Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er fimmtudagur 31. júlí, 213. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim. (Esk. 20, 20.) Víkverji kom sæll og glaður úrsumarfríinu sínu í gær, á heit- asta degi sumarsins hingað til. Fríið var sérlega vel heppnað og kauði státar nú af dálaglegri hestamanna- og bændabrúnku en Víkverji var staddur á „Costa del Suðurland“ nær allan júlímánuð. Já, á Suðurlandi, á Íslandi þar sem sumarið er. x x x Víkverji hefur aldrei skilið afhverju Íslendingum dettur í hug að flýja til útlanda loksins þegar sumarið kemur til okkar. Sumarið á Íslandi er það besta sem hann veit, náttúran og veðrið eru hreinasta undur og í augum Víkverja er alltaf gott veður á íslensku sumri. Ef það rignir einhver ósköp þá er minnsta mál að hoppa upp í bíl og keyra í ann- an fjórðung. x x x Veðrið er vissulega margbreyti-legt á Íslandi og Víkverja grun- ar að Sunnlendingar hafi verið heppnari en aðrir það sem af er sumri – sem leiðir hugann að því eina sem skyggði á annars sólbakað líf Víkverja, eina sjónvarpsefninu sem hann fylgdist grannt með í fríinu; veðurfréttum. Hefur lesandi góður tekið eftir því að á Íslandskorti Veðurstofu Íslands virðist oft vera frekar lítill hiti á Suðurlandi sam- kvæmt grafíkinni? Og skyldi hann vita hvernig á því stendur? Víkverji hefur svar við því: Veðurstöðin er Stórhöfði úti á ballarhafi – ekki Hella, ekki Flúðir. Veðurspáin sem hímdi yfir Suðurlandsundirlendinu á kortinu á hádegi í gær, þ.e. Stór- höfða, hljóðaði upp á 15 stiga hita. Þegar Víkverji steig af ströndinni á „Costa del Suðurland“ í gær var hit- inn 28 stig. Aðeins 13 stiga munur! x x x Víkverji vill þó ekki fara mjög háttmeð málið, kannski má hann þakka fyrir að Veðurstofan kjósi Stórhöfða sem fulltrúa Suðurlands á kortum sínum. Annars myndi gósen- landið fyllast enn meira en ella, nóg er víst samt. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Danmörk Emilía Lindberg fæddist 19. apríl. Hún vó 4.260 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Rakel Lindberg Jónsdóttir og Ómar Þ. Árnason. Reykjavík Gísli Erik fæddist 29. júní kl. 20.59. Hann vó 4.205 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Jón Ólaf- ur Valdimarsson og Sigríður Elsa Kristjánsdóttir. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 skadda, 4 megnar, 7 siða, 8 grobbs, 9 sníkjudýr, 11 nytjalanda, 13 glens,14 reikar, 15 ill- menni, 17 spírar, 20 skeldýr, 22 vind- hviðan, 23 fingur, 24 glatar, 25 vitlausa. Lóðrétt | 1 fótþurrka, 2 ástundar, 3 einkenni, 4 samsull, 5 les, 6 blómið, 10 fjandskapur, 12 eðli, 13 guggin, 15 úr því að, 16 ber, 18 áfanginn, 19 byggja, 20 flanar, 21 hermir eftir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 mannsefni, 8 buddu, 9 tíbrá, 10 tól, 11 tunga, 13 arinn, 15 harms, 18 örmum, 21 kot, 22 losti, 23 urinn, 24 mannalæti. Lóðrétt: 2 aldin, 3 nauta, 4 eitla, 5 nebbi, 6 ábót, 7 háin, 12 góm, 14 rór, 15 hold, 16 raska, 17 skinn, 18 ötull, 19 meint, 20 munn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Rbd2 b6 5. a3 Bxd2+ 6. Dxd2 Bb7 7. e3 d6 8. Be2 Rbd7 9. O–O O–O 10. b4 a5 11. Bb2 De7 12. Dc2 Re4 13. Hfd1 f5 14. d5 e5 15. Rd2 Rxd2 16. Dxd2 Ha7 17. f4 He8 18. Bh5 Hea8 19. Bf3 e4 20. Be2 Rf6 21. h3 axb4 22. axb4 Bc8 23. Bd4 Bd7 24. Db2 Kf7 25. Hxa7 Hxa7 26. Ha1 Hxa1+ 27. Dxa1 Dd8 28. Da7 Kg6 29. Bd1 h6 30. Bb3 Be8 31. Db7 Bf7 32. Ba4 h5 33. Bc6 Bg8 34. Kf1 Bf7 35. Ke2 h4 36. Kd2 Kh7 37. Kc2 Bh5 38. Kd2 Bf7. Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Ungverski alþjóðlegi meistarinn David Berczes (2458) hafði hvítt gegn kollega sínum Hafizulhelmi Mas (2386) frá Malasíu. 39. Bxb6! cxb6 40. Dxf7 Kh6 41. Kc2 g6 42. Kb3 Rg8 43. Be8 Re7 44. Df8+ Kh7 45. Bxg6+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Alþjóðavæðingin. Norður ♠KD964 ♥10 ♦Á32 ♣9752 Vestur Austur ♠-- ♠G1052 ♥DG962 ♥K75 ♦876 ♦G1095 ♣DG1083 ♣Á6 Suður ♠Á873 ♥Á843 ♦KD4 ♣K4 Suður spilar 3G. Bestu spilarar Evrópu strekkja í æ ríkari mæli á stórmótin í Bandaríkjun- um. Það er því tímanna tákn að sveit skipuð pólskum og rússneskum spilur- um skuli hafa unnið Spingold–útsláttinn á sumarleikunum í Las Vegas. Sveitin er kennd við Rússann Gromov, sem spilar við Dubinin, en hitt öxulparið mynda pólsku jaxlarnir Balicki og Zmudzinski. Eftir langa hrinu af út- sláttarleikjum mætti Gromov sveit Wellands í 64 spila úrslitaleik og vann naumlega, 135–125. Spilið að ofan er frá þeim leik og þar hafði Welland betur. Hann var sjálfur í austur og vakti á 1♠ í þriðju hendi – stal sem sagt litnum af NS, sem enduðu fyrir vikið í 3G. Gromov var við stýrið og fékk út hjarta. Spilið má vinna með því að dúkka hjarta tvisvar, en Gromov var hræddur við laufið og drap strax á ♥Á. Einn niður. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þér finnst kannski að þú hafir ekki mikið að segja við vissan aðila, en það er gott að gefa eitthvað smá. Ósk um velgengni myndi gleðja – ef þú meinar það sem þú segir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Stjörnurnar hafa gefið þér hæfileik- ann til að bjarga deginum fyrir fólki. Ekki síst þegar þú þekkir það lítið sem ekkert. Þú færð örgustu fýlupúka til að brosa. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert aðeins á eftir áætlun – sem er allt í lagi. Vanalega ertu nokkrum skrefum á undan öllum öðrum, svo njóttu þess að vera í þeirra sporum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ertu hræddur um að missa af ein- hverju ef þú segir ekki já við öllum til- boðum? Treystu því að þú upplifir það sem hentar þér og þú hefur þörf fyrir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur mikla þörf fyrir að versla. Auðvitað eru nokkrir hlutir sem þú þarfn- ast – en mjög fáir. Þú þarft frekar að losa þig við dót, frekar en að bæta við. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það eru miklir straumar milli þín og viss aðila. Það eru segulmagnað að- dráttarafl sem þú gleymir ekki fyrr en þú kemst aftur í návist þessarar manneskju. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Því sem þú vilt vita um vissa mann- eskju er ekki auðvelt að komast að. Hlustaðu vel og lestu í það sem er sagt – og líka það sem ekki er sagt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú færð nýja sýn á sjálfan þig og líf þitt hingað til. Þú minnist venjulegs atburðar í lífi þínu og sérð skyndilega hversu miklu máli hann skipti þig. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Reyndu að láta minniháttar rifrildi ekki hafa áhrif á þig. Einbeittu þér að því sem þú vilt að gerist. Þá mun það sem hentar þér skjóta upp kollinum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er ekki allir sem gera sér grein fyrir hversu mikla hæfileika þú hef- ur því hógværðin þín hefur falið þá. Leyfðu vinum þínum að monta sig af þér. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert tilbúinn til að hressa upp á ástarlífið. Ef þú greinir sambandið mun það auka tilfinningar sem þú hélst þig ekki hafa. Þú prófar nýja hluti! (19. feb. - 20. mars) Fiskar Jæja, nú er tími til kominn að hætta að dreyma og skrifa niður hagnýt skref sem þú þarft að taka. Þau koma þér þangað sem þú vilt fara. Fundur með steingeit hjálpar. Stjörnuspá Holiday Mathis 31. júlí 1980 Nóttin var sú hlýjasta sem vit- að var um í Reykjavík, lág- markshiti sólarhringsins var 18,2 stig. Daginn áður og þennan dag fór hiti yfir 23 stig. 31. júlí 1991 „Börn náttúrunnar,“ kvik- mynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, var frumsýnd í Stjörnu- bíói. Í aðalhlutverkum voru Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín. Myndin var sýnd daglega í meira en eitt ár og tilnefnd til Óskarsverðlauna. 31. júlí 1992 Fyrsta barnið fæddist eftir glasafrjóvgun hérlendis. Þetta var stúlka sem mældist 14 merkur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá… Þórður Júlíus- son, fyrrum út- gerðarmaður á Ísafirði, verður níræður 4. ágúst næstkomandi. Í tilefni af því tek- ur hann á móti gestum laugar- daginn 2. ágúst kl. 15 í Oddfellowhúsinu. Allir eru velkomnir og vonast Þórður til að sem flestir sjái sér fært að fagna þessum tímamótum með honum. Blóm og gjafir afþökkuð. 90 ára Hrefna Hreið- arsdóttir verður sextug 3. ágúst næstkomandi. Í tilefni af því tek- ur hún á móti vinum og vanda- mönnum að heimili sínu, Dalsgerði 2d á Akureyri, laugardaginn 2. ágúst frá kl. 16 og fram á nótt. 60 ára ÞRÍTUG er í dag Sigrún Ósk L. Gunnarsdóttir, leikskólakennari. Hún er nú stödd í kóngsins Kaupmannahöfn með manni sínum og börnum. Ætla þau að fylkja liði í hið rómaða tívolí Kaup- mannahafnar í tilefni dagsins og njóta dönsku veðurblíðunnar. Eðlilega er fjölskyldan spennt og lætur fregnir af tækjabilunum í tívolíum í Skandin- avíu lítið á sig fá. Einnig stendur til að fara í tívolí- ið í Sommerland, dýragarðinn í Kaupmannahöfn og dvelja í sumarbústað en lítið verður um búðaráp og þessháttar iðju vegna slaks gengis íslensku krónunnar. Afmæli Sigrúnar ber ósjaldan upp kringum verslunarmannahelgi og segist hún því gjarna hafa haldið upp á afmæli sitt í útilegum fjarri heimabyggðinni í Reykjavík. Þó Sigrún sé fædd í höfuðstað Íslendinga á hún ættir að rekja til Aðalvíkur og hefur búið víða, meðal annars í Danmörku og Bandaríkjunum. „Mamma hefur verið svo dugleg að flytja gegnum tíðina og ég hef fylgt með,“ segir Sigrún um búsetu sína um víða veröld. Afmælisbarnið segist ekki hafa kviðið því að verða þrítug. „Ég hlakkaði eiginlega bara til, þetta er svo virðulegt. Mig hefur alltaf langað til að vera virðuleg,“ segir hún um innreið sína í fertugsaldur- inn og hlær. Hún er þess fullviss að um þrítugt muni líf hennar umturn- ast og hún taka gagngerum breytingum til hins betra. skulias@mbl.is Sigrún Ósk L. Gunnarsdóttir þrítug Komin á virðulegan aldur ;)Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.