Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bjarni PállKristjánsson fæddist í Reykjavík 19. janúar 1988. Hann lést á krabba- meinslækningadeild Landspítalans 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru dr. Kristján Geirs- son deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun, f. 25.5. 1963 og Droplaug Guðna- dóttir forstöðumað- ur hjá Reykjavík- urborg, f. 12.12. 1959. Systkini Bjarna Páls eru Birkir, f. 13.10. 1989, Anna Björk, f. 14.10. 1989 og Baldvin, f. 12.8. 1974, faðir Eyjólfur Sigurðsson, f. 27.1. 1956. Foreldrar Droplaugar eru Ásta Ólafsdóttir og Guðni Þ. Valdi- marsson, búsett á Vopnafirði. Systkini hennar eru Valdimar, Páll, hans dætur eru Ásta Mekkín, Guðlaug Marín og Signý Malín, og Guðrún Anna gift Sigurjóni Hauki Haukssyni, þeirra synir eru Guðni Þór, Haukur og Valdi- mar Orri. Foreldrar Kristjáns eru Anna Gísladóttir og Geir Krist- jánsson, búsett í Reykjavík. Systir hans er Margrét, sambýlismaður Haukur Kristófer Bragason og þeirra börn eru Kristófer Geir og Helga Margrét. Bjarni Páll ólst upp í Vest- urbænum í Reykjavík fyrir utan þrjú ár sem hann dvaldi með fjöl- skyldu sinni í Frakklandi þar sem faðir hans var í framhaldsnámi. Hann gekk hefðbundinn mennta- veg í Melaskóla, Hagaskóla og var á lokaári í Menntaskólanum við Hamrahlíð er hann lést. Bjarni Páll stundaði tónlistarnám frá 6 ára aldri, fyrst í Tónskólanum Do- ReMi, en síðar í Tónlistaskólanum í Reykjavík. Frá 8 ára aldri varð fiðlan hans aðalhljóðfæri. Á hana lék hann með hljóm- og strengjasveitum tónskólanna og síð- ustu ár í sinfón- íuhljómsveit unga fólksins, Ungfó, sem og með ýmsum öðr- um hljómsveitum og við margvísleg tækifæri. Um 12 ára aldur kynntist Bjarni Páll skátastarfi og tók þátt í því af lífi og sál upp frá því. Þar átti hann margar sínar bestu stundir í leik og starfi og einn af hápunktunum var þátttaka í alheimsmóti skáta sem haldið var í Englandi sum- arið 2007. Bjarni Páll lauk Gilwell þjálfun, æðstu foringjaþjálfun íslenskra skáta vorið 2007 og hlaut forseta- orðuna þá um haustið. Bjarni Páll var að sér látnum sæmdur gull- merki skátafélagsins Ægisbúa á nýafstöðnu landsmóti skáta 26. júlí 2008. Bjarni Páll greindist með krabbamein í október 2007 og háði harða baráttu við sjúkdóm- inn. Hann vakti athygli og aðdáun fólks með kjarki sínum og æðru- leysi sem m.a. birtist í skrifum hans á bloggsíðu sem hann hóf að skrifa eftir að hann greindist (bjarnipall.bloggar.is). Útför Bjarna Páls verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.00. Hann mun hvíla í Sóllandi, nýjum duftreit við Fossvogskirkjugarð. Elsku drengurinn okkar. Þú komst inn í líf okkar á dimmasta tíma ársins, úti var skafrenningur og myrkur en um leið og þú birtist tók sólin að skína. Síðan þá hefur okkur fundist sólskin, birta og ylur tengjast öllu þínu lífi. Hvers manns hugljúfi, hæfileikaríkur, hlýðinn og prúður, kátur og góður við allt og alla. Þannig ætluðum við að framhaldið yrði, þú varst að breytast í fallegan ungan mann og við hlökkuðum til framtíð- arinnar með þér. En við fáum engu ráðið og sú ólýsanlega sára staðreynd að þú ert látinn blasir við. „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig“ ( 23. Davíðssálmur 4. vers). Þetta valdir þú sem fermingarvers eftir að hafa farið um „dimman dal“ en komist þaðan óskaddaður. Við 12 ára aldur, eftir mikla verki í fæti, reið fyrsta áfallið yfir, við skoðun fannst æxli í beini. Læknum til mikillar undrunar reyndist það góðkynja og þrátt fyrir að þeir reyndu að sannfæra okkur um að allt væri í lagi gróf óttinn um sig í sálum okkar foreldranna. Þannig liðu árin áfram og við höfðum ætíð varann á. Aftur komu miklir verkir, í þetta sinn í baki en nú var læknum til jafn mikillar undrunar greiningin illkynja krabbamein. Aftur lentur í dimmum dal en í þetta sinn rataðir þú ekki út. Ótti allra foreldra, barnsmissir, er orðinn okkar veruleiki og mikið er hann sár. Bjarni Páll var staddur við vega- mót. Það hyllti undir stúdentsprófið og ungur maðurinn var að velta