Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Fleiri minningargreinar um Fríðu
Aðalsteinsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Fríða Að-alsteinsdóttir
fæddist á Akureyri
26. október 1942.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 24. júlí sl.
Hún ólst upp í
Klettaborg 1 á Ak-
ureyri. Foreldrar
hennar voru Kristín
Konráðsdóttir frá
Hafralæk í Aðaldal,
f. 30. ágúst 1910, d.
2. maí 1978 og Að-
alsteinn Tryggva-
son frá Akureyri, f. 21. september
1908, d. 29. desember 1966. Systk-
ini Fríðu eru, Konráð, f. 1934,
Þórey, f. 1938, maki Baldur Gísla-
son, f. 1947, Tryggvi, f. 1948, maki
Herdís Halldórsdóttir, f. 1948 og
óskírður drengur, f. 1952, d. 1952.
Fríða eignaðist fjögur börn.
Með fyrri eiginmanni sínum,
Theodóri Kristjánssyni, f. 15.
mars 1942, d. 13. mars 1989, eign-
aðist Fríða tvær dætur, þær eru:
1) Hildur Heba, f. 1962. Börn
hennar og fyrri sambýlismanns,
Gunnars Sigurðssonar, f. 1960,
eru Theodór Kristján, f. 1983 og
Ingi Steinn, f. 1989. 2) Heiða
Hrönn, f. 1963, maki Hreiðar
Hreiðarsson. Barn
hennar af fyrra
sambandi er Helgi
Steinar, f. 1984.
Faðir Halldór Jens-
son, f. 1964. Börn
Heiðu og Hreiðars
eru Fríða Kristín, f.
1995 og Hreiðar
Kristinn, f. 1995.
Theodór og Fríða
skildu.
Seinni eig-
inmaður Fríðu var
Jóhann Steinmann
Sigurðsson, f. 1934
og eignuðust þau tvo syni, þeir
eru: 3) Sigurður Helgi, f. 1968,
maki Eygló Inga Bergsdóttir, f.
1972. Börn þeirra Sóley Kristín, f.
1990 og Jóhann, f. 1997. 4) Að-
alsteinn, f. 1974, maki Linda Ív-
arsdóttir, f. 1973. Börn þeirra,
Karen Ósk, f. 2003 og Aldís Eva, f.
2007. Jóhann og Fríða skildu.
Fríða vann lengst af í Sam-
bandsverksmiðjunum á Akureyri.
Einnig vann hún á hjúkr-
unarheimilinu Kristnesi og endaði
starfsævina sína í sambýlinu við
Þórunnarstræti.
Útför Fríðu fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku mamma mín. Þú fórst allt of
fljótt. Allt gekk vel og ekki ástæða
til að efast um það. En þá kom stóra
höggið og mikið var áfallið! Og allt í
einu ertu farin, elsku mammsan mín.
Ég finn engin orð sem lýsa sorg
minni. Hugur minn er fullur af
minningum; um jólin okkar í Stór-
holtinu þar sem þú beiðst okkar með
svuntuna og faðminn þinn, þegar við
komum úr kirkjunni á aðfangadags-
kvöld, svo geislandi glöð; gamlárs-
kvöld þegar við fórum á klappirnar
og hlustuðum saman á „nú árið er
liðið“; minnist allra ættarmótanna
sem voru þér svo mikils virði og við
fórum alltaf á; öll ferðalögin í Vagla-
skóg og ég man hvað ég var glöð
þegar þið heimsóttuð mig í Borg-
arnes þegar ég var unglingur, hvað
það var alltaf gott að sjá brosið þitt
og fá faðmlag. Minnist einnig allra
jólanna nú seinni árin þegar þú varst
hjá mér, Tedda og Inga, hvað við
munum sakna þín, elsku mamma.
Við mæðgurnar áttum svo margar
ljúfar stundir við eldhúsborðið og
tókum djúpar og heimspekilegar
umræður og svo margt og margt.
Ég ætla að minnast þess hvað það
var stutt í hláturinn þinn og þau
voru mörg hlátursköstin sem við
fengum saman í gegnum árin og það
síðasta nú fyrir þremur vikum, hvað
við hlógum þá hjartanlega og leið
miklu betur á eftir.
Elsku mamma mín, þú varst ynd-
isleg og einstök og ég kveð þig með
þessum fallegu orðum:
Elsku mamma
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Bless, elsku mamma mín, ég mun
sakna þín svo sárt.
