Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 25 samhent og duglegt lið að verki. Afinn gekk í örfá skipti til að vera með. Það var fyrir bílpróf og í fjar- veru foreldra. Frá sex ára aldri var Bjarni Páll í tónskóla. Lék á fiðlu í skólahljómsveitum og í sinfóníu- hljómsveit unglinga. Hann gerðist skáti og það reyndist mikið heillaspor. Þar voru félagar og vinir hans. Þangað sótti hann marg- víslega þjálfun, útiveru og fasta sum- arvinnu. Fallegur, listfengur og ljúfur mað- ur var að springa út, þegar kallið kom. Sönn eru orð móðurinnar, Drop- laugar, sem hún mælti yfir syni sínum nýlátnum. „Hér er mikill mannskaði.“ Bjarni Páll Kristjánsson. Blessuð er minning þín. Geir afi. Hugurinn staldrar við myndir, á pappír eða í hugskotinu. Elsta mynd- in sem við eigum af Bjarna Páli er af honum barnungum ásamt systkinum sínum og Kristínu langömmu; hann var fyrsta langömmubarnið, áberandi fríður drengur í glæsilegum systkina- hóp. Barnið breyttist í myndarlegan ungan mann, sem hvarvetna var tekið eftir. Hæfileikarnir leyndu sér ekki, þrátt fyrir prúða framkomu, eins og þegar hann tók upp fiðluna í fjöl- skylduboðum. Það var einhver ljómi yfir þessum frænda okkar og ekki laust við að maður væri eilítið stoltur að geta talið til skyldleika við hann. Innri manni Bjarna Páls kynnt- umst við hins vegar kannski ekki mik- ið fyrr en við fórum að lesa bloggið hans eftir að hann greindist með ill- vígan sjúkdóm á síðasta ári. Þar skrif- aði lífsglaður og vinmargur áhuga- maður um kvikmyndir, tónlist og skátastarf, ljúfur töffari, hugsandi maður og hlý sál. Við vorum þess full- viss að hann myndi hafa betur í bar- áttunni við meinið, að hluta til vegna þess að hann sagði frá baráttu sinni og erfiðum aðgerðum á svo jákvæðan hátt og blátt áfram að það róaði marga áhyggjufulla ættingja og vini. Kannski það hafi að hluta til verið til- gangurinn og lýsir æðruleysi hans og örlæti hjartans. Fráfall Bjarna Páls er þungt högg fyrir aðstandendur hans. Við skiljum illa rök tilverunnar að kalla burt glæsilegan dreng á vori lífsins. Kannski vitum við fátt um tilgang jarðvistarinnar annað en að okkur beri að njóta hennar eftir föngum og reyna að gera samferðamönnum okk- ar gott. Þar gat Bjarni Páll kennt okkur margt, þrátt fyrir ungan aldur. Þeir sem kynntust honum eru ríkari en ella fyrir vikið. Myndir af honum munu jafnan koma fram í hugann, þegar góðs manns er getið. Við von- um að ljóminn af minningu hans verði huggun í hinni sáru sorg sem nú er kveðin að fjölskyldu og vinum. Við kveðjum okkar elskulega frænda með söknuði og þakklæti. Hugi, Sólveig og Kristín. Við rifjum upp lítil minningabrot sem varðveitast að eilífu. Minning um lítinn heimsborgara sem fór með okkur í stórkostlega eft- irminnilegt ferðalag frá París til Cap- ’d’Adge sumarið 1992. Minning um snáða sem flutti fimm ára gamall heim til Íslands frá París með foreldr- um sínum og systkinum. Minning um sólríkt sumar í Hveragerði þar sem fimm ára snáðinn kenndi stóru frænkum sínum frönsku og borðaði mygluosta, ber og baguette. Sama sumar hættu síamskettir að vera til og í staðinn urðu til „síðustu kettir“. Snáðinn hafði þá rekið augun í síams- kött og kallað upp yfir sig: Dísús præs síðasti köttur! Alla tíð síðan hefur ver- ið talað um síðustu ketti á okkar heimili með bros á vör og yl í hjarta. Minning um snilling sem spilaði á blokkflautu sjö ára gamall í ferming- arveislu Evu frænku sinnar. Bjarni Páll var einstök fyrirmynd í alla staði og vissi betur en flestir aðrir hvernig lifa átti lífinu af gleði, skyn- semi og fegurð. Við grátum af því að við elskum sagði presturinn við okkur í kistu- lagningunni og mikið er það satt og rétt. Elsku Boggi, með augun full af tárum og hjörtun full af sorg