Morgunblaðið - 15.07.2008, Síða 33

Morgunblaðið - 15.07.2008, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 33 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 6 - 8 LEYFÐ WANTED kl. 8 B.i. 16 ára CHRONICLES OF NARNIA kl. 5:40 B.i. 7 ára MAMMA MIA kl. 8 - 10:20 LEYFÐ MEET DAVE kl. 8 B.i. 7 ára HANCOCK kl. 10 B.i. 12 ára MAMMA MIA kl. 8 - 10:20 LEYFÐ KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 8 LEYFÐ HANCOCK kl. 10:10 B.i. 12 ára AKUREYRI, OG KEFLAVÍK SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI JACK BLACK SANNAR AF HVERJU HANN ERTALINN EINN AF FYNDNUSTU GRÍNLEIKURUNUM Í HEIMINUM Í DAG. HEITASTA BÍÓMYNDIN Í SUMAR ER KOMIN! SVALASTA BÍÓMYND SÍÐAN THE MATRIX ,,Mörg hasaratriðin eru afar vel útfærð og leynast inn á milli góð gamanatriði...” - V.J.V., topp5.is/Fréttablaðið eee ,,Brjálaður hasar, brútal ofbeldi, skemmtilegir leikarar og góður húmor. Þarf meira?” - Tommi, kvikmyndir.is eee AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI, ÁLFABAKKA, SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA ,SAFARÍK KVIKMYND, BYGGÐ Á SANNSÖGULEGU BANKARÁNI SEM KEMUR SÍFELLT Á ÓVART...,, - Rolling stones eee SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA ,,Ljúfir endurfundir” - Þ.Þ., DV JOSH Martinez var í hópi ungra bleiknefja sem ólust upp við hipp- hopp og fannst eðlilegra að kaupa sér hljóðsmala frekar en rafgítar þegar þeir sneru sér að músík. Hann vakti fyrst verulega athygli fyrir lagið „Deny“ þar sem hann rappar um fjöldamorð Þjóðverja á Gyðingum á fjórða og fimmta áratugnum, en í laginu bregður hann sér í hlutverk hermanns sem berst í seinni heims- styrjöldinni og er einn af þeim sem kemur í Auschwitz-útrýmingar- og þrælkunarbúðirnar. „Deny“ kom fyrst út sem stutt- skífa en síðan á plötu fyrir sex árum, en Martinez hefur verið virkur í hipphoppi í um áratug, bæði sem rappari og líka upptökustjóri hjá öðr- um aukinheldur sem hann hefur rek- ið plötufyrirtæki, einn og með öðr- um. Í upphafi „Deny“ segir Martinez lítillega frá tilurð lagsins og segir að það sé tónlist til að fá fólk til að hugsa. Í raun má líta á það sem eins- konar stefnuyfirlýsingu hans sem tónlistarmanns, varpa ég fram í sam- tali við þann þar sem hann er á leið í Bláa lónið. „Það verður náttúrlega að líta til þess að ég var bara unglingur á þess- um tíma,“ segir Martinez, „og ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Að því sögðu þá vona ég að menn skynji í laginu barnslega ein- lægni, en ekki hroka, því ég vil alls ekki koma fram af hroka, hvorki þá né nú. Ég hef þó reynt að fara aðra leið til að koma skoðunum mínum á framfæri í tónlist og núna gerði ég það með kímni og reyni að nota til þess lagasmíðatækni og hugmyndir úr poppi. Ég reyni að ná til fólks með grípandi laglínum og skemmtilegu viðmóti og vonast svo til þess að eitt- hvað af því sem ég er að gera síist inn, að það átti sig kannski á því seinna að viðlagið sem var svo gríp- andi er líka þrungið merkingu.“ 220 tónleikar á ári Tíu ár eru síðan Josh Martinez tók upp hljóðnemann og byrjaði að rappa og því væri skiljanlegt ef hann væri eitthvað farinn að slaka á. Hann seg- ir þó að því sé öðru nær, undanfarin 7-8 ár hafi hann troðið upp á um 220 tónleikum á ári hverju og ekkert lát á. „Ég er einmitt í miklu stuði um þessar mundir og ætla að vera næstu ár, ætla að koma miklu efni frá mér, en svo fer ég kannski að slaka á,“ segir hann en sem stendur rekur hann fjögur fyrirtæki í Portland í Oregon-fylki, þar sem hann hefur búið síðustu ár, og segist vera með það marga í vinnu hjá sér að hann verði að gefa því stússi meiri tíma. „Það er ekki hlaupið að því að reka fyrirtæki þegar maður er svona mik- ið á ferðinni og einhvernveginn er það svo að það er sama hvað hlutirnir eru komnir í fastar skorður þegar ég fer í hverja tónleikaferð, það er allt í flækju þegar ég sný aftur heim,“ seg- ir Martinez og