Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 27
MINNINGAR
Elsku pabbi.
Það var erfið símhringing
til mín frá Íslandi að morgni
22. júlí er mér var tilkynnt
um andlát þitt. Það er sárt að
vera langt í burtu á svona
stundum. Ég vil þakka þér
pabbi minn alla hlýjuna og
umhyggjusemina í minn
garð alla tíð. Ég mun sakna
þín sárt og heimferðir mínar
til Íslands eftirleiðis verða
öðruvísi eftir fráfall þitt.
Elsku pabbi, Guð veri með
þér. Þín dóttir
Hulda.
Elsku langafi, nú líður þér
betur hjá guði.
Við þökkum fyrir ástúð alla,
indæl minning lifir kær.
Núna mátt þú höfði halla,
við herrans brjóst er hvíldin vær.
Í sölum himins sólin skín,
við sendum kveðju upp til þín.
(H.J.)
Við söknum þín.
Konráð Karel, Ásta Lilja,
Olgeir Ingi, Hólmar Smári
og Stefán Atli.
HINSTA KVEÐJA
✝ Halldór Björns-son fæddist á
Stóru-Seylu 13. jan-
úar 1921. Hann lést
á Dvalarheimili
aldraðra á Sauð-
árkróki 22. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Margrét
Björnsdóttir, f.
29.5. 1881, d. 26.5.
1970, og Björn Lár-
us Jónsson, bóndi á
Stóru-Seylu, f. 4.4.
1879, d. 10.8. 1943.
Hálfbróðir Halldórs
var Jón Björnsson frá Hafsteins-
stöðum, f. 23.2. 1903, d. 18.11.
1987. Alsystur Halldórs voru
Lovísa Steinvör, f. 13.3. 1916, d.
29.1. 1998, og Ingibjörg Salóme,
f. 16.10. 1917.
Halldór kvæntist 17. júní 1947
Ástu Guðmundsdóttur, f. 19.9.
1919, d. 17.5. 2001. Foreldrar
hennar voru Anna María Jóns-
dóttir, f. 28.5. 1875, d. 24.7. 1959,
og Guðmundur Ásmundsson,
bóndi á Gufuá í Borgarhreppi, f.
24.6. 1880, d. 4.12. 1955. Halldór
og Ásta eignuðust 7 börn. Þau
eru: 1) Birna Gréta. 2) Guð-
mundur Gylfi, f. 2.10. 1949, d.
27.7. 1951. 3) Anna Salóme, maki
Konráð Gíslason, þau eiga 4 börn
og 5 barnabörn. 4) Margrét
Erna, maki Einar Sigurjónsson,
þau eiga 3 dætur og 2 barna-
börn. 5) Guðbjörg
Lovísa, sambýlis-
maður Böðvar Ein-
arsson, þau eiga 1
dóttur, en áður átti
Guðbjörg 2 dætur
með Gunnari
Tryggvasyni. 6)
Hulda Unnur. 7)
Guðmundur Gylfi,
sambýliskona Linda
Stefánsdóttir, þau
eiga 4 syni.
Áður átti Ásta
soninn Skúla Ragn-
ar Guðmundsson,
hann er kvæntur Sigríði Gúst-
afsdóttur, þau eignuðust 3 syni,
einn þeirra er látinn, þau eiga 3
barnabörn.
Halldór ólst upp á Stóru-Seylu.
Hann varð gagnfræðingur frá
MA árið 1944 og var við kennslu
í Borgarfirði í tvo vetur. Eftir
það tók hann við búi á Stóru-
Seylu, á móti Ingibjörgu, systur
sinni, og mági, Guðmundi, en
þau urðu að bregða búi um 1960
vegna vanheilsu hans. Á seinni
búskaparárum sinnti Halldór
kennslu, auk annarra starfa með
bústörfum. Í ágúst 2000 flutti
hann á Dvalarheimili aldraðra á
Sauðárkróki en Ásta hafði farið
þangað um vorið.
