Morgunblaðið - 15.07.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 21
MINNINGAR
✝ Bjarni JónasIngimarsson
fæddist á Drangs-
nesi við Steingríms-
fjörð 31. desember
1952. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 6. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Ingimar Elíasson
og Ásta Vigdís
Bjarnadóttir.
Bjarni er elstur
fimm systkina, hin
eru Eyrún, Elías,
Ástmar og Ingi Vífill.
Bjarni kvæntist Söru Harð-
ardóttur árið 1977. Þau eiga
tvær dætur, Söru Ross, f. 1978,
og Ástu Vigdísi, f. 1980. Sonur
Söru Ross er Gabríel Orri Karls-
son, f. 2003.
Bjarni ólst upp á Drangsnesi
en flutti í Bjarnafjörð um ferm-
ingu. Hann lauk prófi frá
Reykjaskóla í
Hrútafirði árið
1972. Eftir það að-
stoðaði hann for-
eldra sína við bú-
skap í Framnesi í
Bjarnafirði, þar til
þau Sara tóku við
búi.
Bjarni og Sara
bjuggu í Framnesi
árin 1977 til 1981
en fluttu þá til
Njarðvíkur. Þar
hafa þau haldið
heimili síðan.
Bjarni starfaði eftir þetta meira
eða minna hjá launadeild varn-
arliðsins til ársins 2006.
Fyrr á þessu ári greindist
Bjarni með ólæknandi krabba-
mein. Hann barðist hetjulega til
síðasta dags.
Útför Bjarna fer fram frá
Njarðvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Sonur okkar Bjarni lést 6. júlí
síðastliðinn, eftir erfið og kvalar-
full veikindi. Hann ólst upp á
Drangsnesi fram að fermingu. Síð-
an fluttum við að Klúkuskóla í
Bjarnafirði og þar veiktist hann.
Hann var síðan sendur á Land-
spítala og dvaldi þar í um það bil
ár og kom og kom heim með
styttri fót. Þá hafði lærleggskúlan
í mjaðmalið farið illa vegna ígerð-
ar.
Gvendalaug hins góða er við
hliðina á skólanaum á Klúku.
Þangað sótti Bjarni kjark og þor
með æfingum og varð góður sund-
maður. Hann bætti svo við kunn-
áttu sína þegar hann dvaldi tvo
vetur á héraðsskólanum á Reykj-
um í Hrútafirði.
Bjarni giftist Söru Harðardóttur
sem reyndist honum framúrskar-
andi eiginkona í blíðu og stríðu.
Árin á Ströndum voru honum hug-
leikin og fyrst og fremst Bjarna-
fjörðurinn.
Hér er sveitin góð og græn
grund og leiti hlær við sólu.
Ör og teit er valgrund væn
Vöknuð heit af svefni njólu.
Fljótt sinn galdur framhjá þustur
Flýgur skvaldur tvítugs manns
Furðukaldur feigðargustur
Fer um aldinn vanga hans.
(Steinn Steinarr.)
Við kveðjum son okkar og bróð-
ur systkina sinna og trúum að löng
leið sé fyrir höndum hjá honum.
Farðu vel í guðs nafni. Vertu
sæll sonur kær.
Faðir og móðir.
Elsku besti bróðir minn.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Hafðu þökk fyrir allt.
Þín systir,
Eyrún.
Genginn er á vit horfinna kyn-
slóða Bjarni Jónas Ingimarsson,
frændi minn og vinnufélagi til
margra ára. Við Bjarni unnum
saman hjá Varnarliðinu, hann í
launadeildinni en ég í tölvudeild-
inni. Vegna starfa okkar áttum við
mikil samskipti. Bjarni var með af-
brigðum glöggur á tölulegar mis-
fellur og fljótur að bregðast við
þeim sem kom sér vel í útreikningi
launa. Hann var skemmtilegur og
lifandi í samskiptum okkar, við
gátum gantast og hlegið þótt eng-
um öðrum væri skemmt og vorum
sammála um að báðir hefðum við
fengið í erfðir það sem við köll-
uðum „hreytigen“. Hann sagði sig
vera sunnan hnífapara en ég hins
vegar norðan þeirra úr Árnes-
hreppnum og þekkti þar af leið-
andi lítt til slíkra hluta. Á þessum
nótum voru okkar samskipti.
