Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 7 FRÉTTIR Sumarfríið hefst í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Í verslunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar færðu allt sem þú þarft fyrir ferðalagið: Sólarvörn, myndavél, strandtösku, sólgleraugu, stuttbuxur, i-Pod, tímarit og ekki má gleyma gjald- eyrinum. Njóttu þess að gera góð kaup í upphafi ferðarinnar og vertu klár á ströndina um leið og þú lendir á áfangastað. www.airport.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L E 40 91 7 06 .2 00 8 SNJÓSKAFLINN í Gunnlaugs- skarði vestan við Kistufell í Esjunni hefur hopað hratt síðustu daga og er nú nær öruggt að hann bráðni með öllu á næstunni, enn eitt árið. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veð- urstofustjóri, segir skaflinn ágætan mælikvarða á hitasveiflur. Frá síð- ari hluta 19. aldar fram til 1929, eða þar um bil, hafi skaflinn aldrei bráðnað. Fram til 1960 hafi hann horfið mörg árin, en síðan aldrei fram til aldamóta. Síðan hafi hann alltaf bráðnað. baldura@mbl.is Senn snjó- laust í Gunn- laugsskarði Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hopar Nokkuð gekk á snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í gær, enda hitinn á höfuðborgarsvæðinu vel yfir tuttugu stigin. Embættistaka forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, verður á morgun, föstudaginn 1. ágúst. Athöfnin hefst með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur ættjarðarlög á Austurvelli frá kl. 15. Að því loknu gengur forsetinn ásamt fríðu föruneyti að Dómkirkj- unni þar sem fram fer helgistund í umsjá biskups Íslands. Öllum er heimilt að vera við helgistundina í kirkjunni meðan húsrúm leyfir á efri hæðinni. Um kl. 16 er gengið úr kirkju til Alþingishússins. Samkvæmt kúnstarinnar reglum er ráðamönnum þjóðarinnar og öðr- um sem þátt taka í athöfninni skipað í sæti í þingsalnum, t.d ganga for- setahjónin ásamt handhöfum for- setavalds og biskupi í þingsalinn þegar allir eru sestir og rísa þá við- staddir á fætur. Að athöfn lokinni, er forsetinn hefur formlega verið settur í embætti, er þjóðsöngurinn sung- inn. Ríkisútvarpið hljóðvarp og sjón- varp hefur beina útsendingu frá at- höfninni. Gjallarhorn verða við Al- þingishúsið og Dómkirkjuna svo að þeir sem kunna að vera utan húss heyri það sem fram fer bæði í kirkju og þinghúsi. sunna@mbl.is Embættis- taka for- setans Athöfn í Dómkirkju og Alþingishúsinu Ólafur Ragnar Grímsson HEILSUGÆSLA höfuðborgar- svæðisins mun eiga fund í dag með fulltrúum SEM samtakanna (Sam- taka mænuskaddaðra). Samtökin hafa mótmælt meintri mannfyrir- litningu í útboði Heilsugæslunnar varðandi persónulega þjónustu við tólf mikið fatlaða einstaklinga. Jónas Guðmundsson, fjármála- stjóri Heilsugæslunnar, sagði að far- ið hefði verið í útboðið til að ráða bót á manneklu í umræddri þjónustu. Eitt tilboð hefði borist og því verið hafnað. Hann sagði að í starfsemi sem þessari væri alltaf starfsmanna- velta og sumar stofnanir hefðu farið þá leið að leita til verktaka. Útboð væri önnur aðferð við að fá starfs- fólk. Jónas sagði að heilbrigðisstofnan- ir störfuðu innan ákveðins ramma og það væri ekki þeirra að breyta þeim ramma, heldur frekar stjórnvalda. Hann sagði að Heilsugæslan mundi hafa samráð við SEM samtökin vegna málsins og að boðaður væri fundur með þeim í dag til að ræða þetta mál sérstaklega. gudni@mbl.is Fundur um umönnun Í FRÉTT Morgunblaðsins í gær þar sem greint var frá því að túnþökur hafi verið lagðar á ráðhústorgið á Akureyri, var vitnað til viðmælanda sem hafði röng ummæli eftir Tóm- asi Inga Olrich um skipulag torgsins. Haft var eftir viðmæl- anda að Tómas Ingi hafi á sín- um tíma sem yfirmaður skipu- lagsnefndar sagt að hellulagt myndi torgið auka unglinga- drykkju. Að sögn Tómasar Inga er þetta rangt og eru þessi ummæli honum óviðkom- andi. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Rangt haft eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.