Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 213. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Innbrotum fækkar  Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað að meðaltali um 20 á mánuði. 145 innbrot voru framin að meðaltali fyrstu sjö mánuði ársins, samanborið við 167 á sama tíma í fyrra. Lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins er ánægður með hvert stefnir. » Forsíða Erfiðleikar hjá Strætó  Um 300 milljónir vantar í rekstur Strætó bs. á þessu ári. Fyrirtækið á í miklum rekstrarerfiðleikum sem rekja má til hás olíuverðs, veikingar krónunnar og launahækkana starfs- manna. »2 Áður óþekkt tengsl  Vísindamenn hjá Íslenskri erfða- greiningu hafa uppgötvað úrfell- ingar í erfðamengi manna sem tengjast geðklofa. Tengslin hafa hingað til verið óþekkt en talið er að um einn af hverjum 5.000 beri slíka úrfellingu í erfðamengi sínu. »4 Ræsir hf. segir upp 57  Ræsir hf. tilkynnti Vinnu- málastofnun í gær um hópuppsögn. Alls verður 57 starfsmönnum fyr- irtækisins sagt upp vegna rekstr- arerfiðleika. Greiðslur úr Ábyrgð- arsjóði launa, sem ábyrgist m.a. greiðslu vangoldinna launa og bóta vegna slita á ráðningarsamningi, hafa aukist töluvert. »11 SKOÐANIR» Stakst.: Sannfærandi pólitísk sýn Forystugreinar: Ritskoðun í Kína | Áhrif reykleysis Ljósvaki: Náttfatamaðurinn UMRÆÐAN» Leitin að Nýja sáttmála Til ykkar allra Pípulagnir í lögreglunni? Bananalýðveldið Kópavogur   2 2 2 2 3  )4! -& ( &) 5 &'  & &'6    2 2 2 2 2 2  + 70 !   2  2 2 2 2 2 89::;<= !>?<:=@5!AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@!77<D@; @9<!77<D@; !E@!77<D@; !1=!!@F<;@7= G;A;@!7>G?@ !8< ?1<; 5?@5=!1(!=>;:; Heitast 22 °C | Kaldast 15 °C  NA 3-8 m/s. Sums staðar þokuloft N- og A-lands. Skýjað að mestu og smáskúrir sunnan til, annars bjart. » 10 Hvor leitarvélin stendur sig betur, sú nýja eða sú gamla? Önnur hefur yfir- burði er leitað er á íslensku. » 40 NETIл Cuil eða Google? TÍSKA» Svona er nýjasta hýja- línið í Kólumbíu. » 43 Fyrsti diskur And- rúms, Andvakar, öðlast sjálfstætt líf eftir aðstæðum – og hann fær fimm stjörnur. » 38 TÓNLIST» Engir dæg- ursmellir TÓNLIST» Sprengjuhöllin var fun- heit í sundi. » 39 TÓNLIST» Hljómsveitaveisla í Hafnarfirði. » 41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. 29 gráður og sólskin 2. Vanrækti konuna á klósettinu 3. Fljúgandi prestur finnst látinn 4. Græða fimm milljónir á dag  Íslenska krónan veiktist um 0,4% HITABYLGJAN sem landsmenn hafa ekki farið varhluta af síðustu daga náði hámarki í gær. Hitamet var slegið á nokkrum stöðum, m.a. í Reykjavík þar sem hitinn komst í tæpar 26 gráð- ur. Það er því ekki að undra að þessi börn sem nutu góða veðursins á Austurvelli í gær hafi fækkað aðeins fötum enda fátt annað hægt í veðri sem slíku. Áframhaldandi góðu veðri er spáð yfir versl- unarmannahelgina, landsmönnum til mikillar gleði enda mesta ferðamannahelgi ársins. Straumurinn er mikill til Eyja sem endranær en búist er við metaðsókn. Þá munu eflaust margir leggja leið sína á bæjarhátíðirnar Ein með öllu á Akureyri og Neistaflug á Neskaupstað. | 4 og 12 Fáklædd og frjálsleg í methita Morgunblaðið/Ómar SÖNGLEIKJAMYNDIN Mamma Mia! hefur slegið í gegn hérlendis, en ríflega 45 þúsund áhorfendur hafa séð myndina og þessa vikuna var tónlist úr myndinni sú vinsælasta í plötubúðum landsins skv. Tónlistanum. Nú fá harðir aðdáendur söngleiksins tækifæri til þess að þenja radd- böndin en sérstök „með-söngs“- sýning verður í Háskólabíói fimmtu- daginn 7. ágúst. Þar fá bíógestir tækifæri til að syngja gömlu Abba- lögin með Meryl Streep, Pierce Brosnan og félögum, en Elva Ósk Ólafsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir verða forsöngvarar. | 37 Bíógestir fá að syngja með Söngvagleði Meryl Streep í Mamma Mia! Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is ÞÓTT einungis sé liðið rúmt ár frá innleiðingu reykingabannsins hér- lendis virðast hjartalæknar strax farnir að taka eftir jákvæðum áhrif- um bannsins á reyklausa gesti veit- inga- og skemmtistaða. 21% færri reyklausir karlar þurft á þræðingu að halda Sé miðað við fimm mánaða tíma- bil bæði fyrir og eftir að reyk- ingabannið var sett á í fyrra þurfa 21% færri reyklausir karlmenn á hjartaþræðingu að halda vegna svo- kallaðs óstöðugs kransæðasjúk- dóms. Athygli vekur að enginn munur er á tíðninni hjá konum, en ástæðan er talin vera sú að konur fá krans- æðasjúkdóm 10–20 árum seinna á ævinni en karlar. Þessar niðurstöður eru í sam- ræmi við það sem komið hefur fram í áþekkum rannsóknum annars staðar, t.d. fækkaði hjartaáföllum í Skotlandi í kjölfar reykingabanns- ins þar og í mörgum bandarískum rannsóknum hefur reykingabann reynst gefa góða raun. | 20 Færri hjartaþræðing- ar eftir reykingabann Í HNOTSKURN »Óstöðugur kransæða-sjúkdómur er samheiti yfir kransæðastíflu eða alvarlegar þrengingar í kransæðunum sem myndast vegna samspils æðakölkunar og blóðsega- myndunar í æðaholinu. »Einkennin eru oftastbrjóstverkir í hvíld auk þess sem breytingar sjást í blóðprufum og á hjartariti.  Læknar telja sig merkja jákvæð áhrif reykingabanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.