Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 33 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand AÐ VERA, EÐA EKKI VERA... EKKI VERA ÉG GET EKKI SPILAÐ OG HAFT ÁHYGGJUR AF KRÓNUNNI Á SAMA TÍMA ÞÚ REYNDIR EKKI EINU SINNI AÐ GRÍPA HANN! HANN LENTI VIÐ HLIÐINA Á ÞÉR! HITT LIÐIÐ SKORAÐI FJÖGUR STIG! HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ ÞÉR?!? ÉG ER AÐ BÚA TIL DAGBLAÐ SEM SEGIR FRÁ LÍFINU Á HEIMILINU. VILTU HJÁLPA MÉR? ÞÚ MÁTT VELJA. ÞÚ GETUR ANNAÐ HVORT BORG- AÐ 1.500 kr. Í LAUNA- KOSTNAÐ... 1.500 kr.? EÐA VERIÐ VIÐFANGSEFNI MYNDASÖG- UNNAR „HEIMSKI PABBINN“ Í NÆSTA RAMMA SEGIR HANN, „Í RÚMIÐ! ÞAÐ ER HÁTTATÍMI!“ SJÁÐU HVAÐ ÉG GERÐI MUNNINN STÓRAN!HVAÐ Á ÉG AÐ GERA? HMMM... VIÐ VERÐUM AÐ REYNA EITTHVAÐ ANNAÐ VARÐANDI BAKIÐ Á ÞÉR, HRÓLFUR ÉG SÉ AÐ ÞÚ HEFUR ÁÐUR REYNT NÁLASTUNGU ÞETTA ER BARA PLAST- MAÐURINN! HANN STARIR Á LEGGINA Á ÞÉR ALLAN DAGINN ÉG ER EKKI VISS UM AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ HALDA NÝJA SENDLINUM NONNA? MÉR FINNST HANN FÍNN HANN KEMUR SEINT ÚR SENDI- FERÐUM OG SÓAR MIKLUM TÍMA KANNSKI GETUR HANN BÆTT SIG Í STUÐNINGS -RÍKU UMHVERFI EN HANN VINNUR EKKI VINNUNA SÍNA Á MEÐAN! VIÐ REKUM FYRIRTÆKI, EKKI BETRUNARHÆLI! ÞEGAR ÞÚ TALAR SVONA ÞÁ FINNST MÉR EINS OG ÞÚ HLUSTIR EKKI Á MIG LÁTTU EKKI SVONA! FYRST ÞÚ ERT KONA KÓNGU- LÓARMANNSINS... ÞÁ HLÝTUR ÞÚ AÐ VITA HVER HANN ER JÁ, EN ÉG SEGI ÞAÐ ENGUM HVER ER HÚN OG HVER LÉT HANA SEGJA ÞETTA? ÞANNIG AÐ HÚN VEIT HVER HANN ER Í RAUN OG VERU ÞAU ERU BÆÐI DAUÐADÆMD Velvakandi ÞAÐ vantar ekki stemninguna á Laugaveginn við Hljómalindahúsið, en þar er útimarkaður með ýmsu forvitnilegu dóti til að skoða. Ófáar uppá- komur hafa verið í þessu líflega porti undanfarna mánuði, svo sem tón- leikar og aðrar skemmtanir. Ljósmynd/Frikki Útimarkaður við Hljómalind Geisladiskataska fannst ÉG fann geisla- diskatösku í bílastæða- húsinu gegnt Þjóðleik- húsinu á föstudaginn 25. júlí. Hún lá á milli bíla á fyrstu hæð fyrir neðan jarðhæð. Það var fullt af diskum og ég skildi hana eftir hjá verðinum í Bílastæða- húsinu. Eigandi getur nálgast hana þar. Rannveig iPod tapaðist SVARTUR iPod touch 16GB. tap- aðist í Laugarásbíói þriðjudags- kvöldið 22. júlí kl. 22.10. Ef einhver hef- ur fundið tækið er hann vinsamlegast beðinn að hafa sam- band í síma 692-1518 eða 867-7993, fund- arlaun í boði. Fullt af upplýsingum er inni á tækinu og eru þær mikilvægar fyrir eigandann. Kostar nýtt svona tæki 68.990 kr. Þakkir til Víkverja HJARTANS þökk fyrir elskuleg skrif um veitingastaðinn okkar í Borgarnesi. Verst að þið skylduð ekki láta okkur vita að þið vilduð meira fiskmeti í súpuna, því það er jafn mis- jafnt og fólkið er margt, hversu mik- inn fisk það vill fá út í súpuna. Hingað til höfum við ekki sjálfviljug sent gestina ómetta frá okkur. Annað sem við vildum gjarnan leið- rétta: Rúnar Marvinsson var ráðinn til okkar í 2 mánuði eða mars og apríl til að opna staðinn og koma honum á skrið. Hann varð samt aldrei annað en starfsmaður eða kokkur í eldhús- inu, en alls ekki maðurinn á bak við veitingareksturinn á staðnum. Allt þetta hefðum við getað upplýst ef haft hefði verið samband við okkur. Okkur þætti vænt um að fá þetta leið- rétt, þar sem við eigendurnir ásamt dóttur okkar höfum séð um rekst- urinn frá upphafi, þótt veitingarekstur sé ekki beint okkar fag. Hægt væri líka að benda á að við leitum að rekstr- araðilum til að leigja af okkur staðinn og halda áfram rekstrinum sem þegar er kominn á gott skrið. Páll og Áslaug Leiðrétting og viðbót UNDIRRITAÐUR vill koma fram eftirfarandi leiðréttingu