skellir upp úr. Triangle Productions, plötufyrir- tæki í eigu listamannanna Rain og Beatmakin Troopa, fékk Josh Mart- inez hingað til lands sem aðalnúmer á tónleikum á Organ í kvöld, en einn- ig koma fram Dj Flip frá Írlandi, fyrrverandi heimsmeistari plötu- snúða, og íslensku listamennirnir Introbeats, Arkir og Mælginn. Húsið verður opnað klukkan 21.00. arnim@mbl.is Tónlist sem fær mann til að hugsa Josh Martinez rappar um hluti sem skipta máli á Organ í kvöld Árvakur/Júlíus Hipphopp Josh Martinez og Dj Flip, fyrrverandi heimsmeistari plötusnúða. Í LJÓSI þess að Josh Martinez er að koma hingað í fyrsta sinn má gera ráð fyrir að menn þyrsti fyrst og fremst í að heyra eldra efni frá honum, fái skammt af vinsælustu lögum hans. Spurður um þetta játar Martinez því en bendir á að rétt sé að hafa gæsalappir utan um „vinsælustu“ í setningunni, enda hafi hann ekki beinlínis notið vinsælda. „Alla jafna er dagskráin hjá mér þannig um þessar mundir að 40% hverra tónleika eru eldra efni, „vin- sælustu“ lögin ef þú vilt kalla það svo, 40% eru síðan lög af vænt- anlegri breiðskífu, The World Famous Sex Buffet, og restin (20% fyrir þá sem nenna ekki að reikna) er lög sem ég hef tekið upp með rokkbandinu mínu, POW, Pissed Off Wild, lög sem eiga eflaust eftir að koma mönnum á óvart, enda er það kraftmikið rokk sem brýtur dagskrána skemmtilega upp. Undanfarið hef ég verið að reyna að syngja, en ég hef það seint á dag- skránni þegar ég er orðinn vel mjúkur.“ 40+40+20 The World Famous Sex Buffet EDDIE Murphy skellur til jarðar í orðsins fyllstu merkingu í sumargríninu, hinni vísindaskáldsögulegu Meet Dave, sem er reyndar mjög takmarkað grín þegar upp er staðið. Murphy er í tvöföldu hlutverki geimver- unnar Nr. 1. og geimskips sem lendir í í New York, nán- ast í faðmi Frelsisstyttunnar. Ástæðan fyrir harkalegum lendingarstaðnum er sú að geimverurnar koma frá plán- etu sem er á síðustu orkudropunum og því er gripið til örþrifaráða, að ræna orkubú jarðar. Glórulaus gamanmynd sem státar að vísu af Murphy í aðalhlutverki, en það er ófyndið og asnalegt gauf geim- skipsins“ um götur New York, þar sem Nr.1. verður að hafa uppi á kúlu sem var send til jarðar, hún á að hlaða í sig orkuna. Dave kynnist mæðginum og lendir í klóm réttvísinnar en þetta framandi vélmenni nær ekki teng- ingu við áhorfandann frekar en jarðarbúa. Dapurlegt að horfa upp á frábæra skemmtikrafta Murphys gjörsamlega vannýtta, hann þarf ekki annað en að geifla sig til að fá mann til að hlæja og einu ljósu punktarnir eru fettur og brettur leikarans. En áhorfand- inn þarf á talsvert meiru að halda en grettum í 90 mín- útur, til þess eins að halda meðvitundinni. Ágætar brell- ur en ónýtt handrit og ein slappasta mynd sumarsins til þessa er brotlent á Liberty Island. Maðurinn sem hlunkaðist til jarðar Dapurlegur Skemmtikraftar Murphys eru gjörsamlega vannýttir í kvikmyndinni Meet Dave, að mati gagnrýn- anda Morgunblaðsins. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYND Sambíóin, Smárabíó, Regnboginn Leikstjóri: Brian Robbins. Aðalleikarar: Eddie Murphy, Elizabeth Banks, Gabrielle Union, Scott Caan. 90 mín. Bandaríkin 2008. Meet Dave bmnnn RAPPARINN óþekki, Snoop Dogg, hefur lokið við end- urhljóðblöndun á sí- gildum Johnny Cash slagara sem gefinn verður út á plötu. Slagarinn er enginn annar en „I Walk the Line“, eitthvert þekktasta lag Cash. Plötuna framleiðir sonur Cash, John Carter Cash, og kemur hún til með að heita Johnny Cash Remixed. Sonur Cash segir engan efa á því að faðir sinn hefði orðið hrifinn af endur- hljóðblöndununum. Hann hafi fylgt hefð- um í tónlistinni en þó verið byltingar- kenndur og það eigi við um plötuna. Platan kemur út 14. október í Banda- ríkjunum. Snoop hljóðblandar Cash Snoop Dogg Hvernig skyldi „I Walk the Line“ hljóma í endurútgáfu rapparans? Forvitnilegt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.