Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 35
ETC Borhamar
Verð kr. 19,990.- 3 ára ábyrgð
Gard Heyrnarhlífar m/útvarpi.
Verð kr. 2,999.-
Gard vinnuhanskar.
Verð kr. 299.-
ETC Málband 3m.
Verð kr. 299.-
ETC Geirungssög 1600w.
Verð kr. 19,990.- 3 ára ábyrgð
Teknos þakmálning 3L
Verð kr. 3,299.-
Málning og Byggingavörur Skútuvogur 13 Sími 517 1500
Virka daga kl. 8:30 - 18
Laugardaga kl. 11 - 14
50%
afsláttur
40%
afsláttur
40%
afsláttur
50%
afsláttur
30%
afsláttur
30%
afsláttur
30%
afsláttur
Frábær kynningarverð
á Woodex aqua viðarvörn.
3L kr. 3,490.-
SÚPER AFSLÁTTUR HJÁ
Í júlí og ágúst verða fjölmargir blaðberar verðlaunaðir fyrir að vera
kvartanalausir og stundvísir. Vinningar í hverri viku.
Sumarkapp
hlaup
BT og Morgunblaðsins
Aðalvinning vikunnar MP3 spilari frá Sandisk hlýtur
Elísabet Halldórsdóttir, Miklubraut 80, 108 Reykjavík
Eftirtaldir blaðberar fá DVD mynd af topplista BT
Daníel Örn Unnarsson, Huldubraut 40, 200 Kópavogur
Lilja G Sigurðarsdóttir, Þorfinnsgötu 2, 101 Reykajvík
Halldóra E Sveinbjörnsdóttir, Laugavegi 50B, 101 Reykjavík
Dagný Hallsdóttir, Karlagötu 10, 105 Reykjavík
Upplýsingar um laus hverfi til afleysinga eða til framtíðar í síma
blaðadreifingar, 569-1440 eða í bladberi@mbl.is
Endurútgáfa á breiðskífumU2 er komin á fullt stím en ísíðustu viku komu þrjár
fyrstu plötur sveitarinnar út með
auknum stafrænum hljómgæðum
og gnægð af áður óheyrðu efni.
Hljómsveitin var nokkuð sein í gang
í þessum endurútgáfufræðum, á
meðan hljómsveitir sem ná því
varla að vera neðanmálsgreinar í
rokksögunni hafa verið að dæla út
lítt merkilegu efni í tví- og jafnvel
þrígang. U2, ein stærsta hjómsveit
rokksögunnar, hefur hins vegar
haldið að sér höndum og það sem
verst er, fyrir óðustu aðdáendurna,
haft hvelfingarnar sem geyma
sjaldgæft efni og óútkomið kirfi-
lega læstar. Sveitin sá sig (loksins)
um hönd síðasta sumar, en þá kom
meistaraverkið The Joshua Tree
(1987) – mikilvægasta plata sveitar-
innar – út í glæsilegum pakka eða
pökkum öllu heldur, en um fjögur
mismunandi form af endurútgáfum
var að ræða. M.a. var þar að finna
fimm lög sem ekki höfðu heyrst
áður.
Nú hafa fyrstu þrjár plötursveitarinnar, Boy (1980),
October (1981) og War (1983) feng-
ið svipaða meðhöndlun. Á fyrstu
tveimur má heyra í ástríðufullri síð-
pönksveit í leit að hinum rétta tóni
en á War hófst gangan á toppinn;
með ólíkindum örugg plata sem
lagði hornsteininn að því veldi sem
U2 átti eftir að verða.
Það er sem fyrr gítarleikari
hljómsveitar-
innar, The Edge,
sem hefur yfir-
umsjón með út-
gáfunum. Plöt-
urnar hafa verið
dregnar í gegn-
um hefðbundnar
endurbætur á
hljómi og koma
út í þremur mis-
munandi út-
gáfum, sem ein-
faldur diskur,
tvöfaldur með b-
hliðum, tónleika-
lögum og sjald-
gæfum lögum og
svo verður um að
ræða vínylút-
gáfu, eins og
lenska er í dag.
Pakkningar eru þá veglegar;
áður óséðar ljósmyndir og texti um
tilurð og sögu platnanna fylgir.
Aukadiskarnir eru eðlilega aðal-
málið, ekki bara að þar sé að finna
lög sem aldrei hafa áður heyrst
heldur er þar safnað saman á einn
stað lögum sem afar erfitt er að
nálgast í dag.
