Morgunblaðið - 25.07.2008, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Það hefurekki alltafþótt sjálf-
sagt að fyrirtæki
beri ábyrgð á um-
hverfi sínu. Víst er að um-
gengni fyrirtækja er misjöfn
eftir því hvar í heiminum þau
starfa. Samtökin Saving Ice-
land héldu fund í Reykjavík-
urAkademíunni á miðvikudag
þar sem fram komu rithöf-
undarnir Andri Snær Magna-
son og Smarendra Das. Andri
Snær fjallaði um heildarskað-
ann sem álverin valda í heim-
inum og kvað hann mikinn.
„Það sem við vitum ekki er
hvaðan báxítið kemur,“ sagði
hann. Das er frá Indlandi og
hefur rannsakað áliðnaðinn í
15 ár. Lýsti hann því hvernig
iðnaðurinn hefði farið með
fylkið Orissa á Austur-
Indlandi þar sem fjórðu
mestu báxítbirgðir heims er
að finna. Hann vændi álfyr-
irtækin um að segja ekki alla
söguna um afurðina, þeim
hefði tekist að „grænþvo“ sig,
eins og hann orðaði það.
Eins og kemur fram í
fréttaskýringu Önundar Páls
Ragnarssonar blaðamanns í
Morgunblaðinu í dag fylgir
mikið rask námi báxíðs og
vinnslu súráls úr því. Mikill
vandi hefur fylgt því að eiga
við úrganginn frá vinnslunni,
rauða leðju, sem er við-
urkennt umhverfisvandamál.
Ein og hálf til þrjár milljónir
tonna af rauðri leðju verða til
við vinnslu súráls-
ins sem flutt er til
Íslands til áls-
vinnslu.
Talsmenn ál-
félaganna, sem reka álver á
Íslandi, segja að þau vinni í
sátt við yfirvöld og uppfylli
staðla í umhverfismálum.
Fram kemur að Alcan hafi
hætt við að kaupa súrál frá
Orissa af mannréttinda- og
umhverfisástæðum.
Mörg alþjóðleg fyrirtæki,
sem starfa eða láta framleiða
fyrir sig í þróunarlöndunum,
hafa þurft að laga vinnubrögð
sín vegna þrýstings neytenda
um að virða mannréttindi og
draga úr mengun. Neytendur
hafa einfaldlega sniðgengið
fyrirtæki, til dæmis í fataiðn-
aði, sem ekki hafa bætt ráð
sitt. Brot á borð við barna-
þrælkun eiga sér þó víða enn
stað.
Það er rétt hjá Andra Snæ
að hér á landi hefur of lítið
verið rætt um uppruna hrá-
efnisins sem notað er til að
framleiða ál á Íslandi. Um-
hverfisrökin verða lítilfjörleg
ef ekki er vandað til verka
þegar hráefnið er sótt og unn-
ið annars staðar í heiminum.
Hráefnið, sem hér er unnið,
kemur frá Jamaíku, Súrinam,
Bandaríkjunum, Írlandi og
Ástralíu og brátt er von á að
Brasilía bætist við. Hvernig
er málum háttað í þessum
löndum? Ferlið þarf að vera
gagnsætt frá upphafi til enda.
Hafa álfyrirtækin
verið grænþvegin? }Ábyrgð fyrirtækja
Því miður verðamargir
krakkar af erlend-
um uppruna fyrir
ofbeldi og einelti í
skólanum,“ sagði Dane Magn-
ússon, formaður Félags anti-
rasista, í viðtali við Morg-
unblaðið í gær.
Hann hefur sjálfur reynslu
af einelti í skóla og segir það
hafa komið niður á íslensku-
námi sínu því hann vildi helst
ekki vera í skólanum Og hann
hefur orðið fyrir árásum í
miðborg Reykjavíkur „eins
og fleiri útlendingar“.
Íslendingar stæra sig
stundum af því að hér séu
engir fordómar í garð útlend-
inga eða fólks af erlendum
uppruna. Sú mynd er því mið-
ur ekki raunsönn. Allt of oft
berast fréttir af því að ráðist
hafi verið að fólki með ljótu
orðbragði eða jafnvel lík-
amlegu ofbeldi, af því að það
talar ekki íslensku, er af öðr-
um kynþætti eða sker sig úr
meirihluta landsmanna á ann-
an hátt.
Formaður Félags anti-
rasista bendir
réttilega á að þörf
sé að koma
fræðslu í grunn-
skólana og á
vinnustaði. Þá þurfi að fara
yfir það hvernig útlendingar
geti leitað til lögreglunnar
þótt þeir tali ekki íslensku.
Félag anti-rasista á samvinnu
við Alþjóðahús, sem hefur
unnið mikið og gott starf á
undanförnum árum í þágu Ís-
lendinga og útlendinga.
Í því fjölmenningarsam-
félagi, sem óneitanlega er að
myndast á Íslandi, er brýnt
að huga að því að útrýma for-
dómum. Það verður hins veg-
ar tæpast gert í eitt skipti
fyrir öll, heldur verður sífellt
að halda vöku sinni svo for-
dómarnir skjóti ekki upp koll-
inum á ný. Foreldrar verða að
ræða við börn sín um for-
dóma, eins og formaður Fé-
lags anti-rasista bendir á.
Þeir verða að koma börn-
unum í skilning um hvað er
rétt og hvað rangt. Því eins og
formaðurinn bendir á þá er
„verst að gera ekki neitt“.
Foreldrar verða að
ræða við börn sín}Burt með fordómana
U
ndanfarin ár hafa borist fréttir
af mikilli verðbólgu í Simbabve,
nú síðast mældist hún 2,2 millj-
ónir prósenta. Oft hefur mér
þótt íslenskir fjölmiðlar fjalla
um verðbólguna í þessu fjarlæga landi af frek-
ar mikilli léttúð, jafnvel að það hafi verið grín-
tónn í umfjölluninni. Þetta hefur mér fundist
eiga við um alla fjölmiðla landsins og fjöl-
miðlar þess fyrirtækis sem ég vinn fyrir eru
þar engin undantekning. Ef til vill er þetta
eingöngu tilfinning mín og ef til vill er hún
röng en hvað sem því líður hef ég orðið vitni
að því að fólk nefni þessar tölur sem dæmi um
fáránleika.
Verðbólga upp á 2,2 milljónir prósenta virk-
ar eflaust fáránleg og jafnvel hlægileg í eyrum
margra en almenningi í Simbabve er síður en
svo hlátur í huga. Til samanburðar má geta þess að verð-
bólgan á Íslandi mældist í síðustu mælingu Hagstof-
unnar 12,7% og þegar júlímælingin verður gerð opinber í
dag má ætla að verðbólgan verði orðin meiri en það.
Engum dylst að mikill bölmóður er í umræðunni um
efnahagsmál hérlendis og hversu oft höfum við ekki
heyrt að heimili landsins séu að sligast undan verðbólg-
unni? Verðbólgu upp á 12,7%, sem gæti jafnvel farið í
14% áður en hinn margumtalaði verðbólgukúfur er liðinn
hjá. Ímyndum okkur nú að verðbólgan væri 2,2 milljónir
prósenta hér á landi. Til þess að setja þessa tölu í sam-
hengi þýðir það að vara sem fyrir ári kostaði 10 krónur
kostar í dag 220 þúsund krónur. Almennt
verðlag í Simbabve hefur sem sé 22 þúsund
faldast á einu ári.
Tvennt getur valdið svona verðbólgu. Ann-
ars vegar umtalsvert meiri seðlaprentun en
heilbrigt er og hins vegar almennur skortur á
öllum vörum. Mér er svo sem ekki kunnugt
um hvort það er yfirgengileg seðlaprentun
eða skortur á vörum sem veldur ástandinu í
Simbabve en báðir þessir þættir geta átt ræt-
ur að rekja til óstjórnar. Miðað við þær sögur
sem heyrst hafa frá Simbabve er ekki ólíklegt
að þar hafi seðlaprentun verið yfirgengileg
og að skortur ríki, enda haldast þessir þættir
yfirleitt í hendur. Haldist þeir ekki í hendur
leiðir verðbólgan yfirleitt til skorts og höfum í
huga að honum fylgir oftast mikil eymd og
neyðarástand. 2,2 milljóna prósenta verð-
bólga lýsir engu öðru en eymd.
Við Íslendingar þekkjum mikla verðbólgu enda er
ekki nema aldarfjórðungur síðan verðbólgan hér náði
100%. Við bárum gæfu til þess að vinna bug á þeirri
verðbólgu en reynslu okkar vegna ættum við að hafa
meiri skilning á því ástandi sem ríkir í Simbabve.
Almenningur í Simbabve reynir að gera eins gott úr
stöðunni og hægt er – það er mannlegt eðli – og hefur
sennilega lítinn áhuga á því hvernig fjallað er um landið í
íslenskum fjölmiðlum. En eiga íbúar Simbabve það ekki
skilið að við fjöllum um líf þeirra af virðingu?
sverrirth@mbl.is
Guðmundur
Sverrir Þór
Pistill
Sýnum virðingu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
Þ
ótt ál sé silfurgrátt eru
ýmsir aðrir litir tengdir
við það. Til dæmis
grænn, vegna þess að
hérlendis verður orkan
til framleiðslunnar til án losunar
gróðurhúsalofttegunda og ál er á
margan hátt umhverfisvænna í notk-
un en stál og járn, er t.d. gott í end-
urvinnslu. Aðrir mála álframleiðsl-
una öðrum og dekkri litum. Hluti af
því tengist hráefnum hennar, jarð-
vegsefnum sem nefnast báxíð og sú-
ráli sem úr þeim er unnið. Þ.e. að ís-
lenska framleiðslan sé aðeins hluti af
stærra og ógnvænlegra samhengi.
Súrálsvinnsla fer fram víða um
heim, t.d. í Bandaríkjunum, Indlandi
og Ástralíu, á eyjum Karíbahafsins, í
Írlandi og Suður-Ameríku. Yfirleitt
eru yfirborðsnámur, stórar að flat-
armáli, uppspretta hráefnisins.
