Morgunblaðið - 15.07.2008, Side 23
Elskulegi sonur
minn. Það er svo sárt
að kveðja þig. Þú hefð-
ir orðið 67 ára í dag. Þú
varst góður drengur,
þú varst einstakur,
viljugur og alltaf tilbúinn að hjálpa.
Þú varst sterkur en þó svo viðkvæm-
ur. Þú hafðir meiri áhyggjur af öðrum
en sjálfum þér. Þú varst ekki gamall
elsku drengurinn minn þegar þú
veiktist í mjöðm, aðeins 5 ára og lást í
gifsi í rúmt ár á Sjúkrahúsinu í Vest-
mannaeyjum og gekkst síðan með
göngugrind í rúmt ár. En þú kvart-
aðir aldrei. Á sjúkrahúsinu lást þú í
stórri stofu (Salnum) með mörgum
eldri mönnum, þar á meðal var Fær-
eyingur sem þú gast svo vorkennt
vegna þess að hann hafði rifið jakk-
ann sinn. Þú varst að hugga hann,
sagðir að þetta væri allt í lagi, hún
mamma getur alveg gert við þetta
fyrir þig.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Algóður Guð, ég bið þig að blessa
Ágústu konu hans, sem er búin að
vera svo lengi veik og hann hefur ann-
ast svo vel ásamt fjölskyldunni,
Svövu, Öldu Láru og tengdasyninum
Halldóri. Þau voru öll svo samhent.
Sævari þótti svo undurvænt um afa-
börnin sín. Sævar var mikill blóma-
karl, það sést best á ræktun þeirra
Jóhannes Sævar
Jóhannesson
✝ Jóhannes SævarJóhannesson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 15.
júlí 1941. Hann lést
20. mars síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Há-
teigskirkju 3. apríl.
Ágústu við sumarbústað
þeirra. Þar var þeirra
sælureitur enda bústað-
urinn nefndur Unaðs-
hóll. Þar voru gróður-
settar rósir sem hann
hafði mikla elsku á og
einnig trjáplöntur enda
leit reiturinn þeirra út
eins og skógur. Þangað
lá leiðin á skírdagsmorg-
un til að dvelja yfir hátíð-
ina en Sævar komst ekki
nema á pallinn – þar hné
hann niður. Ég sé hann í
anda ganga í stuttbuxum
um reitinn sinn, og sjá vítt til allra
átta og gæla við hverja plöntu.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Prýðið þér lengi landið það,
sem lifandi guð hefur fundið stað
ástarsælan, því ástin hans
allstaðar fyllir þarfir manns.
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
(Jónas Hallgrímsson.)
Góður drengur er fallinn frá svo
snöggt. Elsku Gústa, Svava, Jóhanna
María, Alda Lára og fjölskylda og
hjartkær börnin mín og fjölskyldur,
Guð gefi ykkur styrk í sorginni. „Son-
ur minn sofðu í ró.“ Ég þakka þér allt.
Guð geymi þig. Hinsta kveðja.
Mamma.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 23
urslausa og harðduglega mann, og vin
eins og hann reyndist okkur hjónum.
Okkur er það ljúft að minnast þín og
allra þeirra góðu stunda sem við höf-
um átt saman í ára tugi, í laxveiði,
jeppaferðum, skötuveislum og grill-
veislum, já og þeirri síðustu í sum-
arbústað þínum fáeinum dögum áður
en þú kvaddir þennan heim. Við mun-
um seint gleyma þeirri frábæru stund
með ykkur Höbbý.
Það er svo margs að minnast þegar
sest er niður og litið er til baka yfir
æviferil Magnúsar Jenssonar, þær
minningar munum við geyma með
okkur,en hvar sem hann fór gustaði af
honum, það komst enginn hjá því að
sjá að þarna fór maður sem vissi hvað
hann vildi, maður sem þoldi ekki
slóðaskap eða leti, bara ganga í verkið
og klára það. Þar var engin lognmolla
eða hálfkák, hann gat líka sagt mönn-
um til syndanna ef honum líkaði ekki
við þá eða þeirra gerðir. Maggi var
mikil félagsvera og hafði gaman af að
bjóða til stórra samkvæma enda hafði
hann listakokk og eiginkonu sér við
hlíð, hana Höbbý og yndislegt heimili.
Kæri vinur Maggi, ég þykist vita að
þú sért þegar farinn að reisa hús, og
hafðu það af þeirri stærð sem þér
sæmir.
Við þökkum fyrir að hafa fengið að
vera þér samferða og kveðjum þig
með söknuði og virðingu.
Eiginkonu og fjölskyldunni allri
sendum við okkar samúðarkveðjur.
Á. Inga og Hafsteinn Reykjalín.
Í dag er kvaddur góður félagi og
vinur, Magnús G. Jensson.
Leiðir okkar Magnúsar lágu fyrst
saman á námskeiði fyrir meirapróf
bifreiðastjóra á haustdögum árið
1955. Þar vakti hann athygli með
góðri frammistöðu og skeleggum at-
hugasemdum settum fram með hárri
raust, sem einkenndi hann alla tíð.
Árið 1964 var fyrsti Kiwanisklúbb-
urinn á Íslandi, Hekla, stofnaður og
árið 1966 gekk Magnús til liðs við
okkur og var virkur félagi til æviloka.
Gegndi hann tvisvar embætti forseta
klúbbsins og sinnti fjölmörgum
stjórnar- og nefndastörfum auk þess
að eiga stóran þátt í að bygging Kiw-
anishússins við Engjateig varð að
veruleika.
Þegar ég hóf byggingu sumarhúss
við Meðalfellsvatn í Kjós árið 1968 þá
var Magnús þar fyrir og lentum við
fljótlega í stjórn Félags bústaðaeig-
enda og í framhaldi af því urðu sam-
skipti okkar mikil. Báðir höfðum við
mikla ánægju af laxveiðum og fórum
margar skemmtilegar veiðiferðir vítt
um landið. Nú hin seinni ár fórum við
haustferðir í Veiðivötn á Landmanna-
afrétti og var slík ferð í undirbúningi í
næsta mánuði. Auk áhuga á veiðum
hafði Magnús yndi af ferðalögum al-
mennt og voru þau hjónin samhent í
því.
Hann hafði áhuga á akstri og átti
bíla sem hentuðu vel til ferðalaga og
útilegu jafnt í byggðum sem og á
öræfum.
Fyrir nokkrum árum seldu þau
hjónin sumarhús sitt við Meðalfells-
vatn og keyptu sér annað á bökkum
Ytri-Rangár í landi Ægissíðu. Þar
undu þau hag sínum vel, enda var
Höbbý þar komin á sínar heimaslóðir.
Magnús lærði trésmíði og var um-
svifamikill húsasmíðameistari árum
saman. Rak hann ásamt félögum sín-
um byggingafélögin Miðás og Miðafl,
sem byggðu og seldu íbúðir meðal
annars í Breiðholti. Eftir slit þessara
félaga byggði hann sjálfur nokkur
hús í Grafarvogi.
Ég naut liðveizlu Magnúsar við
byggingu annars sumarhúss míns á
erfiðum tímum í Kjósinni svo og við-
byggingu við hús mitt í Byggðarenda,
sem Magnús sá um árin 2002-3 og
mun hafa verið hans síðasta stóra
verkefni.
Að lokum vil ég þakka Magnúsi G.
Jenssyni fyrir langa og
góða samveru og sendi Höbbýju og
ættingjum öllum innilegar
samúðarkveðjur frá mér og fjöl-
skyldu minni.
Blessuð sé minning hans.
Ólafur G. Karlsson.
Fleiri minningargreinar
um Magnús G. Jensson bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
SENDUM
MYNDALISTA
✝
Ástkær afi okkar, tengdafaðir og langafi,
SVERRIR HERMANNSSON
húsasmíðameistari,
áður til heimilis í
Aðalstræti 38,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 12. júlí.
Auður Elva Jónsdóttir, Snæbjörn Magnússon,
Guðrún Lilja Jónsdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Sverrir Már Jónsson,
Jón Ásmundsson, Sigrún Gunnarsdóttir,
Birkir Már, Katrín og Nói.
✝
Eiginmaður minn elskulegur,
GÚSTAF JÓHANNESSON
organisti,
er látinn.
Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Solveig M. Björling.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
RAGNAR KJARTANSSON,
lést laugardaginn 12. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
18. júlí kl. 11.00.
Helga Thomsen,
Ragnheiður Sif Ragnarsdóttir, Birgir Arnarson,
Regína Hrönn Ragnarsdóttir,
Jóhann Friðrik Ragnarsson, Ragnheiður Pétursdóttir,
Ragnar Örn Birgisson,
Anna Helga Jóhannsdóttir og Sunna María Jóhannsdóttir.
✝
Ástkær frænka mín,
HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Brekkustíg 14,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn
18. júlí kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hlíf Thors Arnlaugsdóttir.
✝
Okkar ástkæra systir og frænka,
MARGRÉT ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Gústa,
áður til heimilis á
Leifsgötu 10,
Reykjavík,
lést á dvalarheimilinu Grund 11. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Aðstandendur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, tengdasonur, afi, langafi og bróðir,
ÞRÁINN PÁLSSON,
Heiðarbrún 67,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 10. júlí.
Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju laugar-
daginn 19. júlí kl. 14.00.
Auður Aðalsteinsdóttir,
Andrea Margrét Þráinsdóttir, Guðjón Sigurðsson,
Aðalsteinn Dagsson, Selma D. Ásmundsdóttir,
Ómar Geirsson, Aksonesuda Sangmee,
Emma Geirsdóttir, Kristján V. Grétarsson,
Andrea Margrét Þorvaldsdóttir,
afabörn, langafabörn og systkini.
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR ÞORSTEINN EINARSSON,
Freyvangi 17,
Hellu,
lést á Landspítala Fossvogi sunnudaginn 13. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Helgi Bjarni Óskarsson, Guðrún Arndís Eiríksdóttir,
Sigríður Ósk Helgadóttir,
Þrúður Helgadóttir,
Óskar Helgason,
Jens Bjarni Sigurðsson.
✝
Elskulegur bróðir okkar,
KNÚTUR HAFSTEINN MATTHÍASSON
frá Hólmavík,
lést á dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði,
miðvikudaginn 10. júlí.
Útförin fer fram frá Heydalakirkju laugardaginn
19. júlí kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á dvalarheimilið
Uppsali.
Fyrir hönd systranna,
Þuríður Matthíasdóttir.