Takk fyrir allt.
Þín
Heba.
Elsku fallega mamma mín, nú
þegar baráttunni er lokið stöndum
við hin eftir tóm að innan og skiljum
varla í því sem hefur gerst. Við vor-
um öll svo vongóð um að við fengjum
að hafa þig lengur hjá okkur þar
sem allt gekk svo vel. Á aðeins
tveimur vikum breyttist allt. Þú
varst svo veik og það var ekkert
hægt að gera.
Lífið hefur ekki alltaf verið þér
létt mamma mín en í raun ertu ein
sterkasta kona sem ég hef kynnst.
Þú fórst í gegnum alla erfiðleikana
með æðruleysi og leitaðir eftir því
sem veitti þér gleði.
Fram á síðasta dag hafðir þú
meiri áhyggjur af vinnunni þinni,
börnunum þínum og barnabörnum
en þér sjálfri og það var það sem
lýsti þér best. Það var þér mikilvægt
að hjálpa öðrum. Þú varst ánægð í
vinnunni þinni með strákunum þín-
um sem ég veit að sakna Fríðu sinn-
ar. Þú talaðir svo fallega um þá og
vildir þeim allt það besta.
Börnin mín hafa misst svo mikið
en þau eru heppin að hafa átt ömmu
eins og þig sem skilur eftir yndisleg-
ar minningar um allt það sem þú
gerðir fyrir þau og sagðir þeim frá.
Þú varst sko engin venjuleg amma.
Ég ráfa um húsið mitt bíð eftir að
þú hringir í mig eins og þú gerðir á
hverjum degi. Við höfðum endalaust
eitthvað að tala um, þú varst besta
vinkona mín. Þú varst mammsan
mín. Ég elska þig.
Þín,
Heiða Hrönn.
Elskuleg móðir mín.
Mig langar að byrja á því að
þakka þér fyrir hversu yndisleg
manneskja þú varst og alltaf tilbúin
að hlusta á og hjálpa fólki sem á því
þurfti að halda. Við andlát þitt
myndast stórt holrúm sem seint
verður uppfyllt.
Elsku mamma mín, þrátt fyrir
þessi langvarandi veikindi sem þú
áttir við að stríða stóðstu þig svo vel.
Þú varst sterk og dugleg eins og allt-
af og misstir aldrei trúna á sjálfri
þér. Nú ertu komin á annað tilveru-
stig og laus við allar þínar þjáningar.
Mig langar að minnast þess tíma
þegar við bjuggum tvö í Skarðshlíð-
inni. Þar áttum við margar góðar
stundir. Oft var það svo þegar þú
vannst sem mest á kvöldvöktunum
að ég beið eftir þér, því ég vildi ekki
sofna einn, og þegar þú komst heim
hafðir þú alltaf tíma til að hlusta og
sýna mér hlýju og væntumþykju.
Þegar ég fluttist til Reykjavíkur þá
fann ég svo vel hvað ég saknaði þín
mikið, ég man eins og það hafi gerst
í gær þegar þú varst að koma í heim-
sókn til okkar með sólskinsbrosið
þitt meðferðis. Við áttum svo góðan
tíma saman þarna í borginni, hjól-
túrarnir, sundlaugarferðirnar og
þegar við röltum um Elliðarárdalinn
og týndum okkur þar í samveru
hvors annars. Þú varst svo mikið
náttúrubarn og svo fróð um margt
sem tengdist því. Manstu, mamma,
sjávarilminn úti á Gróttu og vorvind-
ana í lystigarðinum á Akureyri, þar
sem við eyddum svo mörgum stund-
um saman. Það er svo stutt síðan,
rétt um mánuður, þegar við buðum
þér í mat, í steikta fiskinn hennar
Lindu sem var í miklu uppáhaldi hjá
þér, þá vildir þú að ég sækti þig því
þú varst orðin svo slöpp. Eftir mat-
inn keyrði ég þig heim, við stopp-
uðum óvænt við Glerárstíflu og fór-
um út á brúna með Karen og Aldísi.
Þar við stóðum lengi og horfðum
niður í strauminn. Það er eins með
vatnið og lífið að allt fer þetta í
hringi. Þetta var það síðasta sem við
gerðum í okkar náttúruskoðun.
Mér finnst svo erfitt að hugsa til
þess að börnin mín fái ekki að njóta
þín meir, því þú varst svo gefandi,
yndisleg amma og mamma. Ég
horfði fram á svo góðan tíma þar
sem við hefðum getað gert svo
margt saman og það er svo margt
sem börnin mín fara á mis, því þú ert
ekki lengur á meðal vor. Ég á eftir
að sakna hversu frábært það var að
spjalla við þig um heimspekileg mál-
efni og hversu lífið getur verið und-
arlegt. Oft könnuðum við hlutina
saman frá mismunandi sjónarhorn-
um, köstuðum teningnum og leituð-
um að réttu svörunum, öll símtölin
okkar sem hafa dregist á langinn,
þar sem við gleymdum okkur í sam-
eiginlegum hugsjónum. Nú verð ég
að gera þetta einn með visku þína að
leiðarljósi. Ég er svo þakklátur fyrir
hvað við vorum dugleg að fara í bíl-
túra saman og skoða okkur um síð-
ustu ár, því hvern hefði grunað að þú
hyrfir á braut svo snemma og með
svona stuttum fyrirvara.
Þú opnaðir fyrir mér öll þín hlið/
veittir mér innblástur, gleði og frið./
Gafst mér hluta af þér/
sem ávallt mun fylgja mér.
(Aðalsteinn Jóhannsson.)
Minningar um þig, elsku mamma
mín, lifa með mér og minni fjöl-
skyldu um alla eilífð. Takk fyrir allt,
yndislega sál.
Þinn sonur
Aðalsteinn.
Það er gott að eiga góða mömmu,
ég var svo heppinn að líkamnast inni
í einni slíkri og fá að njóta samvista
við hana í 39 ár. Fegursta blóm jarð-
ar er nú fallið í mold. Endir, svo
óendanlegur endir.
Ég verð að minnast á allar veiði-
ferðirnar í Skjálfandafljót. Þú tókst
alltaf svo vel á móti okkur þegar við
komum heim. Þú stóðst alltaf í eld-
húsglugganum eftir að við kæmum
inn stíginn í Stórholtinu. Eftir heitt
kakó og vöfflur fórst þú með mig inn
í rúm og breiddir yfir mig sængina
og straukst mér um ljóshærðan koll-
inn og hlustaðir á magnaðar veiði-
sögur, sannar og ósannar og sefaðir
litla veiðimanninn sem hafði misst
hvern stórlaxinn á fætur öðrum,
þangað til hann sofnaði. Það var svo
gott. Síðan fórst þú að gera að aflan-
um eins og venjulega langt fram á
nótt. Þegar ég varð eldri og fór að
verða nokkuð baldinn og skrattaðist
um allt land þá leið varla sá dagur að
þú hringdir ekki í mig og baðst mig
að vera góðan strák og gera nú ekki
neina vitleysu, já alltaf með áhyggj-
ur af stráknum þínum.
Saman gengum við í gegnum
dimma dali og hrikalega alvöru, og
líka mikla ást, hamingju, gleði og
húmor. Jólin sem þú og pabbi hélduð
svo fallega í Stórholtinu, þá var sko
allt lagt undir til að við börnin nytum
þeirra sem best. Í dag er þetta mín
dýrmætasta bernskuminning. Svo
er það ferðin ykkar Sóleyjar minnar
á Egilsstaði fyrir nokkrum árum, þú
keyrðir og varst nú ekki þekkt fyrir
mikinn hraðakstur. Ég hringdi í þig
á leiðinni og spurði hvort þú værir
búin að fara fram úr einhverjum bíl-
um og þú svaraðir já, já þeir eru
tveir. Mér þótti það nú frekar ótrú-
legt. Seinna sagði Sóley mér að það
hefði nú ekki verið tveir bílar sem
hún fór framúr heldur tveir traktor-
ar, og þá var nú hlegið dátt.
Já, mamma mín þú varst stórkost-
legur persónuleiki og þín verður sárt
saknað. Við töluðum mikið saman
um lífið og tilveruna og áttum mörg
símtölin þar sem við ræddum og
þrættum um ártöl og dagsetningar.
