Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 34
Væri þó óskandi að útihátíðargestir gætu mætt með eitthvað nýtt og ferskt á tjaldstæðið … 37 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÞETTA er um konur sem eru í list- um, vísindum og hinum íslenska fjármálamarkaði,“ segir Steinar Bragi rithöfundur um Konur, nýja skáldsögu sem væntanleg er í haust. „Þetta er fyrsti kynjapólitíski reyf- arinn,“ bætir hann við um bókina sem hann hefur unnið að af og til síð- ustu tvö árin. Steinar segir að minnsta kosti einn skúrk í bókinni en vill ekki gefa upp hvers kyns sá skúrkur er. „En grundvallartogstreitan er líf og list, og hvernig það birtist á mismunandi hátt eftir kynjunum, hin veru- fræðilegu verðbréf.“ Skyndilega á skáldið svo erfitt með að einbeita sér, það er kona í sólbaði fyrir utan gluggann sem hafði fangað athygli hans, kynjapólitík í sinni tærustu mynd. En hann nær að beina huganum aftur að skálduðum konum. „Þetta er líka um þessa almennu tauga- veiklun í íslensku þjóðfélagi, með bankana, gengisfall krónunnar og svo framvegis, um þessa opinberu umræðu sem er einkennilega móð- ursýkisleg á köflum.“ Íslensk menning í hnotskurn Aðspurður um hvort framhalds- bókin Karlar sé í burðarliðnum svar- ar hann: „Ég er búinn að skrifa hana, hún hét bara ekki Karlar.“ Blaðamanni leikur einnig forvitni á að vita af hverju hann sé alveg hættur að hitta skáldið á Hressó eins og gerðist ósjaldan í fyrrasum- ar. „Ég er farinn yfir á París, það urðu mikil umskipti á lífi mínu,“ seg- ir hann um vistaskiptin. „Það er hræðilegt, íslensk menning í hnot- skurn. Það kemur einhver unglingur með kaffi latte og spyr hvort ég vilji mjólk.“ En Gunnar Dal og félagar eru þó enn á sínum stað á morgnana og „eru enn að ræða Einar Braga og Birting, ekki Aphex Twin og Matthew Barney.“ Kynjapólitískur reyfari Morgunblaðið/Sverrir Konur Steinar Bragi skrifar um íslenskar konur í væntanlegri bók. Steinar Bragi lýkur við bók og flytur yfir á París Kvikmyndin Rokk í Reykjavík sem Friðrik Þór Frið- riksson leikstýrði er ekki bara stór- merkileg heimild- armynd um tíð- arandann veturinn 1981-82, meðan íslenska rokkbylgjan reis hvað hæst, heldur var hún og er af- bragðs tónlistarmynd. Nú hefur myndin loks verið gefin út á DVD og margir taka henni að vonum fagnandi enda eru þar ómetanlegar upptökur með nokkrum af helstu hljómsveitum íslenskrar rokksögu, til að mynda Egó, Vonbrigðum, Tappa tíkarrass, Purrk Pillnikk, Þey, Þursaflokknum, Bara- flokknum, Q4U og Jonee Jonee. Það eru þó ekki allir eins glaðir og heyrst hefur að sumir þeir sem eiga tónlist í myndinni séu ósáttir við að hafa ekki verið með í ráðum við DVD útgáfuna og eins að þeir skuli ekki hafa fengið yfirlit yfir miða- sölu og sölu á myndinni á VHS- spólum síðustu tuttugu og sex árin. Óuppgert Rokk í Reykjavík  Bræðrabylta, stuttmynd Gríms Hákonarsonar, virðist falla sam- kynhneigðu fólki vel í geð ef marka má frammistöðu mynd- arinnar um helgina. Bræðrabylta var valin besta stuttmyndin á Philadelphia International Gay & Lesbian Film Festival og hlaut áhorfendaverðlaunin á Palm Springs Gay & Lesbian Film Festi- val. Með verðlaununum í Phila- delphia hlýtur Bræðrabylta jafn- framt tilnefningu til IRIS-verðlaunanna, sem eru eins- konar Óskarsverðlaun fyrir kvik- myndir sem varpa ljósi á líf sam- kynhneigðra og eru