Diskurinn sem fylgir Boy ert.a.m. fjórtán laga og þar er að
finna lögin „Speed of Life“, „Satur-
day Night“ og „Cartoon World“, lög
sem hingað til hafa bara verið í um-
ferð á vafasömum sjóræningja-
plötum. Þar er og að finna lög sem
prýddu fyrstu smáskífur sveitar-
innar. Fæst þeirra rötuðu á breið-
skífur en gefa hins vegar einkar
góða mynd af fyrstu þreifingum
hljómsveitarinnar. Öll U2-3 EP-
platan er hér t.d., með lögunum
„Out of Control“, „Stories for Boys“
og „Boy/Girl“, þau fyrstnefnu í
mun grófari útsetningu en átti eftir
að prýða Boy en „Boy/Girl“ hefur
hingað til aðeins verið til á nefndri
EP-plötu. Lög eins og „Another
Day“, sem var aðeins gefið út á
smáskífu, og „Touch“, b-hliðin á „11
O’Clock Tick Tock“ smáskífunni,
gleðja þá gamalt U2-hjarta.
Aukadiskur October saman-
stendur að mestu af tónleikalögum
en þar er einnig „A Celebration“-
smáskífan, lag sem eins og
„Another Day“ fór ekki inn á breið-
skífu og sama má segja um b-hlið-
ina, „Trash, Trampoline and the
Party Girl“ sem flestir kannast við
sem „Party Girl“ af tónleikapötunni
Under a Blood Red Sky (1983). Þá
er og að finna lagið „J. Swallo“, b-
hliðina á „Fire“-smáskífunni, án efa
súrasta lag sem U2 hafa gert fyrr
og síðar.
Á War-disknum er að finna hið
áður óútgefna „Angels Too Tied to
the Ground“ og svo býsnin öll af
endurhljóðblöndunum af smáskíf-
um þeirrar plötu, „New Year’s
Day“ og „Two Hearts Beat As
One“. B-hliðar-lögin „Endless
Deep“ og „Treasure (Whatever
Happened to Pete the Chop)“ eru
hérna líka og plöturnar því afar
tæmandi hvað alla þessa opinberu
bastarða varðar. Þeir hafa hingað
til lúrt á rykugum sjötommum en
eru nú komin í almenna og góða
dreifingu á nýjan leik.
Dómar um þessar endurútgáfurhafa verið einkennilegir, plöt-
urnar hafa verið ausnar lofi úr
óvæntum áttum á meðan traustir
bakhjarlar hafa verið óvenju þurrir
á manninn. Uncut og Mojo eru
þannig ekkert að blása plöturnar
upp, en bæði eru á því að War sé
toppurinn í þessu tríói. Pitchfork
hins vegar, af öllum miðlum, er
einkar jákvæður í garð platnanna
og gefur War 8,9 í einkunn.
Furðuleg er útreiðin sem October
fær hjá langflestum gagnrýn-
endum, að mínu viti er það einkar
vanmetið verk og tilraunagleðin
samfara haustlegum drunganum
gerir hana að einni allra bestu plötu
sveitarinnar. Boy býr yfir dágóðum
skammti af hnökrum en er engu að
síður afar tilkomumikið byrjenda-
verk. War er það sem mætti kalla
klassískt verk, hefur lítið sem ekk-
ert elst og býr enn yfir þeim
sprengikrafti sem kom U2 á kortið
á sínum tíma.
Fréttir um næsta skammt hafa
ekki borist en eigum við ekki að
veðja á The Unforgettable Fire
(1984), hið sanna meistaraverk
sveitarinnar? Henni verður þá
væntanlega komið út fyrir jól. Svo
er það spurning hvað eigi að gera
við Under A Blood Red Sky, hina
stórgóðu tónleikaplötu. Ég held að
hún standi vel undir svipaðri yfir-
halningu. Í öllu falli er ég farinn að
hlakka til hátíðanna, vonandi verð-
ur gert vel og innilega við þetta
blómatímabil stærstu rokksveitar
heims. arnart@mbl.is
Þegar stærsta hljómsveit heims var … aðeins minni
» [Á] War hófst gang-an á toppinn; með
ólíkindum örugg plata
sem lagði hornsteininn
að því veldi sem U2 átti
eftir að verða.
Ferskir Fyrstu plötur U2 hafa nú verið endurútgefnar.
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen