Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 15 ERLENT EHUD Olmert, forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti í gær, að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri sem leiðtogi Kadima-flokksins í september nk. og myndi því segja af sér embætti strax og nýr leiðtogi hefði verið kjörinn. Búist hafði verið við tilkynningu frá Olmert þessa efnis en hún jafn- gildir því, að hans pólitíska ferli sé um það bil að ljúka. Á hann raunar ekki annarra kosta völ vegna þeirrar sakamálarannsóknar, sem nú stend- ur yfir, en hann er grunaður um hafa gerst sekur um spillingu og mútu- þægni er hann hann var borgarstjóri í Jerúsalem og gegndi embætti við- skiptaráðherra. Miklar getgát- ur eru um líkleg- an eftirmann Ol- merts í embætti og sigurvegara í leiðtogakjörinu í Kadima-flokkn- um 17. september nk. Þykir Tzipi Livni utanríkis- ráðherra standa vel að vígi en hún er nýtur mikilla vinsælda, og tveir aðrir eru nefndir, þeir Shaul Mofaz, samgönguráðherra og einn af þrem- ur aðstoðarforsætisráðherrum, og Avi Dicheter, fyrrv. yfirmaður ör- yggislögreglunnar. svs@mbl.is Ehud Olmert boðar afsögn Í HNOTSKURN » Ehud Olmert varð for-sætisráðherra í Ísrael að loknum kosningum í apríl 2006 en þá vann Kadima-flokkurinn góðan sigur. » Þetta sama sumar áttu Ísr-aelar í stríði við Hizbollah- hreyfinguna í Líbanon og þótti það hin mesta sneypuför. » Til að kóróna klúðrið hef-ur Olmert síðan verið sak- aður um spillingu. Ehud Olmert Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TAKIST Verkamannaflokknum að ná aftur vopnum sínum, sannfæra kjósendur um afrek sín við stjórnar- taumana síðustu ellefu árin og útmála íhaldsmenn þannig að þeir séu úr takti við áskoranir næstu ára þá á stjórn Gordons Brown möguleika á að halda völdum, þvert á allar kannanir. Þetta er öðrum þræði inntak um- deildrar greinar Davids Milibands ut- anríkisráðherra Bretlands í blaðinu The Guardian í gær, þar sem hann lít- ur yfir farinn veg og þau mistök sem stjórnir Tonys Blair og Brown hafi gert á liðnum árum (sjá ramma). Miliband minnist hins vegar ekki einu orði á Brown forsætisráðherra og væna nokkrir samherja þess síð- arnefnda utanríkisráðherrann unga um að ýta undir orðróm um að látið verði sverfa til stáls á komandi flokks- þingi, þar sem andstæðingar Browns muni geri atlögu að honum. Neitar að svara spurningum Þau viðbrögð Milibands að vísa frá ítrekuðum spurningum á blaða- mannafundi með Franco Frattini, ut- anríkisráðherra Ítalíu, í gær um hvort hann muni sækjast eftir leiðtogasæt- inu hafa ekki slegið á vangaveltur þar um, að því er fram kemur á vef The Daily Telegraph. Var þar einnig haft eftir nánum, ónafngreindum samherjum Browns að með greininni hefði Miliband ekki einvörðungu sýnt fram á dómgreind- arskort, heldur einnig afhjúpað að þar færi eiginhagsmunaseggur, ótryggur flokkshagsmunum. Fremstur í goggunarröðinni Dagblaðið The Independent hefur hins vegar eftir félögum Milibands að ætlunin sé ekki að minna á að hann sé fremstur í goggunarröðinni komi til þess að Brown verði settur af. Málið snúist um að minna á þá staðreynd að forsætisráðherrann hafi reynst mátt- vana í gagnsókn sinni gegn fylgisaukningu íhaldsmanna, undir forystu Davids Cam- eron, þar sem al- menningur sé einfald- lega hættur að hlusta á leiðtogann. Á hinn bóginn hef- ur blaðið eftir Mili- band að hann útiloki ekki að umræða um forystu Verka- mannaflokksins hefjist á ný eftir sum- arleyfi og tók þar með í sama streng og Jack Straw, annar þungavigtar- maður í flokknum, sem rætt hefur verið um sem arftaka flokksleiðtog- ans. Þá neitaði Harriet Harman, vara- leiðtogi flokksins og starfandi for- sætisráðherra í leyfi Browns, því í annað sinn í gær að hún sæktist eftir leiðtogasætinu á næstunni. Skrif Milibands valda titringi í stjórn Brown Breski utanríkisráðherrann minnist ekki á leiðtoga sinn David Miliband Gordon BrownJack Straw STUTT Dómsmálaráð- herra hefur skip- að Helga Jóhann- esson, hæsta- réttarlögmann, formann mats- nefndar eign- arnámsbóta og Allan V. Magnús- son, héraðsdóm- ara sem varafor- mann nefndarinnar. Skipunin gildir í fimm ár frá 24. ágúst nk. að telja. Helgi formaður Helgi Jóhannesson Eftir Helgu Mattínu Björnsdóttur Grímsey | Sigurður Bjarnason eig- andi Vélaverkstæðis S.I.B í Gríms- ey er verktaki við færslu á garði við höfnina og dýpkun. Þessum framkvæmdum, sem hófust fyrir rúmum mánuði, fylgir töluvert rót og rask og miklir grjótflutningar. Lengja á bryggjuna um 20 metra til að skapa betra legupláss fyrir bátana. Gamli garðurinn var tek- inn og fyllingu komið fyrir til að bora í gegnum og sprengja neð- ansjávar. Sigurður sagði að ef allt gengi að óskum yrðu verklok í nóvember. Sigurði til aðstoðar er bróðursonur hans Örn Ingi Magn- ússon. „Jarðskjálftarnir við Gríms- ey eru ekki allir okkur að kenna,“ sagði Sigurður að lokum, „þó við frændur liggjum sterklega undir grun eftir því sem gárungarnir segja.“ Morgunblaðið/Helga Mattína Á bryggjunni Örn Ingi Magnússon (til vinstri) og Sigurður Ingi Bjarnason verktaki vinna hörðum höndum að hafnarframkvæmdum í Grímsey. „Jarðskjálftarnir eru ekki okkur að kenna“ TALSMAÐUR neytenda, Gísli Tryggvason, hefur boðað til sín á fundi fulltrúa olíufélaganna fjögurra, hvers um sig, í byrjun ágúst í því skyni að ræða verðmyndun gagn- vart neytendum á bensíni og díselolíu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Að gefnu tilefni hefur talsmaður neytenda nýverið boðað fulltrúa olíufélaganna fjögurra á fundi í byrjun ágúst auk tengdra félaga með sjálfvirkar dælustöðvar. Um er að ræða eftirfarandi olíufélög á neytendamark- aði: Atlantsolíu, N1 ásamt Ego, Olís ásamt ÓB og loks Skeljung ásamt Orkunni. Metið verður hvort verðmyndun feli í sér brot gegn neytendum. Í frétta- tilkynningu segir að Gísli boði til fundarins „í því skyni að fá upplýsingar um verðmyndun á olíu á neytendamarkaði í ljósi umræðu sem lengi hefur staðið og fer vaxandi með flökti á gengi og heimsmarkaðsverði á olíu.“ Olíufélög boðuð á fundi Gísli Tryggvason FJÖGUR ungmenni sem tálmuðu umferð við Grundartanga eru grunuð um að hafa stolið fatnaði frá Orkuveitunni. Í fréttatilkynn- ingu frá OR segir að enginn kannist við að hafa gefið fatnaðinn en þó segja ungmennin starfsmann Orku- veitunnar hafa fært þeim fatn- aðinn. Þá höfðu þau í fórum sínum álstengur sem eigandi tjaldleigu segir að hafi verið stolið frá sér. Sökuð um að stela fatnaði og áli Í GREIN sinni í dagblaðinu The Guardian rekur Miliband nokkur af mistökunum sem hann telur flokk sinn, Verkamannaflokkinn, hafa gert á undanförnum miss- erum. Umbætur á heilbrigðisþjónust- unni hefðu að hans mati átt að hefjast fyrr, en þau skref sem flokkurinn hefur stigið í þeim efn- um hafa ekki verið óumdeild og nokkur ónáægja verið með ýmsa þætti heilbrigðisþjónustunnar. Miliband telur einnig að standa hefði átt betur að undirbúningi uppbyggingarinnar í Írak að lok- inni innrásinni í mars 2003 í því skyni að tryggja að friður héldist í landinu eftir átökin. Stjórnir Tonys Blairs og Gordons Browns hefð áttu að færa meira af valdi sínu til einkageirans, taldi Miliband, án þess að skýra það nánar. Bretar þurfi einnig að grípa til aðgerða til að draga úr losun kol- díoxíðs um leið og skilvirkni orku- kerfisins verði aukin. Lækka þurfi orkureikninga heimilanna en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær er viðbú- ið að gasverð hækki mjög, sam- hliða því sem hratt gengur á gas- og olíubirgðir Breta í Norðursjó. Hefðu átt að draga frekar úr valdi ríkisins LABRADORTÍKIN Ísabella hefur þrjá hvíta tígris- hvolpa á spena. Hún gekk hvolpunum í móðurstað því móðir þeirra vildi ekki gangast við þeim þegar þeir fæddust á sunnudag. Öll búa þau í dýragarði í Kansas. AP Milt er móður hjarta MINNISVARÐI um hjónin Kristófer Þorvarðarson, bónda og póst á Breiðabólstað á Síðu, og eiginkonu hans Rannveigu Jónsdóttur hús- freyju og þrettán börn þeirra var reistur í Rannveigarlundi á Síðu sl. laugardag. Athöfnin fór fram í einstöku blíð- viðri á nær fjögur hundruð manna ættarmóti afkomenda þeirra hjóna. Eftir setningu mótsins í Prests- bakkakirkju var lagður blómsveigur á leiði hjónanna og leiði séra Þor- varðar Jónssonar, föður Kristófers. Að svo búnu var haldið í Rannveig- arlund þar sem minnisvarðinn var afhjúpaður. Gróðursettar voru trjá- plöntur í lundinum og í kjölfarið var kaffisamsæti með fjölbreyttri dag- skrá í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Rannveigarlundur er á skógar- jörðinni Prestsbakkakoti. Af skaft- fellskri gestrisni er öllum boðið að koma í lundinn og njóta þar hvíldar og næðis. thorbjorn@mbl.is Reistur Ólafía Jakobsdóttir og Rannveig Jónsdóttir afhjúpa minnisvarðann. Forfeðra minnst á Síðu LÖGREGLAN á Sauðárkróki hefur fengið lettneskan mann úrskurð- aðan í farbann vegna gruns um að hann hafi stolið vörum úr þremur fyrirtækjum í Skagafirði, að and- virði allt að 500 þúsund króna á tveggja mánaða tímabili. Maðurinn var starfsmaður hreingerningafyr- irtækis sem annaðist þrif í viðkom- andi fyrirtækjum, og er hann sterk- lega grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína við brotin. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var úrskurð- aður í farbann til 8. september og miðar rannsókn málsins vel. Í farbanni vegna þjófnaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.