afhent í Cardiff í Wales á hverju ári. Sigursælir glímukappar Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ var aðeins þurrara í Nýju- Mexíkó, en annars bara svipað veð- ur,“ segir Baltasar Kormákur sem kom beint í góða veðrið á Íslandi í gærmorgun eftir fjögurra mánaða dvöl í Bandaríkjunum. Þar var hann við tökur á sinni nýjustu mynd, stór- myndinni Run For Her Life, en tök- um er nú lokið. „Þetta gekk frábær- lega og var rosalega gaman,“ segir Baltasar, en um 70 manns unnu við myndina sem kostar á bilinu átta til tíu milljónir dollara – 640 til 800 milljónir króna. Hann segir það mikla reynslu að vinna við svo stórt verkefni. „Þetta er ansi ólíkt því að vinna að minni verkefnum hérna heima með fólki sem maður þekkir,“ útskýrir hann. Stóð sig eins og hetja Fjöldi þekktra leikara fer með að- alhlutverkin í Run For Her Life og á meðal þeirra má nefna Dermot Mulroney, Diane Kruger, Sam Shep- ard, Rosanna Arquette og Jordi Mollà. Baltasar segir samvinnuna við leikarana hafa verið sérlega ánægju- lega. „Diane Kruger var æðisleg, Dermot Mulroney stóð sig eins og hetja og Jordi Mollà er æðislegur leikari. Svo bauð Sam [Shepard] mér meira að segja á hestbak í gær [fyrradag], hann á nokkra hesta og bauð mér í reiðtúr um eyðimörkina.“ Elur upp börnin sín Aðspurður segir Baltasar að engin stór áföll hafi borið að höndum, þótt vissulega hafi ýmislegt gengið á á tökustað. „Þeir eru til dæmis svolítið örygg- issjúkir, Bandaríkjamenn, þannig að maður má eiginlega ekkert gera. Það voru alls konar flóknar reglur þarna sem ég þurfti að kynna mér. Maður er vanari svolítið brjálaðri starfs- aðferðum,“ segir leikstjórinn og hlær. „Við rákum hins vegar þann sem var að sjá um áhættuatriðin og feng- um þann sem var að stýra þeim í The Bourne Ultimatum. Þannig að sá þáttur lítur vel út.“ Baltasar kom með myndefnið í far- teskinu til Íslands, en Elísabet Rón- aldsdóttir mun klippa myndina að mestu leyti hér á landi. Hvað frum- sýningardag varðar segir Baltasar ekkert hafa verið ákveðið, en hann verði þó líklega ekki fyrr en á næsta ári. En hvað tekur nú við hjá Baltasar? „Ég ætla bara að taka mér smá frí áður en ég fer að klippa með Elísa- betu. Annars er ég búinn að vera er- lendis meira og minna í heilt ár, þannig að ég þarf bara að fara að ala upp börnin mín.“ Á baki með Sam Shepard Baltasar Kormákur hefur lokið tökum á sinni nýjustu mynd – Run For Her Life Í glugganum Leikstjórinn Baltasar Kormákur útskýrir senuna. FJÖLMÖRG verkefni eru á dagskránni hjá Baltasar. Fyrst ber að nefna kanadísku myndina The Bird Artist eftir sögu Howards Norman sem hann mun líklega leikstýra í haust eða vetur. Þá verður mynd Óskars Jón- assonar, Reykjavík Rotterdam, frumsýnd hinn 19. september, en Baltasar leikur aðalhlutverkið í myndinni. Þar að auki er hann að skrifa handrit að mynd sem byggt er á Íslendingasögunum, auk þess sem Arnaldur Indriða- son er að skrifa handrit að Grafarþögn sem Baltasar mun líklega koma að með einum eða öðrum hætti. Loks má nefna að Mýrin verður frumsýnd í London og París á næstu vikum og Brúðguminn verður á kvikmyndahátíð- inni í Toronto í september. Járnin í eldinum Tökuliðið Óttar Guðnason, Baltasar og fleiri. Átök Óttar Guðnason festir tilþrifin á filmu.Leikarar Baltasar í skugganum ásamt leikurum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.