Svo var hann Strandamaður af
hjarta og sál og talaði oft um árin í
Bjarnarfirðinum. Stundum fann
maður fyrir söknuði og angurværð
yfir því sem eitt sinn var. Hann
fékk slæma sýkingu í fótinn um
fimmtán ára aldurinn og gekk við
hækju alla tíð síðan. Ekki var að
sjá að það háði honum að ráði,
hann lagðist undir bíla til að gera
við og taldi það ekki eftir sér, enda
harðduglegur og sinnti öllu sínu af
alúð eins og hann hafði ættir til.
Manni finnst lífið ekki alltaf
réttlátt og ekki fékk hann bráð-
ungur maðurinn lengi að njóta
samvistanna við augasteininn sinn,
afastrákinn.
Söru, dætrum og fjölskyldu
Bjarna votta ég innilega samúð.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Theodór Magnússon.
Þegar Sara, systir og mágkona,
kynnti Bjarna í fyrsta sinn fyrir
fjölskyldu sinni sagði hún: „Látið
ykkur ekki bregða, hann er bæði
haltur og tannlaus.“ Tennurnar
voru síðar lagaðar, en verr gekk að
laga heltina, sem háði honum alla
tíð.
Sara og dætur þeirra hjóna,
Sara Ross og Ásta Vigdís, skiptu
hann öllu og gerði hann sitt besta
til að þeim liði vel. Vegna veikinda
var hann meira heima við en marg-
ir feður á þeim tíma og fylgdist ná-
ið með uppvexti dætranna sem
hann var ákaflega stoltur af.
Barnabarnið, Gabríel Orri, sem
hann eignaðist fyrir 5 árum var
einnig í miklu uppáhaldi og hafði
hann mjög gaman af að segja frá
nýjustu uppátækjum hans.
Bjarni fylgdist vel með flestu í
fjölmiðlum og var vel að sér í hin-
um ýmsu málefnum. Hann átti því
ekki erfitt með að halda uppi sam-
ræðum um tækni og vísindi,
stjórnmál, bæði íslensk og alþjóð-
leg, dægurmál og flest það sem
fólki dettur í hug að ræða um.
Þegar umræðan komst á hærra
plan var Bjarni oftar en ekki með
staðreyndirnar á hreinu.
Bjarni var okkur ávallt góður
vinur og sérlega hjálpsamur. Þó
mátti aldrei neitt fyrir honum hafa.
Hann reyndist okkur drjúgur með
ráðgjöf og aðstoð í tengslum við
rekstur fyrirtækja og launamál, að
ekki sé talað um ýmsa misgóða
bílgarma sem við höfum átt í gegn-
um tíðina.
Við þökkum Bjarna samfylgdina
og vottum hans nánustu samúð
okkar. Hans er sárt saknað.
Katrín Harðardóttir
og Kristján Jónasson.
Þegar ég kynntist Bjarna, vissi
ég ósköp lítið um sveitalíf á Íslandi.
Þegar Sara systir kynnti okkur fyr-
ir honum, opnaðist nýr heimur, sem
var afskekkt sveit á Ströndum og
íslensk bændamenning. Margt var
þar framandi og gat Bjarni oft
hlegið að ýmsu sem maður sagði
sem þótti óviðeigandi í sveitinni og
sýndi fávisku manns. Ekki hæddist
hann þó að manni. Bjarni kenndi
mér að þótt landafræðin gæti lokað
mann inni, þá gæti hugurinn alltaf
verið frjáls og opinn fyrir nýjung-
um og hinum stóra heimi.
Þau hjónin voru af mjög ólíkum
uppruna, en náðu samt að sameina
þessa tvo heima á skemmtilegan
hátt. Þau voru mjög samrýnd og
sjálfum sér nóg frá upphafi, sem
kom sér vel á löngum og erfiðum
vetrum í Bjarnafirði.
Ég dáðist að dugnaði Bjarna, því
líkami hans olli honum bæði erf-
iðleikum og sársauka.
Ég votta systur minni, börnum
þeirra og barnabarni, foreldrum
hans og öðrum ættingjum innilega
samúð mína og veit að við munum
öll sakna hans.
Jóhanna Harðardóttir.
Þann 5. júlí barst mér sú fregn
að samstarfsmaður minn til margra
ára, Bjarni Ingimarsson, væri lát-
inn. Hann hafði að vísu tjáð mér að
hann hefði greinst með alvarlegan
sjúkdóm, og ekki væri víst hver
framvinda hans yrði. Maður von-
aðist samt eftir að þróunin yrði
ekki eins hröð og raun varð á, og
að hlutirnir færu betur en á horfð-
ist .
