Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 21 Árni Sæberg Ertu að benda á mig? Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, var í góðum félagsskap mennskra sem ómennskra við úthlutun úr Menningarnæturpotti Landsbankans í gær. Blog.is Sigurður Hreiðar | 30. júlí Gott að hann rumskaði Mikið var nú gott að tals- maður minn skyldi rumska og ætli að rabba við risana. Undanfarið hef ég bloggað dálítið um þessi mál og einmitt undrast að ekki skuli haldið betur utan um þau fyrir okkar hönd, neytendanna. Kannski talsmaður neytenda fari þess á leit við dagblöðin að þau birti daglega rammaklausu á áberandi stað um bensínverð dagsins ásamt heimsmark- aðsverði og gengi á sama tíma. Það gæti líka hjálpað okkur að ákveða hvar við ætlum að kaupa eldsneyti þann daginn. Í morgun var ég á rölti um bæinn minn og átti leið fram hjá öllum elds- neytissölunum þremur hér í bæ. Ég sá enga samkeppni þar í auglýstu eldsneyt- isverði. Meira: auto.blog.is Ómar Ragnarsson | 30. júlí Urriðafossvirkjun Hugmyndir um að Urr- iðafoss verði fallegri og betri eftir virkjun ríma vel við hugmyndir virkj- anasérfræðinga um að hægt sé að virkja Detti- foss, Gullfoss og aðra fossa á þennan hátt. Á ráðstefnu einni rakti sérfræðingur áætlun um virkjun Dettifoss sem byggðist á því að hægt yrði að auglýsa hann áfram sem kraft- mesta foss Evrópu þótt vatn yrði tekið af honum vegna virkjunar! Áætlunin bygg- ist á rannsókn, sem gerð var á við- horfum ferðamanna við fossinn eitt sumar. Á kuldakafla minnkaði rennslið um hann úr 400 rúmmetrum niður í 160 rúmmetra og niðurstaða rannsókn- arinnar var að „það kvartaði enginn“. Af þessu var dregin sú ályktun að hægt yrði að hleypa á fossinn ca. 160 rúmmetra rennsli þær fáu vikur sem ferða- mannastraumurinn væri mestur, ... Meira: omarragnarsson.blog.is Sæmundur Bjarnason | 30. júlí Samvinnuskólinn, Bismark og Ólafur Blör ... Ég man eftir að ein- hverntíma vorum við að lesa fyrir menningarsögu- próf af miklum krafti og við Kiddi á Hjarðarbóli og einhverjir fleiri sömdum afkáralegar spurningar til leiðbeiningar við lesturinn. Ég man nú bara eftir einni af þessum spurningum. Í bókinni sem við vorum að lesa stóð að Bismarck hefði haft mörg járn í eldinum. Spurningin sem við gerðum um þetta var einfaldlega svona: „Hvað hafði Bis- mark í eldinum?“ Eina rétta svarið við þessu var að sjálfsögðu „mörg járn.“ Flestum þóttu þessar spurningar ekki merkilegar en þær styttu okkur stund- irnar sem sömdum þær. Hvort þær urðu til þess að við tileink- uðum okkur námsefnið eitthvað betur veit ég ekki. Meira: saemi7.blog.is Á FYRRI hluta árs 2005 ritaði ég átta grein- ar í Morgunblaðið og varaði við. Margir höfðu gefið sig gullæðinu á vald, en ég vonaði að ein- hverjir sæju að ekki er allt gull sem glóir. Grein- arnar má skoða í greina- safni á mbl.is. Spáð var að ástandið gæti orðið erfitt eftir 2-4 ár. Nú eru 3½ ár síðan fyrsta greinin birtist. Ég nam staðar við þá sérstöku áhættu að ofmats eigna gætti í fyrsta sinn samtímis víða um heim síðan fyrir kreppuna miklu. Samtenging fjármagns- og hlutabréfa- markaða ylli því að ef þessar sápukúl- ur spryngju í keðjuverkun mundi það valda harkalegri niðursveiflu í heimsbúskapnum. Ef þær spryngju eftir að framkvæmdum eystra lyki yrðum við býsna berskjölduð. Eins sá ég að bankarnir voru hættir að gera mun á alvöru vexti og skaðlegri þenslu. Ekki er unnt að reka skráð fé- lög lengi flaskandi á þessu. Nú er ein- mitt sú skelfilega staða komin upp sem ég óttaðist. Sjálfskaparvítin eru verst. Það vill dragast að taka á þeim af því að afneitun þeirra varir svo lengi. Ekkert er nú framundan nema lang- varandi erfiðleikar, e.t.v. í 4-5 ár. Síð- ustu fjörutíu árin hafa því miður orðið fjögur alvarleg samdráttarskeið á Ís- landi með hastarlegri rýrnun kaup- máttar, 15-20%. Fjöldi Íslendinga varð gjaldþrota, en aðrir sem höfðu farið varlega stóðu áföllin af sér, að- þrengdir. Nýfundnaland Nágranni okkar í vestri nefnist Nýfundnaland. Það land er nú fylki í sambandslýðveldinu Kanada. Landið var ensk og síðar bresk nýlenda frá 1583 til 1907, þegar það varð sjálf- stætt lýðræðisríki innan breska sam- veldisins. Á árunum eftir 1920 gáfu stjórnmálamenn landsins sig á vald ,,umræðustjórnmálum“ þess tíma. Stöðug upphlaup og hneyksli skóku þjóðfélagið. Forsætisráðherrann sætti ásökunum um spillingu og þurfti að segja af sér 1923. Hann komst þó aftur til valda 1928 af því að arftakinn varð með eindæmum óvin- sæll. Fljótlega rökkv- aði, Kreppan mikla fór í hönd. Atvinnulífið var fábreytt, einkum fiskveiðar og -vinnsla, auk pappírs- og jarð- efnavinnslu. Umræðu- stjórnmál kyntu undir sundurlyndi og óánægju. Stóryrði og upphrópanir ollu því að almenningur missti trúna á framtíðina, landstjórn- ina og sjálfstæði landsins árið 1934. Sjálfum sér sundurþykkir stjórn- málamenn gáfust upp á að mynda starfhæfa ríkisstjórn og sneru sér til bresku krúnunnar með ósk um skip- un landstjóra á ný. Sá skipaði síðan ríkisstjórn og hélst sú skipan allt til ársins 1949. Síðan hefur landið verið jaðarsvæði í Kanada. Ríkisstjórnin í Ottawa vill ekki skipta sér af hagþró- un einstakra svæða. Ungt fólk frá Nýfundnalandi leitar því atvinnu í blómlegri byggðum. Það vill samt eiga sumardvöl í lítt snortinni náttúru heimahaganna. Gamli sáttmáli Við Íslendingar gleymum stundum að við höfum svipaða reynslu. Íslenska þjóðveldið var laust við allt erlent vald. Sögur herma af góðum lífskjörum og þjóð sem hafði aðferðir sem dugðu til að setja lög, fella dóma, setja niður deilur og framkvæma réttilega fengn- ar niðurstöður. Um langt skeið ríkti góðæri. Síðar harðnaði í ári og róstu- söm tíð fór í hönd. Árið 1262 var mál- um svo komið að landsmenn voru ekki lengur bjargálna, áttu ekki skip og urðu að gera sáttmála við erlendan konung. Þeir gengu honum á hönd gegn því að fá að kaupa nokkra skips- farma af nauðsynjum vor og haust. Gamli sáttmáli markaði endalok sjálf- stæðis landsins. Tæp 700 ár tók að endurheimta það. Loforðið um skipa- komur reyndist ekki haldgott. Nýi sáttmáli Um þessar mundir steðja erf- iðleikar að. Bankarnir hafa gengið vopnum sínum framar í lánaþenslu og ítrekað framkallað óraunhæfar hækk- anir eignaverðs sem þeir lánuðu jafn- óðum aftur út á. Nú eru bankarnir út- blásnir af lofti eins og sápukúlur og munu springa á sama hátt. Þetta er ekki þeirra einkamál. Þetta var skemmdarverk á hagkerfinu, til að refsa ríkinu fyrir að reka Íbúðalána- sjóð í samkeppni við þá. Ekki þarf að gera því skóna að gæði erlendra eigna bankanna séu meiri en innlendra. Halda menn að íslensku bankarnir í London hafi náð bestu bitunum í sam- keppni við stórbankana? Halda menn að yfirtökur Íslendinga á fyrirtækjum á tímum óraunhæfs hlutabréfaverðs hafi allar verið á réttu verði? Halda menn að dómgreind þessara manna sé betri í útlöndum en heima? Benda veisluhöldin til þess? Landsmenn hrifust margir hverjir með. Skuldakóngar finna nú á sér að þeir eru komnir í áður óþekkta áhættu. Þeir líta ekki í eigin barm heldur sjá vesalings krónuna sem sökudólg. Hún reyndist þó bærilega á meðan menn kunnu fótum sínum for- ráð. Þeir fjalla um nauðsyn þess að gera Nýja sáttmála við kónginn ESB í Brussel. Að því búnu getum við lík- lega skemmt okkur við ,,umræðu- stjórnmál“, kannski næstu 700 árin eða svo. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af unga fólkinu, það fær vinnu í Evrópu. Þótt við verðum út- kjálki og jaðarsvæði sem Brussel vill ekki skipta sér af munu krakkarnir hafa gaman af heimsækja okkur á sumrin. Staðan í efnahagsmálum verald- arinnar fer nú enn versnandi. Ytri skilyrði þjóðarbúsins eru því að versna. Afneitun vandans og að- gerðaleysi, í von um að einhver ósýni- leg hönd komi og leysi hann, er þyngri en tárum taki. Leitin að Nýja sáttmála Ragnar Önundarson skrifar um efnahagsmál » Þetta var skemmd- arverk á hagkerfinu, til að refsa ríkinu fyrir að reka Íbúðalánasjóð í samkeppni við þá. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og fjármálaráðgjafi. Bjarni Kjartansson | 30. júlí Hvernig er með mismunun kröfuhafa? Viðskiptakröfur í svona bú, líkt og Mest var fyr- ir aðkomu Glitnis og þá aðgerð, að skipta félag- inu upp í tvennt, eru margvíslegar og á tíð- um tengdar eðlilegum viðskiptum við- skiptavina við þjónustu-fyrirtæki. Það gerir að verkum, að margskonar kröf- ur, sem verða til, vegna gallaðrar vöru og vanefnda á afhendingu, margra hluta vegna, svo að á hverjum tíma geta verið útistandandi svoleiðis kröf- ur sem saman nema þó nokkurri upp- hæð. Eigendur slíkra krafna eru að venju viðskiptavinir fyrirtækisins og þó að hver upphæð virðist ekki há í augum stórbokka, sem kunna ekkert nema í milljónatugum, helst millj- örðum, eru þetta miklar upphæðir í heimilisbókhaldinu og tap slíkra krafna er tilfinnanlegt. ... Meira: dullur.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.