Útför Halldórs fer fram frá
Glaumbæjarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Um eilífar aldaraðir
ertu vor Guð og faðir
sem best er að biðja og unna.
Leið hina þyrstu og þjáðu
til þinna svalandi brunna.
Lát þú ritningar rætast
rökin og trúna mætast,
líf vort breytast og batna.
Leið hina þyrstu og þjáðu
til þinna lifandi vatna.
(Davíð Stefánsson.)
Nokkur orð í minningu föður okk-
ar við lífslok hans.
Hann var orðinn lasburða og
þreyttur, búinn að vera á öldrunar-
stofnun síðan árið 2000. Pabbi átti að
mörgu leyti gott og gjöfult líf, ólst
upp við ástríki og allsnægtir. Fór í
skóla, varð gagnfræðingur frá MA
en ekki varð skólagangan lengri
vegna fráfalls föður hans. Eftir þetta
fór hann suður í Borgarfjörð og fór
að kenna við barnaskóla þar í 2 vet-
ur. Kynntist hann þar konuefni sínu,
móður okkar, Ástu Guðmundsdóttur
frá Gufuá, d. 2001.
Saman hófu þau búskap á Stóru-
Seylu árið 1947. Eignuðust þau 7
börn, misstu son í bensku, Guðmund
Gylfa og var þá að þeim mikill harm-
ur kveðinn og æ síðan. Faðir okkar
stundaði kennslu og aðra vinnu utan
heimilis í mörg ár, ásamt búskap.
Kom sér þá vel að móðir okkar var
dugleg kona og við börnin fórum
snemma að létta undir. Á síðari hluta
ævinnar kom nokkurt heilsuleysi við
sögu.
Um árið 1995 er móðir okkar orðin
allveik af heilabilunarsjúkdómi og
fóru síðustu kraftar föður okkar í að
hugsa um hana heima og hjálpa
henni. Þegar hún vistaðist á Dval-
arheimili aldraðra á Sauðárkróki ár-
ið 2000, tók hann þá ákvörðun að
vistast líka á sömu stofnun. Bæði
voru farin að kröftum, en hann
studdi mömmu sem hann gat, þar til
hún dó. Síðasta ár var pabba þung-
bært, endurteknar lungnasýkingar
ásamt minnisleysi og líkamlegri
hrörnun og var hann orðinn afar
þreyttur.
Pabbi var mjög hneigður fyrir tón-
list og gaman hafði hann einnig af
ljóðum og lestri góðra bóka.
Þá ég hníg í djúpið dimma,
Drottinn ráð þú hvernig fer.
Þótt mér hverfi heimsins gæði
hverfi allt sem kærst mér er.
Æðri heimur, himnafaðir
hinumegin fagnar mér.
(M. Joch.)
Við ævilok hans þökkum við hjart-
anlega fyrir liðna tíð og óskum hon-
um allrar blessunar Guðs.
Innilegar þakkir til starfsfólks
Dvalarheimilis aldraðra, deild 5,
Sauðárkróki fyrir góða umönnun og
nærgætni.
Börnin.
Kæri bróðir.
Að leiðarlokum vil ég þakka öll ár-
in og allar góðu stundirnar. Ég
minnist þess hve þið Ásta tókuð allt-
af vel á móti mér og Munda þegar við
komum í frí að Seylu.
Ekki leið sá dagur síðustu árn að
þú spyrðir ekki eftir mér eða hefðir
símasmaband við mig meðan þrekið
leyfði. Ég trúi því að hvíldin hafi ver-
ið kærkomin og nú líði þér vel þar
sem þú munt hvíla við hlið Ástu og
Guðmundar Gylfa ykkar í Glaumbæ
við kirkjuna sem þér þótti svo vænt
um.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín systir
Ingibjörg.
Hann afi lést á dvalarheimili aldr-
aðra á Sauðárkróki hinn 22. júlí sl.