Bjarni var mikill baráttumaður
og hafði oft áður glímt við erfiða
sjúkdóma, og haft betur, þó hann
bæri þeirra alltaf merki.
En dauðinn er hluti af lífinu og
það er sárt þegar góðir vinir
hverfa, maður finnur fyrir van-
mætti og skilur ekki af hverju það
þarf að gerast, einkum þegar um er
að ræða góðan vin og samstarfs-
mann á besta aldri.
Manni finnst það ekki réttlátt.
Það veit samt enginn hvað við
tekur. Ef til vill er dauðinn ekki
einn af neikvæðu hlutum lífssins.
Hver veit?
Við Bjarni kynntumst fyrst þeg-
ar hann hóf störf hjá launadeild
Varnarliðsins en hann hafði orðið
að hætta búskap vegna bæklunar
og flutti frá Bjarnarfirði á Strönd-
um til Njarðvíkur.
Það var mikill fengur að fá
Bjarna í starfshópinn því alltaf var
hægt að treysta á að hann leysti af
kostgæfni öll þau verkefni, sem
honum voru falin.
Hann var ábyrgur í starfi, fljótur
að tileinka sér nýjungar og átti
auðvelt með að umgangast fólk,
sem kom sér vel á okkar vinnustað
því samskipti við starfsmenn Varn-
arliðsins voru mikil.
Fjölskylda Bjarna á um sárt að
binda og hans verður saknað af öll-
um þeim, sem þekktu hann.
Ég vil biðja Söru, dætrum þeirra
Bjarna, dóttursyni og foreldrum
Bjarna blessunar í framtíðinni og
færa þeim og öllum aðstandendum
mínar innilegustu samúðarkveðjur
á þessum erfiðu tímum.
Rúnar Már Vagnsson.
Bjarni Jónas
Ingimarsson
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON,
Hrafnhólum,
Melási 2,
Garðabæ,
varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn
12. júlí.
Rakel Jónsdóttir,
Valgerður Kristjánsdóttir, Árni Sverrisson,
Ragnheiður H. Kristjánsdóttir, Ingólfur Flygenring,
Kristján R. Kristjánsson, Jóhanna Guðmundsdóttir,
Hjalti Þór Kristjánsson,
Ásthildur Kristjánsdóttir, Baldur Grétarsson
og afabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
EGILL JÓNSSON
bóndi og
fyrrverandi alþingismaður,
Seljavöllum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suð-Austurlands laugar-
daginn 12. júlí.
Hann verður jarðsunginn frá Bjarnaneskirkju
föstudaginn 18. júlí kl. 14.00.
Halldóra Hjaltadóttir,
Anna Egilsdóttir, Ari G. Hannesson,
Valgerður Egilsdóttir, Ásgeir N. Ágústsson,
Hjalti Egilsson, Birna Jensdóttir,
Eiríkur Egilsson, Elín Oddleifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og tengdadóttir,
SIGURBJÖRG ELÍASDÓTTIR,
Fossvegi 11,
Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar
laugardaginn 12. júlí.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
19. júlí kl. 14.00.
Friðfinnur Hauksson,
Elías Bjarni Ísfjörð,
Guðný Friðfinnsdóttir, Daði Már Guðmundsson,
Aðalheiður Jonna Friðfinnsdóttir,
Þórey Vala Friðfinnsdóttir,
Guðný Friðfinnsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
MAGNÞÓRA J. ÞÓRARINSDÓTTIR,
Didda,
Kirkjuvegi 1,
Keflavík,
áður Húsatóftum Garði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn
11. júlí.
Útför hennar fer fram frá Útskálakirkju fimmtudag-
inn 17. júlí kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Þórarinn S. Guðbergsson, Ingunn Pálsdóttir,
Bergþóra Guðbergsdóttir, Ólafur Sigurjónsson,
Jens Sævar Guðbergsson, Ólöf Hallsdóttir,
Theodór Guðbergsson, Jóna Halla Hallsdóttir,
Rafn Guðbergsson, Rósbjörg Karlsdóttir Olsen,
Reynir Guðbergsson, Salvör Gunnarsdóttir,
Anna Guðbergsdóttir, Kristján Gestsson,
Ævar Ingi Guðbergsson, Svava G. Sigurðardóttir,
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista