Morgunblaðið - 15.07.2008, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 197. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Aðhald ein orsök óhapps
Þrýstingur um fjárhagslegt að-
hald var á meðal orsakaþátta í flug-
óhappi Fokker-vélar Landhelgis-
gæslunnar þegar búnaður við nef-
hjólið brotnaði í Færeyjum 2004.
Ströngustu kröfum var ekki fylgt og
ónothæfum varahlut komið fyrir í
lendingarbúnaði. » Forsíða
Rætt í Evrópunefnd
Forsætisráðherra segir að hug-
myndir um að Ísland taki upp evru
án þess að ganga í Evrópusam-
bandið séu eitt af því sem eigi að
taka fyrir í Evrópunefnd ríkisstjórn-
arinnar. Utanríkisráðherra telur
hins vegar afar ósennilegt að öll 27
ríki ESB myndu samþykkja aðild Ís-
lands að myntsamstarfinu. » 8
Ósáttir við samninga
Kjarasamningur sem undirritaður
var fyrir helgi tryggir læknum
4,14% hækkun og fyrir nýútskrif-
aðan lækni þýðir það 12.000 króna
hækkun. Formaður Félags ungra
lækna segir að leiðrétting á kjörum
ungra lækna fyrir tveimur árum hafi
orðið verðbólgunni að bráð. » 6
Allt að 60 útigangsmenn
Þrjú heimili fyrir útigangsfólk eru
nú rekin í Reykjavík og geta þau
þjónustað 24 einstaklinga í einu.
Hins vegar er gert ráð fyrir að fjöldi
útigangsmanna í borginni sé 40-60
manns á hverjum tíma. » Miðopna
SKOÐANIR»
Staksteinar: Þjóðarfjöll, lúpína,
kamrar
Forystugrein: Ófær evruleið
Ljósvaki: Góðar endursýningar
UMRÆÐAN»
Stórtíðindi – Jón Bjarnason ekki á
móti í dag
Ljósmóðir – forréttindi eða …
Róttækar aðgerðir og mótmælendur
2 2 2
2 3 &
!4#
- *
!
5
2
2
2 2 , 6 (0 #
2 2 2 2 2
7899:;<
#=>;9<?5#@A?7
6:?:7:7899:;<
7B?#66;C?:
?8;#66;C?:
#D?#66;C?:
#1<##?E;:?6<
F:@:?#6=F>?
#7;
>1;:
5>?5<#1*#<=:9:
Heitast 15°C | Kaldast 7°C
Norðan og norð-
vestan 8-15 metrar á
sekúndu og dálítil
rigning norðan til.
Bjart sunnan til. » 10
Booker-verðlauna-
hafinn DBC Pierre
skrifar plötudóm um
nýjustu plötu Sigur
Rósar og gefur fullt
hús stiga. » 29
TÓNLIST»
Mögnuð
hljómfegurð
KVIKMYNDIR»
Mamma Mia! og Hellboy
II í toppsætum. » 30
„Dapurlegt að horfa
á frábæra skemmti-
krafta Murphys
gjörsamlega van-
nýtta,“ segir í dómi
um Meet Dave. » 33
KVIKMYNDIR»
Illa nýttur
grínleikari
AF LISTUM»
Pönkurum borgað til að
pönkast á kerfinu. » 32
TÓNLIST»
Hera fer í tónleikaferð
um Ísland. » 28
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Ragnar Kjartansson látinn
2. Britney blómstrar
3. Eldsneytisverð snarhækkar
4. Fótbrotnaði á báðum fótum
Íslenska krónan veiktist um 0,1%
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
08
-0
08
0
NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is
ANDRÉS Önd er í fyrsta skipti kominn í efsta sæti á bóksölulista hérlendis.
Það er vegleg sérútgáfa af Syrpu-bók sem selst svona vel yfir sumarið en
bókin er tvöfalt lengri en venjuleg Syrpa og er með sögum sem hafa ekki
áður komið fyrir augu íslenskra lesenda.
Liðin eru 28 ár síðan Andrés Önd kom fyrst út á íslensku og að sögn út-
gefanda er ekkert lát á vinsældum andarinnar geðstirðu. | 31
Andrés í efsta sæti
„MAÐUR var fjandi þreyttur eftir
gönguna. Ég hugsa í það minnsta
að ég hefði ekki treyst mér strax í
aðra,“ segir hinn 68 ára gamli Stur-
laugur Eyjólfsson léttur í bragði.
Hann gekk Glerárdalshringinn svo-
nefnda síðastliðinn laugardag á 26
klukkutímum og er sá elsti sem far-
ið hefur alla leiðina.
Gangan er um 50 kílómetra löng
og samanlögð hækkun í henni um
4.000 metrar. Í göngunni er farið
yfir allan fjallgarðinn sem myndar
Glerárdal í Eyjafirði. 24 fjallstindar
eru sigraðir á leiðinni.
Aðspurður segist Sturlaugur
ekki hafa búið sig sérstaklega und-
ir gönguna. „Ég hef bara reynt að
ganga mikið síðustu ár og þá sér-
staklega á sumrin. Við hjónin ætl-
um til dæmis að skella okkur næstu
helgi í Hornstrandagöngu.“
Hann segir jafnframt að gangan
hafi gengið vel en hún hafi verið
ansi erfið á köflum. „Vegalengdin
jafnast á við tvær ferðir á Hvanna-
dalshnjúk. Þessi ganga er þó mun
erfiðari en þangað upp. Svo þreyt-
ist maður líka meira en aðrir þegar
maður er orðinn löggiltur vesaling-
ur,“ segir Sturlaugur og hlær.
Hæsta fjallið í Glerárdalsgöng-
unni er Kerling, sem er um 1.538
metra há. Það lægsta er Hlíðar-
hryggur, sem nær um 1.100 metra
yfir sjávarmál. 10 af þessum 24
fjöllum eru hærri en 1.400 metrar
og fjallshryggjum er fylgt eins og
kostur er í göngunni.
62 fóru alla leið af þeim 94 sem
upphaflega voru skráðir.
haa@mbl.is
68 ára göngugarpur gekk Glerárdalshringinn
Lagði 24 tinda að velli
Í HNOTSKURN
»Glerárdalsgangan var núhaldin í fjórða sinn og
þótti heppnast mjög vel.
»Gangan þykir mjög erfiðenda er farið yfir 11 af 100
hæstu tindum Íslands á leið-
inni. Samtals eru 24 tindar
sigraðir á um það bil sólar-
hring.
»Vegalengdin er um 50kílómetrar og samanlögð
hækkun er um 4.000 metrar.
» Afrek Sturlaugs er mikið.Hann mun vera sá elsti
sem lokið hefur göngunni.
Ljósmynd/Konráð Gunnarsson
Erfið Sturlaugur Eyjólfsson með ferðafélögum sínum við Steinsfjall. Leiðin lá yfir 24 fjallstinda.
RAPPARINN Josh Martinez kemur
fram á tónleikum á Organ í kvöld
með fyrrverandi heimsmeistara
plötusnúða, Dj Flip. Martinez vakti
fyrst athygli fyrir lagið „Deny“ þar
sem hann rappaði um fjöldamorð
Þjóðverja á gyðingum í seinni
heimsstyrjöldinni.
Martinez hefur verið virkur í
hipphoppi í um áratug sem rappari
og upptökustjóri, hefur troðið upp á
um 220 tónleikum á ári seinustu sjö
til átta árin og rekur fjögur fyr-
irtæki í Bandaríkjunum. Árni Matth-
íasson ræddi við þennan merkilega
listamann sem segist vilja rappa um
hluti sem skipta máli. | 33
Dj Flip og Josh Martinez
Hlutir sem
skipta máli
„VIÐUREIGNIN var ógurleg, enda
báðir vanir sem voru hvor á sínum
endanum!“ segir Þórarinn Sigþórs-
son, en hann veiddi sannkallað
tröll, 20 kílóa lax, í Yokanga-ánni í
Rússlandi nýlega.
Laxinn tók fluguna Cascade,
númer sex. Þórarinn upplýsir að
leiðsögumenn í ánni segi þennan
lax þann stærsta sem veiðst hafi á
flugu í ánni.
Þórarinn moldveiddi í ferðinni,
alls 64 laxa. | 11
Risalax í
Rússlandi