Morgunblaðið - 15.07.2008, Síða 17

Morgunblaðið - 15.07.2008, Síða 17
Þau svara Ian Watson hefur langa reynslu sem ferðahand- bókahöf- undur og fararstjóri og rekur vefsíðuna ferdastofan.is. Margrét Gunnarsdóttir er ritstjóri vefjarins ferða- langur.net. MIKILVÆGT er að velja vönduð námskeið. Það er list að kenna tungumál og reyndur, skipulagður kennari skiptir miklu máli ásamt hvetjandi félagslegu umhverfi. Það er erfitt að velja tungu- málaskóla án þess að hafa séð hann. Gott er að skoða eftirfar- andi: Umsagnir og meðmæli ann- arra, fjölda námskeiða (þannig að ólíkir nemendur séu ekki saman í hóp), gæði vefsíðunnar og upplýs- inga þar, skemmtidagskrá, hversu lengi skólinn hefur starfað og hver er aðsóknin. Háskólar eru í eðli sínu trausts verðir en stund- um íhaldssamari en einkaskólar. Skólinn á að geta boðið upp á þægilega gistingu og hugsanlega mötuneyti. Sumir skólar bjóða upp á gistingu hjá fjölskyldum. Gisting er stór hluti kostnaðarins. Að velja staðsetningu og mállýsku Dvöl í London kostar sennilega mun meira en dvöl í minni borg í Bretlandi. Að velja staðsetningu þýðir líka að velja mállýsku eða hreim. Kanadískur hreimur er ólíkur þeim skoska og breska. Í Þýskalandi eru mállýskur mjög ólíkar þó reynt sé að tala háþýsku við útlendinga. Spænskan sem töl- uð er á Spáni er betur virt en am- eríska spænskan. Úrval námskeiða er mest frá júní til ágúst en þó er hægt að finna námskeið allt árið. Sér- námskeið fyrir unglinga eru í boði á mörgum stöðum, venjulega ein- göngu á sumrin. Enska: Einfaldast fyrir Íslend- inga er að læra ensku í Bretlandi eða á Írlandi (engin vegabréfs- áritun). Háskólinn í Edinborg býður 3ja vikna námskeið í mið- borginni fyrir £745 júní – sept- ember og 12 vikna námskeið á veturna (ials.ed.ac.uk). Gisting kostar um það bil £110 á viku. Skoðið fleiri skóla á vefsíðu Brit- ish Council (www.education- uk.org). Að sögn kanadíska sendiráðsins þurfa Íslendingar enga vegabréfs- áritun til að sækja stutt tungu- málanámskeið í Kanada. Háskól- inn í Toronto (iep.utoronto.ca) býður 4 vikna sumarnámskeið fyrir bæði fullorðna (C$1.800- 2.500 fyrir kennslu og gistingu með loftkælingu) og börn (C$4.500-5.000, allt innifalið). Það er erfitt að mæla með enskunámi í Bandaríkjunum vegna fyr- irhafnar og kostnaðar við vega- bréfsáritun ef nám er tilgangur ferðarinnar. Þýska: Goethe Institut (www.go- ethe.de) kennir þýsku allt árið í þrettán þýskum borgum með mis- munandi útfærslum. Stofnunin út- vegar gistingu fyrir þátttakendur. „Klassískt“ 4 vikna námskeið kostar um það bil 1.000-1.100 eða 1.400-1.600 evrur með gistingu (mismunandi eftir staðsetningu). Stofnunin býður einnig 4ra vikna námskeið fyrir börn á aldrinum 9- 12 og 13-17 ára, sem kosta 2.000 evrur (kennsla, gisting, matur og trygging innifalin). Spænska: Háskólaborgin Salam- anca á Spáni hefur lengi verið vinsæl. Það er mikil samkeppni á milli skóla þar og verðið er lágt. 4 vikna námskeið kostar t.d. 500- 600 evrur (gisting ekki innifalin). Háskólinn býður upp á námskeið (corintio.usal.es) en margir einka- skólar keppa við hann, t.d. colegioespana.com og salm- inter.com. Lestarferð frá Madrid til Salamanca tekur 2½ tíma. Það er ódýrt að læra spænsku í Mið-Ameríku (t.d. í Kosta Ríka) en flugið er lengra og spænskan öðruvísi. Franska: Alliance Française rekur stóran frönskuskóla í París sem býður upp á 4 vikna námskeið fyr- ir 800 evrur og gistingu fyrir 900- 1.000 evrur. (www.alliancefr.org). Að velja rétta málaskólann Reuters Geimfari, hönnuður eða ballerína? Það getur oft komið sér vel að hafa vald á erlendum tungumálum, sama hvert starfssviðið annars er. Þess vegna borgar sig að vanda valið vel þegar maður skráir sig í málaskóla. Spurning: Hvað á að hafa í huga við val á tungumálanámskeiðum erlendis? ferðaflugur MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 17 Með sumarkomunni lifnar yfir bæj- arlífinu og streymir vaxandi fjöldi ferðamanna til bæjarins þessar vikurnar. Ferðaþjónustan er orðin einn af hornsteinum atvinnulífsins. Gestir dvelja hér lengur og njóta þeirrar fjölbreyttu þjónustu sem Hólmurinn og nágrenni hafa upp á að bjóða. Hér er margt sem gleður augað: Norska húsið, Vatnasafnið, bæjarmyndin með öllum endur- byggðu húsunum, golfvöllurinn, sundlaugin, siglingar um Breiða- fjarðareyjar, sigling með Baldri út í Flatey, heimsókn til Hildibrandar í Bjarnarhöfn og stórbrotin náttúr- an. Þetta eru nokkur dæmi sem heilla þá sem heimsækja Hólminn. Meðal góðra gesta sem dvöldu hér í sínu sumarfríi voru forsætisráð- herrahjónin sem áttu vonandi góða daga í veðurblíðunni sem hefur ríkt hér síðustu daga.    