Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 19
geta verið sjúkdómsvaldandi stytta þær geymsluþol grænmet- isins. Ef ekki á að neyta grænmet- isins strax skal setja það í lokuð ílát og geyma í efstu hillu í kæli- skáp. Það tryggir bæði ferskleika grænmetisins og ver það fyrir mengun. 4 Meðhöndlun matvæla Hreinlæti skal vera í fyrirrúmi við meðhöndlun matvæla. Hættan á að matvæli innihaldi sýkla er allt- af til staðar og þeir geta borist á milli matvæla með höndum, hönskum og áhöldum. Því skal þvo hendur oft og nota ávallt hrein áhöld. Sýklar hætta að vaxa og fjölga sér í kulda og því skal geyma mat við 0 til 4°C. Matar- afganga og tilbúinn mat sem ekki á að neyta strax skal kæla strax, en sýklar fjölga sér hratt við stofuhita. Ef ekki eru hafðar gæt- ur á er hætta á krossmengun baktería milli matvæla. Er þá til að mynda átt við þegar bakteríur berast úr hráum kjúklingi yfir í eldaðan mat sem tilbúinn er til neyslu. Því er mikilvægt að nota sérstök áhöld og skurðarbretti fyrir mismunandi matvæli, til dæmis kjöt og grænmeti. Til að- greiningar er góð hugmynd að hafa áhöldin og skurðarbrettin í mismunandi lit, eftir því fyrir hvers konar hráefni þau eru. 5 Umbúðir Ekki er sama í hvers konar umbúðum matur er geymdur. Umbúðir úr plasti og gleri má nota aftur og aftur, en hafa þarf í huga samsetningu mat- vælanna og að sýrustig sé ekki mjög frábrugðið því sem áður var í ílátunum. Álpappír hentar vel ut- an um ost, smjör, kjöt og þess háttar matvæli. Hins vegar er best að geyma ávexti, grænmeti og brauð í plastfilmu. Öll matvæli má geyma í glerílátum en athuga skal fyrst hvaða hitastig glerið þolir. Óráðlegt er að geyma mat- væli í mikið litskreyttum leir- ílátum. Ýmislegt bendir til þess að þau gefi frá sér mikið magn af blýi og öðrum efnum sem haft geta skaðleg áhrif. Röng notkun umbúða getur leitt til þess að óæskileg efni úr umbúðum berist í matvæli og geta þau valdið heilsu- tjóni. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 19 WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Trine Lundgaard Olsen farsími nr. +45 61 62 05 25 netfang: tlo@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? Borgartúni 26 // 105 Reykjavík // Sími : 570 1200 // Fax : 570 1209 // vbs.is TILKYNNING VBSFJÁRFESTINGABANKIHF.BIRTIRLÝSINGARVEGNATÖKU VÍXLAFLOKKA MEÐAUÐKENNINVBS080814,VBS081016, VBS 09 0205 OGVBS 09 0416TILVIÐSKIPTA HJÁ OMX ICE VBS Fjárfestingabanki hf. hefur birt lýsingar vegna töku fjögurra víxlaflokka til viðskipta hjá OMX Nordic Exchange Iceland hf.. Flokkur VBS 08 0814 gefinn út 10. janúar 2008 með gjalddaga 14. ágúst 2008 að uppæð kr. 400.000.000, nafnverðseining kr. 5.000.000 (ISIN IS0000016830). Flokkur VBS 08 1016 gefinn út 12. júní 2008 með gjalddaga 16. október 2008 að uppæð kr. 100.000.000, nafnverðseining kr. 10.000.000 (ISIN IS0000018216). Flokkur VBS 09 0205 gefinn út 10. janúar 2008 með gjalddaga 5. febrúar 2009 að uppæð kr. 400.000.000, nafnverðseining kr. 5.000.000 (ISIN IS0000016855). Flokkur VBS 09 0416 gefinn út 12. mars 2008 með gjalddaga 16.apríl 2009 að uppæð kr. 150.000.000, nafnverðseining kr. 10.000.000 (ISIN IS0000017598). Víxlarnir eru vaxtalausir og óverðtryggðir. Víxlarnir verða teknir til viðskipta þann 31. júlí 2008 hjá OMX ICE. Lýsingarnar má nálgast á prentuðu formi hjá útgefanda, VBS Fjárfestingabanka hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík og á vefsetri útgefanda www.vbs.is í 12 mánuði frá dagsetningu tilkynningar þessarar. Umsjónaraðili er VBS Fjárfestingabanki hf. Reykjavík, 31. júlí 2008 úr bæjarlífinu Uppáhaldsverslunin þessa dagana er Fjölsmiðjan hérna á Akureyri. Þar eru mublur, þar eru bækur, þar eru alls konar gripir sem eru á algjörlega ómissandi verðlagi. Þar er líka hægt að fá bílaþvott á góðu verði. Af nógu er að taka, og allt má þar finna. Ég keypti mér t.d. um daginn þennan fína Yamaha skemmtara, líklega módel 1978 eða hér um bil, fyrir slikk. Þess háttar tæki sem meira að segja nágranninn elskar.    Tveir norðanmenn, báðir Þing- eyingar og Akureyringar, eiga það sammerkt að hafa gefið út bækur á sumrinu sem hafa farið undarlega hljótt. Hjálmar Freysteinsson læknir og Björn Þorláksson fréttamaður. Hjálmar gaf út kvæðabók með limr- um og kallar hana Heitar lummur. Hafi einhver efasemdir um gæðin í skruddunni er nóg að benda á síðasta kvæðið, Eftirmæli að hætti Þing- eyings: Í húminu um haustkvöldin mild má limrurnar lesa að vild fram og tilbaka meðan fuglarnir kvaka. Hver limra er leiftrandi snilld.    Yrkisefni Hjálmars nafna eru marg- vísleg og fyndin en Björn skrifar um efni sem allir hafa hugleitt og flestir hafa skoðun á. Nefnilega karpið um náttúruspjöll og náttúrunýtingu; með álverum eða með náttúrunni. Þær knýjandi spurningar sem tilheyra umræðunni hefur Björn sett í skáld- sögubúning, en Náttúrubörn er hans þriðja skáldsaga. Vert er að mæla með báðum bókunum hér.    Í Fjölsmiðjunni vinnur ungt fólk á krossgötum í lífinu. Oftast þegar ég hef komið þangað er Erlendur Krist- jánsson fv. handboltakappi að ráð- leggja ungmennunum og stýra skút- unni. Þar er mjög góður andi og alveg óhætt að mæla með því að fólk bregði sér í hrönnum niður á Óseyri.    Knattspyrnuundrið á Grenivík hefur átt hug minn um nokkra hríð. Örsmáa liðið út með firði er nú komið í 4. sæti í 2. deild og nagar þannig óbeint hælana á risunum KA og Þór sem færast æ neðar töfluna í 1. deild. Magnamenn hafa hirt hvert stigið á fætur öðru í síðustu leikjum og þann- ig yfirstigið 5 leikja taphrinu í upp- hafi móts. Ég mæli með því að Magni fylgi þessu prógrammi í kjölfarið: að keyra á uppsveiflunni, hala inn fleiri stig og fylgja toppliðunum eftir ef þau misstíga sig. Það gæti til dæmis setið í Aftureldingarmönnum að hafa tap- að 1-0 fyrir Mögnunum á Grenivík um daginn ...    Það gisti garður eyðiskóginn á torg- inu og hefur ákveðið að staldra þar við um sinn. Svo virðist sem bæj- arbúar hafi tekið ástfóstri þessu af- sprengi borgaralegrar óhlýðni og hanga nú mínútunum saman á græna blettinum á torginu. Miðað við við- brögðin sem torfuuppátækið hefur fengið er aldrei að vita nema fleiri bæjarbúar fari nú að taka málin í sín- ar hendur og geri andlitslyftingar á bænum í sjálfboðavinnu. Það er ansi hætt við að maður verði jafnvel að mæla með því. Býður sig einhver fram í að stöðva umferðina í Gilinu?    Svo mæli ég af krafti með því að fólk skelli sér út í sólina og muni eftir að taka Moggann með sér. AKUREYRI Hjálmar Stefán Brynjólfsson Davíð Hjálmar Haraldsson ásérkennilegan vinahóp, sem hann læðir stundum í limrur: Kolgrímur Karlsson, fljóti, keppir á sterku móti. Vaskur og snar verður hann þar oft fyrir eigin spjóti. Þá rifjaðist upp limra hjá Birni Ingólfssyni, sem einu sinni sem oftar var í gönguferð með hóp á eftir sér. „Einhverjar konur, stutt- stígar, kvörtuðu yfir fullmiklum hraða á forystusauðnum. Þá orti ég handa þeim limru sem þær gætu raulað sér til hugarhægðar ef leiðsögumaðurinn léti sér ekki segjast: Þarna er leiðindaskarfurinn ljóti mig langar að kasta í hann spjóti. Ef verð ég of sein þá vel ég mér stein og hendi í helvítið grjóti!“ Bjarni Stefán Konráðsson var ekki seinn til að botna kveðskapinn með orðunum: „...og það gerði hún“: Ég lúin í lófana spýtti og lafmóð ég steinana nýtti til seinustu ráða, sá skyldi fá’ða og Björn minn ég blessaðan grýtti. Ég bjóst við að fá það nú frá’onum formælt og óþvegið hjá’onum. Og það kom á daginn en það bætti haginn, að það hægði nú örlítið á’onum. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af grjót- og spjótkasti DANSKIR eldri borgarar sem hjóla í umferðinni nota yfirleitt ekki hjálm. Fjöldi hjólreiða- tengdra dauðsfalla á meðal ein- staklinga, 65 ára og eldri, hefur tvöfaldast í Danmörku undanfarin ár. Vefrit Berlingske Tidende, seg- ir að sérfræðingar séu hræddir um að orsökin sé mótþrói aldurshóps- ins gagnvart hjálmnotkun. Árið 2007 létu 57 hjólreiðamenn lífið á dönskum vegum og hjól- reiðastígum. Það er 70% aukning frá árinu 2006. Helmingur fórnar- lamba var eldri en 65 ára, þar af voru 50% sem létust af höfuð- áverkum. Eldra fólk virðist ekki vera duglegt að hjóla með hjálm. Árið 2006 könnuðu Danir hjálm- notkun á meðal eldri borgara og kom þá í ljós að einungis 5% fólks, 60 ára og eldra, notar hjálm. Það má því teljast óhætt að benda hjólafólki á efri árum á nauðsyn þess að hjóla með viðeig- andi öryggisbúnað. Þeir eldri sleppa hjálminum Hjálmlaus Það ættu allir að nota hjálm á hjólinu, sama á hvaða aldri þeir eru. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.