Stundum þarf skóglendi að víkja fyr-
ir þeim. Aðferðin við vinnslu súráls
kallast Bayer-hringrás. Hún byggist
aðallega á blöndun vítissóda við báx-
íð og upphitun þeirrar blöndu undir
þrýstingi. Við það eru sum efni skilin
frá en önnur verða eftir. Úrgang-
urinn er rauð leðja sem er við-
urkennt umhverfisvandamál. Leðj-
unni er dælt í opnar tjarnir, allt að
45 hekturum að flatarmáli, sem svo
eru látnar þorna upp. Það getur
valdið foki. Lengi vel var rauðri leðju
víða veitt út í hafið. Þetta hljómar
ekki vel, en á síðari árum hefur hins
vegar verið reynt að minnka áhrif
þessa. T.d. að klæða tjarnirnar með
einangrandi lagi til að hindra leka,
vökva yfirborð þeirra til að hindra
fok, moka yfir þær og græða svo
landið. Viðmælendur segja losun í
haf óþekkta nú til dags. Einhver
námafyrirtæki gera eflaust það sem
þau geta, á meðan önnur standa sig
afar illa.
En hvaðan kemur þá súrál til Ís-
lands? Láta Íslendingar fram-
leiðsluaðferðirnar sig einhverju
varða? Almennt virðist útvegun hrá-
efna standa Íslendingum í álfram-
leiðslu fjarri og þau mál vera að
stórum hluta á könnu hinna erlendu
móðurfélaga. Að sögn Ágústs F.
Hafberg hjá Norðuráli fær álverið á
Grundartanga hráefni frá Jamaíku
og Súrínam í gegnum evrópsk hrá-
efnisfyrirtæki, t.d. BHP Billiton og
Glenncore. Móðurfélagið Century
Aluminum rekur ásamt námafyr-
irtækinu Noranda báxíðnámur á
Jamaíka og súrálsvinnslu í Gra-
mercy í Louisiana í Bandaríkjunum.
Norðurál hafi framleiðslusamninga
við námafyrirtækin og móðurfélagið
sjái um þau viðskipti. Ágúst segir
fyrirtækin vinna í fullri sátt við yf-
irvöld og hafa metnaðarfull markmið
í umhverfis- og öryggismálum.
Magnús Þór Gylfason hjá Rio
Tinto Alcan í Straumsvík segir allt
súrál koma til þeirra frá Texas og Ír-
landi fyrir milligöngu móðurfélags-
ins. Kröfur séu gerðar til birgja ál-
versins um að uppfylla ákveðna
staðla í umhverfismálum. Móð-
urfélagið geri þær kröfur fyrir hönd
Alcan á Íslandi. Alcan hafi m.a. hætt
við að kaupa nokkurt súrál frá Or-
issa á Indlandi fyrir nokkrum árum
af mannréttinda- og umhverf-
isástæðum.
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
Alcoa Fjarðaáls, segir allt súrál sem
álverið notar ástralskt, frá fyr-
irtækjum innan Alcoa-samsteyp-
unnar. Hins vegar eigi að skipta um
birgja og fá súrál frá Consórcio Al-
umar í São Luís í Brasilíu til fram-
tíðar. Það tilheyrir einnig Alcoa. Að-
spurður segir Tómas Már báxíð- og
súrálsvinnsluna eðlilegan hluta af
því að búa til „græna málminn“, hún
breyti því ekki að ál sé umhverf-
isvænn málmur.
Hér á landi eru framleidd 790.000
tonn af áli á ári og flutt inn 1.520.000
tonn af súráli. Við framleiðslu þess
verða til ein og hálf til þrjár milljónir
tonna af rauðri leðju á hverju ári.
Kannski er íslenskt ál því hvorki
leðjurautt né grænt, en einfaldlega
silfurgrátt.
Hvernig er græni
málmurinn á litinn?
6!7
/
/
8
)%
9 Úrgangsjarðvegur súrálsvinnslu
hefur pH-gildi um 13, er semsagt
álíka basískur og bleikiefni til
heimilisnota. Það er m.a. vegna
mikillar notkunar vítissóda við
vinnslu súrálsins úr báxíðinu.
Blandaður vatni kallast þessi jarð-
vegur rauð leðja (e. red mud). Hún
inniheldur einnig mikið magn
brennisteins. Árlegt magn rauðrar
leðju sem verður til í heiminum er
um 70 milljónir tonna, að sögn Red
Mud Project, samtaka sem berjast
fyrir lausnum á vandamálum sem
þessu fylgja.
Á Íslandi er ál (e. aluminium/
aluminum) unnið úr súráli (e. al-
umina). Það er gert með rafgrein-
ingu í 960 gráðu heitum kerjum
fylltum af raflausn. Súrálið sjálft er
innflutt hvítleitt duft. Það er unnið
úr báxíði (e. bauxite), sem er jarð-
vegur, ríkur af vatnsbundnu áloxíði
og hýdroxíðum. Þegar súrálið er
framleitt úr báxíðinu nefnist úr-
gangur framleiðslunnar rauð leðja.
Hún þykir ekki holl umhverfinu.