Hótel Stykkishólmur skipti um eigendur í vetur. Nýir eigendur réðust strax í umfangsmiklar breytingar á hótelinu. Matsalur, eldhús, móttaka og mörg hótelher- bergi voru endurnýjuð. Hótelið stendur undir væntingum sem aldrei fyrr með 70 herbergi og að- stöðu fyrir stórar ráðstefnur og viðburði. Aðsókn að hótelinu hefur verið mjög góð það sem af er sumri.    Góðar samgöngur eru einn af und- irstöðuþáttum ferðaþjónustunnar. Ferðamenn gera alltaf meiri kröfur um góða vegi og ökumenn forðast að þurfa að aka mikið á malar- vegum. Á síðustu árum hefur miklu verið áorkað í uppbyggingu vega á Snæfellsnesi. Flestir vegir eru mal- bikaðir og í vikunni var lokið við síðasta kaflann undir Jökli. Einn er sá malarvegur sem hef- ur staðið óhreyfður í nærri hálfa öld. Það er leiðin um Skógarströnd, tengileið á milli Snæfellsness, Vest- fjarða og Norðurlands. Ferðamenn með hjólhýsi eða vagna í eftirdragi leggja ekki í að aka þennan oft á tíðum holótta og grófa veg af ótta við skemmdir á tækjum sínum. Leiðin um Skógarströnd og Laxár- dalsheiði styttir leiðina norður um 30% og er að auki mikilvæg teng- ing við Dalina og Vestfirði. Það er löngu kominn tími til að hefjast handa um endurbætur á þessari leið.    Nýr organisti og kórstjóri hefur verið ráðinn við Stykkishólms- kirkju. Hann þurfti að sækja til Ungverjalands og kom hann ásamt konu sinni til Stykkishólms nú um helgina. Hann hefur mikla mennt- un sem organisti og kórstjóri. Hann mun einnig kenna við tónlist- arskólann hér í bæ. Á næsta ári verður tekið í notk- un nýtt glæsilegt pípuorgel sem er í smíðum hjá Klais-orgelsmiðjunni í Þýskalandi. Það er tilhlökkun að fá að njóta nýja orgelsins í góðum höndum. Það er von bæjarbúa að þau hjón muni una hag sínum vel á nýjum slóðum.    Grásleppuvertíðin í Stykkishólmi er langt komin. Hún hófst 20. maí og hafa nokkrir bátar lokið veiðum. Vertíðin hefur gengið mjög vel og brosa grásleppukarlar breitt þessa dagana, enda er tilefni til þess. Veiðin hefur verið mun meiri en undanfarin ár og langt síðan að eins gott verð hefur fengist fyrir hrognin. Um helgina var búið að landa um 152 tonnum af hrognum á móti um 61 tonn á sama tíma í fyrra. Fleiri trillur stunda nú veið- ar sem skýrir að hluta þessa miklu aukningu á lönduðum hrognum. Góð veiði og gott verð gerir það að verkum að fleiri vilja taka þátt og leggja netin. Að þessu sinni landa um 20 trillur grásleppuhrognum í Stykkishólmi Aflahæsta trillan á vertíðinni er Anna Karín og hafa félagarnir um borð, sem eru tveir, landað 19,2 tonnum af hrognum sem gera um 130 tunnur upp úr sjó. STYKKISHÓLMUR Gunnlaugur Auðunn Árnason Jóhannes Benjamínsson fráHallkelsstöðum í Hvítársíðu, ágætur hagyrðingur og fjölhæfur listamaður lést 1. júlí. Eitt sinn orti Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd til hans þessa vísu: Meistari til munns og handa, magnar snilli hugar síns. Hress í lund og ör í anda, einn af kyni Benjamíns! Jóhannes sendi frá sér bókina Héðan og þaðan 1982 og eru þar ljóð bæði frumkveðin og þýdd, einnig vel kveðnar vísur. Erlendur Hansen á Sauðárkróki yrkir um „hrunadans banka og fyrirtækja, heima og heiman“: Þegar eyðast hallir háar hugsa ég til minnstu blóma. Glatt skín sól á bárur bláar brotna þær í skærum ljóma. Efnafræðikennara málmiðna utan af landi, Jóhannesi Óla Garðarssyni, sem kennir nemum sínum í VMA, m.a. um eiginleika álsins, sárnar nokkuð umfjöllun Bjarkar um álið. Eftir að hafa lesið endurteknar greinar hennar um þann málm, sem Napóleón landvinningamaður vildi frekar en silfur í borðbúnað sinn, var kveðið: Nú eru seglin uppi á örk ekki er stirt um málið. Níðir stöðugt níðhögg Björk nytjamálminn álið. Þegar spurðist af biluðu salerni við Dettifoss orti Davíð Hjálmar Haraldsson: Við Dettifoss er deshús enn. Þar dæla ónýt var til baga. Hana var ei hægt að laga í heila viku, segja menn. Ég heyrði svo hjá frú sem fór um af fossi nýjum, gulum, stórum. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af áli og Dettifossi úr bæjarlífinu AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.