Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ þarf líklega engum að koma á
óvart að kvikmynd byggð á söng-
leiknum Mamma Mia! sem einmitt
heitir Mamma Mia!, skyldi skjótast
beint á toppinn yfir þær kvikmyndir
sem mestum tekjum skiluðu um
helgina í íslenskum kvikmynda-
húsum. Þó svo Pierce Brosnan þyki
enginn stórsöngvari mun það ekki
koma að sök í myndinni, menn fá ein-
faldlega aldrei nóg af ABBA-
lögunum. Sumar og sól og sígildir
smellir á borð við „Super Trouper“,
„Dancing Queen“ og „The Winner
Takes It All“ – geta menn óskað sér
meira í sumarmynd? 9.700 sáu
Mamma Mia! um helgina sem hlýtur
að þykja allgott.
Í öðru sæti er teiknimynd um
pandabjörn sem lærir hina miklu
kung fu-bardagalist. Kung Fu Panda
heitir hún og var í öðru sæti í síðustu
viku einnig. Hins vegar dettur Will
Smith niður um tvö sæti, leikur und-
arlega ofurhetju, Hancock, í sam-
nefndri mynd. Tekjur af sýningum á
henni eftir tvær vikur nema tæpum
17 milljónum króna. Wanted, has-
armynd með Angelinu Jolie, dettur
niður um eitt sæti í það fjórða, 1.771
sá myndina um helgina en hún var
sýnd í fjórum sölum.
Eddie Murphy fer með mörg hlut-
verk í nýjustu mynd sinni. Meet Dave
heitir hún og segir af geimverum sem
koma til jarðar í geimskipi sem lítur
út eins og Eddie Murphy. Skipið fellir
hug til konu einnar og þá flækjast
málin. Murphy er í fimmta sæti en
myndin var frumsýnd í síðustu viku.
Aðrar hreyfingar á listanum koma
ekki á óvart, myndir detta niður um
eitt eða tvö sæti. Tekjuhæst er nýj-
asta myndin um Indiana Jones, 41,4
milljónir króna á átta sýningarvikum.
helgisnaer@mbl.is
Tekjuhæstu kvikmyndir helgarinnar
Mamma mía! Íslendingar
flykkjast á ABBA-mynd
&%!&
!
"#$ %&'(
$
)$ "
&*
+,- .#"/).#!
.#0 $1% %
0
2 &
3+
Dramatík Gömlu kærastarnir hennar mömmu í Mamma Mia! Hver er pabb-
inn? Amanda Seyfried ræðir við Skarsgård, Brosnan og Firth?
KVIKMYNDIN Hellboy II: The
Golden Army fór beint á toppinn
um helgina í Bandaríkjunum á lista
yfir tekjuhæstu kvikmyndir helg-
arinnar. Í kvikmyndinni snýr Ron
Perlman aftu r í hlutverki hins hör-
undsrauða Hellboy en leikstjóri
myndarinnar er hinn spænski Guill-
ermo del Toro sem nú fer að verða
einn eftirsóttasti leikstjóri Holly-
wood. Myndin halaði inn hvorki
meira né minna en 35,9 milljónir
Bandaríkjadala eða rúmlega þrem-
ur milljónum meira en Hancock.
Í þriðja sæti er hins vegar kvik-
myndin Journey to the Center of
the Earth með Anitu Briem í einu
aðalhlutverkanna. Árangur mynd-
arinnar mun hafa farið langt fram
úr björtustu vonum framleiðand-
anna og aflaði þeim um 20,6 millj-
ónir Bandaríkjadala sína fyrstu
sýningarhelgi. Flestar myndirnar í
efstu tíu sætunum falla um sæti en
vonbrigði listans er nýjasta mynd
Eddie Murphy, Meet Dave, sem
20th Century Fox framleiðir og
reikna má með því að Murphy sann-
færist enn um það eftir slakt gengi
myndarinnar, að nú sé mál að linni.
hoskuldur@mbl.is.
Góð byrjun Anitu og
félaga um helgina
1. Hellboy II: The Golden Army
2. Hancock
3. Journey to the Center of
the Earth
4 . WALL-E
5. Wanted
6. Get Smart
7. Meet Dave
8. Kung Fu Panda
9. Kit Kittredge: An American Girl
10. Indiana Jones and the King-
dom of the Crystal Skull
Anita Briem Í hlutverki leiðsögumannsins Hönnu Ásgeirsson í myndinni
Journey to the Center of the Earth sem sýnd er í þrívídd í bíóum vestra.
Tekjuhæstu kvikmyndir vestanhafs
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í BorgarbíóSími 462 3500
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
Meet Dave kl. 6:10 - 8:30 - 10:40 B.i. 7 ára
Big Stan kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
The Incredible Hulk kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára
The Happening kl. 10:20 B.i. 16 ára
Zohan kl. 5:40 - 8 B.i. 10 ára
Sex and the City kl. 10:20 B.i. 14 ára
Mamma Mia kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Hancock kl. 8 -10 (síðustu sýningar) B.i.12ára
Big Stan kl. 6 (síðustu sýningar) B.i.12ára
Mamma Mia kl. 6 - 8:30 - 11 LEYFÐ
Hancock kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
Kung Fu panda enskt tal kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Sex and the City kl. 6 - 9 B.i. 14 ára
650kr.
Eddie Murphy er inn í
Eddie Murphy
í frábærri gamanmynd
fyrir alla fjölskylduna!
Þau komu langt utan úr geimnum...
í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega...
Það er heill heimur inni í honum
sem heldur honum gangandi
Það er kominn
nýr hrotti
í fangelsið...
af minni
gerðinni!
650kr.
- S.V., MBL
eee
650kr.
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
eeee
eee
650kr.
650kr.
650kr.
SÝND SMÁRABÍÓI
Þau komu langt utan úr geimnum...
í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega...
Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi
Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy
í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna!
SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI M. ÍSL. TALI, HÁSKÓLABÍÓI M. ENS. TALI
JACK BLACK SANNAR AF HVERJU HANN ERTALINN
EINN AF FYNDNUSTU GRÍNLEIKURUNUM Í HEIMINUM Í DAG.