Missir Sóleyjar og Jóa barnanna
minna er mikill en þau munu búa að
ást þinni og alúð alla tíð. Ég sakna
þín svo óendanlega mikið, úr mér er
rifið hjartað og ég er tómur. Eitt af
því síðasta sem þú sagðir við mig
þegar þú áttir aðeins nokkra daga
eftir var að sleppa ekki veiðiferð í
Barnafellið út af veikindum þínum
og mundu nú að taka með þér nesti
svo þú verðir ekki svangur, Siggi
litli. Já, alltaf söm við sig, mammsan
mín.
Þúsund kossar, eilíf ást. Þinn son-
ur
Sigurður.
Þá er lífshlaupi Fríðu systur
minnar lokið eftir frekar stutta en
erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm.
Við systkinin ólumst upp í Kletta-
borg 1 á Akureyri, þar sem við nut-
um þess að geta verið úti í nátt-
úrunni, nánast úti í sveit en samt
inni í miðjum bæ. Foreldrar okkar
voru bæði mikil náttúrubörn og
kenndu okkur að bera virðingu fyrir
náttúrunni, þau ræktuðu sannkall-
aðan sælureit í kringum húsið okkar
og létu okkur aðstoða sig við þá
vinnu. Móðir okkar lét okkur systk-
inin hlusta á lestur fallegra kvæða
og flutning allrar tónlistar og finn ég
það alltaf betur og betur hvað við
höfum notið góðs af því. Ég var
yngstur og svo kom Fríða sex árum
eldri en ég, það lenti mikið á henni
að passa mig og lét hún sér mjög
annt um piltinn og mátti víst aldrei
af mér sjá, hélt yfir mér verndar-
hendi og stóð það alveg fram á ung-
lingsár mín; fyrir þetta vil ég þakka
af heilum hug.
Þegar Fríða var fimm ára gömul
gaf mamma henni rauða rós sem
hún hafði ræktað í garðinum okkar
en Fríða stakk sig á þyrni á rósinni
og fór að gráta, móðirin tók barnið í
fang sér og huggaði, síðan orti hún
yndislegt kvæði til Fríðu sem hljóm-
ar svo:
Ég gaf henni Fríðu rauða rós
sú rós virtist saklaus og hrein.
Mér fannst sem hún gæti létt henni lífið
og læknað sorgir og mein.
Barnið fagnandi blómið tók
og bar það að vitum sér.
Úr augunum ljómaði guðleg gleði
sem gagntók hjartað í mér.
En þyrnir á blómleggnum sárbeittur sat,
þó sýndist hann meinlaus og smár.
Skildi hann eftir í litlum lófa
langt og blæðandi sár.
Þá grétum við báðar af sárum sviða,
mín sorg, hve gálaus ég er.
Ég þurrkaði tár okkar þögul burt
og þrýsti henni að brjósti mér.
Já, svona er það stundum þó sýnist lífið
sælt og töfrandi fyrst,
þá leynir það undir blómabreiðum
blóðugum þyrnikvist.
Og verði hún Fríða fyrir því oftar
að finna hve beittur hann er,
þá bið ég Guð að hún eigi sér alltaf
athvarf við hjarta mér.
(Kristín Konráðsdóttir.)
Þetta fallega kvæði lýsir að ýmsu
leyti lífshlaupi Fríðu því hún stakk
sig á nokkrum beittum þyrnikvistum
á lífsleiðinni eins og flestir, en til
þess eru vandræðin að yfirstíga þau
og það tókst Fríðu alltaf. Fríða var
einstök tilfinningavera sem ekkert
aumt mátti sjá, hún naut þess að
styðja þá sem minna mega sín.
Bernskuminningarnar voru henni
mjög ofarlega í huga, einkum nú
seinni árin og hún bókstaflega lifði
sig inn í gleði og sorgarstundir
bernskunnar og þá féllu oft tár sorg-
ar og gleði.
Síðustu vikurnar reyndust Fríðu
minni erfiðar, henni fannst oft að
hlutirnir gengju ekki alveg rétt fyrir
sig, en svona fór. Aðstandendur
spyrja sig líka: hefði verið hægt að
gera eitthvað betur? – eflaust skýtur
slíkum spurningum upp í hugann við
öll andlát en nú er að líta fram á veg-
inn og lifa við orðinn hlut.
Ég votta aðstandendum innilega
samúð mína og bið góðan Guð að
styrkja þá í sinni miklu sorg.
Guð blessi þig, Fríða mín.
Tryggvi (litli bróðir).