þökkum við fyrir að hafa fengið að elska þig og þökkum fyrir þær gjafir sem þú gafst okkur á lífsleiðinni. Þú gæddir líf okk- ar allra fegurð, hugrekki og hetjudáð og við reynum að lifa því áfram í þín- um anda… af hugrekki og æðruleysi. Elsku Dodda, Kristján, Anna Björk, Birkir og Baldvin, ykkar miss- ir er mikill – meiri en orð fá lýst. Reynið að sækja ykkur styrk í ljúfar minningar um Bjarna Pál og lífið sjálft. Valdís, Hafsteinn, Hera Sif, Eva og Lárus. Ég man þegar ég sá Bjarna Pál í fyrsta skipti. Hann kom hlæjandi upp tröppurnar í skátaheimilinu með Elv- ari og var að koma á sumarnámskeið hjá mér. Þarna var hann mættur, brosmildur 12 ára gutti, sem var til í allt. Þessi fyrsta vika sem ég eyddi með Bjarna Páli var æðisleg og strax eftir fyrsta daginn hugsaði ég með mér að þarna væri á ferð frábær ein- staklingur sem við þyrftum endilega að fá í skátastarfið. Það gekk eftir og næsta haust byrjuðu þeir félagar í Ægisbúum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Bjarna Páli og það var yndislegt að sjá hann breytast úr ung- lingnum sem vann með mér yfir í þennan hörkuduglega og skemmti- lega unga mann sem ég er svo heppin að hafa átt sem vin. Bjarni Páll var alltaf brosandi og segjandi sögur og það var alveg sama hvaða vitleysa okkur datt í hug, Bjarni var alltaf til í að framkvæma hana. Enda er það ekki skrítið að allir krakkarnir í Æg- isbúum dýrkuðu hann og vildu helst hvergi annars staðar vera en nálægt honum. Lífsgleðin skein í gegn um allt sem hann gerði og það var á tímum ótrú- legt að fylgjast með honum í baráttu sinni við krabbameinið. Bjartsýni og jákvæðni skein af honum og það kom aldrei til greina að gefast upp. Bjarni Páll var harðduglegur og lét ekkert stoppa sig. Aldrei datt honum í hug að setjast niður til þess að hvíla sig þótt oft hefði hann haft meiri ástæðu til þess en aðrir. Ég man sérstaklega eftir fjáröflun sem við Ægisbúar héld- um í maí síðastliðnum. Bjarni Páll var þar mættur, hress og kátur að vanda, þrátt fyrir að vera í miðri meðferð. Eftir langan og erfiðan dag voru flest- ir sestir niður og byrjaðir að spjalla nema Bjarni sem ennþá var á fleygi- ferð um allt að ganga frá. Ég þurfti hreinlega að skipa honum að setjast niður, því annars hefði hann ekki hætt. – Þetta var Bjarni Páll í hnot- skurn fyrir mér. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki knús frá Bjarna þegar ég mæti í úti- legu eða upp í Ægisbúð. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki hláturinn hans og ég á eftir að sakna samtala okkar sem við áttum um allt á milli himins og jarðar. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn okkar sem ekki verður hægt að fylla en góðar minningar um Bjarna Pál munu lifa með okkur. Fjölskyldu Bjarna Páls og vinum votta ég mína dýpstu samúð en ég veit að fallegar minningar um góðan dreng eiga eftir að ylja ykkur í sorg- inni. Að lokum vil ég kveðja góðan vin og hetju með kvöldsöng skáta en þau eru óteljandi kvöldin og staðirnir sem Bjarni Páll söng þennan söng með okkur. Sofnar drótt, nálgast nótt sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt Guð er nær. Hjördís María Ólafsdóttir. Kveðja frá skátahreyfingunni. Nú er Bjarni Páll farinn heim, eins og við skátar segjum. Við skiljum ekki hvers vegna svo ungur maður, sem er rétt að hefja lífið, fullur lífsgleði, fær sjúkdóm sem ekkert fær við ráðið og innan árs er hann allur. Bjarni Páll byrjaði ungur sem skáti í skátafélaginu Ægisbúum í vesturbæ Reykjavíkur. Hann fann strax að þar átti hann heima og hann var virkur í skátastarfinu alla tíð. Hann eignaðist góða vini sem urðu samferða honum í skátastarfinu og utan þess. Bjarni Páll var ekki aðeins virkur innan skátafé- lagsins heldur lét hann einnig til sín taka í starfi á vegum landshreyfing- arinnar. Hann var skráður þátttakandi á landsmót skáta sem var rétt að ljúka og hafði hann ætlað sér að mæta, þó hann þyrfti að vera í hjólastól og það stóð ekki á skátasystkinum hans að hafa hann með, eins og alltaf. En það fór á annan veg og kvaddi hann heim- inn í vikunni fyrir mót. Það voru sorg- mæddir vinir sem fóru á landsmótið að þessu sinni án Bjarna Páls, en þeir vissu að það var í hans anda að njóta lífsins. Bjarni Páll sótti Alheimsmót skáta í Englandi síðasta sumar og skemmti sér frábærlega í góðra vina hópi, en það var einmitt í framhaldi þess sem hann fyrst kenndi sér meins í fæti. Bjarni Páll sótti fjölmörg nám- skeið innan skátahreyfingarinnar og lauk nýlega æðsta foringjanámskeiði skáta, Gilwell, og bar einkenni þess með stolti. Það var á haustdögum í fyrra að við vorum saman á Bessastöð- um ásamt fríðum hópi ungra skáta sem voru að taka við Forsetamerkinu og var Bjarni Páll einn þeirra sem lok- ið höfðu þessum merka áfanga. Ungur skáti í blóma lífsins er farinn heim. Við skátasystkin hans munum sakna Bjarna Páls. Hann lifði í anda skátahreyfingarinnar og ber blogg hans þess glöggt merki hversu heil- steyptur og vel gerður drengur hann var. Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, þau bera ljósið inn til mín. Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. (Lag: Í bljúgri bæn H.Z.) Skátahreyfingin sendir foreldrum, ættingjum og vinum innilegar sam- úðarkveðjur um leið og við kveðjum Bjarna Pál hinstu kveðju. Með skátakveðju, Margrét Tómasdóttir, skátahöfðingi.                          ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og langamma, LÁRA KRISTJANA HANNESDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, sem lést 23. júlí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Aðalheiður Halldórsdóttir, Valdimar Jónsson, Hannes Einar Halldórsson, Kristín Valgerður Ólafsdóttir, Gunnar Sigurður Halldórsson, Guðrún Ingvarsdóttir, Garðar Friðfinnsson, Hulda Sigurðardóttir, Rut Friðfinnsdóttir, Tómas Sigurðsson, Björk Friðfinnsdóttir, Jón Óskar Hauksson, Viðar Már Friðfinnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hjálpsemi og vinsemd við andlát, minningarathöfn og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, INDRIÐA INDRIÐASONAR ættfræðings og rithöfundar frá Fjalli. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hvammi fyrir þeirra umhyggju og einstaka virðingu sem þau sýndu honum. Indriði Indriðason, Ljótunn Indriðadóttir, Sólveig Indriðadóttir, Björn Sverrisson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR KRISTÍN SANDHOLT, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 27. júlí. Jón Eiríksson, Eiríkur Jónsson, Ásthildur Björnsdóttir, Íris Jónsdóttir, Einar Sigurðsson, Atli Már Jónsson, Lilja Dagbjartsdóttir og barnabörn. ✝ Elsku hjartans drengurinn okkar, bróðir, barnabarn og frændi, BJARNI PÁLL KRISTJÁNSSON, Ægisíðu 107, Reykjavík, sem lést á krabbameinslækningadeild Land- spítalans við Hringbraut þriðjudaginn 15. júlí, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarsjóð skáta hjá Bandalagi íslenskra skáta. Kristján Geirsson, Droplaug Guðnadóttir, Anna Björk, Birkir, Baldvin, Anna Gísladóttir, Geir Kristjánsson, Ásta Ólafsdóttir, Guðni Þ. Valdimarsson, Margrét Geirsdóttir, Haukur K. Bragason, Guðrún A. Guðnadóttir, Sigurjón H. Hauksson, Valdimar Guðnason, Páll Guðnason og fjölskyldur. ✝ BIRNA JÓNSDÓTTIR, Freyjugötu 13, Sauðárkróki, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki mánudaginn 28. júlí. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. ágúst kl. 14.00. Börn, aðrir afkomendur og tengdabörn.  Fleiri minningargreinar um Bjarna Pál Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.