fyrir sér hvert skyldi halda. Helst horfði hann til Lögregluskólans og það er sannfæring okkar að hann hefði orðið fyrirmyndarlögregla. Góðhjartaður, ljúfur, réttlátur og sanngjarn sátta- semjari en jafnframt útsjónarsamur, ákveðinn og fylginn sér. Við vorum viss um að hann myndi vinna sér margt til hróss og virðingar og örugg- lega drýgja marga hetjudáðina á lífs- leiðinni. Fyrir örfáum mánuðum höfð- um við engan grun um að Bjarna Páli tækist á níu mánuðum að sýna slíkt æðruleysi, dug og hetjulund að með- almanni dugir ekki ævin til. En krabbameinið er líka hugað og útsjón- arsamt og tókst að forða sér undan öllum klækjum og þekkingu sem læknavísindin búa yfir og hafði sigur að lokum í þessu harða stríði. Elsku Bjarni Páll. Frá fyrstu stundu til þeirrar síðustu höfum við verið full aðdáunar og stolts af því sem þú varst og tókst þér fyrir hend- ur. Hrós í foreldraviðtölum, hrósyrði kunnugra jafnt sem ókunnugra yfir gæsku og myndugleik, óteljandi fiðlu- tónleikar, starf þitt og dugnaður í skátunum og nú síðast í lokabarátt- unni. Þú varst góður sonur, bróðir og félagi, yndi allra. Gæska þín lifir í minningu okkar sem eftir sitjum og nú er það okkar verkefni að lifa sam- kvæmt henni. Guð geymi þig, elsku hjartað okkar. Mamma og pabbi. Í janúar 1988, á fæðingarheimilinu við Eiríksgötu, lá ég með mömmu og við vorum að horfa á lítinn dreng og dáðst að því hvað hann væri fallegur, ég man hvað ég var ofboðslega mont- inn af því að vera stóri bróðir hans. Rúmum tuttugu árum síðar lágum við mamma saman hinum megin við Ei- ríksgötuna og vorum að dást að þess- um sama dreng, okkur fannst hann enn jafn fallegur. Þó svo að það hafi verið eins ólíkar ástæður og hægt er að hugsa sér fyrir því að við lágum saman og dáðumst að honum, þá var eitt sem var óbreytt, okkur þótti svo óendanlega vænt um hann. Tvö orð hafa öðlast nýja og sterkari merkingu í huga mér, orðin hugrekki og æðruleysi. Það var þessi sami litli drengur sem breytti því. Hvernig hann tókst á við veikindi sín og ekki síst var það viðhorf hans til lífsins sjálfs, sem eru ástæður þess að ég horfi á lífið með öðrum augum en áð- ur. Í augum Bjarna Páls var lífið gott og skemmtilegt, en ekki síst spenn- andi. Það er ekki síst það viðhorf, að lífið sé spennandi, sem hann Bjarni Páll skilur mig eftir með, ekki bíða og sjá hvað morgundagurinn hefur uppá að bjóða, heldur fara og sjá það. Ég sakna þín „geeðveikt“ og ég ætla að reyna að leggja mitt af mörk- um til að halda þínu lífsviðhorfi á lofti. Ég vona og trúi að þú sért kominn á stað þar sem þér líður vel, því þú átt það svo innilega skilið. Hvernig þú hafðir styrk til að standa í þessari baráttu, en láta það aldrei draga þig niður og geta samt gefið af þér og heillað fólkið í kringum þig, skil ég ekki, en það gerir mig stoltari en nokkru sinni fyrr að hafa fengið að vera stóri bróðir þinn. Minning þín lifir meðal okkar. Baldvin, stóri bróðir. Elsku Bjarni bróðir. Óendanlega er það fúlt að þurfa að sitja hér saman og skrifa þetta til þín. Aldrei grunaði okkur að á svo stuttum tíma færi allt á versta veg. Það hjálp- aði okkur mikið, og gerir enn, að í gegnum alla þessa erfiðu tíma kvart- aðir þú aldrei, þó fáir hafa haft meira tilefni til. Það sem skein í gegn á þinni stuttu en góðu ævi var lífsgleði þín og húmor, jafnvel í þínum miklu þolraun- um. Það er óraunverulegt að ímynda sér lífið Bjarnalaust og þríeykið sem virtist vera svo órjúfanlegt er allt í einu sundurbrotið. Þú fékkst okkur oft til að brosa af þinni alkunnu snilld og gerir enn, þó nú sé það í gegnum tárin. Margsinnis áttir þú til að knúsa alla í kringum þig, og fundum við þá fyrir þessari sterku öryggiskennd og hlýju sem einkenndi okkar stóra bróður. Þú kenndir okkur margt á þínum stutta tíma og munum við lifa lífinu eftir þinni leiðsögn. Við söknum þín hryllilega mikið og eigum eftir að gera alla ævi. Við munum reyna að vera jafn sterk og þú varst og gera þig stoltan af okkur. Tvíburarnir. Sonarsonur minn, Bjarni Páll Kristjánsson, lést af völdum krabba- meins 15. þessa mánaðar. Hann var tvítugur. Fyrir ári var hann á Bretlandi, glaður og reifur, einn af fulltrúum Ís- lands á alþjóðlegu skákmóti. Framundan var síðasti veturinn fyrir stúdentspróf. Tilhlökkun að sjá hann setja upp stúdentshúfuna. Í staðinn liðið lík. Sársaukinn er yfirþyrmandi. En margs er að minnast. Og þakka. Tveggja ára í Brúnalandinu. Hann, og þriggja mánaða tvíburasystkini hans, rifin upp um miðja nótt. Það átti að fljúga til Parísar. Þar beið faðirinn með leiguíbúðina tilbúna. Haldið skyldi áfram með doktorsnám í jarð- fræði. Það er mikið um að vera. Afinn, að vanda, hefur sig ekkert í frammi. Allt í einu kemur lítil hönd í lófa hans; og hann leiddur að glugganum. Úti fyrir var Fossvogsdalurinn, hand- an, Kópavogsmegin, má sjá hús bera við himin. Yfir öllu er tunglið á stjörnubjörtum himni. Hálft tungl. Drengurinn: „Afi, er tunglið bilað?“ Fimmtán ára í Brúnalandinu. Kominn heim, nýlentur. Gengur með afa sínum í Grímsbæ. Fjöldi barna að leik. Hróp, köll. Mál til lykta leidd á stundinni. Drengurinn allt í einu: „Afi, tala þau öll íslensku?“ Eftir stutta dvöl í Hveragerði flytja þau til okkar í Brúnalandið. Anna amma hafði í tvígang heimsótt þau til Parísar. Nú hófst samfelld samvera, sem var svo skemmtileg og gefandi. Þarna þroskaðist vináttan og gagn- kvæm virðing, sem hefur eflst í gegn- um árin. Í nútímaþjóðfélagi eru ömm- ur ómissandi. Í sumarfríum og oftar var farið til Vopnafjarðar. Þar var Ásta amma og Guðni afi ásamt fjölskyldu. Þær ferðir voru alltaf tilhlökkunarefni. Eftir nokkurn tíma í Brúnalandinu flutti fjölskyldan í vesturbæinn. Fyrst á Dunhagann og svo á Ægisíðuna. Bjarni Páll gekk í Melaskóla, Haga- skóla og svo í Menntaskólann í Hamrahlíð. Fjölskyldan bar út blöð fyrir vinnu og fyrir skóla. Þar var Bjarni Páll Kristjánsson Þó að kali heitur hver, hylji dali og jökul ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal eg gleyma þér. (Vatnsenda Rósa.) Elsku besti frændi! Páll, Ásta Mekkín, Guðlaug Marín, Signý Malín. HINSTA KVEÐJA ✝ Faðir okkar, bróðir, mágur, frændi og vinur, KJARTAN KRISTJÁNSSON, Eyrarvegi 12, Flateyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 28. júlí. Útför hans fer fram frá Flateyrarkirkju laugardaginn 2. ágúst kl. 11.00. Telma Sif, Sólveig Dalrós, Ívar Kristjánsson, Kristín G. Pétursdóttir, Svandís Rós Ívarsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁRNI JÓNSSON söngvari, Þorláksgeisla 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 29. júlí. Bjarney Tryggvadóttir, Sigurjón Árnason, Helga Björk Harðardóttir, Tryggvi Guðmundur Árnason, Lee Ann Greer Árnason, Jón Árnason, Guðbjörg Gissurardóttir, Valur Árnason, Kara Pálsdóttir, Ragnar Árnason, Kristín Helga Viggósdóttir og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, KARL ÓMAR CLAUSEN, Nesvegi 45, Reykjavík, lést aðfaranótt 20. júlí á líknardeild Landspítalans. Útförin fór fram í kyrrþey. Bára Jóhannesdóttir, Brynjarr Pétur Clausen, Guðfinna Magnea Clausen, Kristján Clausen, Jens Pétur Clausen, Marsibil Jóna Tómasdóttir, tengdaforeldrar, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐBJÖRG ÁSTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, síðast til heimilis að Maríubakka 20, Reykjavík, lést þriðjudaginn 22. júlí á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Guðmundur Karlsson, Margrét Guðrún Karlsdóttir, Indriði Kristinsson, Torfi Karl Karlsson, Margrét Þráinsdóttir, Þorbjörg Karlsdóttir, Hreggviður Sigurðsson, Ágústa S. Karlsdóttir, Jón Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS ARNAR KRISTINSSON fyrrverandi sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður, Hátúni 23, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 28. júlí. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 6. ágúst kl. 14.00. Kristín Rut Jóhannsdóttir, Jóhann Kristinn Lárusson,Kolbrún Kristinsdóttir, Hafsteinn Lárusson, Halla Benediktsdóttir, Sigvaldi Arnar Lárusson, Berglind Kristjánsdóttir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.