þrotinn kröftum. Síðustu mánuði var
ljóst í hvað stefndi, vaxandi veikindi
og sjúkdómslega. Þegar kveðju-
stundin er runnin upp er engu að síð-
ur erfitt að kveðja og sætta sig við
orðinn hlut. Afi átti sérstakan stað í
hjörtum okkar og þar mun hann allt-
af eiga sér sess í minningunni.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann hversu hjartahlýr og góður hann
afi var. Afi hafði gaman af því að hafa
marga gesti í kringum sig. Hann var
mannblendinn, var vel lesinn hvort
sem það var í þjóðmálum eða sögu og
vel að sér í ættfræði. Hann hafði
gaman af öllum vísum og ósjaldan
skaut hann inn vísum við viss tilefni.
Ekki vantaði gestrisnina hjá þeim
ömmu. Þegar við komum í sveitina,
svignuðu borðin undan kræsingun-
um.
Afi var borinn og barnfæddur
Skagfirðingur. Hann unni firðinum
sínum og sveitinni allt til dauðadags.
Mikill dýravinur var hann. Síðustu
átta árin dvaldi hann á dvalarheimili
aldraðra á Sauðárkróki.
Nú eru afi, amma og litli dreng-
urinn, sem þau misstu aðeins
tveggja ára, saman á ný.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku afi, hafðu hjartans þökk fyr-
ir allt.
Gísli Óskar, Ása Dóra,
Davíð Örn og Elvar Atli.
Elsku afi.
Nú er ferðalag þitt hér með okkur
senn á enda og annað byrjað á betri
stað.
Í allri sorginni sem fylgir því að
kveðja þig er samt hægt að hlýja sér
um hjartarætur með því að líta á
björtu hliðarnar. Þú ert laus við
kvalirnar sem fylgdu því að kveðja,
þú ert kominn í betri heim þar sem
ég veit að þér líður vel, þú ert kom-
inn til ömmu.
Ég vil þakka þér fyrir að vera sá
sem þú varst. Það verður erfitt að
geta ekki fylgt þér alla leið en ég veit
að þú lítur það sömu augum og ég.
Ég sakna þín elsku afi.
Þín
Hafdís.
Við viljum þakka afa okkar fyrir
allt sem hann gaf okkur. Við fundum
alltaf fyrir væntumþykju og kær-
leika frá honum og ávallt reyndist
hann okkur vel. Minningarnar úr
sveitinni munu ylja okkur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Elsku afi, takk fyrir allar stund-
irnar sem við áttum saman.
Þú lifir í hjörtum okkar.
Þínar
Helga og Linda.
Kæri frændi.
Það kemur margt upp í hugann
frá bernskuárunum er ég minnist
móðurbróður míns Halldórs frá
Stóru-Seylu. Mikið er ég oft búin að
dást að þeirri ró sem var yfir þér
eftir að þú komst á Dvalarheimilið.
Ég var alin upp hjá ömmu og afa á
Stóru-Seylu frá 5 ára aldri. Þegar
ég var 9 ára tókst þú við búinu
ásamt Ástu eiginkonu þinni. Því var
ég í skjóli ykkar og Æju systur
þinnar og Munda eiginsmanns
hennar fram að fermingu. Þau sum-
ur var oft mannmargt á Seylu.
Minnist ég sérstaklega þegar þú
settist við orgelið að dagsverki
loknu og allir hópuðust í kringum
þig og sungu. Þá var oft gaman. Svo
liðu árin og börnin komu hvert af
öðru. Sérstaklega var mikil til-
hlökkun hjá mér er elsta barnið
fæddist, hún Birna. Það er sár
minning í huga mér þegar þið misst-
uð drenginn ykkar, hann Guðmund.
Eftir það fannst mér þið ekki verða
söm.
Jæja frændi minn, nú veit ég að
þú ert kominn til drengsins ykkar
og Ástu og allra hinna sem eru farin
á undan þér. Um leið og ég vil þakka
þér frændsemi og vináttu við mig og
fjölskyldu mína vil ég kveðja þig
með bæninni sem amma las með
mér á hverju kvöldi ásamt mörgum
öðrum bænum:
Láttu nú ljósið þitt
loga við við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaði Jesús mæti.
Far í Guðs friði.
Þín frænka
Margrét Guðvinsdóttir.
Halldór Björnsson
Allt frá því við systk-
inin fyrst munum eftir
okkur þótti okkur gaman að heim-
sækja ömmu og afa – fyrst austur á
Hornafjörð, síðan í Háengið, í Asp-
arfell, og – eftir að afi féll frá – í Foss-
heiðina og loks í Lönguhlíð. Já, við
kenndum ömmu við ýmsa staði en all-
ir áttu þeir það sameiginlegt að þang-
að var gott að koma. Amma tók alltaf
vel á móti gestum og átti alltaf nýbak-
aðar kökur eða annað góðgæti, helst
2-3 sortir hið minnsta.
Amma var alltaf glöð í lund, sama á
hverju gekk. Eitt sinn var Eiríkur í
pössun hjá ömmu og afa ásamt hund-
inum okkar, honum Tító. Þegar Ei-
ríkur var í baði ákvað Tító að stökkva
upp í baðkarið til hans, en var fljótur
Unnur
Hermannsdóttir
✝ Unnur Her-mannsdóttir
fæddist í Ögurnesi í
Ögurhreppi í N-Ís.
31. júlí 1919. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Droplaug-
arstöðum í Reykja-
vík hinn 9. júlí
síðastliðinn.
Unnur var jarð-
sungin frá Fossvogs-
kirkju 17. júlí sl.
upp úr þegar hann átt-
aði sig á því að það var
vatn í baðkarinu, og
hljóp inn í stofu þar
sem hann hristi sig yfir
ömmu og afa. Amma
tók þessu af sínu al-
kunna æðruleysi, var
líklega mest hissa á
öllu saman, en á eftir
hló hún að þessu vel og
lengi, og minntist
þessa atviks í mörg ár á
eftir og endaði það
ávallt með góðum
hlátri.
Amma var hrifin af ljóðum og vís-
um og oft mátti heyra hana raula lít-
inn lagstúf. Hún var mikið fyrir hann-
yrðir, heklaði ófá teppin og var stolt af
handbragði sínu. Síðustu árin fór þó
æ minna fyrir handavinnunni þegar
sjónin fór versnandi og heilsunni
hrakaði. Góða skapið hélst þó alla tíð
og hún amma kvaddi okkur á sólrík-
um júlídegi, eflaust glöð yfir því að
kallið væri nú komið.
Við kveðjum ömmu okkar með
söknuði og þökkum henni fyrir ástina
og umhyggjuna sem hún ávallt sýndi
okkur og öðrum ömmubörnum.
Hvíl í friði, elsku amma.
Unnur og Eiríkur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför
ÓSKARS K. JÚLÍUSSONAR
húsasmíðameistara,
Álfheimum 7,
Reykjavík.
Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Gunnar S. Óskarsson, Guðfinna Finnsdóttir,
Kristjana Óskarsdóttir, Magnús Tryggvason,
Ingi Óskarsson, Þóranna Tryggvadóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við
andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR,
Hrafnhólum,
Melási 2,
Garðabæ.
Blessuð sé minning hans.
Rakel Jónsdóttir,
Valgerður Kristjánsdóttir, Árni Sverrisson,
Ragnheiður H. Kristjánsdóttir, Ingólfur Flygenring,
Kristján R. Kristjánsson, Jóhanna Guðmundsdóttir,
Hjalti Þór Kristjánsson,
Ásthildur Kristjánsdóttir, Baldur Grétarsson
og afabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs bróður okkar,
KNÚTS HAFSTEINS MATTHÍASSONAR,
Uppsölum,
Fáskrúðsfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks fyrir góða umönnun
og hlýju, svo og Erlu hjúkrunarfræðings og Unnar
Björgvins.
Guð blessi ykkur öll.
Þuríður Matthíasdóttir,
Sigríður Matthíasdóttir,
Hulda Lilja S. Þorgeirsdóttir.