Elskuleg tengdamóðir mín, hún
Fríða, er látin. Hún lést í Sjúkrahús-
inu á Akureyri 24. júlí eftir erfið
veikindi.
Ég var svo lánsöm að kynnast
Fríðu fyrir rúmum 16 árum þegar
ég kom inn í fjölskylduna. Hún tók
mér svo vel og reyndist mér ynd-
isleg tengdamóðir. Það er mikill
söknuður og tómleiki sem fyllir huga
minn þegar ég hugsa um Fríðu, og
sárt er að hugsa til þess að dætur
okkar tvær skuli ekki fá meiri tíma
með ömmu sinni sem var alltaf svo
góð við þær. Karen Ósk dóttir okkar
fékk svo oft að gera eitthvað nýtt og
skemmtilegt með ömmu sinni þegar
þær hittust. Amma Fríða lumaði
alltaf á einhverju sniðugu í veskinu
sínu handa henni.
Ég man frá því ég sá hana fyrst
hvað ég dáðist að Fríðu, hún var allt-
af dugleg og var svo oft með barna-
börnin sín. Mér þótti mjög gaman að
fara með henni í alla dagstúrana sem
við fórum í saman. Skoðuðum nátt-
úruna, hellana, fórum í berjamó og
margt fleira.
Mér hefur alltaf þótt tengdamóðir
mín svo falleg og yndisleg. Ég man
sérstaklega eftir því hvað ég heill-
aðist af fallega andlitinu hennar þeg-
ar ég sá hana uppi á sjúkrahúsi. Það
sást ekki á henni hvað hún var mikið
veik og að hún væri að berjast við
þennan andstyggilega sjúkdóm.
Elsku Fríða mín, takk fyrir þann
yndislega tíma sem við áttum sam-
an. Ég trúi því að þér líði betur þar
sem þú ert núna. Minningarnar um
þig lifa með okkur.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt.
( V. Briem.)
Þín tengdadóttir,
Linda.
Elsku Fríða, takk fyrir alla þína
væntumþykju og allt það sem þú
kenndir mér síðustu 20 árin. Alltaf
varst þú til staðar fyrir mig og spar-
aðir ekki hrósyrðin. Þú varst svo
yndisleg og góð tengdamamma í alla
staði. Þegar við komum í heimsókn
þá var alltaf eitthvað á boðstólum,
t.d. grauturinn góði sem var mitt
uppáhald og þá tók ég ekki í mál að
læra uppskriftina sjálf því að hann
yrði aldrei eins og hjá þér. Þú
kenndir mér fyrstu sósuuppskriftina
því þú varst svo hissa að ég borðaði
ekki sósu. Svona varst þú, vildir allt-
af kenna mér og fræða. Það var allt-
af svo yndislegt að koma til þín á þitt
hlýlega heimili og ég fann alltaf
hlýju þína í minn garð. Það er svo
margt sem ég get minnst á en ég
kem ekki orðum að. Þú varst einstök
kona með svo fallegt hjarta og hugs-
aðir fyrst og fremst um okkur börn-
in, frekar en þig sjálfa. Það er erfitt
að hugsa til þess að geta ekki tekið
upp símann til þess að fá upplýs-
ingar frá þér Fríða mín. Ég sakna
þín sárt því þú varst svo stór hluti af
mínu lífi. Börnin mín eiga eftir að
sakna þín svo mikið og missir þeirra
er mikill. Eitt af því síðasta sem þú
baðst mig um var að hugsa alltaf vel
um Sigga þinn og það mun ég gera.
Hvíl í friði, elsku Fríða mín.
Þín tengdadóttir
Eygló.
Elsku amma mín.
Ég trúi ekki að þú sért farin. Þú
varst flottust, best og fallegust og
gafst mér endalausa umhyggju og
ást. Að koma til þín í Skarðshlíðina
var svo gott, alltaf að smyrja rúg-
brauð með osti og gera heilhveiti-
graut. Þú baðst mig svo oft fara með
þér og gefa mávunum og hröfnunum
brauð að borða því þú sagðir alltaf
að engin hugsaði um að þeir væru
líka svangir en ekki bara endurnar.
Svona varst þú, alltaf að hugsa um
svöngu fuglana.
Ég elska þig amma og mun alltaf
sakna þín.
Þinn
Jóhann.
Fríða Aðalsteinsdóttir