vegna ummæla sem voru eftir honum höfð hér í velvakanda í gær þann 29. júlí vegna miðasölu á netinu. Þar koma miðasölufyrirtækið midi.is og Reykholtsthátíð heilmikið við sögu. Ég kvartaði yfir því að staðfesting fyrir miðakaupum sem ég hafði keypt á netinu á tónleika í Reykholti hjá midi.is væri ekki tekinn gildur sem slíkur hjá miðasölunni í Reykholti. Í frásögn minni sem höfð var eftir mér hér í blaðinu leit út eins og afgreiðslustúlkurnar hjá Snorrastofu sem er safn í kjallara undir Reykholtskirkju hefðu vísað mér frá tónleikunum. Þangað fór ég aðeins til þess að skoða safnið en spurði stúlk- urnar í leiðinni um miðasöluna. Þær söguðst vissulega ekkert hafa með hana að gera. Það var hjá miðasölunni í kirkj- unni sjálfri sem mistökin áttu sér stað og staðfesting á miðakaupum mínum hjá midi.is var ekki tekin gild. Sam- kvæmt upplýsingum frá Midi.is átti Reykholtshátið að fá sendan lista yfir þá miðakaupendur sem ennþá höfðu ekki miða í höndum en áttu staðfestingu fyrir miðakaupum, að berast kl. 18. þann sama dag sem tónleikarnir væru haldn- ir. Sá listi hafði greinilega ekki borist. Því það var símtal frá deginum áður frá Munaðarnesi eins og kemur fram í frá- sögn minni sem bjargði mér. Þau skila- boð höfðu borist á réttan stað á miða- söluborðið í Reykholti. Valgarður Stefánsson Borgarsíðu 17 Akureyri           Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Kaffi og blöðin í Krókn- um kl. 9-10.30, vinnustofa kl. 9-16.30, Grandabíó kl. 13-15. Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, boccia kl. 9.45. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðslustofa, böðun, almenn handavinna, kaffi/ dagblöð, fótaaðgerð, matur, spilað, ódýrt með kaffinu, slökunarnudd. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Skráning í Þýskalandsferðina 22.-29. sept. Uppl. í síma 898-2468. Félag kennara á eftirlaunum | Sum- arferðirnar verða farnar í ágúst. Þátttaka bókist í síma 595-1111. Síðasti greiðslu- dagur er 1. ágúst. Nánar á FKEfrettir.net. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður í handavinnustofu, matur, kaffi. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9.30, ganga kl. 10, matur. Vegna sumarleyfa lokað kl. 14. Furugerði 1, félagsstarf | Samverustund með handavinnuívafi kl. 13.30, kaffiveit- ingar. Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl. 9, pútt kl. 10, matur, félagsvist kl. 14. Hvassaleiti 56-58 | Böðun fyrir hádegi, matur, félagsvist kl. 13.30. 1. og 2. verð- laun, kaffiveitingar í hléi. Hæðargarður 31 | Stefánsganga kl. 9.15, púttvöllurinn opinn, hugmyndabanki. Uppl. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand- verks- og bókastofa opin kl. 13, kaffi, Hár- greiðslust. s: 552-2488, fótaaðgerðastofa s: 552-7522. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9-14.30, matur og kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Spilað. Hár- greiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin kl. 17-22, nema miðvikudaga til kl. 20. Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin kl. kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30. Prestur á staðnum. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Allt sam- komuhald og kirkjustarf fellur niður dag- ana 31. júlí - 4. ágúst vegna Kotmóts Hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti, allir velkomnir í Kotið. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastundir falla niðu fimmtudaga fram til 7. ágúst, vegna viðgerða og fram- kvæmda í kirkju og safnaðarheimili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.