Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Á ég að þurfa að setja upp nýju húfuna og öskra „GAS-GAS“ svo þú skiljir það, maður? VEÐUR Ólafur F. Magnússon borgarstjórier samkvæmur sjálfum sér í af- stöðu sinni til nýrrar byggingar Listaháskólans við Laugaveg.     Þegar nýr málefnasamningur nú-verandi meirihluta í borgar- stjórn var kynntur 21. janúar sl. kom skýrt fram að varðveita ætti 19. aldar götumynd Laugavegarins. Afstaða borg- arstjóra hefur sem sagt verið ljós frá upphafi.     En af hverju erÓlafur þá í miklum vandræð- um með að svara spurningum sem tengjast þessu máli eins og kom fram í Kastljósi í gærkvöldi?     Er það vegna þess að borgarstjórihefur ekki komið sjónarmiðum sínum nógu skýrt til skila? Er það vegna þess að hann er ekki nógu sleipur í pólitísku dægurþrasi?     Kannski liggur skýringin á þvíhvernig Ólafur F. Magnússon vinnur á bak við tjöldin. Kannski er það vegna þess að borgarstjóri þolir illa að fólk sé honum ósammála.     Það skiptir máli fyrir borgarbúaað vita hvers vegna Ólafur ákvað að styðja ekki lengur Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur til setu í skipulagsráði. Hún sat þar í umboði borgarstjórnar og -búa.     Slíkar ákvarðanir hljóta að þolakastljósið og byggjast á mál- efnalegum forsendum. Ólafur hefur lagt áherslu á málefni og heiðarleika í sinni pólitík.     Borgarstjóri hefur skýra pólitískasýn og á að geta rökstutt ákvörðunina af sannfæringu. Þ.e.a.s. ef sannfæring liggur þar að baki. STAKSTEINAR Ólafur F. Magnússon Sannfærandi pólitísk sýn SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                            *$BC                     !   "    !  #   $   #  %&  ''    (!  ! )! (      *! $$ B *! !  "       #  $%  <2 <! <2 <! <2 !#" &' ( &)*+, '&-  D2E                  6 2  *  +    ! , ( ! /     B  -! )  ! #!+  !     ! .  ! #    + !   !          .( /,   ! <7    & %0  " ( !        !    #   .( $  %1  ''    )   !  ( ./''  00  &'$ 1   ,$( &) Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR HEIMSMARKAÐSVERÐ á áburði hefur haldið áfram að hækka í verði, en verð hér á landi hækkaði um allt að 80% í vor. Baldur Helgi Benja- mínsson, framkvæmdastjóri Land- samtaka kúabænda, segir að haldi þessi þróun áfram megi gera ráð fyr- ir mikilli hækkun þegar bændur þurfi að fara kaupa áburð næsta vet- ur. Hann segir of snemmt að segja til um hversu mikil hækunin gæti orðið en 50% hækkun væri ekki ólíkleg. Sem dæmi um hækkun má nefna að skömmu fyrir áramót kostaði tonnið af fosfór 563 dollara, en það kostar í dag 1.727 dollara tonnið. Mikil hækkun á áburði leiddi m.a. til þess að verð á mjólkurvörum hækkaði til neytenda í vor. egol@mbl.is Áburður hækkar Fosfór fór úr 563 doll- um í 1.727 dollara Verð Áburður verður enn dýrari í vetur. Morgunblaðið/RAX Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „ÞAÐ mun bætast talsvert við aðstöðuna hjá okkur svo við erum mjög lukkulegar með þessa ákvörðun og hlökkum mikið til þegar allt verður tilbúið,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og fram- kvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Aðstaðan þar hefur sífellt orðið þrengri með auk- inni aðsókn og hafði því lengi verið leitað að nýju húsnæði, en að lokum var horfið frá þeirri hugmynd og ákveðið að leggjast í framkvæmdir á því gamla. „Við einfaldlega fundum ekkert sem hentaði betur en það sem við höfðum fyrir, ekki nema með miklum tilkostnaði. Þetta þarf að vera talsvert stórt hús og staðsetningin skiptir líka miklu, svo þetta var niðurstaðan.“ Endurbæturnar verða kost- aðar með húsasjóði sem safnast með styrkjum og gjöfum til at- hvarfsins í gegnum tíðina. Með viðbótunum bætist við heilt nýtt svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús auk stærra eldhúss. Að meðaltali hafa 8 konur og börn dvalið í kvennaathvarfinu á dag á þessu ári en fjöldinn dreifist nokkuð ójafnt og náði hámarki um páskana þegar 18 manns voru í húsinu. Þegar mest lætur hefur því verið ansi þröngt um, sérstaklega þar sem hingað til hefur aðeins verið ein sturta. Fram- kvæmdir eru þegar hafnar og verðar teknar í áföngum. Sigþrúður segir þær taka talsvert á þar sem mikið annríki sé í húsinu, en það verði þess virði þegar aðstaðan hefur verið bætt. Kvennaathvarfið mun ekki flytja Byggt verður við gamla húsið og aðstaðan bætt í stað flutninga eins og áður stóð til Sigþrúður Guðmundsdóttir Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Menn eiga ekki orð til að lýsa veðurblíðunni þessa dagana og hitamet og önnur veðurblíðumet eru í stórhættu. Þó svo sólin sé á sínum stað á himninum þá getur verið mis- jafnt sem er milli hennar og jarðar. Blönduós er bær við botn Húna- fjarðar og þar er oft gott veður en Blönduósingar líkt og margir aðrir sem búa við Húnaflóann þekkja veð- urfyrirbrigði sem nefnist þoka. Þetta veðurfyrirbrigði hefur skyggt svolít- ið á sólina undanfarna tvo daga þann- ig að ólíklegt er að hitamet hér um slóðir séu í teljandi hættu. Engu að síður er það siður þeirra sem kjósa frekar að líta á björtu hliðarnar að segja: „margt býr í þokunni“. Blönduósingar fengu af því fregnir í fyrradag að veðurblíðan frammi í sveitum væri þvílík að ástæða væri að líta til með henni. Nokkrir ætluðu svo sannarlega að líta á upp- sveitaveðrið og brugðu sér af bæ eft- ir vinnu. En sama var hvert um sýsl- una var farið, þokan hafði lagt hana alla undir sig seinni hluta dags. Sólin kíkti reyndar fram úr skýjunum á Blönduósi seint í gær. Í þokunni var engu að síður ým- islegt að sjá í vegkantinum. Ástæðan var einföld, ekkert sást nema veg- urinn og nánasta umhverfi og skyggnið lítið þannig að ökuhraðinn var ekki mikill. Þokan getur orðið þess valdandi að maður lítur sér nær. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Bóndi Raimund á Litla-Búrfelli hugar að lífrænt ræktuðu nautgripum sínum. Margt býr í þokunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.