gefur lesendum í lokin upp- skrift að kjúklingarétti sem hann hefur þróað í nokkur ár. Bátsmaður úr Skagafirði opnar matsölustað á Tenerife Morgunblaðið/SUS Með útsýni yfir hafið Glæsilegt útsýni út yfir Atlantshafið er af veröndinni á Mío. Réttu handtökin Andrés galdrar fram góða rétti fyrir gesti í eldhúsinu á Mío. Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsveit | Það var merkis- dagur í Samgönguminjasafninu Ystafelli nýlega þegar forsetabíll Vigdísar Finnbogadóttur var gef- inn safninu en það er Cadillac Fleetwood-bíll sem var í notkun hjá forsetaembættinu árin 1982-1992. Sverrir Ingólfsson safnvörður segir hann vel með farinn og til mikillar prýði. „Það er stórkostlegt að fá þennan bíl og mikill fengur fyrir safnið,“ segir Sverrir. „Það er gaman þegar menn eins og Eiríkur hugsa vel til okkar.“ En Eiríkur Óskarsson, rakari og síðasti eig- andi bílsins, taldi viðeigandi að hann færi í Ystafell og gaf því Sam- gönguminjasafninu bílinn. Að undanförnu hafa safninu bor- ist margir áhugaverðir bílar t.d. slökkviliðsbíl Raufarhafnar, sem er Ford-brunabíll og lítur út eins og nýkominn úr verksmiðjunni enda ekki ekinn nema 9.839 mílur. Eins má nefna Sunbeam Rapier-bíl sem Emilíana Torrini söngkona gaf safninu, en afi hennar, djasspíanist- inn Aage L’orange, keypti bílinn á sínum tíma. Samsettur Ford 1938 vörubíll Mikið er um að vera í safninu í sumar að sögn Sverris. Í gangi er sýning á blýantsteikningum Ólafs Sveinssonar en á henni má sjá 56 myndir af farartækjum af ýmsum gerðum frá fyrri tíð. Þá er uppi málverkasýning Gunnhildar Ing- ólfsdóttur og gefur þar að líta landslagsmyndir frá mörgum stöð- um á Norðurlandi og víðar. Sýning- arnar munu setja svip sinn á bíla- umhverfið í Ystafelli þetta sumarið. Safnið hýsir nú tæplega hundrað bíla í tveimur sýningarskálum og segir Sverrir nóg að gera, enda mikið verk að halda bílunum gang- færum og glansandi bónuðum. Yfir veturinn fer síðan meiri tími í að gera upp bíla. Nýverið var lokið við að sprauta Ford 1938 vörubíl sem samsettur er úr tveimur bílum og er hann nú til sýnis. Forsetabíllinn fengur fyrir safnið Sögulegur gripur Sverrir Ingólfsson safnvörður og kona hans Guðrún Petrea Gunnarsdóttir hjá forsetabíl Vigdísar sem þau eru stolt af. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Glæsilegur Þessi gamli slökkviliðsbíll þeirra Rauf- arhafnarbúa lítur óneitanleg mjög vel út. Í HNOTSKURN »Samgöngusafnið í Ystafellivar stofnað 1998 af Ingólfi Kristjánssyni og Kristbjörgu Jónsdóttur. » Í Ystafelli er ýmislegt tilsem tengist bílum sem ekki finnst annars staðar en Ingólfur henti aldrei neinu og safnaði bílum, tækjum og varahlutum í hálfa öld. »Safnið hýsir tæplegahundrað bíla í tveimur sýningarskálum auk fjölda mynda, smáhluta, varahluta, verkfæra o.fl. tengdu sam- göngum. Mikill fjöldi landbún- aðarvéla, samgöngutækja og vinnuvéla frá ýmsum tímum er þá fyrir utan safnið. »Nú er safnið í umsjá Sverris Ingólfssonar og fjölskyldu hans en hann er bif- vélavirki og vann um árabil að viðhaldi tækja og véla með föður sínum. Ostafyllt kjúklingabringa 1 kjúklingabringa (meðalstór eða stór) 2 stórar sneiðar Pancetta beikon 2 tsk. rjómaostur kryddað með svörtum pipar, papriku og salti Piparsósa: 1 dl rjómi ½ dl mjólk (eða eftir þörfum) ½ rjómapiparostur 20 græn piparkorn 1 teningur kjötkraftur sósujafnari (ef þarf) bragðbætt með salti og papriku Skorinn er lítill vasi í kjúklingabringu og rjómaostur blandaður með papriku og örlitlu salti settur inn í. Beikoninu er vaf- ið utan um , fest við með tannstönglum og kryddað með muldum svörtum pipar, papriku og salti. Bringan er steikt á væg- um hita til að beikonið brenni ekki. Borið fram með blönduðu salati, ann- aðhvort frönskum eða bökuðum kart- öflum ásamt piparsósu. Og að passa að sjálfsögðu að taka tannstönglana úr áður en rétturinn er borinn fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.