Morgunblaðið - 25.07.2008, Page 23

Morgunblaðið - 25.07.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 23 MINNINGAR ✝ Vigdís Matt-híasdóttir fædd- ist í Hamarsbæli við Steingrímsfjörð 5. nóvember 1930. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingveldur Jónsdóttir f. á Húsavík í Stranda- sýslu 16. maí 1902, d. 7. mars 1950, og Matthías Aðal- steinsson, f. á Hey- dalsá, Strandasýslu, 19. desem- ber 1888, d. 29. janúar 1973. Alsystkini Vigdísar eru. Einar Magnús, Knútur Hafsteinn, Þur- íður Aðalsteina og Sigríður Fanney og sammæðra er Hulda Lilja Sigríður Þorgeirsdóttir. Eiginmaður Vigdísar var Lýð- ur Sigmundsson, f. á Skrið- insenni í Strandasýslu 17. apríl 1911, d. 1994. Dótt- ir Vigdísar og Sveins Krist- inssonar er Ingv- eldur Matthildur, f. 29. mars 1953, gift Guðna G. Jónssyni. Börn Vigdísar og Lýðs eru: Jóhanna, f. 1957, maður hennar er Hlynur Eggertsson, Sig- mundur, f. 1960, kona hans er Þor- gerður Benón- ýsdóttir, Ingþór f. 1963, d. 2000, og Grétar, f. 1964, d. 1993. Vigdís og Lýður bjuggu á Hólmavík til ársins 1961, en þá fluttu þau á Akranes. Hún var lengst við fiskvinnslustörf á Akranesi. Útför Vigdísar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13. Ég á svo margar myndir í hugan- um af ömmu Dísu. Sitjandi í eldhús- inu á Vallarbraut með kaffi að rugga sér í stólnum sínum. Ég get lokað augunum og verið þar með henni núna. Ég heyri í hljóðinu í kaffivél- inni, lágri tónlist í útvarpinu og við horfum út um gluggann. Einu sinni voru alltaf hestar á túninu á móti blokkinni hennar ömmu. Ég man hvað henni fannst gaman að fylgjast með hestunum og við frændsystkinin gerðum okkur oft ferð yfir til þeirra með brauð. Síðan var líka agalega mikið sport að fara niður í kjallara í eltingaleik. Svo komum við upp laf- móð og fengum mjólk og oft nýbak- aðar kleinur. Algjört Æði. Við vorum alltaf að leika saman heima hjá ömmu og afa. Það er svo magnað að hugsa um það í dag hvað hún fór létt með að halda heimilinu gangandi. Það var allt svo flæðandi. Enda var hún ekk- ert að tvínóna við hlutina. Ég get ekki annað en brosað þegar ég hugsa um ömmu Dísu taka slátur heima í Sig- túnum með mömmu. Ég sé hana ljós- lifandi fyrir mér hræra saman blóð- mör í stórum bala. Ég hafði aldrei séð annað eins átta ára gömul. Eða elda hangikjöt fyrir alla fjölskylduna á jóladag. Það voru svo skemmtileg jólaboð, allir saman að borða góðan mat og amma á þönum að sjá um að allt væri í lagi. Ég man varla eftir því að hún hafi sest niður til að borða, allavega ekki fyrr en allir voru löngu byrjaðir. Það var sko ekkert verið að drolla við að koma hlutunum í verk. Ömmu fannst líka gaman að prjóna og hún var oft búin að prjóna mörg pör af ullarsokkum og þá fékk ég stundum að velja mér eitt þegar ég kom í heimsókn. Ég man hvað mér þótti vænt um rauðu og svörtu ull- arsokkana sem hún prjónaði. Það eru svo margar fallegar minningar sem ég á um ömmu. Það var svo gott að kíkja í kaffi til hennar, hún sagði allt- af „þetta gengur vel hjá þér“, sama hvað ég var að gera. Ég er svo þakklát fyrir þessa daga sem ég átti með ömmu uppi á Akra- nesi áður en ég fór út. Hún var orðin mjög veik en vildi bara vera heima og við áttum ekkert að hafa neinar áhyggjur af því. Ég dáist að þessu hugrekki og æðruleysi sem hún bjó yfir. Þegar ég kvaddi hana, sagði hún við mig „Þetta verður allt í lagi Sylvía mín“. Ég veit að þér líður vel núna amma mín, takk fyrir allar fallegu stundirn- ar sem við áttum saman. Ég hugsa til þín og ég hugsa til allra heima. Þín Sylvía. Mig langar að minnast systur minnar Vigdísar Matthíasdóttur eða Dísu eins og hún var kölluð. Hún lést 16. júlí og jarðsett verður 25. júlí. Það var stutt á milli systkina, Knútur bróðir lést 10. júlí og jarðsettur 19. júlí. Dísa var búin að vera veik und- anfarið en ég hélt að hún næði heilsu aftur, en svo var ekki. Dísa vann alltaf mikið og hlífði sér ekki. Þau Lýður áttu saman 5 börn svo að það var nóg að gera. Ég sakna Dísu systur minnar mjög mikið, það var mjög kært með okkur systrum. Nú veit ég að henni líður betur. Ég kveð hana með þökk í huga. Ég vil votta börnum hennar og öðr- um aðstandendum samúð mína. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Ég kveð þig elsku Dísa mín, Guð geymi þig og varðveiti. Þín systir Þuríður. Elsku Dísa, ég varð dapur og sorg- mæddur þegar ég frétti að þú hefðir kvatt þetta líf. Þú hafðir reyndar ver- ið mikið veik, en ég bjóst ekki við að þetta bæri svo brátt að, eins og það gerði. En ég trúi því, og veit að þér líður óskaplega vel núna, í faðmi Guðs. Þú átt það svo skilið, því að lífið fór ekki allt of mjúkum höndum um þig. En þú átt allt það besta skilið. Þú varst góð kona, og ég þakka þér fyrir það sem þú gafst mér í gegnum árin. Einnig það sem ég lærði af þér, þú munt eiga stað í huga mér og hjarta alla tíð. Ég sendi öllum ættingjum og vin- um innilegar samúðarkveðjur, Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Vilhjálmur Matthíasson. Örfá fátækleg minningarorð frá mér til þín, Dísa mín, og þökk fyrir okkar góðu kynni. Það var aldeilis happ fyrir hann Lýð móðurbróður minn þegar hann eignaðist þig fyrir konu, hann var nú orðinn nokkuð fullorðinn og við vor- um farin að halda að kallinn gengi ekki út, en þá hittust þið og hófuð sambúð í Mattabænum í Norðurfjör- unni á Hólmavík og bjugguð síðar í Reykjavík og seinna á Akranesi. Alltaf var jafn-gott að koma til ykkar, þið voruð alltaf svo dugleg, alltaf að vinna, ekki alltaf miklir fjár- munir til að spila úr en því meiri hjartahlýja og vel tekið á móti öllum sem litu inn, oft kom fullt af fólki sem var á ferðinni og kom við án þess að gera boð á undan sér og þið heima í hádegishléi á virkum degi, og þá var Dísa fljót að töfra fram á einhvern dularfullan hátt mat fyrir alla á „nó tæm“, eins og sagt er, og kaffisopa á eftir, sem mig minnir að hafi verið mun bragðbetra en annað kaffi á ferðalögum. Og ekki síst: alltaf tímakorn til að setjast niður og spjalla og fá fréttir að norðan. Þú varst svo félagslynd og hafðir yndi af að hitta fólkið ykkar, Ég minnist margra góðra stunda með ykkur í góðra vina hópi að syngja gömlu, góðu lögin okkar með gítar og harmonikku. En það er ekki alltaf skin í lífinu, það voru erfiðar stundir þegar dreng- irnir ykkar féllu frá í blóma lífsins, þeir Grétar og Ingi. Ég og fjölskyldurnar mínar send- um innilega samúðarkveðju til ykkar Hönnu, Simma, Ingu og systranna og fjölskyldna ykkar. Ásdís Jónsdóttir. Vigdís Matthíasdóttir ✝ Óskar KristinnJúlíusson húsa- smíðameistari fædd- ist í Reykjavík 20. febrúar 1919. Hann lést hinn 18. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru María Sím- onardóttir, f. á Bjarnastöðum í Ölfusi 1894, d. 1983, og Júl- íus Gottskálk Lofts- son múrari, f. á Krossi í Ölfusi 1892, d. 1970. Systkini Ósk- ars eru Lovísa, f. 1916, d. 1989, og Alfreð, f. 1930. Eiginkona Óskars er Þórunn Sveinbjarnardóttir, f. í Reykjavík 23. apríl 1921. Börn þeirra eru Gunnar S. arkitekt, f. 18. maí 1944, kvæntur Guðfinnu Finnsdóttur, Kristjana hjúkrunarfræðingur, f. 22. ágúst 1948, maki Magnús Tryggvason, og Ingi vélfræðingur, f. 15. maí 1958, kvænt- ur Þórönnu Tryggva- dóttur. Barnabörnin eru 8 og barna- barnabörn 11. Óskar nam tvær iðngreinar, húsasmíði og skipasmíði. Hann vann á yngri árum sem skipasmiður en lengstan hluta starfsævi sinnar sem verkstjóri í Völundi. Útför Óskars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Í dag kveðjum við tengdaföður minn, Óskar Kristin Júlíusson, á 90. aldursári. Óskar fæddist í skugga spænsku veikinnar. En hann fæddist í kufli eins og hann sagði sjálfur sem var tal- ið mikið gæfumerki. Og Óskar var gæfumaður. Hann tók vel á móti mér er við Ingi rugluðum saman reytum og fluttum í kjallarann hjá þeim í Álfheimunum. Alltaf tilbúinn til að aðstoða ef eitt- hvað var. Eins kynntist ég Óskari vel í Skorradalnum, þar sem við vorum mikið með börnin okkar. Þaðan eig- um við margar góðar minningar, minningar um gleði og samkennd, þar sem fjölskyldan kom saman og hlóð batteríin í yndislegu umhverfi. Ég held að hann hafi hvergi frekar viljað vera. Óskari féll aldrei verk úr hendi, hann gekk fumlaust til verka og manni fannst hann gera alla hluti fyr- irhafnarlaust og öllu skilaði hann af sér óaðfinnanlegu. Hann var traustur maður, það var hægt að treysta því að það sem hann sagði, það stóð. Hann byggði fjölskyldunni fallegt heimili í Álfheimum og uppi í sum- arbústað byggði hann allt frá grunni og munu verk hans bera honum vitni um ókomna tíð. Útskurður var m.a. hans áhugamál og hann hafði ótrú- lega hæfileika, sem mörg listaverkin bera vitni um. Ég er heppin að hafa átt Óskar sem tengdaföður og að börnin mín áttu hann fyrir afa. Hlýja hans í þeirra garð gleymist ekki. Það er erfitt að vera svona langt í burtu og geta ekki fylgt honum í dag, en við kveðjum Óskar með söknuði og virðingu. Þóranna. Nú kemur að kveðjustund. Hann afi hefur kvatt þennan heim. Þegar ég skrifa þessi orð virðist það mjög óraunverulegt að hann taki ekki á móti mér opnum örmum þegar ég kem heim. Hvernig getur hann sem alltaf hefur verið til verið farinn? Það er huggun harmi gegn að hvíldin var honum kærkomin. Eftir standa ótelj- andi minningar sem alltaf munu fylgja mér. Hann afi var traustur og vænn og lét manni alltaf líða vel í ná- vist sinni. Hann þreyttist aldrei á því að segja söguna af því hvernig hann kynntist henni ömmu. Ást þeirra lýsti upp hversdagsleikann. Missirinn er því mikill og enginn sem getur fyllt í skarðið. Ég kveð þig hér með elsku afi, þangað til við hitt- umst aftur. Þórunn. Við kveðjum kæran bróður og föð- urbróður, Óskar Kristin Júlíusson, með hlýhug og þakklæti. Minningarnar um hann eru marg- ar og rifjast þær upp hver á fætur annarri þegar komið er að kveðju- stund. Tengsl bræðranna, Óskars og Al- freðs, voru náin enda bjuggu þeir alla tíð á sama stað. Fyrst á Sólvallagöt- unni í foreldrahúsum þar sem Óskar og fjölskylda leigðu efri hæðina og Al- freð og fjölskylda kjallarann. María og Júlíus, foreldrar þeirra, sem áttu húsið, bjuggu svo á miðhæðinni. Þetta var hlýlegt samfélag þar sem þrjár kynslóðir bjuggu. Svo fengu bræð- urnir saman lóð í Álfheimum 7 þar sem þeir byggðu og fluttu inn árið 1960, Óskar og fjölskylda á efri hæð- inni og Alli og fjölskylda á þeirri neðri. Þau voru ófá handtökin sem Óskar lagði til við byggingu hússins. Óskar var húsasmíðameistari að mennt. Hann var alltaf að smíða og var hann mikill hagleiksmaður í höndunum og var útskurður hans yndi, sérstaklega eftir að hann lét af störfum. Margir fallegir munir eru eftir hann, bæði heima og í sumarbú- staðinum þeirra Unnu í Skorradaln- um sem var þeirra sælureitur. Óskar vann allt sitt líf hjá Völundi. Hann hafði líka stórt smíðaherbergi í Álf- heimunum þar sem hann meðal ann- ars smíðaði báta og hraðbáta sem voru sannkölluð listasmíð og sjást þeir enn á Þingvallavatni og Skorra- dalsvatni. Frá mörgu skemmtilegu er að minnast frá uppvaxtarárum okkar í Álfheimunum eins og kvöldkaffinu þegar setið var yfir skemmtilegum sögum og glensi, eins og honum var svo tamt. Margar ferðirnar voru farn- ar í samfloti þar sem systkinin þrjú, Lúlla, Óskar og Alli, ásamt foreldrum og fjölskyldum þeystu í Þrengslin í berjamó eða bara um Reykjanesið til að skoða og setjast út og fá sér hress- ingu. Í minninguni var hann alltaf hamingjusamur maður með Unnu eiginkonu sinni og fjölskyldu, tryggur og glaður. Kæra Unna og fjölskylda, megi hann sem öllu ræður gefa ykkur styrk í sorginni. Alfreð og dætur. Ég vil minnast elskulegs móður- bróður míns með örfáum orðum. Ósk- ar var ákaflega traustur og vandaður maður. Hann var mjög hagur smiður og ég man vel hvað vatnabátarnir voru fallegir sem hann smíðaði við frumstæð skilyrði í kjallarnum hjá sér. Seinna skar hann í tré svo fall- lega gripi að varla verður betur gert. Alltaf var notalegt að koma í heim- sókn til Óskars og Unnu hvort sem var í Álfheimana eða í sumarbústað- innn, hlýhugurinn og ástúðin voru svo innileg. Enginn getur flúið örlög sín og nú er komið að kveðjustund en eft- ir lifir minningin um góðan dreng. Ég vil senda Unnu, börnunum þeirra og fjölskyldum innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Jónu. Júlíus Már Þórarinsson. Óskar K. Júlíusson ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá Hróarsstöðum, Víðilundi 24, Akureyri, lést mánudaginn 21. júlí á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 1. ágúst kl. 11.00. Hjörtur Hermannsson, Rannveig Gísladóttir, Svala Hermannsdóttir, Bárður Guðmundsson, Sigurður Hermannsson, Antonía Lýðsdóttir, Stefán Hermannsson, Brynjar Hermannsson, Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BERGSSON, Ketilsstöðum, lést miðvikudaginn 23. júlí á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöðum. Elsa Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Halldóra S. Jónsdóttir, Birgir Sigfússon, Bergur Jónsson, Olil Amble, Ragnheiður Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Einar Valur Oddsson, afabörn, langafabörn og aðrir aðstandendur. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.